Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 55

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 55
Jólablað 1973 TÍMINN 55 væri nú farinn að brotna við landið! Nú var tekið að rigna. Og stormurinn fór vax- andi. í hvert sinn sem ný vindhviða þaut yfir isinn var eins og tekið væri sterkum höndum um fætur drengjanna og reynt að skella þeim flötum. Nú sýndist Pétri grilla i land. ,,Er það mögulegt að við séum komnir alla leið,” spurði hann. En um leið og hann sleppi orðinu staðnæmdust baðir drengirnir skyndi- lega. Þeir urðu agndofa af skelfingu og þeim fannst iskrandi kuldi fara um allan likamann. Þeir voru staddir á is- brún, en fyrir framan þá æddu úfnar öldur þar sem isjakar byltust til og rákust hver á annan. Drengirnir litu hver á annan. En áður en þeir kæmu upp nokkru orði kvað við brestur mikill rétt hjá þeim. Þeir ætpu upp yfir sig af skelfingu, og áður en þeir vissu af stóðu þeir báðir á isjaka, sem var á að giska niu fer- metrar að stærð. ,,Við skulum stökkva upp á skörina!” æpti Hans. En það var um seinan. Jakinn var umflotinn freyðandi vatni. Pétur hafði leyst af sér skautana til þess að renna siður út af jakanum, sem ruggaði og hallaðist á ýmsar hliðar i vatninu. Hans fylgdi dæmi hans, og rétt á eftir hallaðist jakinn svo mikið, að skautarnir runnu út af honum og hurfu i sjóinn. Stormurinn fór vax- andi og það rigndi án af- láts. Til allra hamingju varð isjakinn þakinn krapi, og þvi minni hætta á að drengirnir rynnu út af honum Hvorugur þeirra mælti orð af vörum. Báðir voru þeir svo ótta- slegnir, sem framast mátti verða, enda var það ekki undarlegt. Það er enginn gamanleikur að vera staddur á litlum isjaka úti á ólgandi sjó og berast þar fyrir vindi og straumi. ,,Nú erum við áreiðanlega komnir i strauminn, sem liggur út að Húsabæjar- þorpinu,” sagði Pétur. Han kraup á kné og fórnaði höndum. Nú var hann ekki lengur sá hug- djarfi Hans, sem jafnan var fremstur i flokki að finna upp á nýjum uppá- tækjum. Nú var hann verulega hræddur, og honum var ljóst, að litil eða engin bjargarvon var. Hann fór, að hafa yfir gamla barnabæn, og Pétur tók undir með honum. Jakann rak með hraðri ferð út eftir firð- ínum. „Hugsaðu þér,” sagði Pétur, ,,hvað pabbi og mamma hljóta að vera orðin hrædd um okkur.” Hans kinkaði kolli. Svo þögðu báðir um stund. Hvorugur þorði að hreyfa sig. Jakinn ruggaði svo mikið vegna öldugangsins, að þeir áttu fullt i fangi með að verjast þvi að renna út af honum. Þeir voru höldvotir af rigningunni frá hvirfli til ylja og nötruðu af kulda. ,,Pétur, ” hrópaði Hans allt i einu. ,,Ef við erum i Húsabæjar- straumnum, og ef okkur rekur út i gegnum sundið hjá Húsabæ er engin bjargarvon fram- ar.” Við þessa ægilegu til- hugsun gátu drengirnir ekki varizt gráti. Hvað áttuþeir að taka til bragðs? Það var ekki annað sýnilegt, en að þá ræki út i opinn dauðann. Allt i einu sáu drengirnir ljós fram- unda. „Húsabær”! hrópaði Hans. ,,Það er hjá Eiriki gamla fiskimanni,” sagði Pétur. Rétt á eftir barst neyðaróp gegnum storminn og myrkrið. Það voru drengirnir, sem æptu af öllum kröft- um, til þess að reyna að verkja eftirtekt Eiriks gamla fiskimanns. Eirikur gamli fiski- maður sat fyrir framan arininn og naut hlýind- anna af eldinum, sem logaði glatt undir kaffi- katlinum. Það var not- legt að sitja þarna, og þegar stormurinn nauðaði úti fyrir, og njóta ylsins. Eirikur gamli hugsaði til löngu liðinna daga, þegar D? K U o U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.