Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 48

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 48
48 TÍMINN Jólablað 1973 • „Er ekki áreiðanlegt að það sé anno 1663 i ár?” spurði frænka mln I morgun. Frændi minn var viðstaddur, og af þvi aö það er siður aö hús- bændur hafi oröið, þegar þeir eru nálægir, þá svaraöi hann, aö þaö mundi liklega vera, annars hefði hann ekki sett það á sig. Ég veit að það er anno 1663, en ég sagði ekkert þó að spurningunni væri ekki beint að neinum sérstökum. Þaö sómir sér ekki að ég þykist vita meira en þau, þar sem ég er að vissu leyti upp á gustuk þeirra komin. Frænka min, sem ég kalla svo, erkona frænda mins.sem tók mig inn á heimili sitt, þegar þess þurfti við. Hún er ekki margmál við mig. Það á að heita svo að hún taki mig fram yfir vinnukonur sinar, en það liður varla sá dagur, að hún minni mig ekki á ávirðingu mina með einhverjum hætti, svo að ég ræði sjaldan við hana að fyrra bragði. Það var i gær, sem hún sagði mér lát biskupsdótturinnar i Skálholti. Ég drúpti höfði i bæn, eins og vera bar, en hugurinn flaug heim i Skálholt, æskuheim- ili mitt, og það er raunar ekkert nýtt, að ég hugsi þangað Já, ég hefi vist enn ekki sagt hver ég er. Ég er Guðbjörg Sveinsdóttir. Faðir minn er Sveinn Sverrisson yfirsmiður á Skálholtsstað. Hann hefir verið það lengi, og þar fæddist ég. 1 æsku var mér kennt það, sem siöur er að kenna dætrum em- bættismanna og stórbænda. Við erum i ætt við Odd Einarsson Skálholtsbiskup, og njótum góðs af þvi á ýmsan hátt. Það kom fyrir að frænkur okkar, sem eru giftar embættísmönnum, tóku mig á heimili sin og kenndu mér hannyrðir og fatasaum. Faðir minn var hreykinn af, hve dugleg ég var með nálina, og sagði stundum, að þó að heimamundur minn yrði ekki mikill, þá væri vist engin hætta á aö mig skorta biðla, eins og allt færi vel úr hendi, sem ég snerti á. Þetta var nokkurt oflof hjá föður minum, vegna þess hve hann ann mér heitt. Sjálfsagt hefir hann gortað af myndarskap minum við biskupsfrúna, þvi að eitt sinn kom hún og vilsi sjá það, sem ég haföi saumað. Ég var feimin, en sýndi henni það, sem mér þótti frambærilegt. Biskupsfrúin skoðaði þetta vandlega, og sagði að þetta væri snoturlega unnið. Svo kallaði hún föður minn á eintal. Skömmu siðar varð ég þerna i Skálholti. Það er mikil upphefð. Prestar, sýslumenn, lögreltu- menn og stórbændur sækjast eftir að koma dætrum sinum i Skál- holt, og auðvitað verður þeim mest ágengt, sem eru i ætt við biskupshjónin, eða i miklum vinskap við þau. Stúlkurnar verða þó að vera vel verki farnar, einkum þó ef þær eru litillar ættar, eða komnar af efnalitlum foreldrum. Vafalaust hefir það átt sinn þátt i þvi, að ég fékk þetta starf, aö við erum svo náskyld tveim fyrr- verandi Skálholtsbiskupum, en það voru þeir Oddur Einarsson, sem var lengi biskup, og sonur hans Gisli Oddsson, sem var aðeins fá ár biskup, og dó ungur. Faðir minn harmar þá báða, en hann var yfirsmiður i Skálholti i tið þeirra beggja, og hefir verið það allan timann sem Brynjólfur Sveinsson hefir verið biskup. Faðir minn gladdist mjög yfir frama minum, sagði að nú yrði ég svo góður kvenkostur, að hann bæri engan kviðboga fyrir uppeldi minu. Móðir min dó, áður en ég var komin til vits og ára. Systkini min, sem öll eru miklu eldri en ég, smátindust burtu, þangað til við vorum ein eftir i litla húsinu við smiðjugaflinn, faðir minn og ég, ásamt gamalli konu, sem alltaf var hjá okkur, Ég kunni þessu vel, fann að ég hafði meira frjálsræði en flestar jafnöldrur minar, og naut þess, en stundum var litið úr verki hjá mér. Það var þvi ekkert undarlegt, þó að faðir minn yrði glaður, þegar hann sá, að.ég gat einbeitt mér að vinnu, átti ekkert erfiðara með það en stöllur minar, sem voru aldar upp við miklu meiri aga. Mér féll starfið vel, og sjálfsagt væri ég enn ein af Skálholts- þernum, ef mér hefði ekki orðið það á að verða barnshafandi. Ég segi, að mér hafi orðið þetta á. Liklega ætti ég heldur að segja, að guði þóknaðist aðhaga þvi svo, að óvarkárni okkar Daða Hall- dórssonar i Hruna bar ávöxt. Við Daði höfðum þekkt hvort annað frá barnæsku. Við erum næstum jafngömul, og Daði var mjög ungur, þegar hann varð smásveinn Brynjólfs biskups. Þar kom til vinátta biskups við fólkið i Hruna, og lika hvað Daði var efnilegur piltur. Stundum lékum við Daði okkur saman, en sjaldan tvö ein. Það er alltaf margt fólk i Skálholti, og talsvertaf börnum og unglingum. Stöku sinnum voru börn biskups- hjónanna, Ragnheiður og Hall- dór, með okkur i leik, en þau eru dálitið yngri en við, og svo var oftast einhver fullorðinn nálægt til að gæta þeirra, venjulega barnfóstran. Okkur þótti þetta ekkert gaman, þvi auðvitað fengum við engu að ráða i ieikjunum, en við létum ekkert á þvi bera. Þegar Daði fór að læra i Skál- holtsskóla, hættum við að leika okkur saman, og sáumst sjaldan, þangað til ég varð skólaþerna. Allir skólpiltarnir glettust við okkur stúlkurnar. Þar var Daði enginn eftirbátur, og það er enginn vafi á, að hver einasta ólofuð Skálholtsmær hefur einhverntima átt sina drauma um Daða i Hruna. Bara nafnið, Daði i Hruna, féll svo vel á tungunni, að það hljómaði eins og fegursti fuglasöngur. Léttur roði hljóp fram i ungar kinnar okkar.og augun leiftruðu. Þegar ég var komin á nitjánda árið, var það þannig, að ég mátti vera vör um mig, svo ekki sæist hversu oft ég gaf Daða auga. Nálægð hans vakti hjá mér slika unaðskennd, að það var eins og ég svifi i lausu lofti, og öll tiiveran varð daáamleg. Hann virtist ósnortinn af þessu, átti það til að klípa mig i eyrað, og kalla mig Guddu litlu. Ég er smávaxin, næ honum varla i öxl þegar faldinum er sleppt, en Daði er með hæstu mönnum. Rósa Þorsteinsdóttir: í ÞURR AUGU ? RAUÐ m' Saga frd Ég var alveg viss um að ást min væri vonlaus, og duldi hana þvi eins og ég gat. Samt naut ég þess að sjá Daða i Hruna, og vita um nálægð hans. Vorið sem ég varð tvitug, fékk ég biðil. Hann var fertugur ekkju- maður, og átti ung börn. Faðir minn var á báðum áttum, hvort ég ætti að taka honum eða ekki, en ég gret og sagðist ekki vilja giftast strax. Faðir minn sagði þá, að ég væri full ung til að taka að mér börn, og ég slapp við að giftast i það sinn. Síðla sumars þetta ár fórum við þrjár stúlkur saman að safna jurtum sem biskupsfruin ætlaði að hafa i grauta handa fyrir- mönnum. Hún valdi sjálf þær stúikur, sem hún treysti bezt, en hún hafði kennt okkur að þekkja þessar jurtir, og sýnt okkur hvernig átti að tina þær. Þennan dag var næstum logn og glaða sólskin. Við fórum nokkuð langt i burtu. Það var talsverður metnaður i okkur að koma heim með sem flestar og beztar jurtir. Við fórum þvi hver fyrir sig, þangað sem við áttum von á að fá sem mestan feng, án þess þó að missa sjo'nar hver af annarri. Ég var þvi ein, þegar ég settist i dálitinn hvamm til að hvíla mig örlitla stund. Þarna var ágætt útsýni. Ég sá hvar komu tveir piltar að heiman. Annar þeirra var Daði Halldórsson, en hann var i Skál- holti um þessar mundir, og var einn af sveinum biskups. Ég flýtti mér að rétta faldinn, og snyrta mig eins og föng voru á. Það var ekki unnið fyrir ig, þvi að piltarnir komu beina leið tii min. Daði henti sér hlæjandi á grúfu I mjúkt grasið, en hinn pilturinn svipaðist um, og spurði eftir annarri stúlkunni, sem með mér var, en allir vissu að hann var mjög ástfanginn af þessari stúlku. Ég sagði hvar hún var, og hélt að þeir myndu fara, en Daði lá kyrr, sagðist ekki nenna að fara lengra strax, enda væri rétt að lofa þeim að vera einum svolitla stund, til þess hefðu þeir komið. Við töluðum saman, og vorum kát, en skyndilega urðum við þögul og alvarleg, eins og við stæðum yfir dauðs manns gröf. ,,Þú ert svo falleg” hvislaði Daði, og horfði á mig eins og hann hefði aldrei sé mig fyrr. Ég varð svo feimin, að mér fannst ég ekki geta hreyft mig, og orðin sem ég vildi segja, stóðu föst i hálsinum á mér. Feimni min hafði áhrif á Daða, svo að hann fór lika hjá sér. Við sátum þarna ósköp vandræðaleg, sitt á hvorri þúfu, og gældum við strá. Svo litum viðhvort á annað og brostum. Daði stökk á fætur, sló laust i öxlina á mér og sagði „skessa” alveg eins og þegar við vorum i eltingarleik f gamla daga. Svo þaut hann af stað eins og kólfi væri skotið Eftir sat ég, og var svo hamingjusöm, að mig langaði til að gufa upp, verða eitt með öllu i jörð og á. Svo varð ég aftur eigingjörn, og fiýtti mer að lygnum polli, sem var þarna stutt frá. Vatnið i honum var hreint og tært, og þó að ég hefði nú þegar tekið nokkurn tima til hvildar, þá stóðst ég ekki mátið, en settist á bakkann og grandskoðaði spegil mynd mina. Við mér blasti sma- gert andlit, hátt enni, ávalar kinnar, beinn munnur, tilbúinn að brosa, og blágrá, glettnisleg augu. Faldurinn hluldi jarpa hárið mitt, sem ég greiddi af svo mikilli kostgæfni öðru hverju. Það átti að prýða koddann minn á brúðkaupsnóttinni minni. Eiginlega hafði mér aldrei likað þetta andlit fyrr en nú, og mér varð dálítið hverft við, þegar ég heyrði hinar stúlkurnar kalla á mig, svo áköf var ég i að reyna að sjá sjáfa mig með augum Daða. Nú vildu stúlkurnar fara heim. Auðvitað fóru piltarnir aðra leið. Það samræmdist ekki reglum staðarins að þeir leituðu okkur uppi svona langt frá bæ. og varð "að leyna þvi. Að ég læt mér svo tíðrætt um þennan dag, kemur til af þvi, að mér er hann minnisstæðastur af öllum dögum i lifi minu. Ég sagði áðan, að það hefði verið glaða »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.