Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 57

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 57
Jólablað 1973 TÍMINN 57 Kct — Málverk eftir Jónas Guftmundsson. Hótelmenning er eitt þeirra orða, er vér stein- aldarmenn og duggarar höfum lært í siðustu skreiðarferð. Við sjáum í anda hvíslandi stúlkur á hótelum, virðulega menn, og sálin ilmar af frönskum kartöflum og file. Tíu tungumál suða vinalega í eyrunum og þú gjörir þig alþjóðlega hæverskan á svipinn og spyrð sjálfan þig í laumi, hvernig fara muni um kopp til að hafa undir rúmið og glas undir tennurnar. Þú verður að fá kopp og glas undir tennurnar. Við ókum áfram og rykið þyrlaðist undan hjólunum. Við öndum að okkur jaröefnum og fyllum lungun af grágrýti og jökulleir og óvitinn skælir, þvi hann hatar þetta óendanlega þurra land og votar mýrarnar. Svo þolir hann illa þessa gulu kaplamjólk, sem konurnar gefa honum á pelann. t stórum plast- poka eru bleyjurnar og ilma eins- og gamalt hraðfrystihús, sem þjáðst hefur af ammoniaksleka um langt skeið. Áfram — áfram, yfir vatnssósa landið, yfir jökulleir, yfir vind- barin holt og yfir mosabreiður og lyng. Bráðum er komin nótt og þá munt þú leggja þig til svefns i drifhvit lök, og herbergið ilmar eins og nýtekin gröf i kirkjugarði. Þú byrjar áð hugsa. — Til hvers eru hótel? — Fyrir hvern eru hótel? Eru þau fyrir mig, fyrir þig. fyrir duggara, sem fara með lóðir, fyrir blóðlaus gamalmenni, sem koma til að skoða fugla. fyrir þýzkar kelling- ar, sem koma til að éta molasyk- ur hjá einu þjóðinni, sem er svo vitlaus að hún sparar ekki sykrið á hótelunum. Nei enginn veit. Kannske eru hótel bara fyrir þá, sem eiga hótelin og brytja sauða- ket meö exi ofan i rútufólk og simamenn. — og sál þin verður svo undarlega hljóð og þú byrjar að gráta hægt með barninu. — Nei ekki þar. I guðsbænum ekki þar, og ég heyri sorgina i hjarta konunnar. Þeir drepa þig — og við höldum áfram gegnum einmana landið. Höldum áfram að anda að okkur jörðinni, sem við elskum svo heitt. Okkur svið- ur i lungun undan sandinum og hann sezt i tennurnar og þú brýt- ur kornin með lágum smelli, eða var það kannske glerungurinn, sem brast, og þú byrjar að hugsa um vatn. Ylvolgt vatn, sem flæðir yfir andlit þitt og likama, og þú sérð sápuna freyða, og það fer unaður um sálina. Tonn eftir tonn renna um andlit þitt og brjóst og skola burt öllu. I.ika óþvegnu bleyjunum, sem nú ilma eins og soðið hland i ullarþvotti. Þessa beiska holdmikla hlandlykt, sem leggst ylir sál þina og hjarta. Áfram, ál'rain, og þú heyrðir banaslunurnar og beinbrotin i undirvagninum, og nú vorum við komin ylir heiðina, þar sem Kivanisklúbburinn eöa Læons- klúbburinn voru búnir að koma upp húsi til að sofa i á veturna. Það er fullt af dósamat og plástr- um, og nú sáum við hótelið og sá- um, að nú gálum við fengið leigða hesta. Þegiðu sagði konan, þegar ég l'ór að spyrja hana, hvað hún hcldi, að maður gerði við giimlu heslana, ef maður ælli hótel. Þegiðu, og það var eins og hvöss orðin ristu sundur radd- böndin, og ég þagði. Við borðum þarna, sagði ég og lók af skarið. Kg hægði á. Þetta var stórt hótel og vindur- inn hafði sogið allan merg úr húsaviðunum og sorfið blauða steypuna inn úr múrhúðuninni. Bráðum þyldu veggirnir ekki meiri dragsúg og þá hryndi þakið ylir jörðina með lágum smelli, eins og þegar Ijósapera skellur á steingólf. Barnið hælti að gráta, þegar það sá hólelið, og það setli upp sama angislarsvip og húsið. Við gengum inn hægt og fórurn að hugsa um allt pensilimð, sem ma-tli vinna úr andrúmsloftinu. Liklega helur (iuðm. Kriðjónsson sofið hér, þegar hann skrifaði (iamla heyið, og fótalak okkar glumdi i þurru húsinu og dó i morknum veggjunum. 'Það var enginn inni. Enginn gestur enn á lili. Djöfullinn. Kannske eru þeir i útreiðatúr og borða svo hestana sina, þegar þeir koma heim, hugsaði konan meðsér og horfði reiðilega á mig. Djöfull. Kg barði i borðið með hringl- unni og það glumdi i salnum, eins og i tómri mjólkurstöð. Ilúsið skalf af hræðslu. En svo kom stúlka og hún horfði a mig neðst og svo uppeítir, og ég fann augu hennar klifra upp eftir mér, strjúkast við skorpna húðina. Kg roðnaði. Svo horfði hún eins á konuna og svo lárött á barnið. ()g svo lcit hún upp og sagði ekkert. Kg brosli. Við....ætluðum að fá að borða. Hún klifraði upp cftir okk- ur aftur með augunum og sagði ekkert, en kinkaði kolli full af meðaumkun. Liklega lá henni við að skella upp úr. Borða hör. Þetta hlaut að vera bandvitlaust fólk! — Hvað er i matinn, spurði ég og reyndi að gera mig alþjóðleg- an á svipinn? - Ket. Ket?. Hún horfði á mig fast: — Ket. Nú kom lágvaxinn maður i hvitri, gamalli skyrtu inn, og hann gekk eins og hann væri að olboga sig fram gegnum vatns- flaum. Það var vertinn. — Er verið aö afgreiða, spurði hann og varaðist að láta straum- inn skella sér um koll? Þau báðu um ket, svaraði stúlk- an, og þau hurfu og við heyrðum skóhljóð þeirra hripa niður milli gisinna gólffjalanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.