Tíminn - 30.12.1973, Síða 5
Sunnudagur 30. desember 1973
TÍMINN
5
HM
Blómin
Efnaverksmiðja i Tókió hefur
byrjað sölu á efni til að verja
blómvendi skemmdum. Þegar
blómin eru úðuð með þessu efni,
þekjast þau örþunnri húð, sem
kemur i veg fyrir vökvatap og
þar með visnun. I auglýsinga-
bæklingi verksmiðjunnar er
tekið fram, að efnið sé hvorki
eitrað né eldfimt. Hins vegar
lætur verksmiðjan ósagt, hvaða
áhrif það hafi á ilm blómanna.
★
Furðuleg vatnsleitar-
aðferð rannsökuð
Wilhelm de Boer, vatnsleitar-
maður frá Bremen, er ný-
kominn heim úr Bandarikja-
för. Erindið var að fá stað-
festingu á þvi, að hin furðulega
aðferð hans við vatnsleit hefði
raunverulegt gildi, en væri ekki
tóm vitleysa, eins og margir
vilja halda fram.
Bandariski eðlisfræðingurinn
dr. Harvalik tók að sér að gera
rannsóknir og tilraunir með
vatnsleitarsprotanum svo-
kallaða, sem gegnir veigamiklu
hlutverki við vatnsleitina.
Niðurstöður hafa enn ekki
fengizt, en Wilhelm de Boer
trúir þvi og treystir , að þær
verði til að sanna ágæti aðferðar
hans og sannfæra hina van-
trúuðu.
A meðfylgjandi mynd er
Wilhelm de Boer með vatns-
leitarsprotann.
★
★
★
★
Börn, hvar sem er i heiminum,
borða ógrynnin öll af banönum.
t þeim er meira af steinefnum
og vitaminum, en nokkrum
öðrum nýjum ávöxtum, og þeir
þvi holl fæða fyrir börn. Nýlega
var haldin ráðstefna banana-
framleiðenda i Bremen i Þýska-
landi, en Þjóðverjar borða
öðrum þjóðum meira af
banönum, af þvi er skýrslur
sýna. Þar borðar hvert manns-
barn 10.8 kg af banönum á ári.
Árssala á banönum i heiminum
neraur um 6.6 milljónum tonna,
en þar af fara 660.000 tonn til
Þýzkalands, og mest er flutt inn
um hafnarborgirnar Bremen og
Hamborg. Á ráðstefnunni i
Bremen voru bananafram-
leiðendur, sem aðallega eru i
Mið- og Suður-Ameriku, og
einnig i Afriku og Asiu, varaðir
við offramleiðslu, sem yrði þess
valdandi, að verðlag á banönum
lækkaði enn og hagnaður þeirra
yrði mjög litill.
★
Mestu bananaætur heimsins
★
4
Frd
bernskudögum
Mikka músar
Allir þekkja Mikka mús og
kannast viö höfund hans, teikn-
arann og kvikmyndaframleiö-
andann, Walt Disney. Disney
fann upp margar teiknimynda-
persónur, en Mikki mús er einna
frægastur af. þeim öllum. Þaö
var árið 1934 að Walt Disney
fékk heiðursverðlaun lista-
háskólans i Argentinu, og á
meðfylgjandi mynd er hann að
taka við þeim. Auðvitað fékk
Mikki mús að koma lika og
hafa vinkonu sina hana Minni
mús með. Walt Disney er yngri
maðurinn á myndinni, en hinn
er argentinskur prófessor.
Disney andaðist fyrir nokkrum
árum, en var þá löngu orðinn
heimsfrægur fyrir störf sin.
Hann ætlaði að
reyna að halda
sér þurrum!
Þeir, sem aldrei koma á sjó,
gera sér fæstir i hugarlund hve
ævi sjómannsins getur verið ill
og starf hans hættulegt, ekki sizt
I skammdeginu á veturna, þeg-
ar stormar geisa. tslenzkir sjó-
menn þekkja þetta manna bezt,
þvi að umhverfis landið eru
meiri stormar og lengri
skammdegisnætur en viöast
annars staðar og auk þess oft
miklir kúldar. En viðar er
slæmt en hér við land, og sum
höf eru alræmd fyrir ofviröri og
slæman sjó, eins og til dæmis
Biscayaflóinn, dn þar er
myndin sem hér fylgir tekin.
Sýnir hún sjóana' ganga yfir
skipið i ofsaveðri, en sjómaður-
inn, sem þarna átti leið um
dekkið, ætlaði ekki að vökkna og
greip til ráðs að hanga, hékk á
höndunum i bita meðan ólagið
gekk yfir.
/