Tíminn - 30.12.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 30.12.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur :>o. desember 19<:i. 1973 á síðum Tímans janúar FRÉTTAÁGRIP þetta er samið eftir forsiðu- fregnum og baksiðu- fregnum, sem birzt hafa i Timanum á árinu|1973. Janúar er fyrirferðar- mestur, bæði vegna sér- staks fréttaefnis, sem fylgir nýju ári, og svo varð eldgosið i Vest- mannaeyjum tilefni mikilla blaðaskrifa. Mörgu varð að sleppa, sem fréttnæmt verður að teljast, en það er rúmsins vegna. :i. jan. Ilaldur Llndal hlautheið- ursverðlaun Asu Wright fyrir sér- stæðan og athyglisverðan árang- ur i hagnýtri efnaverkfræði. Skipverji á Arnarfelli stórslas- ast, þegar neyðarblys springur i hendi manns. Maðurinn, serh var yfirvélstjóri á skipinu, missti annað augað. „Nú getur maður kvænzt fyrr- verandi tengdamóður sinni". Ný hjúskaparlög gengu i gildi um áramótin. 5. jan. Sparisjóður Siglufjarðar 100 ára, en hann er talinn stofnaður 5. janúar 187:i - Inn- stæður i sparisjóðnum voru 102 milljónir króna á 100 ára afmæl- inu. Guðjón (iuðmundsson sund- maður var kjörinn iþróttamaður ársins 1972.Byrjaði sex ára að busla i Bjarnalaug, en setti Norð- urlandamet á Olympiuleikunum. Strætisvagnastjórar i Reykja- vfk, ákváðu að höfða opinbert mál á hendur lögreglustjóranum i Reykjavik, Sigurjóni Sigurðssyni. Vagnstjórarnir boðuðu til fundar, til að ræða þær aðgerðir, að svipta menn ökuleyfi og skylda þá jafnframt til þess að setjast á skólabekk, ef þeir hafa brotið þrisvar af sér i umferðinni. Til þessa höfðu átta strætisvagns- stórar verið látnir ganga undir Fyrstu flóttamcnnirnir flýja gosið I Eyjum. bilpróf að nýju og höfðu sumir verið sviptir ökuleyfi um tima. llvltáflæddi yfir bakka sina og mikið vatn hljóp i Ferjukotssiki. island viðurkenndi rikisstjórn alþýðulýðveldisins Viet Nam. Ilappdrætti háskólans hélt blaðamannafund og greint var frá þvi, að happdrættið hefði lagt fram 833 milljónir króna i bygg- ingu Háskóla tslands siðan það var stofnað árið 1933. Jóna Guðjónsdóttir, Stokkseyri fékk fjórar milljónir króna i happdrætti Háskólans. ,,Ég ætla að vinna áfram i frystihúsinu”, sagði hún við blaðamann Timans. Frumvarp um grunnskóla var lagt fram á alþingi og kynnt fréttamönnum. Skólaskyldan lengist um eitt ár og endurskoða verður alla löggjöf um héraðsskóla og sérskóla. Jóhanncs Nordal afhendir Baldri Líndal vcrðlaun Asu Wright. Nýja Framsóknarhúsiö I Reykjavik, sem keypt var af Lúðvlg Hjálm- týssyni. Frumvarpið er mikið í sniðum, 133 blaðsiður i timaritsformi. Fjörutiu burðarvirki I Búrfells- linu undir smásjá. Gallar komu i ljós eftir „jólaveðrið”. Vestur-Þjóðverjar, eða fjögur fylki hafa samþykkt löndunar- bann á islenzkan fisk í vikutima. Ekki er gert ráð fyrir að is- lenzkir togarar muni reyna lönd- un i Þýzkalandi á meðan. Nýtt Fra msóknarhús . Hús- byggingarsjóður Framsóknar- félaganna i Reykjavik samdi við Lúðvik Hjálmtýsson, um kaup á húseigninni Rauðarárstig 18 i Reykjavik. Blönduós kaupir jarðhitarétt- indi að Reykjum á Reykjabraut fyrir 2.3 milljónir króna, með hitaveitu i huga fyrir þorpið. 13. jan. Hannibal Valdimars- son, félagsmálaráðherra varð sjötugur 13. janúar 1973. Skotárási Breiðholti. Vopnaður maður réðst á heimili tengda- móður sinnar voþnaður hagla- byssu. Tveim mönnum, Hafsteini Jósepssyni og Ólafi ögmundssyni tókst að afvopna manninn, en fótur var skotinn undan öðrum mannanna, þ.e. Hafsteini, en báðir sýndu mennirnir ótrúlega dirfsku við að afvopna byssu- manninn. — ,,Ég hugsaði aðeins um að ná byssunni áður en barnið eða konurnar yrðu fyrir skoti,” sagði Hafsteinn. Eldborg landaði 550 tonnum af loðnu I einni ferð á Eskifirði. B/V BJARNl BENEDIKTS- SON, stærsti skuttogari lands- manna kemur til Reykjavikur. Margt manna fagnaði skipinu og skipshöfn þess. Sigurjón Stefáns- son, skiptir um skip, eftir 20 ára samfellda stjórn á B/V INGÓLFI ARNARSYNI. 18. jan. Varðskip skar aftan úr 17. togaranum i gær (18. jan.), frá þvi að landhelgin var færð út i 50 sjómilur. Kastaði þýfinu i sjóinn. Lög- reglan i Reykjavik handtók ung- an mann. sem brotizt hafði inn á tveim stöðum og hafði hann kast- að þýfinu i sjóinn, en þá hafði hann stolið m.a. kvikmynda- sýningarvél og kvikmyndatöku- vél og fleiri vélum. Auk þess pemngum og skartgripum. 4« vlsindamenn og starfsmenn hafrannsóknarstofnunarinnar i KIEL, lýstu yfir samstöðu með Islendingum i baráttunni fyrir verndun fiskistofna. 15. jan. Mann tók út af togara mánudaginn 15. jan. er skipið var aað veiðum út'af Vestfjörðum^ Í.UUUHIII1 nét Ingimundur Guðnason, Hólmgarði 64. Hann var rúmlega tvitugur. 20. jan. Dráttarbátur á íslands- mið. Brezka stjórnin ákveður að senda dráttarbátinn Statesman Togarinn Haukanes í fjörunni I Hafnarfirði. Skipið náðist siðar á flot. til aðstoðar brezkum togurum i landhelgi Islands. Brezkir togaraskipstjórar höfðu krafizt herskipaverndar á miðunum, sem stjórnin hafnaði og ákvað hún að senda kröftugan dráttarbát i staðinn (20. jan.) Könnunarviðræður. Einar Agústsson, utanrikisráðherra hélt vestur um haf til viðræðna við William Rogers um varnar- samninginn. „Þetta eru aðeins könnunarviðræður”, sagði ráð- herrann við brottförina. Virða 50 milna mörkin lslenzkir þingmenn, sem verið höfðu i boðsferð til Sovétrikjanna sögðu við heimkomuna, að sovézkir ráðamenn hefðu sagt, að Sovét- rikin myndu virða 50 milurnar og myndu ekki senda fiskiskip sin innfyrir landhelgismörkin. Þota ferst. Æfingaþota af Kefla vfkurflugvelli hrapaði i sjó út af Garðskaga og með henni fórst einn maður. Eldgos I Vestmannaeyj- um 23. janúar byrjaði eldgos á Heimaey. Timinn gefur út auka- blað um gosið sama dag og þar segir: Eldgos dundi yfir i Vest- mannaeyjum i nótt, og áður en klukkan var orðin sex, hafði eld- gjáin náð, nálega þvert yfir eyna frá Kirkjubæ suður að Skairðs tanga. Sá hluti sprungunnar, sem næst er kaupstaðnum, er aðeins tvöhundruð metra frá austustu húsunum. Húsin brenna 25. janúar 1973 segir Timinn. Húsin farin að brenna — verðmæti flutt frá Eyjum. 25. jan. t gær var kveðinn upp i bæjarþingi Reykjavikur dómur i máli vegna Straumsvfkurhafnar. Vita- og hafnarmálastjóri og fjármálaráðherra fyrir hönd rik- issjóðs voru dæmdir tíl að greiða Hochtief A.G. og Véltækni hf. 150 milljónir króna. m/b SJÖSTJARNAN KE 8. Skipið sökk á leið frá Þórshöfn I Færeyjum ti' islands. Leit stóð I marga daga, en lengst af voru vond flugskiiyrði, og bar leitin ekki tilætlaðan árangur. Með Sjöstjörnunni fórst öll áhöfn- in.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.