Fréttablaðið - 27.11.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 27.11.2004, Síða 6
6 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Handtekinn við Litlu kaffistofuna: Barði leigubílstjóra í andlitið á ferð LÖGREGLU Ölvaður maður sló leigu- bílstjóra í andlitið þannig að hon- um sortnaði fyrir augum og minnstu mátti muna að hann missti stjórn á bílnum, sem hann ók á Suðurlandsvegi, rétt fyrir klukkan sex á fimmtudags- morgun. Maðurinn hafði farið í leigu- bílnum í ferð austur fyrir fjall þegar hann allt í einu réðst á leigubílstjórann. Við Litlu kaffi- stofuna náði leigubílstjórinn að lokka manninn út úr bílnum og forða sér frá honum. Leigubíl- stjórinn segir manninn hafa nef- brotið sig og brotið tvær tennur. Við Litlu kaffistofuna hélt maður- inn uppteknum hætti og gekk ber- serksgang um svæðið þar til lög- reglan kom og handjárnaði hann. Maðurinn henti grjóti, sparkaði og lamdi í tvo bíla sem ekið var inn á bílastæðið við kaffistofuna. Náði hann að vinna nokkrar skemmdir á öðrum bílnum og brjóta rúðu í útidyrahurð kaffi- stofunnar. Ógreitt var um fimmt- án þúsund króna gjald fyrir leigu- bílinn. Maðurinn, sem var mikið ölv- aður, var fluttur í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi þar sem hann var látinn sofa úr sér vímuna. Maðurinn gat ekki gefið neina skýringu á hegðun sinni og ber við minnisleysi. Hann hefur ekki áður verið þekktur að afbrot- um. Ljóst þykir að maðurinn verði ákærður eftir 218. grein almennra hegningarlaga sem á við alvar- legri líkamsárásir. - hrs Verndarsamtök leiði ekki umræðu Sjávarútvegsráðherra vill forðast skyndilegt áfall í útflutningi á sjávarafurð- um með vísindalegum rannsóknum á efnainnihaldi sjávarafurða. Undirbún- ingur einnig hafinn fyrir frekari umræðu um umhverfisáhrif fiskveiða. SJÁVARÚTVEGUR Tryggja verður ör- yggi útflutningstekna í sjávarút- vegi að mati Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann sagði í ræðu á Sjómannasam- bandsþingi í fyrradag að nýjar reglur um efnainnihald fisks gætu orsakað skyndilegt áfall í útflutningi. Ekki sé hægt að sjá fyrir hvenær fyrirtækjum, opin- berum stofnunum eða öfgasam- tökum detti í hug að setja fram nýjar reglur eða hræða almenn- ing með röngum upplýsingum um skaðsemi efnainnihalds sjáv- arfangs. Því sé grundvallaratriði að hafa á reiðum höndum upplýs- ingar um efnainnihald fisksins. Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins hefur mælt innihald óæski- legra efna í sjávarafurðum. Upp- lýsingarnar munu nýtast þeim sem vinna við að selja sjávaraf- urðir til að meta það hvernig af- urðir standast þau mörk sem þegar eru í gildi á Íslandi, ESB og öðrum viðskiptaþjóðum Ís- lendinga. Þá sagði Árni að í fjár- lagafrumvarpinu sé gert ráð fyr- ir 30 milljónum í þetta verkefni. Sjávarútvegsráðuneytið er þegar farið að undirbúa sig fyrir frekari umræðu um umhverfis- áhrif fiskveiða. Verkefnið snýst um að finna út umhverfisáhrif þorskveiða. Að sögn Árna eru niðurstöðurnar í grundvallar- atriðum þær að olían hafi mest áhrif á umhverfið en engar upp- lýsingar liggi fyrir um aðra þætti sem gætu skipt máli, svo sem áhrif veiðarfæra á hafsbotninn. Árni sagði hættu á að mat á um- hverfisáhrifum verði leitt af öf- gafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávar- útvegsins. Slíkt gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag. Nýverið skipaði Árni nefnd sem á að skoða forsendur fyrir friðun einstakra hafsvæða. Nefndin á að skoða og skilgreina hvaða forsendur beri að leggja til grundvallar þegar teknar séu ákvarðanir um friðun við- kvæmra hafsvæða. ghg@frettabladid.is TÁKNRÆNN GJÖRNINGUR Nemendur Listaháskólans vörpuðu V-inu á vegg Hæstaréttar. V-dagurinn: Fólk vakni til vitundar RÉTTINDI Nemendur Listaháskóla Íslands gerðu gjörning við Hæsta- rétt í gær í tilefni af V-deginum. Nemendur beindu V-inu að húsinu á táknrænan hátt. Merkið er beiðni um vitunarvakningu sem miðar að því að breyta viðhorfum fólks til fórnarlamba kynferðis- ofbeldis. „Enn þann dag í dag er of al- gengt sjónarmið að fórnarlömb beri ábyrgðina með hegðun sinni,“ segir í tilkynningu frá for- svarsmönnum V-dagsins. „Sjón- um er sérstaklega beint að dóm- stólum í von um að þeir dómarar sem þar sitja verði sér meðvitaðir um að slíta sig frá vondum við- horfum um ábyrgð fórnarlamba á nauðgunum.“ ■ ■ ASÍA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir yfirmaður Alþjóðakjarn-orkustofnunarinnar? 2Í hvaða verðbréfafyrirtæki á Norður-löndum er Burðarás orðinn stærsti einstaki hluthafinn? 3Hvað ætlar ríkið að verja miklumfjármunum í umferðaröryggismál á næstu fjórum árum? Svörin eru á bls. 58 100% bók Stútfull bók af frábærum myndum! Alma, Emilía, Klara og Steinunn Hverjar eru þær? Hvað dreymir þær um? Hvaðan koma þær? Hvert ætla þær? 100% Nylon - lifandi, litskrúðug, skemmtileg - bók sem þú verður 100% að eignast!!! Allt um Nylonsumarið 2004! Allt um nýju plötuna! Félagsvísindastofnun 16. – 22. nóv. 3. Börn og unglingar LÖGREGLUMENN Á VETTVANGI Lögreglan leitar morðingjans úr framhalds- skólanum. Fjöldamorð: Stakk átta nema til bana KÍNA, AFP Maður stakk átta nem- endur til bana í heimavist fram- haldsskóla í Ruzhou-borg í Henan- héraði í miðhluta Kína. Maðurinn fór inn í heimavist pilta um miðn- ætti í fyrrinótt og réðist á nokkra piltanna með hníf. Fjórir særðust til viðbótar þeim sem létust, þeirra á meðal tveir lífshættu- lega. Lögregla vildi lítið tjá sig um rannsókn málsins en einn kennar- anna við skólann sagði að sést hefði til manns klifra yfir þriggja metra háan vegg og fara síðan inn um ólæstar útidyr heimavistar- innar. ■ Félagsmálaráð: Raðir lítillækki ekki þiggjendur VELFERÐARMÁL Huga þarf að því hvaða áhrif það hefur á fólk að þiggja velferðarþjónustu frjálsra félagasamtaka fyrir jólin. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, for- maður félagsmálaráðs Reykjavík- ur. Hún segir að ef aðstoðin sé veitt þannig að hún lítillækki þann sem þiggur sé ekki verið að gera fólki gott. Til dæmis megi ekki skipuleggja útdeilingu aðstoðar- innar þannig að biðraðir myndist fyrir utan húsnæði þar sem hún fer fram. Stundum gangi þetta svo langt að biðraðir myndist þrátt fyrir að nægilegt rými sé innanhúss fyrir þá sem leita að- stoðar. Hún segir að þeir sem gefi sig út fyrir að stunda góðgerðar- starf verði að hugsa fyrst og fremst um þá sem þiggja aðstoð- ina og hvort hún sé uppbyggjandi. Mörg félög veita almenningi aðstoð fyrir jól og er talið að hún nemi tugum milljóna króna á ári. Björk segir að huga þurfi að því hvort nýta megi þetta fé á betri hátt með auknu samstarfi. Nú þurfi einstaklingar að leita á marga staði og endi í hálfgerðum ölmusuleiðöngrum. - ghg FYRIR UTAN HÚSNÆÐI FJÖLSKYLDUHJÁLPAR ÍSLANDS Fólk sem leitaði þar aðstoðar í fyrradag þurfti að standa í biðröð áður en það fékk af- greiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GRÆNFRIÐUNGAR Í SJÁVARÚTVEGS- RÁÐUNEYTINU Sjávarútvegsráðherra segir hættu á að mat á umhverfisáhrifum fiskveiða verði leitt af öfgafullum umhverfissamtökum með for- dóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðarhag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÁRNI M. MATHIESEN Vill efla rannsóknir á efnainnihaldi fisks og umhverfisáhrifum fiskveiða til að forðast skyndileg áföll í útflutningi sjávarafurða. LITLA KAFFISTOFAN Leigubílstjóri náði að losa sig við brjálaðan farþega við Litlu kaffistofuna. Skoðanakönnun: Vinstrimenn tapa fylgi SVÍÞJÓÐ, AP Vinstriflokkurinn sænski heldur áfram að tapa fylgi og mælist nú með lægsta fylgi sitt í áratug í skoðanakönnun sem Dagens Nyheter birti. Flokkurinn mælist með 6,5 prósenta fylgi. Fylgið hefur hrunið af Vinstri- flokknum eftir sjónvarpsþátt þar sem sýnt var fram á að formanni flokksins, Lars Ohly, hefði áður þótt lítið til lýðræðis koma. Vinstriflokkurinn er arftaki gamla Kommúnistaflokksins. ■ HYLMDU YFIR SPRENGINGU Tólf létust og tólf til viðbótar særðust í gassprengingu í kolanámu í Honghuagou í Shanzi-umdæmi í Kína. Sprengingin átti sér stað á þriðjudag en yfirvöld á staðnum reyndu að halda henni leyndri. Upp komst eftir að íbúar höfðu samband við umdæmisstjórnina. 06-07 fréttir 26.11.2004 22:05 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.