Fréttablaðið - 27.11.2004, Page 18

Fréttablaðið - 27.11.2004, Page 18
18 Mannréttindaskrifstofa Íslands fær ekki fjárframlög úr ríkissjóði á næsta ári ef marka má fjárlög. Guðrún Dögg Guð- mundsdóttir er framkvæmdastjóri skrif- stofunnar. Hvernig takið þið þessum tíðindum? Okkur er mjög brugðið. Eruð þið blönk? Okkar aðal fjárframlag kemur frá ríkis- sjóði og samkvæmt fjárlögum ársins 2005 erum við með núll krónur. Hvers vegna heldurðu að þetta sé haft af ykkur? Þetta er óskiljanlegt og við höfum eng- ar skýringar fengið. Mannréttindaskrif- stofur sem þessar eru reknar í ná- grannalöndum okkar með tugi starfs- manna. Hér höfum við ekki efni á að halda úti einum starfsmanni. Heldurðu að þetta hafi eitthvað með það að gera að þið hafið stundum gagnrýnt stjórnvöld? Það er okkar hlutverk að vera eftirlits- stofnun og fylgjast með því að mann- réttindaskuldbindingum ríkisins sé framfylgt. Ég veit ekki hvort það hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Við höfum til dæmis tekið þátt í umræðu um útlendingalögin og meðhöndlun félaga í Falun gong þegar forseti Kína kom til landsins. Hvað ætlið þið að gera núna? Við höldum í þá veiku von að við fáum fjárframlög. Annars neyðumst við til að leita til einkaaðila. GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR Blönk eftirlitsstofnun MANNRÉTTINDI SPURT & SVARAÐ Af hverju tilfinningaflóð í kjarabaráttu? Kennarar voru farnir að tala mikið um tilfinningar sínar síðustu vikur kennara- verkfallsins og var verkfallið greinilega farið að taka á taugarnar. Svo mjög að kennarar töluðu opinskátt um það að þeir treystu sér ekki til að mæta til vinnu þó að þeir væru skyldugir til þess eftir lagasetningu ríkisstjórnarinnar. Þetta er óvenjulegt á Íslandi og voru viðbrögð almennings með ýmsum hætti. Sumir reiddust, aðrir hlógu og einhverjir sýndu skilning á tilfinningum kennara. Þeir voru þó margir sem sýndu engan skilning. Fjarvera frá vinnu vegna tilfinningauppnáms og andlegra erfiðleika þykir eðlileg á hinum Norður- löndunum en hér á landi hefur það ekki verið mjög algengt, að minnsta kosti ekki svo vitað sé, en búast má við að það fari að breytast á næstu árum. Eðlilegt eða hvað? Ekkert er óeðlilegt við það að margra vikna verkfall taki á taugarnar. Búast má við að fólk, sem er langþreytt á lélegum kjörum, upplifi sterkar tilfinningar og þá getur hópurinn líka haft áhrif. Fjöldinn og samstaðan geta gert það að verkum að tilfinningarnar verða enn sterkari en ella. Einstaklingarnir innan hópsins hvetji hvern annan áfram með óbeinum hætti og hugsanlega magnist þetta upp. Tekjumissir er farinn að segja til sín þegar líður á verkfallið, breytingar á daglegum háttum, rask á heimilis- og fjölskyldulífi. Fullorðnir einstaklingar eru vanir rútínu. Þeir mæta til vinnu á hverj- um morgni og koma heim á kvöldin. Breyting á þessum daglegu háttum hefur sitt að segja. Þá hefur andstaðan í þjóðfélaginu vafalaust haft áhrif á and- lega heilsu stéttarinnar. Getur tilfinningaflóðið tengst því að um kvennastétt er að ræða? Það er frekar ólíklegt að tilfinningaflóð kennara tengist því að um konur sé að ræða. Það tengist því frekar að vera kennari enda voru karlmennirnir ekkert óduglegri við að ræða líðan sína opin- berlega en konurnar. Kennarar eru í góðum samskiptum við börn í starfi sínu. Þeir kenna börnum að tjá sig og geta því verið opnari og tilbúnari til að ræða um tilfinningar sínar og líðan en flestar aðrar stéttir. Opnir í samskiptum FBL GREINING: TILFINNINGAFLÓÐ Í KJARABARÁTTU 27. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Útúrdópaðir, fullir og vitlausir Annar verjandi manna sem voru í fyrra gripnir með kókaín á sér og í endaþarmi segir smyglið hafa verið fyllerísrugl. Mennirnir segjast ekki hafa sammælst um smyglið. Þeir keyptu hnefa- leikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjaness í gær hvort þeir Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson hafi skipulagt fyrir fram og ætlað til sölu það magn kókaíns sem þeir voru gripnir með á Keflavíkurflugvelli 2. desember í fyrra við komuna frá Amsterdam í Hollandi. Aðalmeðferð fór fram í gær. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefa- leikamanna merktum Íslandi og ís- lenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig inn- flutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Í ákæru er gert ráð fyrir að þeir hafi ætlað að selja efnið, sem var mjög sterkt, og hafi staðið saman að innflutn- ingi þess og skipulagt smyglið fyrir fram. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Alls voru þeir því með rétt tæp 325 grömm af kókaíni. Þá er þeir ákærðir fyrir að reyna að komast hjá því að greiða toll af hluta æfingabúnaðar til hnefaleika sem þeir höfðu fest kaup á ytra. Búist er við að dómur verði upp kveðinn innan þriggja vikna. Óvenjuhreint efni Sveinn Andri Sveinsson, verj- andi Sigurjóns, segir kókaínkaupin hafa verið skyndihugdettu. „Útúr- dópaðir, fullir og vitlausir fóru þeir að kaupa þessi fíkniefni,“ sagði hann í lokaræðu sinni. Eyjólfur Ágúst Kristinsson, fulltrúi Sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli, sagði hins vegar að mikill gjaldeyr- ir sem þeir höfðu með sér, mun meiri en þurfti til kaupanna á æf- ingabúnaðinum, benti til þess að innflutningurinn hafi verið fyrir fram skipulagður. Hann benti jafn- framt á að kókaínið sem reynt var að smygla hefði verið óvenjusterkt og að hægt hefði verið að tvö- og jafnvel þrefalda magn þess með íblöndun áður en að sölu kæmi. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir flugu út til Amsterdam að morgni laugardagsins 29. nóvember í fyrra og fóru að eigin sögn við komuna þangað beint í verslun með hnefa- leikabúnað. Þar segja þeir að kom- ið hafi í ljós að þeir áttu inneign vegna tvígreiddra reikninga í fyrri viðskiptum fyrir Hnefaleikafélag Reykjavíkur. Á þessum tíma voru þeir nýhættir að starfa fyrir Hnefaleikafélagið. Inneignin nam um 1.400 evrum, eða um 120 þús- und krónum. Salvar og Sigurjón lögðu inn pöntun fyrir búnaðinum sem þeir ætluðu að kaupa, komu sér síðan á hótelið og duttu í það um kvöldið. Salvar sagði mikið rugl hafa verið á þeim félögum í Amsterdam. Þeir voru á stanslausu fylleríi og hittu mann sem sá þeim fyrir kóka- íni. Sá stakk upp á því við Sigurjón að kaupa meira magn og fá um leið betra efni. Sigurjón sagðist hafa gengið að því og síðan hafi Salvar líka keypt á svipuðum kjörum af manninum eða félaga hans. Salvar og Sigurjón uppástóðu báðir að hafa fallið fyrir sölubrellu mannsins sem þeir hittu og kaupin hafi því verið ákveðin þarna úti á fylleríinu meðan rökhugsun var í lágmarki. „Ég svaf ekkert þessa helgi fyrr en aðeins á þriðjudags- morgninum,“ sagði Salvar, en þá sofnaði hann út frá því að pakka sínum hluta kókaínsins í plast- filmu. Þegar hann vaknaði var Sigurjón búinn að pakka efnunum. „Salvar er ekkert sérlega handlag- inn og mér fannst þetta frekar subbulegt þar sem þetta lá á borð- inu, þannig að ég kláraði að pakka,“ sagði Sigurjón. Ekki kom fram í málflutningnum hvenær hann kom sínum efnum fyrir, en Salvar sagð- ist hafa komið sínum hluta fyrir á klósettinu á Schiphol-flugvelli áður en farið var í flugið heim. Rúm milljón í gjaldeyri Helst varpar rýrð á sögu þeirra Salvars og Sigurjóns hversu mik- inn gjaldeyri þeir höfðu meðferð- is. Sigurjón var með um 520 þús- und krónur í gjaldeyri og Salvar um 550 þúsund krónur, en í þeirri upphæð voru 350 þúsund sem maðurinn í Hveragerði afhenti honum seint á föstudagskvöldinu til tækjakaupanna. Í máli Sigur- jóns kom þó fram að þeir hafi upp- haflega haft hug á að kaupa heldur meira af tækjum en úr varð og láta senda í frakt til landsins. Þeir keyptu hins vegar búnað fyrir um 1.700 evrur, eða tæplega 150 þús- und krónur, en þurftu vegna inn- eignarinnar í versluninni ekki að greiða nema um 300 evrur, eða um 26 þúsund krónur. Kókaínið fengu þeir á 30 evrur grammið og lögðu því út um 800 þúsund krónur vegna þess. Í máli Jakobs Kristinssonar, dós- ents í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, fyrir dómnum kom fram að efnið sem Sigurjón og Salvar voru gripnir með hefði verið óvenju- hreint. Hann sagði að Lyfjafræði- stofnun Háskólans hefði á þessu ári fengið 25 sýni til greiningar og að einungis í þremur þeirra hefði ver- ið um ámóta styrkleika að ræða og í efninu sem Sigurjón og Salvar reyndu að smygla. Salvar og Sigurjón höfðu báðir verið í nokkurri neyslu áður en þeir fóru út. Sigurjón hafði þó far- ið í meðferð, en var að eigin sögn farinn að prófa aftur að taka kóka- ín stöku sinnum um það leyti sem þeir fóru út. Verjendur mannanna fóru í ljósi játningar þeirra og breyttra hátta hvor um sig fram á lægstu mögulegu refsingu og skil- orðsbundinn dóm. Þá kröfðust þeir sýknu fyrir kókaínmagnið sem hinn sakborningurinn var með. Fram kom að Salvar fór í af- eitrun á Vog eftir að hann var gripinn í Leifsstöð. Hann er nú bú- settur á Spáni með konu og barni. Þar stundar hann spænskunám og konan í öðru námi. Sigurjón leitaði sér jafnframt hjálpar eftir að þeir voru gripnir, stundar AA-fundi og fékk sálfræðihjálp. Hann segist hafa snúið við blaðinu og vera hættur fíkniefnaneyslu. ■ Gullmoli helgarinnar Toyota Rav4 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 26 60 5 1 1/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR Fyrst skráður: 11.2000 Ekinn: 84.000 km Vél: 2,0 sjálfskiptur Litur: Kampavínsbrúnn Búnaður: 4WD Verð: 1.720.000 kr. KENNARAR Í MOSFELLSBÆ Kennarar tóku tillit til tilfinninga sinna í lok verkfallsins og mættu ekki til vinnu þrátt fyrir lagasetningu þar um. Þetta er óvenjulegt á Íslandi. Myndin var tekin í kennaraverkfallinu. ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON BLAÐAMAÐUR Í DÓMSAL AÐALMEÐFERÐ Í MÁLI HNEFALEIKAKAPPA MEÐ KÓKAÍN INNVORTIS SIGURJÓN GUNNSTEINSSON Sigurjón huldi andlit sitt með úlpuhettunni að afloknum vitna- leiðslum í máli ákæruvaldsins á hendur honum og Salvari Halldóri Björnssyni. Fram kom í réttinum að athygli sem brot þeirra hafa vakið hefur verið fjölskyldum þeirra erfið. SALVAR HALLDÓR BJÖRNSSON Salvar var snöggur fram á gang og niður stigann ofan af þriðju hæð í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Úti fyrir rigndi og var hann vel tímanlega í að setja upp hettuna. Salvar býr nú á Costa del Sol á Spáni þar sem hann stundar nám. 18-19 (360°) 26.11.2004 20:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.