Fréttablaðið - 27.11.2004, Side 23

Fréttablaðið - 27.11.2004, Side 23
23LAUGARDAGUR 27. nóvember 2004 LÆKNINGARSAMKOMUR með ANDREW PEARKES frá Englandi, laugardag, 27. nóv. kl.20, sunnudag, 28. nóv. kl.16:30 mánudag, 29.nóv. kl.20 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. JESÚS LÆKNAR Í DAG ! Allir eru hjartanlega velkomnir. SAMEINAST EKKI SPV Stjórnarformenn SPRON og SPV tilkynntu í gær að viðræður um sameiningu sjóðanna væru runnar út í sandinn. Hætta við sameiningu Formenn stjórna Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hug- myndum um sameiningu sjóðanna hefði verið frestað. Fram kemur í tilkynningunni að mikil vinna hafi verið lögð í viðræður um sameningu og að þær viðræður hafi verið báðum aðilum gagnlegar. Hins vegar hafi niðurstaðan orðið sú að slík sam- eining væri ekki tímabær. Síðan tilkynnt var um samein- ingarviðræður hefur töluverð breyting orðið í eignarhaldi á stofnfé í SPRON þar sem starf- ræktur hefur verið markaður með bréfin. Þessar breytingar munu hafa flækt samningaviðræðurnar auk þess sem ekki var ljóst hversu mikið hagræði yrði af sameiningunni. - þk Vex í Lúx Útibú KB banka í Lúxemborg hef- ur keypt PFA Pension Luxemborg af danska lifeyrissjóðnum PFA Pension. Ekki er gefið upp hvert kaup- verðið er en í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að heild- areignir sjóðsins nemi um 4,4 milljörðum króna en eigið fé 525 milljónum. Kaupin eru háð samþykki Tryggingaeftirlitsins í Lúxem- borg. - þk Öll dótturfélög Kögunar í plús Bréf í hugbúnaðarfyrirtækinu Kögun lækkuðu lítillega í verði í Kauphöllinni í gær. Fyrirtækið birti níu mánaða uppgjör þar sem fram kom að hagnaður félagsins það sem af er ári er 227 milljónir króna og á þriðja ársfjórð- ungi nam hagnað- urinn 53 milljónum. Miklar breytingar hafa verið í rekstrinum að undanförnu og enn meiri eru yfirvofandi þegar sameiningin við Opin kerfi gengur endanlega í gegn. Í Vegvísi Landsbankans segir að það veki athygli að sala Kögunar hafi dregist saman milli annars og þriðja ársfjórðungs. Grein- ingardeild KB banka hafði spáð 111 milljóna hagnaði á þriðja ársfjórð- ungi en Íslandsbanki hafði spáð 44 milljónum. Í Hálf fimm fréttum KB banka kom fram að greiningardeildin telur að rekstur félagsins sé í góðu horfi. Öll dótturfélög Kögunar skiluðu hagnaði á ársfjórðungnum. Hækkanir á markaði Hlutabréfaverð hefur hækkað nokkuð á síð- ustu dögum í Kauphöll Íslands. Nú er staða Úrvalsvísitölunnar svipuð og í byrjun septem- ber. Þá tók markaðurinn hraðan kipp upp á við en fór svo niður með skell í lok októbermán- aðar. Þá fór vísitalan hraðar niður en áður hefur sést en svo virðist sem fjárfestar séu óðum að færast í aukana og hafi litið á lækk- unina í október sem tækifæri til að fá hlutabréf á einkar hagstæðum kjörum. Sum fyrirtæki í Kauphöllinni lækkuðu töluvert niður fyrir fyrir matsgengi greiningardeilda, sem jafnan eru talin heldur í hóflegri kantinum. Líklegt er að greiningardeildir muni á næstunni endurskoða mat sitt á verði margra fyrirtækja. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.529 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 365 Velta: 2.080 milljónir +0,11% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hluthafafundur SH tekur afstöðu til þess þann 6. desember hvort gefið verði út nýtt hlutafé upp á einn milljarð króna og hluthafar falli frá forgangsrétti á nýjum bréfum. Miðað við gengi bréfa í SH má gera ráð fyrir að hlutafé fyrir um átta milljarða geti fengist í útboðinu. Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfismat Íslandsbanka og Lands- banka. Báðir fá einkunnina A til langs tíma. Í október voru fluttar út vörur fyrir 16,9 milljarða króna. Innflutningur nam 21,6 milljörðum. Vöruskiptahallinn var því 4,7 milljarðar. Bandaríkjadalur heldur áfram að lækka gagnvart íslensku krónunni. Í gær- morgun kostaði hann 65,57 krónur. vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 42,80 -0,47% ... Bakkavör 25,50 +1,59% ... Burðarás 12,60 - ... Atorka 5,67 - ... HB Grandi 8,20 - ... Íslandsbanki 11,80 - ... KB banki 459,50 -0,11% ... Landsbankinn 12,60 +0,80% ... Marel 57,80 +0,52% ... Medcare 5,95 - ... Og fjarskipti 3,40 - ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 12,30 -1,20% ... Straumur 9,65 +2,66% ... Össur 88,50 +1,14% Straumur 2,66% Bakkavör 1,59% Össur 1,14% Kögun -1,28% Samherji -1,20% Flugleiðir -0,51% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 22-23 (360°) 26.11.2004 20:52 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.