Fréttablaðið - 08.12.2004, Page 27

Fréttablaðið - 08.12.2004, Page 27
5MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2004 Thorvaldsenbazar. Ein elsta verslunin í miðbæ Reykjavíkur. Styrkur til barna Thorvaldsenbazar hefur verið starfræktur af Thorvaldsen- félaginu í ein 103 ár og rennur allur ágóði af versluninni til góðgerðarmála. Rauð hettulopapeysa Kr. 9.900 Útskorin bók Kr. 16.900 Kærustupara- vettlingar Kr. 3.800 Einfalt og fallegt ponsjó Kr. 4.990 Fagurlega útskorinn standur fyrir kaffipoka Kr. 5.990 Lopapeysa með ponsjó Peysa, kr. 8.430 og ponsjó kr. 3.990 Fallegt ponsjó Kr. 4.990 Árið 1875 voru ungar dömur fengnar til að prýða Austurvöll- inn þar sem var verið að koma með styttu af Thorvaldsen. Sam- starf stúlknanna gekk það vel að þær ákváðu að stofna líknarfélag sem fékk nafnið Thorvaldsen- félagið. Árið 1901 var svo ákveðið að stofna verslun þar sem kon- urnar seldu handavinnu sína og gáfu ágóðann til góðgerðarmála. Verslunin starfar enn þann dag í dag og tilgangurinn er enn sá sami. „Við erum reyndar ekki lengur að selja bara okkar eigin handavinnu enda tímarnir breytt- ir og margar konur uppteknar við annað,“ segir Sigríður Sigur- bergsdóttir, sem er ein af með- limum félagsins. Meðlimir félagsins starfa sem sjálfboða- liðar í versluninni og er alltaf einn sjálfboðaliði að störfum ásamt verslunarstjóra. „Því miður virðist miðbærinn vera að deyja, en við vonum að við náum að rífa þetta upp. En þeir sem vita fyrir hvað við stöndum koma aftur og aftur og versla hjá okkur,“ segir Sigríður en eins og hér hefur verið tíundað rennur allur ágóði af versluninni til góð- gerðarmála og hefur félagið meðal annars styrkt barnadeild- ina á Landakotsspítala á meðan hún var, svo barnadeildina á Borgarspítalanum. Þegar deild- irnar sameinuðust undir Barna- spítala Hringsins var stofnaður sérstakur Thorvaldsensjóður sem er styrktarsjóður til handa sykur- sjúkum börnum og unglingum. ■ » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ 26-27 (04-05) Allt jólin koma 7.12.2004 15:28 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.