Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 4
4 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Ráðstefna um rannsóknir í þágu þjóðaröryggis: Ráðherra gagnrýnir sofandahátt STJÓRNMÁL Íslendingar hafa meiri skilning á því að gerðar séu ráð- stafanir vegna náttúruhamfara en hamfara af manna völdum, að mati Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra. Í ræðu hans á mál- þinginu „Rannsóknir í þágu þjóðaröryggis“ í Norræna húsinu í gær kom fram að þetta gilti hvort heldur sem rætt væri um eflingu lögreglu eða hugmyndir um þátttöku í eigin landvörnum. „Spyrja má: Hvað þarf að ger- ast til að Íslendingar átti sig á gildi öryggisráðstafana gegn vá af mannavöldum? Hvernig á að skapa almennan skilning á því, að til slíkra ráðstafanir sé gripið, þótt ekki sé unnt að benda á óvin eða segja, hvenær hann muni láta til skarar skríða?“ spurði Björn í ræðu sinni og benti á að greiðlega hefði gengið að fá fjármagn á Al- þingi til rannsókna á hættunni á flóðöldu úr Mýrdals- eða Eyja- fjallajökli, en „nokkur hvellur“ hafi orðið vegna svipaðar fjár- hæðar sem farið hafi í eflingu sér- sveita lögreglunnar með það fyrir augum að styrkja öryggi lögreglu- manna „og þar með hins almenna borgara“. - óká KÖNNUN Átján prósent fimmtán til sextán ára íslenskra unglinga hafa reykt sígarettur fjörutíu sinnum eða oftar. Er það nær helmingi sjaldnar en unglingar gera að meðaltali í Evrópu. Það er niðurstaða skýrslu á vegum Evr- ópuráðsins um vímuefnaneyslu evrópskra skólanema sem var kynnt í gær. Aðeins í tveimur löndum reyktu ungmenni minna, á Möltu og Tyrklandi, en jafnmikið í Portúgal. Rannsóknin náði til tæp- lega 103 þúsund nemenda í 35 löndum Evrópu árið 2003. Athygli vekur að tólf prósent íslenskra unglinga hafa einhvern tímann notað sniffefni. Þeir eru í tíunda sæti, sæti ofar en færeysk- ir unglingar. Ísland er vel undir meðaltali í öllum flokkum rann- sóknarinnar nema þegar kemur að sniffefnum. Þrettán prósent íslenskra ung- menna höfðu einhvern tímann notað ólögleg vímuefni. Það er minna en var þegar könnunin var gerð meðal jafnaldra þeirra 1999 en meira en meðal jafnaldra þeirra í nágrannalöndunum Finn- landi, Færeyjum og Svíþjóð. Tékkneskir unglingar tróndu á toppnum og höfðu 44 prósent þeirra notað ólögleg vímuefni. Fjögur prósent íslenskra ung- menna höfðu reykt hass á síðustu þrjátíu dögum sem er meira en í áðurgreindum nágrannalöndum en helmingi sjaldnar en að meðal- tali í þátttökulöndunum. Í Dan- mörku höfðu átta prósent reykt hass en flest ungmennin reyktu hass á Spáni, 23 prósent. Þóroddur Bjarnason, prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, segir til- finningaleg tengsl vera náin milli íslenskra ungmenna og foreldra þeirra. Það skipti máli og sé mik- ilvægara en reglur og eftirlit. „Ef krakkarnir eru í góðum tengslum við foreldra sína dregur það úr neyslunni en hvort þau setja regl- ur hefur skipt minna máli. Þarna inn á milli kemur eftirlitið með börnunum, að foreldrarnir viti hvar þau eru og með hverjum,“ segir Þóroddur. Þetta hafi verið notað við forvarnarstarf hér á landi. „Lögð hefur verið áhersla á að foreldrar ráði þessu svolítið því náin tengsl við börnin þeirra geti dregið úr neyslunni.“ gag@frettabladid.is Embættismenn: Laun hækka KJARAMÁL Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun embætt- ismanna, sem falla undir kjara- dóm, um þrjú prósent um næstu áramót. Í umsögn kjaradóms segir að við hækkunina sé tekið mið af almennum launahækkun- um. Eftir hækkun verða mánaðar- laun forseta Íslands rúmar 1,5 milljónir. Forsætisráðherra fær 898 þúsund í mánaðarlaun og aðrir ráðherrar tæpar 810 þús- und krónur. Ákvörðun kjaradóms á eftir að fara fyrir kjaranefnd, en hún ákvað þann 9. janúar að hækka laun embættismanna um þrjú prósent. Gilti hækkunin frá 1. janúar 2004. -ss Hefur þú svikið undan skatti? Spurning dagsins í dag: Er bakað fyrir jólin á þínu heimili? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 62,1% 37,9% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun IGNACIO SIBERIO Var tæpan sólarhring í sjónum áður en honum var bjargað. Veiðimanni bjargað: Átján tíma í köldum sjó BANDARÍKIN, AP Áttræðum veiði- manni var bjargað úr sjávarháska eftir að hafa verið átján klukku- stundir í sjónum undan Flórída. Þegar Ignacio Siberio kom úr kafi á einum af uppáhaldsveiði- stöðum sínum þar sem hann kafar eftir fiski varð hann þess var að bát hans hafði rekið langa leið í burtu. Hann reyndi í fyrstu að synda á eftir bátnum en gafst upp eftir að hafa synt um fimm kíló- metra leið. Þá greip hann í bauju sem var áföst krabbagildru. Næsta morgun reyndi hann að synda í land en var þá bjargað af frænda sínum sem var að leita hans. ■ „Söguleg skáldsaga í sérflokki ... ein af þessum bókum sem maður gleypir í sig á ofsahraða en ósjálfrátt hægist á lestrinum þegar um miðbik hennar er komið því maður vill einfaldlega geyma endinn fram í lengstu lög.“ - Hlynur Páll Pálsson, Frbl. „Einstök söguleg skáldsaga, frábærlega stíluð.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Ísland í dag „Skáldsaga í sérflokki“ SKOTIÐ Á EGYPTALAND Ísraelsk herþyrla sem gerði loftárás á unga Palestínumenn nærri landa- mærum Egyptalands og Gaza skaut fyrir mistök einni eldflaug inn fyrir egypsku landamærin. Eldflaugin lenti nálægt þorpi og sprakk þar en olli engum skemmdum. Egypskir landa- mæraverðir hafa ítrekað kvartað undan ámóta mistökum. HORAÐIR HÖFRUNGAR Þriðjung- ur höfrunganna sem hafast við í hafinu úti af ströndum Ísraels er of horaður, sumir svo mjög að hægt er að telja í þeim rifin, að sögn ísraelskra vísindamanna. Þeir segja lítið orðið um fisk. ■ MIÐ-AUSTURLÖND NIÐURSTAÐA KÖNNUNAR UM VÍMUEFNANEYSLU SKÓLANEMA KYNNT Þórólfur Þórlindsson, Þóroddur Bjarnason, Jón Kristjánsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir kynntu niðurstöðuna. Mikilvægt er að skoða vímu- efnanotkun íslenskra unglinga í samræmi við önnur lönd til að meta árangur af forvörnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Ungmenni reykja minna Fimmtán til sextán ára íslenskir unglingar reykja minna, fara síður á fyllerí og hafa sjaldnar neytt ólög- legra vímuefna en flestir jafnaldrar þeirra í Evrópu. Árangurinn er rakinn til eftirlits foreldra og náinna tengsla þeirra við börn sín. PRÓSENTUHLUTFALL 15 TIL 16 ÁRA UNGLINGA SEM HAFA NEYTT ÁFENGIS 40 SINNUM EÐA OFTAR, 2003 Strákar Lönd Stelpur 57 Danmörk 42 53 Austurríki 41 54 Tékkland 40 45 Mön 44 55 Holland 35 47 Bretland 39 42 Írland 36 44 Moskva, Rússl. 34 45 Litháen 31 43 6 ríki Þýskal. 31 46 Belgía 27 43 Grikkland 28 42 Slóvakía 28 41 Malta 27 36 Eistland 26 34 Færeyjar 30 33 Búlgaría 21 38 Króatía 16 36 Pólland 18 33 Sviss 20 30 Lettland 23 32 Slóvenía 18 33 Ítalía 16 30 Frakkland 15 24 Úkraína 19 34 Kýpur 12 27 Ungverjaland 14 20 Finnland 20 26 Rúmenía 12 21 Svíþjóð 14 17 Noregur 14 16 ÍSLAND 12 20 Portúgal 8 17 Grænland 9 15 Bandaríkin 10 10 10 borgir Tyrkl. 4 BJÖRN BJARNASON Björn segir að huga verði að öllum vá- boðum þegar rætt er um þjóðaröryggi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.