Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 20
20
Alþingismenn eru komnir í mánaðar-
langt jólafrí og geta hvílt lúin bein
næsta mánuðinn eða svo. Það sem af
er þingi er Steingrímur J. Sigfússon
ræðukóngur Alþingis en hann hefur lát-
ið gamminn geisa í rúmar tólf stundir
en Guðrún Ögmundsdóttir hefur hins
vegar dvalið manna styst í pontu, alls
fjórar mínútur.
Af hverju hefurðu ekki talað meira?
Það hafa ekki verið merkilegri mál á
dagskrá. Þingmenn eiga ekki að tala til
þess eins að tala. Það voru fá mál sem
tilheyra þeim nefndum sem ég sit í sett
fram og ég hef enn ekki mælt fyrir mín-
um málum. Það er náttúrlega kominn
hálfleikur. Þegar fréttist að það væri ver-
ið að mæla tímann áttu sumir þing-
menn það til að lesa upp nefndarálit í
pontu bara til þess að vinna tíma. Ég
nenni þessum þykjustuleik ekki.
Muntu tala meira eftir áramót?
Það er nú spurning hvað kemur frá
dómsmálaráðherra en það má búast
við mikilli umræðu um refsimál til
dæmis, sem hafa verið rædd í nefnd.
Ég hef verið mjög virk í ýmsum málum
í þinginu þó það speglist ekki endilega í
tímafjölda í ræðustól. Þetta hefur verið
afar dauft þing, fá stjórnarfrumvörp hafa
verið lögð fram en fleiri þingmanna-
frumvörp og þess vegna eru einstaka
þingmenn sem annars tala ekki mikið
frekar háir í þessum mælingum.
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Iðjusemi ekki
mæld í málæði
RÆÐUTÍMI ÞINGMANNA
SPURT & SVARAÐ
Eldsvoðar hafa verið tíðir undanfarnar vikur
og mánuði. Í vikunni kviknaði meðal annars
í timburhúsi við Lækjargötu og í Nóatúns-
verslun í JL-húsinu. Um mitt ár leit út fyrir
að brunatjón yrði undir meðallagi á þessu
ári en nú er ljóst að svo verður ekki. Það
verður yfir meðallagi þar sem brunahrina
hefur gengið yfir landið í haust. Nú styttist í
jólin og þá skapast eldhætta á heimilum
vegna jólaskreytinga og ljósaskrauts.
Eldsvoðar í heimahúsum eru tíðari yfir
jól en á öðrum tíma árs.
Samkvæmt tölum Brunamálastofnunar eru
langflest útköll í desember og janúar. Árið
2001 voru 124 útköll í jólamánuðinum og
181 í janúar. Fjöldi útkalla aðra mánuði
ársins er að meðaltali færri en hundrað.
Um fjörutíu prósent eldsvoða á heimil-
um verða í tengslum við notkun raf-
magns.
Af þeim eru næstum 4 af hverjum 10
vegna aðgæsluleysis við notkun eldavéla.
Fólki er því til dæmis ráðlagt að fara ekki
frá heitri hellu.
Besta forvörnin gegn eldsvoða er góð
umgengni í kringum rafmagnstæki.
Einnig þarf að fara varlega með eld og
forðast að kerti brenni niður í kertastjök-
um. Alls ekki að hafa kerti ofan á sjónvarpi.
Þá er mikilvægt að halda eldavélinni
hreinni og umhverfinu í kringum hana.
Feiti á helluborði eða viftu er eldsmatur.
Þetta þarf því að hreinsa reglulega.
Töluverðar framfarir hafa orðið í bruna-
vörnum á undanförnum árum.
Reykskynjarar eru nauðsynlegir á hvert
heimili. Mannslát af völdum eldsvoða
verða oftast við það að eldur kemur upp
þegar íbúar eru í fastasvefni. Þess vegna er
mikilvægt að vera með reyksynjara sem
virka og þá þarf að yfirfara reglulega.
Einnig er til sjálfvirkur slökkvibúnaður á
sjónvörp. Auk þess er hægt að vera með
þráðlausa reykskynjara sem eru þá sam-
tengdir öðrum reykskynjurum. Það er til
dæmis hentugt fyrir bændur að setja upp
slíka skynjara í útihúsum. Þeir henta einnig
vel í bílskúra.
Allir á heimilinu þurfa að vera meðvit-
aðir um flóttaleiðir ef eldur kemur upp.
Þannig aukast líkurnar mikið á því að fólk
komist úr úr brennandi húsi. Þá eiga
helst að vera til eldvarnarteppi og slökkvi-
tæki á hverju heimili. Brunavarnafélag
Reykjavíkur selur slíkar vörur í Kringlunni
fyrir jólin.
Góð umgengni er besta forvörnin
FBL GREINING: ELDSVOÐAR
15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Afleiðingar ofbeldis
verða æ alvarlegri
Tveir menn hafa látið lífið á síðustu vikum eftir banvænt höfuðhögg. Ofbeldismenn virðast beita sér af
meiri hörku en áður og virðast ekki gera sér grein fyrir gjörðum sínum.
OFBELDI Þótt ofbeldismálum fari
ekki fjölgandi í samfélaginu virðist
sem eðli þeirra sé að breytast.
Harkan er orðin meiri og afleiðing-
ar ofbeldisins alvarlegri. Engin ein-
hlít skýring er á þessari þróun en
aukin neysla á hörðum fíkniefnum
og ofbeldisdýrkun eru án efa veiga-
miklar skýringar. Ofbeldismenn
virðast ekki gera sér grein fyrir því
að eitt höfuðhögg getur dregið fórn-
arlamb þeirra til dauða.
Banvæn höfuðhögg
Á síðustu vikum hafa tveir menn
látist í kjölfar líkamsárásar þar sem
eitt höfuðhögg varð þeim að ald-
urtila. Kristín Sigurðardóttir, lækn-
ir á slysa- og bráðadeild Landspítala
- háskólasjúkrahúss í Fossvogi, seg-
ir að slík högg séu mun hættulegri
en menn geri sér almennt grein
fyrir. „Fái maður högg á höfuðið
getur það hrist heilann inni í höfuð-
kúpunni og mar getur myndast.
Litlar æðar rofna og stærri æðar
skerast í sundur. Höfuðkúpan er
mjög þunn ofan við eyrað og við
gagnaugað og þar undir er æð sem
rofnar auðveldlega. Sé maður sleg-
inn á þennan stað gerast hlutirnir
hratt því blóðið tekur pláss sem
heilinn þarf á að halda. Hann þrýst-
ir þá niður á mænukylfuna í gegn-
um höfuðkúpuopið. Ef blæðing er
mikil deyr viðkomandi á örskammri
stundu,“ segir hún.
Harkan er að aukast
Þrátt fyrir tilfinningu margra þá
hefur ofbeldisbrotum ekki fjölgað
síðustu ár en á hinn bóginn virðist
sem eðli þeirra sé að breytast. „Við
erum ef til vill að sjá alvarlegri af-
leiðingar af ofbeldisverkum, jafn-
vel notkun á vopnum, hnífum, kylf-
um og slíku. Fíkniefnamálum hefur
fjölgað og þau eru oft tengd þessari
þróun að því leyti að neyslu efnanna
fylgir oft beiting ofbeldis,“ segir
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Reykjavík. Kristín
er sama sinnis og segir að neysla
fíkniefna og áfengis komi oft við
sögu í málum þess fólks sem kemur
með áverka á slysadeildina. „Menn
hafa alltaf slegist og barist en
breytingin nú er sú að fólk er slegið
niður og haldið áfram að sparka í
höfuð þess, brjóst og kvið þó að það
liggi.“
Halldór Ellertsson, starfsmaður
veitingahússins Nasa, er svipaðrar
skoðunar en hann telur að óskráðar
reglur í þessum efnum hafi fyrir
löngu verið látnar lönd og leið.
„Þegar ég var yngri og var niðri í
bæ þá sá maður oft slagsmál þar
sem ekkert var verið að spara högg
í andlit, maga eða annað,“ segir
hann.
Þótt slagsmál séu fátíð á Nasa
verður aldrei alveg hjá þeim komist
að mati Halldórs. Verst verður
ástandið þegar margir taka þátt í
áflogunum og mjög erfitt er að eiga
við fólk sem er undir áhrifum fíkni-
efna. „Ég hef ekki enn þá orðið vitni
að því að sá sem efnir til slagsmála
sé allsgáður.“
Margar skýringar
Ýmsar skýringar hafa verið nefnd-
ar á harðnandi ofbeldi. Kristín
læknir telur að skemmtanamenning
Íslendinga hafi sitt að segja en hún
hefur samanburð við Bretland þar
sem hún starfaði um nokkurt skeið.
„Þar loka nánast allir staðir klukkan
hálftólf á kvöldin en hér bíður fólk
fram eftir nóttu með að fara á
skemmtistað og stundum er eins og
stríðsástand ríki niðri í bæ og á
slysadeild,“ segir hún og bætir við
að mun minni hluti sjúklinga á
bráðamóttökunni í Lundúnum hafi
komið þangað vegna ofbeldis-
áverka. Hún telur jafnframt að
ímynd ofbeldis hafi breyst í gegn-
um tölvuleiki og kvikmyndir þar
sem menn spretta upp heilir eftir
högg. Ekki geri allir sér grein fyrir
því að í raunveruleikanum stendur
fólk ekki upp aftur eftir að hafa
verið barið sundur og saman.
Karl Steinar tekur í svipaðan
streng. „Mín skoðun er sú að flest í
umhverfinu hafi áhrif á mótun ein-
staklingsins. Ef einstaklingur er
mikið í umhverfi sem gengur út á
ofbeldi hlýtur það að hafa áhrif á
hans mat á því hvað séu eðlileg og
skynsöm viðbrögð við áreiti,“ segir
hann. Hann efast hins vegar um að
uppgangur bardagaíþrótta kunni að
hafa haft sitt að segja í þessum efn-
um. „Ég veit ekki til þess að tengsl
séu á milli þeirra einstaklinga sem
stunda þessar íþróttir og hópanna
sem koma hvað oftast við sögu hjá
okkur vegna ofbeldisbrota. Ég held
að allir þeir hópar sem eru að kenna
og þjálfa menn í bardagaíþróttum
leggi áherslu á varnarþáttinn.“
Hverjar svo sem skýringarnar á
ofbeldinu eru ætti engum að dyljast
að afleiðingar þess geta verið geig-
vænlegar. „Við erum ekki bara að
tala um ofbeldi þar sem fólk týnir
lífi heldur er líka töluvert af fólki
með áverka fyrir lífstíð. Það er eins
og ofbeldismennirnir átti sig ekki á
því hvað þetta hefur alvarlegar af-
leiðingar,“ segir Kristín á slysa-
deildini að lokum.
ghs@frettabladid.is
sveinng@frettabladid.is
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
KARL STEINAR VALSSON
HALLDÓR ELLERTSSON
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/STEFÁN
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA