Tíminn - 20.12.1974, Side 2
2
TÍMINN
Föstudagur 20. desember 1974.
Föstudagur 20. desember 1974
Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.)
Þú gerir þér ljóst I dag, aö þú átt vini. Þú þarft á
vináttu og trausti aö halda. Þaö er eins og tor-
tryggni og óánægja séu aö ná tökum á þér.
Mundu, aö þú ert ekki einn á báti. Hagaöu þér
samkvæmt þvl.
Fiskarnir (19. febr.—20. marz.)
Dagurinn er fremur rólegur, og þú ættir aö nota
hann til hvlldar og hressingar. Þaö gæti svo
fariö, aö stór átök væru framundan, og þá er ,
ekki verra aö vera vel undir þau búinn, a.m.k.
óþreyttur.
Hrúturinn (21. marz—19. april)
Þú skalt fara aö öllu meö gát I dag. Þú skalt
varast nýjan kunningsskap umfram allt. Hug-
sjónir kynnu aö vera notaöar til aö dylja raun-
verulegan tilgang. Hérna gæti veriö eitthvaö
sem varöaöi fjármál.
Nautiö (20. april—20. mai)
Misnotaöu þér ekki aöstööu þlna I máli, sem
mikil leynd hvllir yfir. Þaö fer illa, ef þú bregzt
trúnaöi I dag. Þér hefur veriö treyst fyrir miklu,
og afleiöingarnar geta oröiö hroöalegar, ef þú
bregst þvi trausti.
Tviburarnir (21. mai—20. júni)
Þú hefur veriö daufur upp á slökastiö, en frá
þessum degi mun breyting veröa á. Samvizku-
semin og góöur vilji munu hjálpa þér yfir alla
erfiöleikana, og þú getur reitt þig á, aö betri
tlmar eru framundan.
Krabbinn (21. júní—22. júli)
Rómantlkin er ofarlega á baugi I dag, sérstak-
lega hjá unga fólkinu. Eitthvert tækifæri skýtur
upp kollinum, og þú skalt endilega notfæra þér
þaö. En treystu ekki einhverjum ákveönum vini
eða kunningja um of.
Ljóniö (23. júli—23. ágúst)
Þú skalt fylgjast vel meö málum I dag, þvi aö þú
geturdregiöýmsa lærdóma af þeim. Þaö er þörf
á meira samstarfi, og þú skalt gera þitt til þess
aö svo megi veröa. En þú skalt fara varlega I
fjármálunum.
Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.)
Þú þarft aö sinna betur þvl, sem tilvera þln
byggist á. Þú þarft llka aö huga betur aö sam-
bandinu á heimilinu, þaö er eins og þaö skorti
eitthvaö á fulian trúnaö á þeim staönum og
ástæöa til aö fara aö bæta úr.
Vogin (23. sept.—22. okt.)
Taktu tillit til þeirra staöreynda, sem viö blasa,
áöur en þú tekur ákvöröun, og vertu viss, þá
mun allt fara vel. Haföu samband viö vini þlna
og kunningja I dag. Þaö lltur út fyrir, aö kvöldiö
veröi I alla staöi hiö ánægjulegasta.
Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.)
Þaö lltur út fyrir, aö þú hafir veriö mjög
opinskár aö undanförnu, en þú ættir aö breyta
þvi strax I dag. Svo ættiröu aö reyna aö leyna
tilfinningum þlnum betur en þú hefur gert.
Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.)
Þér er fyrir beztu aö fara eftir þeim ráölegging-
um, sem þú færö I dag. Þú hefur þörf fyrir þær,
og þær eru gefnar af góðum hug. Foröastu deilur
um mál, sem skipta þig engu, og einbeittu þér aö
aöalatriöunum.
Steingeitin (22. des.—19. jan.)
I dag skaltu hafa það hugfast, að það er afskap-
lega auðvelt að áfellast aðra og kenna þeim um
allt. En máliö er bara ekki svona einfalt. Þér
bjóðast fleiri en eitt tækifæri til aö gerast þátt-
takandi i einhvers konar bralli.
UTBOÐ
Tilboö óskast I lögn dreifikerfis I Hafnarfiröi 2. áfanga, A)
Miðbæ B) öldur — Kinnar, fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
iJtboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3
gegn 5.000.00 kr. skilatryggingu.
Útboðin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn, 17. janú-
ar 1975 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
pumnx
Símamál Húnvetninga:
Samband milli sveita
verra en við útlönd
IÞROTTA
TÖSKUR
Verð trd kr. 717.00
PÓSTSENDUM
Sportvöruverzlun
Ingólfs Oskarssonar
KLAPPARSTÍG 44
SÍMI 1-17-83 • REYKJAVÍK
MÓ-Sveinsstöðum. — óskiljan-
legur dráttur hefur orðið á lagn-
ingu sjálfvirks sima á fjölda bæja
I Ilúnavatnssýslum. Arin 1971 og
1972 var lagður jarðslmastrengur
frá Brú I Ilrútafirði yfir Blönduós.
Þá var um leið lagður strengur
fyrir sjálfvirka slma heim á alla
sveitabæi, er voru i nánd við jarð-
strenginn.
1 viðtali við útvarpið árið 1972
sagöi ráðamaður Landsimans, að
sjálfvirkur simi kæmi á alla
þiessa bæi strax sumarið 1972. Það
varð nú ekki, og þegar grennslazt
var eftir, hvers vegna svo hefði
ekki verið fengust þau svör, að
tafir hefðu orðið á afgreiðslu
stöövanna erlendis frá, en sjálf-
virk stöð kæmi I Reykjaskóla og
Laugabakka sumarið 1973 en
Víöidal og Hnausa sumarið 1974.
Enn bólar ekkert á þessum
stöðvum, og þótt sumarið 1974 sé
nú liöiö, hefur enn ekki svo mikið
sem verið farið þess á leit við hús-
ráðendur á Hnausum, að þar
megi setja upp sjáHyirka sim-
stöö, hvað þá, að þar sé stöð
væntanleg á næstu dögum.
Er þvi ljóst, að ibúar í Húna-
vatnssýslum verða enn um sinn
aö biða eftir sjálfvirkum sima,
þótt forráðamenn Landsimans
hafi að minnsta kosti tvisvar
sinnum sagt opinberlega, að allir
þessir bæir ættu að hafa fengið
um þetta leyti sjálfvirkan sima.
Óþægindin af að hafa ekki sjálf-
virkan síma eru fjölmörg, og þar
á meðal má nefna, að oft heyrist
mjög illa á sveitalinunum, og ekki
er hægt aö ná simasambandi út
fyrir sveitina I langan tima á
hverjum sólarhring, hversu mik-
ið, sem liggur við.
Nú er rætt um að stórbæta f jar-
skiptaþjónustuna við útlönd. Það
er svo sem góðra gjalda vert, og
ekkert nema gott um það að
segja, að geta séð Cassius Clay
rota næsta andstæðing sinn um
leið og það gerist, en okkur, sem
úti á landi búum, finnst ekki úr
vegi að bæta samt örlitið fjar-
skiptaþjónustuna við okkur, bæði
hvað varðar simaþjónustu,
hlustunarskilyrði útvarps og
sjónvarps og póstsamgöngur, áð-
ur en lagðar eru fleiri hundruð
milljónir til að bæta fjarskipta-
sambandið við útlönd. Við vitum,
aö I fjölmörgum tilfellum er auð-
veldara að ná sambandi við út-
lönd og þaðan heyrist oft mun
betur en jafnvel milli nærliggj-
andi sveita.
Danadrottning
sæmir
Svanbjörn
Frímannsson
orðu
Margrethe II Danadrottning
hefur sæmt fyrrverandi banka-
stjóra, hr. Svanbjörn
Frímannsson kommandörkrossi
Dannebrogsorðunnar. Sendiherra
Dana afhenti honum
heiðursmerkið við móttöku i
danska sendiráðinu fimmtudag-
inn 19. desember.
Stórmagasín
í Hafnarfirði ?
EKKI BEIIMLÍIMIS, EN VÍSIR AÐ ÞVÍ.
Verzlunin HAFNARBORG við Strandgötu,
býður yður úrval úr ótrúlega mörgum vöru-
flokkum. i snyrtivörudeildinni létta snyrti-
sérfræðingar yður valið á snyrtivörum og ilm-
vötnum. Leikfangadeildin stendur yngstu
viðskiptavinunum opin, vel byrg af varningi á
viðráðanlegu verði. I búðinni fást gjafir handa
,mömmu og pabba og öllum hinum, búsáhöld
og baðvörur, glervörur og skrautvörur, hand-
töskur og handklæði, dýrindis dúkar og ótal-
margt fleira. Úti eru næg bílastæði bak við
verzlunina. Inni gefst gott næði til að meta
verð og vörugæði og til að velja.
STRANDGÖTU 34, HAFNARFIRÐI
VIÐ HLIÐINA Á HAFNARFJARÐARAPÓTEKI.