Tíminn - 20.12.1974, Page 3

Tíminn - 20.12.1974, Page 3
Föstudagur 20. deseraber 1174. TÍMINN 3 Síldveiðum í Norðursjó lokið — aflaverðmætið 1160 milliónir króna gébé-Reykjavik. Slldveiöum i Norðursjo er nú lokiö, en slðasti báturinn seldi 3. desember s.l. og er ekki búizt við að fleiri sölur fari fram á þessu ári. Heildar- aflinn er heldur minni heldur en i fyrra, en verðmæti aflans meira. Heildaraflamagnið i fyrra var 43.860 tonn, að verðmæti ca. 1122 milljónum króna, en nú er aflinn 38.571 tonn að verðmæti ca. 1160 milljónum króna. Aflahæsta skipið, var Loftur Baldvinsson EA með 2379,1 lest, og var aflaverðmæti skipsins 67,9 milljónir króna. Meðalverð á kg. var 28.56 kr. Næst hæsta skipið var Guðmundur RE með 1963,5 tonn að verðmæti 55,8 millj. kr. Meðalverð á kg. var 28.43 kr. Voru þetta einnig aflahæstu skipin i fyrra. Inga Birna Jónsdóttir, formaður menntamálaráðs, afhendir Jóni Sigurðssyni, formanni Rangæinga- félagsins formlega málverkið, sem þau standa hér hjá „Njálsbrennu” eftir Marlu H. ólafsdóttur. Tlma- mynd: G.E. Rangæingar fó mdlverk að gjöf gébé— Reykjavik. — Mennta- málaráð festi kaup á málverki eftir Marlu H. ólafsdóttur, og af- henti Inga Birna Jónsdóttir, for- maður menntamálaráðs, Jóni Sigurðssyni formanni Rangæ- ingafélagsins, málverkið Rangæ- ingum til eignar I gær. Frá fyrri árum hefur Menningarsjóður gætt fjár sem Alþingi veitti til þess að láta gera söguleg listaverk. Þegar Maria H. ólafsdóttir listmálari hélt málverkasýningu I Norræna hús- inu fyrr á þessu ári, þótti málverk hennar „Njálsbrenna” falla undir þessa fjárveitingu. Afhenti menntamálaráð Rangæingum þai til eignar i gær, og er Jón Sigurðs- son þakkaði fyrir hönd Rangæ- inga, sagði hann, að málverkinu hefði þegar verið valinn staður i Skógaskóla. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur gat i fáum orðum listakon- unnar, Maríu H. ólafsdóttur. Hún er Vestfirðingur að uppruna og var með fyrstu nemendum i Handiðaskólanum. Maria fór utan til Danmerkur haustið 1945 og hóf nám við Konunglegu aka- demluna i Kaupmannahöfn. Marla er gift Alfred Jensen list- málara og eru þau hjón búsett i Danmörku. 770 milljónir króna til menningarmála á Norðurlöndum Svíar greiða 45% fjársins Á fundi menntamálaráðherra Norðuriandanna, sem haldinn var i Osló fyrir skömmu voru m.a. til umræðu fyrirhuguð sam- eiginleg fjárframlög Norður- landarlkja til menningarmála á árinu 1975. Er gert ráð fyrir sem svarar 770 milljónum islenzkra króna til ýmissa samnorrænna verkefna, en fjárhæðin er háð samþykki þjóðþinganna. Greiðsluhiutfall þjóðanna er þannig: Danmörk 22%, Finnland 16%, tsland 1%, Noregur 16% og Sviþjóð 45%. A fundinum var fjallað um meginreglur fyrir norrænt menningarsamstarf innan ramma menningarmálasamn- ingsins, sem kom til fram- kvæmda i ársbyrjun 1972. Er áhugaefni, að samstarfið nái I vaxandi mæli til fjölmennra félagssamtaka. — Þá var rætt um nauðsyn á auknu menningarstarfi i þágu barna um fullorðinsfræðslu og verkmenntun og aukið sam- starf á sviði vísinda. Veittar voru sem svarar 20 milljónum Isl. króna til norræns æskulýðsstarfs, svo sem gert hef- ur verið undanfarin tvö ár. — Framhald á bls. 23. Enn finnast fíkniefni á Vellinum Gsal-Reykjavik — Talsvert magn fikniefna fannst i fórum banda- risks hermanns á Keflavikurflug- velli fyrir skömmu. Að sögn As- geirs Friðjónssonar hjá flkni- efnadeild lögreglunnar er tals- verðum erfiöleikum bundið að segja nákvæmlega tilum magnið. Ekki komin rafmagns- skömmtun nyrðra FB-Reykjavlk. Ekki hafði enn komið til rafmagnsskömmtunar á svæði Laxárvirkjunar I gær- kvöldi, en veður var slæmt og útlit ekki gott i orkumálum á Norðurlandi, og fór versnandi. Snjóflóð í Oddskarði 1 gær féll snjóflóð á rafmangs- linuna til Norðfjarðar, sem liggur um Oddsskarð. Braut snjórinn nokkra staura og er búizt við þvi, að viðgerð taki nokkra daga. Þarf þvi að gripa til disilstöðva, en nokkurn tima tekur að ganga frá þvi, þannig að væntanlega kemur til skömmtunar. þar sem efnin voru I mörgum smápökkum. Þó sagði hann, að það léti nærri að áætla að hér væri um að ræða 3-400 gr. Sagði Ásgeir, að mestmegnis væri þetta marihuana, en einnig önnur efni, sem ekki væri hægt að skýra frá hver væru,þar sem þau væru I rannsókn. Mál þetta er angi af öðru fikni- efnamáli, sem upp komst um daginn, þegar grunsamleg send- ing barst tollpóststofunni, — og frá hefur verið greint i fréttum. Við rannsókn þess máls vöknuðu grunsemdir um ákveðinn her- mann á Keflavfkurflugvelli og var gerð húsleit heima hjá hon- um, sem varð til þess að áður- nefndir smápakkar fundust og reyndust innihalda fikniefni. Hermaðurinn hefur verið úr- skurðaður i gæzluvarðhald. Fjórhags- óætlunin til síðari umræðu 1 gær klukkan fimm hófst fundur I borgarstjórn Reykjavikur, þar sem fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1975 var tekin til siðari umræðu. Fundur stóð fram á nótt. Tlminn flytur fréttir af fundinum I blaðinu á morgun. Afgreiðslumaðurinn fékk greiðslu fyrir Dönsku skipi veitt loðnuveiðileyfi? — samþykkt í efri deild — umræður standa yfir í neðri deild gébé-Reykjavik. Fyrir nokkrum dögum var sagt frá umsókn dansks loðnuveiðiskips hér i blaðinu til loðnuveiða hér við land. Nú hefur verið samþykkt i efri deild Alþingis að veita sjávarútvegsráðuneytinu heimild tii að veita leyfið, en það er bundið ákveðnum skiiyrðum. Mál Smygl í Steinunni Slðastliðna nótt fann tollgæzlan smyglvarning I m/b Steinunni, RE 32, sem var að koma úr söiuferð til Grimsby. Var þar um að ræða ýmiss konar varning, og má þar m.a. nefna þvottavél, hrærivél, segulbandstæki, ýmis matvæli, sælgæti og fleira. Útgerðarmaður skipsins átti meiri hluta varnings þessa. þetta er nú til umræðu I neðri deild. Engin fordæmi munu vera fyrir þvi, að erlendum skipum séu veitt leyfi til loðnuveiða hér við land En skilyrðin fyrir veiðileyfinu eru, að skipið verði rekið af is- lenzkum aðilum og hafi eingöngu islenzka áhöfn, veiðitíminn er takmarkaður við febrúar-marz. Þá er veiðisvæðið takmarkað, eða frá Patreksfirði norður um til Seyðisfjarðar. Einnig mun skipið hlita þeim reglum, sem ráðuneytið kann að setja til viðbótar áðurnefndum skilyrðum. Ein af ástæðunum fyrir að leyfi þetta var veitt i efri deild Alþingis, er að það er islenzkur aðili, Árni Gislason, sem á þriðjung i hlutafélagi þvi, sem umrætt skip er frá.N. Jensen, sem á hlut i skipinu, er umboðs- maður islenzku sildveiðiskipanna i Hirtshals. tollsvikin Gsal—Reykjavfk. — Afgreiðslu- manni Flugleiöa, sem uppvls varð af tollsvikum fyrir skömmu, var sleppt úr varðhaldi i fyrra- dag. Hann var úrskurðaður á sin- um tima 110 daga gæzluvarðhald, og að sögn Magnúsar Eggerts- sonar, sem hefur haft rannsókn tollsvikamálsins með höndum, var ekki talin þörf á að hafa af- greiðslumanninn lengur I gæzlu- varðhaldi. Eins og frá hefur verið greint i Timanum, hefur afgreiðslumað- urinn neitað með öllu að hafa tek- ið við fé fyrir aö afhenda vörurn- ar án tollgjalda og hafa „við- skiptavinir” hans einnig sagt, að þeir hefðu ekki látið hann hafa neina þóknun i peningum fyrir greiðann. Sagði Magnús Eggerts- son fyrir skömmu, að afgreiðslu- maðurinn hefði gert grein fyrir sinum f járreiðum og hefðu þær að órannsökuðu máli virzt eðlilegar. í gær sagði Magnús, að komið hefði fram i málinu, að af- greiðslumaðurinn hefði tekið við peningum fyrir að afhenda vör- urnar, en að svo stöddu væri ekki hægt að greina nánar frá þvi at- riöi. Sagði Magnús ennfremur að verið væri að rannsaka fjárreiður afgreiðslumannsins, og ýmisleg gögn viðvikjandi málinu væru enn á athugunarstigi. AAikill smyglvarn- ingur í Urriðafossi Gsal-Reykjavik — Lögregluþjón- ar, sem voru á eftirlitsferð við Sundahöfn I fyrrakvöld, tóku eftir nokkrum grunsamlegum náung- um, þar sem þeir voru að setja vörur I bila á hafnarbakkanum. Kom i ljós, að þarna var um mik- inn smyglvarning aö ræða, — og að sögn lögreglunnar fundust 120 litrar af 96% splritus um kvöldiö og við leit I skipinu I gær fundust 45 flöskur af öðru vini, auk vind- linga, — um 13 þúsund talsins. Það voru skipverjar á Urriða- fossi sem reýndust vera smyglararnir, en skipið kom inn i Sundahöfn i gærkvöldi. Astæðan fyrir þvi, að næturvakt tollgæzl- unnar hafði ekki auga með skip- verjum Urriðafoss, var sú, aö stuttu eftir komu fossins, kom annað skip og voru þeir bundnir viö tollstörf i þvi skipi, þegar smygltilraunin var gerð. Einn skipverji á Urriöafossi telur sig eiga smyglvarninginn og segir að hinir hafi einungis verið sinir hjálparkokkar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.