Tíminn - 20.12.1974, Page 4
4
TÍMINN
Föstudagur 20, desember 1974.
Grjótpálar
Hinn frægi Carraramarmari er höggvinn úr
hlíöum Cava di Marma. Þaöan er hann flutt-
ur niöur á jafnsléttu, þar sem marmara-
björgin eru bútuð niöur i miklum steinsmiðj-
um i hæfilegri stærð, þar sem steinninn er
slipaöur og unninn aö nokkru leyti, áöur en
hann er fluttur út um viða veröld, þar sem
myndhöggvarar og húsam'eistarar leggja
endanlega hönd á smiðina. Arlega eru unnar
rúmar tvær milljónir lesta af marmara i
þessu fjalli, og megnið er flutt út.
Marmari hefur veriö tekinn þarna allt frá
dögum Rómverja, meðan þeir voru og hétu.
Margt er líkt
með skyldum
JÓI LITLI er þriggja missera
gamall. Foreldrar hans voru
villtir górilluapar I Kongó, en
sjálfur elur hann aldur sinn I upp-
hituöu húsi i Englandi, þar sem
hann hefur fengiö bjöllur til þess
að leika sér aö og marga skrýtna
hluti til þess aö skoða.
Það er kannski efamál, hvort
þetta umhverfi með leikföngum
sinum og jöfnum stofuhita veitir
honum nokkuð umfram það, sem
hann hefði notið i skógum Afriku
— nema siður sé. En þarna er
hann, og hann reynir af fremsta
megni að samlagast þvi
umhverfi, sem honum hefur verið
búið, eftir þvi sem hans apaeðli
leyfir.
Og raunar koma hættir hans
mannskepnunni ekki neitt
annarlega fyrirsjónir. Þetta gæti
sem sé eins vel verið mannsbarn
og apabarn, enda er þarna um
nána frændur að tala, apann og
manninn, að þvi er okkur er tjáð
og ekki skal bera brigður á.
Myndirnar, sem fylgja þessum
orðum, nægja væntanlega til þess
að sannfæra lesendurna um það.
t stað loðins apans gæti þarna
eins vel setið snoðið krakkakrili
að fitla við bjöllurnar, sem
kringja svo skrýtilega, þegar við
þeim er hrært, basla við að opna
útskorna kistuna eða seilast upp i
læsinguna á skáphurðinni.
Það er með öðrum orðum engin
lýgi, að margt sé líkt með
skyldum. Forvitnin er söm við sig
og tilburðirnir áþekkir. En
mömmunum þykir hann kannski
heldur ófriöari en börnin þeirra.
En það er saga út af fyrir sig, og
api er nú einu sinni api, en ekki
upperennandi skólaþegn og
gjaldþegn i velferðarriki, þó að
eitt og annað sé áþekkt.
Þess eru raunar dæmi, að apar
hafi lært að mála, og myndir
þeirra verið sýndar með
listaverkum, sprottnum undan
fingrum homo sapiens, en það
gerigur vist verr að kenna þeim
að lesa og skrifa. Apanum eru
sem sé takmörk sett i lærdóms-
sökum, hvert sem uppeldið er. En
það er mannanna börnum raunar
lika, þegar öllu er á botninn
hvolft, þó að viö miklumst af
heilabúinu i okkur og öllu þvi,
sem við getum tileinkað okkur og
haft á okkar valdi i krafti gáfn-
anna, sem reyndar eru kannski
komnar vel á veg að ganga af
sjálfum sér dauðum, ásamt
mörgu, sem móðir náttúra
ætlaöist til að þrifist i kringum
okkur I sambýli við okkur. Þar i
eiga þó aparnir, hinir loðnu, alls
enga sök.
— Er það alveg öruggt að enginn
hafi lýst eftir horfinni konu? — Þér verðið að opna sjálfur,
Jónatan. Konan yöar er nefnilega
i baði.
DENNI
DÆMALAUSI
Það, scm mér þykir hryggilegast
við jólin, er þegar mamma fer að
ryksuga upp greninálarnar. Þá
veit ég að þau eru búin.