Tíminn - 20.12.1974, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Föstudagur 20. desember 1074.
JQHNS-MANVILLE
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull-
areinangrun á markaðnum I dag. Auk þess fáið
þér frian álpappir með. Hagkvæmasta
einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt
borgar sig.
Munið Johns-Manville i alla einangrun.
Sendum hvert á land sem er.
glerullar-
9 einangrun
MiMMIil
Vinnuveitendasamband íslands:
Tilkynning til
launagreiðenda
Hér með er skorað á alla launagreiðendur,
sem eiga að greiða orlofsfé samkv. lögum
nr. 87 frá 24. desember 1971 um orlof, að
gera skil á vangreiddu orlofsfé nú þegar
og i siöasta lagi 31. desember n.k.
Að öðrum kosti má búast við að heimild
um lögtak verði beitt. Greiða ber orlofsfé
reglulega til póststöðva fyrir 10. hvers
mánaðar.
Reykjavik, 18. desember 1974
Póstgiróstofan.
Orlofsdeild.
stúlka á
réttri
leið
— eftrir Margrit
Ravn
Bókaútgáfan Hildur sendir frá
sér endurprentun á einni af hinni
vinsælu bókum Margit Ravn, Ung
stúlka á rétti leió. Óþarfi er að
kynna Margit Ravn fyrir islenzk-
um lesendum. svo miklar
vinsældir sem bækur ehnnar hafa
náð hér á landi á undanförnum
árum.
í þessari bók sinni, tekst
höfundi enn einu sinni að skapa
mjög svo eftirminnilega kvenper-
sónu sem allir lesendur munu
hafa samúð með og dást að.
Bókin er i þýðingu Itelga
Valtýssonar.
Kaupmáttur launa svipað
ur og í árslok 1973
— en þjóðartekjur 0,7% minni í ár
ur var getið, var knúið fram, með
allsherjar verkfalli, gifurleg
kauphækkun i febrúar mánuði
1974. í kjölfar þessara samn-
inga jókst kaupmátturinn mjög
mikið á fyrra hluta þessa árs.
Með hliðsjón af hinni óhagstæðu
efnahagsþróun ársins vegna
lækkandi söluverðs afurða hækk
andi oliuverðs og hráefnis og
vegna aðgerða rikisstjórnanna,
hefur dregið úr kaupmætti þess-
um á seinni hluta ársins og er nú
svo komið, að kaupmátturinn er i
lok ársins svipaður og i lok ársins
1973. Þrátt fyrir þessa lækkun er
ársmeöaltalskaupmátturinn 8%
hærri en hann var 1973. Hins veg-
ar lækka þjóðartekjur um 0.7%.
Ef þjóðartekjur eiga að vera ein-
hver mælikvarði á þróun lifs-
kjara, kemur i ljós að kaupmátt-
ur launa hefur aukizt meir en
þessi hagstærð á s.l. þremur ár-
um. Sérstaklega verður munur
þessi mikill á yfirstandandi ári,
og er óþarft að geta sér til um af
leiðingar þess, ef laun hefðu
hækkað um 90%-100% á árinu á
sama tima og viðskiptakjör reyn-
ast óhagstæð um 4-5%, og þjóðar-
tekjur minnka, sem raun ber
vitni.
Staða atvinnuveganna
1 ljósi þess að nú eru flestir
kjarasamningar lausir er ekki úr
vegi að lita á ástandið eins og það
er i dag og þær horfur, sem uppi
eru á næsta ári. Samkvæmt opin
berum skýrslum er fyrirsjáan-
legur mörghundruð milljón króna
halli á fiskveiðiflota landsmanna
þrátt fyrir aðgerðir rikisstjórnar-
innar. Um fiskvinnsluna er það að
segja, að miðað við aögerðir
rikisstjórnarinnar, eru fisk-
framleiðslufyrirtækin ekki eins
illa stödd og fiskveiðiflotinn. Hins
vegar eru fyrstihúsin nú rekin á
mjög veikum grundvelli og fyrir-
sjáanlegt að úr verðjöfnunarsjóði
þurfi að greiða rúmlega einn
milljarð króna á næsta ari til að
halda þeim gangandi. Auk þess
hafa safnazt miklar birgðir,
vegna sölutregðu á erlendum
mörkuðum. Sama má segja um
aðrar greinar útflutnings. Þá hef-
ur framleiðsluiðnaöurinn mætt
sifellt meiri erlendri samkeppni
og goldið þess að kaup og verð-
lagshækkanir eru meir en i helztu
viðskiptalöndum okkar.
Af ofangreindu sést að mikil
óvissa rikir um efnahagsþróunina
á næsta ári. Kauphækkun ein,
sem atvinnuvegirnir geta ekki
borið felur ekki i sér neina raun-
verulega kjarabót heldur aukna
verðbólgu og dýrtíö, sem kemur
harðast niður á þeim lægst laun-
uðu. öllum ætti þvi nú að vera
ljóst að höfuðmarkmið er að
stöðva verðbólguna og skapa
traustan rekstrargrundvöll at-
vinnuveganna til að tryggja at-
vinnu I landinu.
Sanderson er ekki lyftingamaður heldur einn
hentugasti lyftari sem völ er á.
Sanderson lyftarinn er einkar hentugur fyrir
loðnubræðslur, frystihús og vörugeymslur úti
og inni.
Sanderson lyftarinn hefur 3500 kg lyftigetu og
sem ámokstursskófla hefur hann 2000 lítra
skóflu.
Hann er fáanlegur með veltigöfflum.
Lyftihæð er 4 metrar.
Við bjóðum Sanderson lyftara á hagstæðu verði.
HF HÖRÐUR
GUNNARSSON
HEILDVERSLUN - SKÚLATÚNI 6
REYKJAVÍK - SÍMI 19460
má benda á, að siðustu kjara-
samningar er gerðir voru i febrú-
ar s.l. voru að mati beggja
sa mningsaðila verðbólgu-
samningar. Ef gert er ráð fyrir,
að visitöluhækkanir launa hefðu
komið til framkvæmda má ætla,
að hækkun framfærslukostnaöar
á árinu hefði ekki verið undir
70%. Laun hefðu þannig hækkað
um 90-100% á einu ári og hefðu
slikar launahækkanir og verð-
bólga stefnt atvinnuöryggi ís-
lendinga I bráða hættu.
Kaupmáttur
Ef borinn er saman kaupmáttur
greidds timakaups í dagvinnu og
þær breytingar er orðið hafa i
þjóöartekjum, kemur i ljós að
kaupmátturinn hefur aukizt mun
meira en þjóðartekjurnar. Miðað
við 1971 sem grunnár hefur
kaupmáttur timakaups verka-
manna, iönaðarmanna og verka-
kvenna aukizt um 30% að árinu
1974 meðtöldu, en þjóðartekjur,
aðeins um 16%. Ef þrjú s.l. ár eru
athuguð sérstaklega kemur i ljós,
að á árinu 1972 varð aukning
kaupmáttar um 18% en aukning
þjóðartekna um 10%. Vegna þess-
arar hagstæðu tekjuaukningar,
kemur fram i lok ársins 1973, þeg-
ar samningaviðræður eru að hefj-
ast, krafa um meiri hlutdeild i
þessum auknum þjóðartekjum.
Þá var og rikjandi mjög mikil
verðbólga á þeirra tima mæli-
kvarða, sem hafði áhrif til auk-
inna kaupkrafna. Þrátt fyrir hina
miklu óvissu er rikti á erlendum
sölumörkuðum okkar, eins og áð-
Draumabók
Bókaútgáfan Hildur sendir frá
sér Draumabók, sem Bibi
Gunnarsdóttir tók saman. 1 bók-
innieru draumaráðningar, ásamt
draumaráöningum nafna. Einnig
er i bókinni leiðarvisir til að spá i
spil og kaffibolla.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir
þá, sem gaman hafa af og áhuga
á spádómum og ráöningum
drauma, bæði sinna eigin og ann-
arra.
Bókin er 87 bls. að stærö og
prentuð i Prentsmiðju Setbergs,
en um bókband sá Félagsbók-
bandið hf.
VINNUVEITENDASAMBAND
tslands hefur sent Tlmanum svo-
látandi greinargerð um kaup og
kjör og stöðu atvinnuveganna nú
undir áramótin:
I upphafi þessa árs var ljóst að
mikil óvissa rikti á ertendum
sölumörkuðum, auk þess sem
gífurleg hækkun oliuverðs lá þá
fyrir. Varð og reyndin sú, að við-
skiptakjör þjóðarinnar versnuðu
mjög mikið á árinu. Þrátt fyrir
þessa óhagstæðu efnahagsþróun
hefur kaupmáttur aukizt um 8% á
árinu. Nú, þegar rætt er um, að
vísitöluskerðing launa háfi verið
um 35% með aðgerðum núver-
ándi og fyrrverandi rikisstjórna
ber að hafa I huga nokkur atriði.
Hækkun launa.
Allt bendir til að hækkun fram-
færsluvisitölu frá ársbyrjun til
ársloka 1974 verði um 50%. Að
meðaltali á milli áranna 1973 og
1974 er gert ráð fyrir að verðbólg-
an verði um 43%. Þessar verð-
hækkanir stafa að hluta til af
erlendum verðhækkunum ásamt
meö gifurlegri eftirspurn eftir
vinnu og vöru hér innanlands. Þá
Snjó-hjólbarðar
til sölu í flestum stærðum
Mjög
góð snjó-mynstur
HAGSTÆTT VERÐ
Sólu.n flestar
stærðir
ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU
Sendum í póstkröfu
géXéMXMG mm
Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88
Kópavogi
Hringbrout 121 . Simi 10-600