Tíminn - 20.12.1974, Síða 17

Tíminn - 20.12.1974, Síða 17
Föstudagur 20. desember 1974. TÍMINN 17 Sala niður- soðinnar rækju eykst Niðursuöa á rækju er hafin á ný eftir að hafa legið svo til alveg niðri i allmörg ár. Rækja var ein fyrsta tegund sjávarafla, sem soðin var niður hérlendis. Tals- vert var soðið niður af rækju á Vestfjörðum —og Suðvesturlandi fyrir strið og á sjötta áratugnum. íslenzka rækjan er smá, en mjög ljúffeng og i háum verð- flokki. Mikið framboð af ódýrri rækju, aðallega frá Austurlönd- um, en einnig frá Norður-Ame- riku, hefur gert samkeppnisstöðu islenzku rækjunnar erfiða. Það var þó samkeppnin við aðra vinnsluaðferð islenzku rækj- unnar, þ.e. frystingu, sem drap niðursuðuna. Rækjuverkendur fóru allir yfir i frystingu vegna þess góða verðs, sem fékkst fyrir rækjuna þannig unna á timabilinu 1960-1973. Á undanförnum tveimur árum hefur Sölustofnun Lagmetis bor- izt pantanir á niðursoðinni rækju, sem ekki hefur verið unnt að af- greiða, þar sem áhugi á fram- leiöslu var ekki fyrir hendi. Verð á frystri rækju er sveiflukennd- ara en á niðursoðinni og hefur lækkað nokkuð, og er nú sölu- tregða að þvi virðist. Eins og áður greinir, hefur niðursuða nú hafizt aftur, og eru það þeir K. Jónsson & Co., Akur- eyri og Böðvar Sveinbjarnarson á ísafirði, sem riða á vaðið. Athyglisvert er, að K. Jónsson hefur haslað sér völl á nýjum rækjumiðum norður af Eyjafirði, þar sem stóra og fallega rækju er að fá. Á sl. tveimur mánuðum hafa þessir aðilar framleitt um 10.000 kassa af rækju, sem þegar eru seldir, aðallega til Bandarikj- anna og Finnlands. Vegna þeirrar stöðvunar, sem varð á niðursuðu á rækju, hefur samband við markaðinn rofnað og tekur nokkurn tlma að koma þvi á aftur. Af þeim sökum er erfitt að segja um hve stór markaðurinn er. Það verður að teljast nokkur skammsýni hjá rækjuframleið- endum að leggja niðursuðu á rækju alveg á hilluna, þótt tima- bundið góðæri hafi verið, hvað varöar sölu á frystri rækju. Verð- lag á niðursoðinni rækju er stöðugra, auk þess sem tvihliða vinnsla skapar meira markaðs- öryggi að sögn forráðamanna Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins. Fyrrihlutalán Húsnæðismála- stjórnar greidd eftir 20. des. HJ-Reykjavik — Húsnæðismála- stjórn ákvað á fundi sinum fyrir skömmu, að frá og með 20. desember yrðu greidd út fyrri- hluta lán til þeirra umsækjenda, sem skiluðu inn lánsumsókn fyrir 1. febrúar s.l., gerðu ibúðir sinar fokheldar og skiluðu af sér fok- heldisvottorðum fyrir 15. nóvem- ber s.l. og fullnægja að öðru leyti tilskildum lánareglum. Þessar upplýsingar fékk Tim- inn hjá Þráni Valdimarssyni varaformanni Húsnæðismála- stjórnar. Sagði Þráinn að jafn- framt hefði verið tekin ákvörðun um, að þeir húsbyggjendur, sem sendu inn lánsumsóknir eftir 1. febrúar, en gert höfðu fokhelt og skilað inn fokheldisvottorðum fyrir 15. ágúst, fengju sin lán greidd frá og með 15. febrúar n.k. Fyrstir á morgnana Nú stendur yfir sýning i verkum Þorláks R. Haldorsen llitmál- ara, að Laugavegi 21. Sýningin er opin á venjulegum ver’zlunartlma og aðgangur er ókeypis. Þorlákur sýnir 25 oliumálverk, sem flest eru ný, en þetta er fimmtánda einkasýning hans, en áður hefur hann tekiö þátt i nokkrum samsýningum. Myndin sýnir listamanninn ásamt einu af verkum hans, sem nefnist: Kilárbotnar i Húsafellsskógi. Timamynd: G.E. m___• •• 5m|Or á gamla verðinu Rjúpur London-lamb Svínasteikur Hangikjöt frampartar og læri, með beini og úrbeinað Mackintosh sælgæti dósir í öllum stærðum Blönduhlíð 2 - Sími 16086 Auglýsitf i TÉmanum MikiÓ fyrir lítió Okkur er það kappsmál, að geta boðið viðskipta- vinum okkar á sviði hljómtækja jafn mikinn, vand- aðan og fallegan tækjakost og frekast er hægt fyrir sem allra minnst fé. Oftast verður okkur, sem betur fer, sæmilega ágengt í þessari viðleitni okkar, stundum vel og það meira að segja mjög vel. Við álitum t.d., að okkur hafi tekizt býsna vel til um þá samstæðu, sem hér er sýnd, en hún samanstendur af eftirfarandi tækjum: SUPERSCOPE útvarps- magnari teg. R-330: 2x9 sinus/RMS wött. FM- og miðbylgja. „Loudness" stilli. 4 hátalaraúttök. Stilli fyrir for- og bakhátalara. Innstunga fyrir höfuðtól, sem aftengir hátalara sjálfkrafa, þegar það er sett í samband. — BSR plötuspilari teg. HT-70: 4ra póla „synchronous" mótor. 3 hraðar. Nákvæm þyngdarstilling og vökvalyfta á armi. „Anti-skating“ stilling. Þungur, renndur diskur. Hand- eða sjálf- virk notkun. Shure M75-6S segulþreif. — SUPER- SCOPE hátalarar teg. S-26A: Flutningsgeta 20 W (hvor). Tónsvið 60-18.000 rið. 2 hátalarar í hvorum „kassa". Stærð: Hæð 49 sm, breidd 29 sm og dýpt 16 sm. — Auðvitað er þetta engin þrumusamstæða, en þegar verðið, sem er kr. 76.400,00, er skoðað, ætti engum að blandast hugur um, að hér bjóðum við mikið fyrir lítið. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Símar: 19150-19192-27788

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.