Tíminn - 20.12.1974, Síða 18
18
TÍMINN
Föstudagur 20. desember 1974.
mikla fyrirhöfn að bæta og staga þrautslitnar nærbuxur
hans og skyrtur, svo að viðhlítandi væri þá var það samt
barnaleikur hjá þeinrvanda aðöngla saman því fé, sem
þurfti til ferðarinnar. En hún beit á jaxlinn og hét sjálf ri
sér, að nú skyldu bændurnir fá að opna pyngjuna. Hún
hafði ekki orð á áformi sínu við Jóhann — bað hann
aðeins að vera rólegan í rúminu meðan hún skryppi
erinda sinna niður í þorpið. Hún fór f yrst til Svenssons og
bað um að fá að tala við kapteininn. Henni var vísað inn í
skrifstofu hans.
„Góðan dag", sagði hún.
Kapteinninn sneri sér við til hálfs á skrifstof ustólnum.
„Góðan daginn, Katrín, það er gaman að sjá þig.
Hvernig liður þér?" vældi hann smeðjulega.
„Ég skrimti nú þetta eins og vant er", svaraði hún
fálega, „en Jóhanni er alltaf að versna og þess vegna
kom ég nú hingað. Okkur vantar peningana, sem við
eigum inni hjá kapteininum".
„Peningana?" sagði Svensson og starði á hana með
augun uppglennt.
,, Já-á. Jóhann vann í þrjá daga við gerðið í Suðurskógi
og fékk ekki annað fyrir það en eina mjólkurkönnu og
eina gamla skó, sem grotnuðu strax utan af fótunum á
honum. Það getur verið borgun fyrir einn dag, en þá á
hann samt inni tveggja daga kaup. Hann átti að fá tvö
mörk á dag, svo að það verða þá f jögur mörk. Og ég
sjálf var hér fimm daga um sláttinn. Tvo daga var ég í
rúgi, og einn dag skar ég hveiti, og tvo daga var ég að
þurrka hána. Og svo var ég einn dag við þvotta með
vinnukonunum. Þetta eru samtals ellefu dagsverk, og
fyrir þessa vinnu hef ég fengið fimm egg og tvær
skeppur af kartöflum og eitt pund af smjöri, auk þess
sem frúin lét mig fá tvo brauðhleifa fyrir þvottana. Mér
telst svo til, að ég eigi átta dagsverk inni, og kaupið er
eitt mark á dag. Reyndar ætti ég að fá karlmannskaup,
því að ég vinn á við meðalkarlmann á akri og engi. En
réttlætið er víst ekki komið á svo hátt stig hér. En ég á að
minnsta kosti átta mörk inni, og Jóhann f jögur, og það
verða þá tólf mörk alls, og þá peninga vildi ég fá núna".
Svensson hafði opnað munninn hvað eftir annað og
reynt að grípa fram í fyrir þessari djarfyrtu konu, sem
stóð þarna yfir honum og las honum pistilinn, en hann
gat engu orði upp stunið. Nú stamaði hann loks:
„Þú — þú — þú getur ekki verið með öllum mjalla,
manneskja".
„Ég er þó að byrja að fá vitglóru. En ég er að flýta
mér, og þess vegna langar mig til þess að biðja kaptein-
inn að borga mér þetta strax, svo að ég geti f arið".
„Ég skal f jandann ekki halda í þig, og komdu aldrei
aftur. Peningar! Ég vil fá borgun! Ég hef aldrei vitað
annan eins ofstopa. Jú-jú, þetta er þakklætið, sem maður
fær fyrir að hjálpa fátæklingunum. Þú taldir saman,
hvað þú hefðir unnið hér lengi og hvað þú hefðir fengið
fyrir það, en þú gleymdir bara helmingnum af því
síðara. Það var ekki annað en góðmennska, sem olli því,
að ég lét þig f á smjör og egg í staðinn f yrir peninga. Þíð,
pakkið í þurrabúðunum, vitið nú lítið, hvað þess háttar er
dýrt, og við teljum nú ekki ævinlega ofan í ykkur hvert
kvint. Ég býst við..."
„Ætlar kapteinninn að borga mér þessi tólf mörk
strax. Viðgetum rifiztseinna". Katrín þokaði sér nær og
hvessti ógnþrunginn augun á lítinn, gildan andstæðing
sinn. Það brá f yrir ótta F augum kapteinsins. — Hann leit
undan og beygði sig, eins og hann ætti von á hirtingu.
„ Jæja, jæja, Bíddu samt aðeins. Ég hef ekki neitað að
borga þetta. En ég á enga peninga heima eins og stendur.
Þú verður að koma aftur í fyrramálið".
„Nei, þá bíð ég heldur"
Svensson rétti úr sér. Það vall froða út úr báðum
munnvikunum.
„Hver sótsvartur djöfullinn hefur kennt þér svona
framferði? Þú—blásnauð þurrabúðarkerling, veraldar-
þön og skella, sem enginn veit, hvaðan er upprunninn, þú
leyf ir þér nokkuð! Við höf um verið seinþreyttir til vand
ræða hérna í sókninni, en ef þú ætlar að fara að gera eitt-
hvert uppþot, þá getum við rekið okkur af höndum hyski
eins og þig og þessa horgemlinga þína. Það eru til lög og
réttur og valdsmenn".
„Sé svo, þá ætti ég að geta fengið það, sem mér ber".
Hún þokaði sér enn einu skrefi nær honum, og aftur
brast hann skyndilega hugrekki.
„Nei, nei, Katrín! Ég er búinn að segja, að ég skuli
borga þér, ef þú ert sæmilega þolinmóð. Þér liggur lík-
lega ekki lífið á þessu".
„Jú, mér liggur lífið á þessu. Líf mannsins míns er í
veði".
„Hvað mikið sagðirðu, að það væri — tólf mörk?
Sótsvartur djöfullinn, djöfullinn, djöfullinn — tólf
mörk". Hann var að því kominn að gráta og rótaði í
örvæntingu sinni sitt á hvað í skrif borðsskúff unni. Loks
dró hann upp tvo fimm-marka seðla og eitt tvímark og
teygði titrandi hendurnar í áttina til Katrínar, sem
FÖSTUDAGUR
20. desember
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunleikfimi kl. 7.35 og
9.05. Morgunstund barn-
annakl. 9.15: Benedikt Arn-
kelsson les þýðingu sina á
endursögn Anne De Vries á
sögum úr Bibliunni (2). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir 9.45. Létt lög milli
liða. Spjallað við bændur
10.05. ,,Hin gömlu kynni”kl.
10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þátt með tónlist og
frásögnum frá liðnum ár-
um. Morguntónleikar 11.00:
Cleveland hljómsveitin leik-
ur Sinfóniu nr. 96 i D-dúr
eftir Haydn. Lestur úr nýj-
um barnabókum
kl. 11.25.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.20 Miðdegissagan: „Jóla-
pósturinn” eftir Þórunni
Elfu Magnúsdóttur. Höf-
undur les þriðja lestur og
hinn siðasta.
15.00 Miðdegistónleikar.
Samson Francois leikur á
píanó tónlist eftir Debussy.
Victoria de los Angeles
syngur lög eftir spænsk tón-
skáld.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Dtvarpssaga barnanna:
„Anna Heiða vinnur afrek”
eftir Rúnu Gislad. Edda
Gisladóttir les (2).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Strengjakvartett I a-
mollop. 132 eftir Beethoven.
Amadeuskvartettinn leikur.
■ — Frá Beethovenhátiðinni i
Bonn i október.
20.50 Föðurminning. Agnar
Þórðarson rithöfundur
minnist Þórðar Sveinssonar
læknis.
21.30 (Jtvarpssagan: „Dag-
renning”, fyrsti hluti „Jó-
hanns Kristófers” eftir
Romain Rolland. Þórarinn
Björnsson islenskaði. Anna
Kristin Arngrimsdóttir leik-
kona les (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis-
og byggingarmál. Ólafur
Jónsson ræðir við Zophanias
Pálsson skipulagsstjóra.
22.35 Bob Dylan. Ómar Valdi-
marsson les úr þýðingu
sinni á ævisögu hans eftir
Anthony Scaduto og kynnir
hljómplötur, — áttundi þátt-
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Föstudagur
20. desember 1974
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar
20.40 Eldfuglaeyjarnar
Sænskur fræðslumynda-
flokkur um dýralif og
náttúrufar i Vestur-Indium.
5. þáttur. Eldfuglarnir Þýð-
andi og þulur Gisli Sigur-
karlsson. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
21.20 Kapp með forsjá Bresk
sakamálamynd. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.20 Kastljós Frétta-
skýringaþáttur. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
Dagskrárlok um kl. 23.10
Auglýsicf
i Timanum