Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 52

Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 52
36 15. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð t i l áramóta 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.39 Ný plata í mars Söng- og leikkonan Jennifer Lopez gef- ur út sína næstu plötu þann 1. mars á næsta ári. Nefn- ist hún Rebirth og mun fyrsta smá- skífulag hennar kallast Get Right. R a p p a r i n n Fabolous syngur í endurhljóðbland- aðri útgáfu af Get Right og Marc Anthony, eiginmaður Lopez, syngur í lagi sem ekki hefur enn fengið nafn. Einnig kemur rapparinn Fat Joe við sögu í einu lagi. Á meðal annarra laga á plötunni verða: Still Around, Cherry Pie, Hold You Down og Step Into My World. ■ ■ TÓNLIST JENNIFER LOPEZ Jennifer Lopez gefur út næstu plötu sína í mars. Stuttskífan Animamina með hljómsveitinni amina er komin út. Fjögur lög er að finna á skífunni, sem var unnin í sumar. Amina hefur verið starfrækt frá 1997. Upprunalega var sveitin klassískur strengjakvartett í Tón- listarskólanum í Reykjavík og hét þá Anima. Árið 1999 fékk Sigur Rós kvartettinn til að spila með sér á útgáfutónleikum í Íslensku óper- unni og eftir það hefur hún spilað með hljómsveitinni víða um heim á hinum ýmsu tónleikaferðum. „Það hefur blundað lengi í okkur að gera okkar eigin efni. Við vorum ekki að túra með Sigur Rós í sumar og ákváðum því að loka okkur inni og gera tónlist,“ segir María Huld Markan Sigfús- dóttir, einn af fjórum meðlimum þessarar kvennasveitar. „Síðan erum við bara að bíða eftir tæki- færi til að gera stóra plötu,“ bætir hún við. Fer það aðallega eftir því hvernig tónleikaferðum Sigur Rósar verður háttað í framtíðinni. María Huld segir það frábært að spila með Sigur Rós. „Við eigum rosalega vel saman. Það er þægi- legt og skapandi að hafa alla svona saman,“ segir hún. Telur hún mögulegt að amina muni hita upp fyrir Sigur Rós í framtíðinni en það eigi allt eftir að koma í ljós. Hefðbundin hljóðfæraskipan er ekki til staðar hjá amina heldur er stuðst við strengi, klukkuspil, heimatilbúin hljóðfæri, sömpl og ýmislegt fleira. María á erfitt með að skilgreina tónlistina. Ekki sé um að ræða hefðbundið popp eða klassík. „Þetta er svona atmó-tón- list. Hún ræðst meira af stemn- ingu en nokkru öðru. Við höfum til dæmis notað rússneskar borð- hörpur í lögunum okkar og heima- tilbúinn „glasófón.“ Þetta er eigin- lega mjög myndræn tónlist.“ Nýja stuttskífan er komin út hjá 12 tónum og verður henni einnig dreift í Bretlandi og Bandaríkjunum. Til að kynna skíf- una mun amina halda tónleika í 12 tónum á laugardag og hefjast þeir klukkan 16:30. freyr@frettabladid.is AMINA Hljómsveitin amina hefur gefið út stuttskífuna Animamina. Sveitina skipa Edda Rún Ólafsdóttir, Hildur Ársælsdóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Sólrún Sumarliða- dóttir. Borðhörpur og „glasófón“ ■ TÓNLIST POPPFRÓÐASTI PÖPULLINN Fréttablaðið heldur áfram að spyrja poppfróðan pöpul spjörunum úr í tilefni af útgáfu borðspilsins Popppunkts. Blaðamenn bregða sér í hlutverk Felix Bergssonar og Dr. Gunna, höfunda spurninganna, og spyrja tíu spurninga af handahófi úr spilinu. Átta keppendur hófu leik en aðeins einn mun standa uppi sem sigurvegari og hlýtur Popppunktsspilið í verðlaun. Í fyrstu umferð bar Stefán Máni rithöfund- ur sigurorð af kraftakarlinum Hjalta Úrsusi og komst þar með í undanúrslit og í annarri sigraði handbolta- konan Harpa Melsted rithöfundinn Kristínu Ómars- dóttur. Í síðustu umferð áttust við Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, og Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Í síðustu umferð átta liða úrslita mætast Katrín Júlíusdóttir þingkona og Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona. 4. UMFERÐ KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Katrín stóð sig vel í aukaspurningunum en átti í meiri erf- iðleikum með hraðaspurningarnar tíu. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Elva Ósk var með svarið við spurningu 5 á vörunum en hafði það ekki. 1. (Pass) 2. (Pass) 3. (Pass) 4. (1993) 5. (Whitney Houston) 6. (Pass) 7. (Rétt) 8. (Helgi Björnsson) 9. (Pass) 10. (Já) RÉTT/RANGT 1. (Pass) 2. (Pass) 3. (Pass) 4. (Pass) 5. (Pass) 6. (Pass) 7. (1971) 8. (Sveinn Kaldalóns) 9. (Pass) 10. (Rétt) KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR Katrín svaraði tveimur aukaspurningum rétt og er komin í undanúrslit eftir æsispennandi keppni. Alls stig1 Alls stig1 ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT Rétt svör: 1: Sigurður, 2: Police, 3: Sesar A, 4: 1996, 5: Madonna, 6: Placebo, 7: 1977, 8: Ragnar Bjarnason, 9: John Bonham, 10: Nei, 11: 1990, 12: Oasis, 13: Hiroshima, 14: Paul Weller, 15: Þorvaldur Bjarni. 10 HRAÐASPURNINGAR 1. Hvað heitir söngvari Kentár? 2. Outlandos D´Amour er fyrsta plata ...? 3. Hver er bróðir Blazroca? 4. Hvaða ár fór Anna Mjöll í Evrovision? 5. Hvaða söngkona lék aðalhlutverkið í Swept Away? 6. Með hvaða hljómsveit syngur Brian Molko? 7. Hvaða ár fæddist Svala Björgvins? 8. Hver fékk heiðursverðlaun FM 957 2002? 9. Hvað hét trommari Led Zeppelin? 10. Var Magnús Þór Sigmundsson í Fræbblunum? 5 AUKASPURNINGAR 11. Hvaða ár spilaði Bob Dylan á Íslandi? 12. Hvaða sveit gerði plötuna Heathen Chemistry? 13. Hvert er fyrsta lagið á Geislavirkir Utangarðsmanna? 14. Hver var söngvarinn í The Jam? 15. Bubbi, Sigga og ...? ✓ ✓ 11. (1982) 12. (Sex Pistols) 13. (Rétt) 14. (Pass) 15. (Rétt) RÉTT/RANGT 11. (1977) 12. (Bítlarnir) 13. (Pass) 14. (Pass) 15. (Rétt) ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT ✓ ✓ ✓ Alls stig3 Alls stig2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.