Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 53

Fréttablaðið - 15.12.2004, Page 53
Nicole Kidmanneyðist til að hætta æfingum á Broadway söngleikn- um The Producers vegna anna. Leikkon- an átti að leika þybbna ritarann Ullu í kvikmyndaútgáfu af söngleiknum, á móti Matthew Broderick og Nathan Lane. Kidman er það upptekin við önnur störf að hún hafði ekki tíma til þess að æfa söng og dans fyrir hlut- verkið. Hún er nú önnum kafin við upptökur á kvikmynd byggðri á sjón- varpsþáttunum Bewitched frá sjö- unda áratugnum þar sem hún leikur á móti Russell Crowe. Kelly Osbourne hef-ur nú bæst í hóp þeirra sem hafa látið setja nafn sitt á fata- línu. Hún hefur nú stofnað hönnunarfyrir- tækið Stiletto Killers. Pönkaraleg fötin munu fást í Hot Topic búðum í Bandaríkjun- um og vonast hún til þess að koma fötun- um í búðir í Evrópu fyrir lok næsta árs. Fatalínan inniheldur meðal annars hettupeysur og jogging buxur sem skreyttar eru með teiknimyndum og setningum eins og: „I'm Not With Stupid Anymore“ og „Just Break Up With Me.“ Madonna mun koma fram í næstumynd Guy Ritchie, Revolver. Nú þegar hafa senurnar verið teknar upp í leyni. „Það vita allir að Madonna fær það sem hún vill og hún elskar að leika,“ sagði h e i m i l d a r - maður. Einn af þeim eiginleikum sem hún laðaðist að í fari Guy var sú staðreynd að hann er kvikmyndaleik- stjóri – hún er heilluð af listformi hans.“ Guy hefur víst ágætar ástæður fyrir að halda því leyndu að kona hans leiki í mynd- inni, en einnig fara Ray Liotta og Jason Statham með hlutverk. „Guy vill ekki að neinn dæmi myndina fyrr en hún kemur út. Það er ekki ennþá ljóst hvort senurnar sem Madonna leikur í muni vera í lokaútgáfu myndarinnar,“ sagði heimildarmaður. Charlotte Churchþjáðist af gríðar- miklum sársauka og var öll blóðug eftir að hafa næstum skorið af sér fingurinn. Söngkonan fór heim úr partíi á bar foreldra hennar í Cardiff og ákvað að fá sér ristað brauð. „Ég var að reyna að skera brauð og skar í fingurinn. Mér var ekkert svo illt þannig að ég vafði handklæði um fingurinn og fór að sofa. Nokkrum klukkutímum seinna þjáðist ég af miklum sár- sauka,“ sagði Charlotte. Þurfti síðan að sauma þrjú spor í fingurinn á Cardiff spítalanum. „Mér líður ansi heimskulega núna,“ bætti hún við. MIÐVIKUDAGUR 15. desember 2004 LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu sem sýrð er með venjulegum mjólkursýrugerli, Lacto- bacillus helveticus. Hann hefur þá eiginleika að geta klofið mjólkur- prótein í litlar prótein- einingar, lífvirk peptíð. Þessi peptíð geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar á www.ms.is Stjórn á blóð- þrýstingi Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST Hljómsveitin Queen ætlar að koma aftur saman á næsta ári vegna tónleikaferðar. Paul Rod- gers, fyrrum söngvari Free og Bad Company, mun hlaupa í skarðið í staðinn fyrir Freddie Mercury sem lést 1991. Sveitin hefur ákveðið að fara í tónleikaferð um Bretland, þá fyrstu síðan 1986, og eru sterkar líkur á því að frekara ferðalag um Evrópu fylgi í kjölfarið. Rod- gers söng með Queen á 50 ára afmælistónleikum Fender og í framhaldinu var ákveðið að fara í frekara samstarf. Ekki er víst hvort bassaleikarinn John Deacon verði með í ferðinni en trommarinn Roger Taylor og gítarleikarinn Brian May eru báðir klárir í slaginn. ■ QUEEN Hljómsveitin naut mikilla vin- sælda á níunda áratugnum. Queen í tónleikaferð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.