Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Hauskúpa Velviljaðir alþingismenn semtelja að þjóðin sé á góðri leið með að éta sig í gröfina vilja forða átvöglum frá ótímabærum dauða með því að setja hættumerki á eiturlyfin þrjú: fitu, sykur og salt, til dæmis hauskúpu og leggi eða þrjá svarta krossa. Þetta er fallega meint, en allur slettirekuskapur stjórnvalda stríðir þó gegn frels- istísku í samfélaginu og skerðir grundvallarmannréttindi okkar til að hegða okkur heimskulega. HÉR Í EINA TÍÐ var almenning- ur varaður við því að aka án þess að spenna öryggisbeltin í bílum sínum. Engin refsing lá þó við því að aka óspenntur út í umferðina. Þessi kurteislegu tilmæli hins opinbera leiddu til þess að þeir örfáu ráð- þægnu einstaklingar sem spenntu bílbeltin voru aðhlátursefni alls al- mennings sem sló sér á lær og fliss- aði yfir sauðshætti þeirra sem lögðu sjálfviljugir á sig fjötra til að þókn- ast yfirvöldum. AF ÞESSU MÁ þann lærdóm draga að kurteislegar viðvaranir frá stjórnvöldum séu líklegar til að hafa engin áhrif eða í versta falli þveröfug. Það var ekki fyrr en það var gert að refsiverðu athæfi að spenna ekki öryggisbelti sem hinn almenni borgari lét sér segjast og tók að bíða spenntur eftir slysunum. Á sama hátt verður að gera ráð fyrir því að fólk haldi áfram að belgja sig út af salti, sykri og fitu þar til menn kalla yfir sig refsingu fyrir að hlaða á sig ólöglegum hold- um. NÝJA LEYNIÞJÓNUSTAN okkar gæti haft af því tekjur að fylgjast með holdafari landsmanna. Sveit vaskra lögreglumanna gæti gert innrás á heimili landsmanna og vigtað fólk sem situr að snæðingi. Upplagt væri að sekta fólk fyrir yfirvigt upp að 5 kílóum og fjar- lægja spikið með einfaldri skurðað- gerð. En síðan væri hæfilegt að dæma mannskapinn í fangelsi, til dæmis mánuð fyrir hvert kíló um- fram þessi fimm – og tvöfalda refs- inguna ef um endurtekið brot væri að ræða eða sérdeilis einbeittan brotavilja. Við þessar húsrannsókn- ir mætti slá fleiri flugur í einu höggi og fylgjast með því hvort liðið er að lesa hollar eða óhollar bók- menntir, því að ekki skiptir minna máli að þjóðin sé á góðu róli and- lega heldur en líkamlega. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.