Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.12.2004, Blaðsíða 2
2 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Ræstingar í Hafnarfirði: Málshöfðun í farvatninu HAFNARFJÖRÐUR Gremja og reiði ríkja í garð hafnfirskra bæjar- yfirvalda, sem fyrr á árinu ákváðu að fela einkafyrirtæki að annast ræstingar stofnana bæjar- ins. Fyrirtækið Sólar ehf. hreppti hnossið í útboði og yfirtók ræst- ingar í leik- og grunnskólum auk annarra stofnana. Verkalýðsfélag- ið Hlíf gætir hagsmuna starfs- fólksins sem telur á sér brotið og er líklegt að málið fari fyrir dóm- stóla. „Við sjáum ekki annað en að kjarasamningar séu brotnir og munum því leita réttar okkar fyr- ir dómstólum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar. Ræstitæknum var sagt upp störfum og boðin endurráðning fyrir sömu laun en meiri vinnu. Við það una þeir ekki. „Verktak- inn vill meina að hægt sé að vinna ákveðin verk á þremur stundum sem áður voru unnin á átta til níu stundum. Mér finnst ósköp eðli- legt að eitthvað verði endurskipu- lagt og breytist en þarna er geng- ið of langt,“ segir Kolbeinn. Enn er óvíst hvort mál verður höfðað á hendur Hafnarfjarðarbæ eða Sólar ehf. ■ Erfðabreytileiki mis- jafn milli landshluta Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir sterk tengsl milli búsetu og erfða- breytileika. Kári Stefánsson segir niðurstöðurnar mikilvægar og þær megi nota til að hanna tilraunir til að einangra meingen og kortleggja ákveðna sjúkdóma. ERFÐAFRÆÐI „Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra mein- gen,“ segir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslend- inga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á vef sínum í gær. Kári segir að aðferðin sem unnið var eftir við rannsóknina megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. „Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabba- mein eða geð- klofi eigi að miklu leyti ræt- ur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfða- greining rann- sakar eru marg- ir misdreifðir eftir landsvæðum.“ Agnar Helgason mannfræðing- ur var verkefnisstjóri rannsókn- arinnar fyrir Íslenska erfðagrein- ingu og studdist við gagnagrunn- inn Íslendingabók. „Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsett- ir. Þannig gátum við rakið ná- kvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstakling- ur á í hverri sýslu.“ Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðj- ar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norður- landi. Eftir því sem leið á 20. öld- ina varð blöndunin þó meiri sök- um þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræði- lega séð. „Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhóp með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum.“ Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: „Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem sam- félögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi.“ bergsteinn@frettabladid.is Vélsleðaslys á Akureyri: Skullu sam- an á stökki SLYS Tveir menn, hvor á sínum vélsleðanum, skullu saman í stökki sem varð til þess að ann- ar slasaðist alvarlega. Mennirnir voru að leika sér að stökkva yfir veginn yfir á Hauganes í Eyjafirði þegar sleð- ar þeirra skullu saman í loftinu. Annar maðurinn slasaðist nokkuð alvarlega og var fluttur til frekari rannsókna á Land- spítala - háskólasjúkrahús í Reykjavík. Hinn maðurinn slapp hins vegar ómeiddur. Hvorugur mannanna reyndist hafa tilskilin réttindi fyrir vélsleðaakstur. ■ Aukaverkanir: Varað við gigtarlyfi LYF Komið hefur í ljós að neysla gigtarlyfsins Celebra geti stuðlað að kransæðastíflu og heilablóð- falli. Langtímarannsóknum á lyf- inu hefur verið hætt og ráðleggur Landlæknisembættið fólki sem notar það að ræða málin við lækni sinn í næstu heimsókn. Celebra er útbreitt gigtarlyf og tilheyrir sama flokki og lyfið Vioxx sem núverið var tekið af markaði sök- um svipaðra aukaverkana og Celebra. - bþs Tónlistar- og leikskóla- kennarar: Ekki samið fyrir jól KJARAMÁL Tónlistarkennarar og sveitarfélögin ná ekki samkomu- lagi um kjör kennaranna fyrir jól eins og stefnt var að. S i g r ú n Grendal Jó- hannesdóttir, formaður Fé- lags tónlist- a r k e n n a r a , segir launa- liðinn taka sinn tíma. Menn séu ekki sömu s k o ð u n a r hvað hann varði. „Við fund- uðum í okkar hópi og áttum síðan klukkutíma með launanefndinni uppi í Karp- húsi,“ seigr Sigrún. Ekki sé tíma- bært að skoða hvort tónlistar- kennarar fari í verkfall. Leikskólakennarar eiga einnig ósamið við launanefndina. Fund- um þeirra var frestað til miðviku- dags. - gag HAMID KARZAI Forsetinn ætlar að kynna nýja ríkisstjórn á næstu dögum. Afganistan: Ný ríkis- stjórn kynnt AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for- seti Afganistan, segist ætla að kynna nýja ríkisstjórn landsins á næstu dögum. Beðið er með nokkurri eftir- væntingu eftir því hverjir verða ráðherrar í nýju stjórninni. Skip- un ráðherra er talin gefa til kynna hvaða stefnu Karzai hyggist taka í stjórn landsins. Karzai hefur sagt að nýja stjórnin muni verða heið- arleg og ábyrg. Verkefnin fram undan séu mýmörg en mikilvæg- ast sé að tryggja öryggi borgar- anna og byggja upp landið. ■ „Þau eru svo lengi á leiðinni.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, vill að hringjendur séu upplýstir sérstak- lega þegar þeir hringja á milli símkerfa. SPURNING DAGSINS Jóhannes, er ekki einfaldast að senda bara bréf? KALDAR KVEÐJUR Þessi orðsending var límd upp utan á skrifstofur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði en flokkurinn fer með völd í bænum. ,,Það má til dæmis kom- ast að því hvort brjósta- krabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. BÍLL VALT ÚT Í SJÓ Bíll valt út í sjó við Skutulsfjarðarbraut á Ísa- firði um klukkan 3 aðfaranótt sunnudags. Tveir ungir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir en bíllinn er ónýtur. Talið er að hálka á veginum hafið valdið veltunni. MAÐUR FÉLL SEX METRA Maður er var við störf hjá Loðnu- bræðslu Eskju síðastliðinn laug- ardag féll niður sex metra niður á steingólf. Hann var með örygg- ishjálm á höfði og virtist sleppa ómeiddur, en farið var með hann til Reykjavíkur í skoðun. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KÁRI STEFÁNSSON OG AGNAR HELGASON Kári segir að niðurstöðurnar staðfesti hversu heppilegt Ísland sé fyrir erfðafræðilegar rannsóknir. Hrottaleg morð í Frakklandi: Hjúkrunarkonur myrtar FRAKKLAND Tvær hjúkrunarkonur voru myrtar á hrottafenginn hátt á geðsjúkrahúsi í borginni Pau í Suður-Frakklandi á laugardag. Önnur konan var skorin á háls en hin var hálshöggvin og höfuð hennar sett upp á sjónvarpstæki, samkvæmt því sem kemur fram á vef BBC. Málið hefur vakið mik- inn óhug um allt Frakkland. Lík kvennanna fundust í blóði drifnu herbergi á öldrunardeild geðsjúkrahússins. Önnur konan var fertug en hin 48 ára. Lögregl- an hefur yfirheyrt fimm menn vegna málsins, fjóra flækinga í bænum og einn fyrrum sjúkling, en þeim hefur öllum verið sleppt. Morðvopnið hefur ekki fundist og ekkert virðist benda til þess að vistmenn á deildinni hafi myrt þær. Heilbrigðisráðherra landsins fundaði með fulltrúum starfsfólks úr heilbrigðisstétt í gær og hefur lofað að auka öryggi. Hagsmuna- samtök starfsmanna á sjúkrahús- inu höfðu kvartað yfir fækkun starfsfólks og sögðu öryggi þess ábótavant fyrir vikið. ■ GEÐSJÚKRAHÚSIÐ Í PAU Starfsmaður lokar dyrunum fyrir aðvífandi blaðamanni. Morðin hafa vakið mikinn óhug. SIGRÚN GRENDAL JÓHANNESDÓTTIR Segir ljóst að tónlistar- kennarar nái ekki að semja við sveitarfélögin fyrir jól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.