Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 18

Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 18
18 5 FANGELSI ERU Á ÍSLANDI OG Í ÞEIM SAMTALS 137 KLEFAR Heimild: Fangelsismálastofnun SVONA ERUM VIÐ „Ég held að Íslendingar geri allt of lítið af því að veita fólki dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Ör- yrkjabandalags Íslands, þegar hann er inntur álits á því að veita eigi skákmeistaranum Bobby Fischer landvistarleyfi hér á landi. „Hér er fyrst og fremst um mannúð- armál að ræða, en það er þó greini- legt að ekki er sama hvort maður- inn heitir Jón eða séra Jón. Það er ekki algengt að Íslendingar taki svona rösklega á málum.“ Arnþór segir stjórnvöld þó eiga heiður skil- inn fyrir að bjóða Fischer hér land- vist, hvort sem það er gert í óþökk eða með leyfi Bandaríkjamanna. Hann telur þó varla að Íslendingar séu að hjálpa Bandaríkjamönnum að leysa hnútinn sem skapast hefur vegna Fischers. „Ég veit ekki hvort þetta skiptir bandarísk stjórnvöld nokkru máli miðað við þau ósköp sem þau aðhafast á alþjóðavett- vangi. Bandaríkjamenn eru sérfræð- ingar í að koma sér í klípu á meðal annarra en sjálfra sín. Íraksstríðið er þar glöggt dæmi og hvernig þeir halda hlífiskildi yfir Ísrael þrátt fyrir ýmis óhæfuverk Ísraelsmanna á hendur nágrönnum sínum.“ - óká ARNÞÓR HELGASON Ekki sama Jón og séra Jón DVALARLEYFI HANDA BOBBY FISCHER SJÓNARHÓLL Allt er fallið í ljúfa löð í Breiðholti þar sem fyrir um ári síðan bárust fréttir um hörð átök unglinga. Átökin voru sögð milli gengja og var annar hópurinn önnur kyn- slóð innflytjenda. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir það heyra til undantekninga lendi hópum í hverfum borgarinnar saman: „Við vissum alltaf að þetta var aldrei djúpur ágreining- ur,“ segir Geir Jón: „Þetta var mest út af kvennamálum. Það var nú það sem stóð upp úr. Það er ný og gömul saga.“ Málið hafi verið farsællega leyst í samstarfi við hópana. Lykilmenn sem þekktu vel til inn- an þeirra hafi verið fengnir til að ræða saman. Fréttaflutningur af átökunum náði hámæli þegar ungmenni ruddu sér leið inn í íbúð í Seljahverfi seinni hluta septembermán- aðar í fyrra. Þau mölbrutu útidyrahurð og gengu berserksgang, brutu allt og bröml- uðu og börðu tæplega tvítugan íbúa með golfkylfu. Móðir hans stóð álengdar. Hún ætlaði að kæra árásina en hvarf frá því. Var aðdraganda átakanna lýst í fjölmiðl- um og sögðu unglingar í hverfinu að slagsmál á milli hópa af ólíkum uppruna væru mjög algeng og að aukast ef eitt- hvað væri. Húsbrotið í Seljahverfi var þriðja árásin á tveimur dögum. Ryskingar höfðu verið við söluturn í Eddufelli. Þar hlaut unglingur skurðsár. Sama kvöld var unglingur fluttur á slysadeild eftir að hafa verið barinn með hafnaboltakylfu fyrir utan Select í Fellahverfi. Geir Jón segir að vel hafi náðst að taka utan um vandamálið. Forvarnahópur lög- reglunnar, Félagsþjónustan og starfsfólk Íþrótta- og tómstundaráðs vinni saman að forvörnum: „Fólk vinnur saman í teymi og fer út í hverfin til að sjá hvað er að gerast. Sam- starfið hefur skilað mjög góðum árangri. Við erum með gott fólk úti í hverfunum sem grípur strax inn í og þetta fær ekki að grassera. Það er lykillinn að lausinni.“ Menn töluðu saman og leystu ágreininginn EFTIRMÁL: ÁTÖK HÓPA Í BREIÐHOLTI FYRIR RÚMU ÁRI SÍÐAN 20. desember 2004 MÁNUDAGUR Hansína er nýi bæjarstjórinn Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. „Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni,“ segir hún. KÓPAVOGUR Samkomulag var milli fulltrúa flokkanna í meirihluta Kópavogs um bæjarstjóraskipti 1. júní á næsta ári. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðis- flokks, hefði þá orðið bæjarstjóri og Sigurður Geirdal, oddviti Framsóknarflokksins, hefði orðið formaður bæjarráðs en þetta breyttist við óvænt fráfall Sig- urðar. Rökrétt þótti að Hansína Á. Björgvinsdóttir, sem skipaði ann- að sæti Framsóknarflokksins, gengi inn í samkomulagið og tæki sæti bæjarstjóra. „Það tók mig dálítinn tíma að gera upp minn hug. Þetta voru óvæntar breytingar og ég þurfti að glíma við sjálfa mig í því efni,“ segir Hansína. „Þetta bar afskap- lega sorglega að. Sigurður var náttúrlega bæjarstjórinn. Það var alveg heillandi skemmtilegt að starfa með honum og mikil sorg hjá öllum bæjarbúum, hvar sem þeir stóðu í flokki, þegar hann féll frá. Allir bæjarbúar voru harmi slegnir. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta embætti. Fjöl- skylda mín var búin að skipu- leggja ýmislegt sem við þurftum að breyta og svo varð ég að vita hvort ég treysti mér í þetta þannig að þetta tók dálítinn tíma,“ segir hún. Í mörg horn er að líta þegar embætti bæjarstjóra er annars vegar. Kópavogsbær verður 50 ára á næsta ári og stendur afmæl- ishátíðin allt árið þó að hún nái hápunkti á afmælisdeginum 11. maí. „Það segir sig sjálft að hlut- verk bæjarstjóra er stórt í því. Svo eru náttúrlega ýmis verkefni sem allir bæjarstjórar sinna. Ég tek við sérstaklega góðu búi. Fjárhagsáætlun lítur vel út og tekjuafgangur er sérlega góður. Skuldirnar lækka frekar en hitt og við höfum góðan rekstraraf- gang miðað við önnur sveitarfé- lög,“ segir Hansína. En hver er hún þessi kona sem sest í bæjarstjórastólinn í Kópa- vogi um áramót? Hansína er fædd á Eyrarbakka árið 1946. Faðir hennar var Björgvin Jóns- son, kaupfélagsstjóri og fyrrver- andi þingmaður Framsóknar- flokksins, sem er látinn. Móðir hennar heitir Ólína Þorleifsdóttir. Hún bjó á Eyrarbakka og Selfossi fyrstu æviárin, fjölskyldan flutti svo til Seyðisfjarðar og ólst hún þar upp í stórum systkinahópi. Þegar Hansína var 17 ára fluttist fjölskyldan á mölina. Hansína hefur búið í Kópavogi frá 1971. Hansína er gift Ingva Þorkels- syni, kennara við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Hún hefur starfað sem grunnskóla- kennari nánast allan sinn starfs- aldur, síðustu árin í Kópavogs- skóla. „Síðustu árin hef ég ekki verið að kenna. Það var svo ansi snúið að vera bæði í kennslu og bæjarstjórn. Mér fannst ég vera farin að sinna kennslunni illa því að ég þurfti svo oft að fá annan til að kenna fyrir mig,“ segir hún. Hansína hefur verið bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi frá 1998, en áður var hún varabæjarfulltrúi eitt kjör- tímabil og gegndi þá jafnframt formennsku í félagsmálaráði. Áhugamál hennar eru bundin við æskulýðsmál, stjórnmál og fjöl- skyldu auk þess sem hún veiðir með manni sínum á sumrin. „Svo hef ég gaman af fjölskyldu- og heimilislífi, sérstaklega barna- börnunum. Mér þykir óskaplega skemmtilegt að eiga barnabörn.“ ghs@frettabladid.is HANSÍNA Á. BJÖRGVINSDÓTTIR Hansína skipaði annað sæti Framsóknarflokksins í Kópavogi í síðustu kosningum. Það þótti því eðlilegt að hún gengi inn í samkomulag oddvita flokkanna við skyndilegt fráfall Sigurðar Geirdal bæjarstjóra. Hún tekur við um áramót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.