Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2004, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 20.12.2004, Qupperneq 72
40 20. desember 2004 MÁNUDAGUR ■ FÓLK ■ FÓLK■ TÓNLIST Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • Sími 568 8611 • piano@piano.is Píanó á verði sem þú hefur ekki séð áður! Goodway hljóðfærin eru frábær kostur fyrir þá sem eru að kaupa si fyrsta píanó. Í fyrsta sinn á Íslandi bjóðum við þér nú upp á að kaupa píanó á vaxtalausum greiðslum (til 15 mánaða). 2 ára ábyrgð. Verð frá 15.867 kr. í 15 mán. eða 238.000 kr. staðgrei . 121 og 123 cm. píanó í svörtu, hnotu og mahony. Leynist lítill snillingur á þínu heimili? Slowblow, múm og Stór- sveit Sigríðar troða upp Hljómsveitirnar Slowblow, múm og Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur halda tónleika í Íslensku óperunni á mánudag. Þeir eru haldnir í tilefni þess að meðlimir Slowblow og múm eru á leiðinni í ólíkar áttir eftir við- burðaríkt ár. Báðar gáfu sveitirnar út hljómplötu á árinu. Múm fylgdi plötu sinni Summer Make Good eftir með hljómleikaferð um Evr- ópu, Asíu og Ameríku og Slowblow sendi frá sér nýja breiðskífu í sumar. Sveitin slóst í för með múm og síðan hafa þessar systursveitir leikið saman á tónleikum hérlendis sem erlendis. Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur er nýkomin fram á sjónarviðið. Fyrir fáeinum árum tók kona á áttræðis- aldri sig til og byrjaði að senda frá sér plötur upp á sitt einsdæmi. Alls eru þær orðnar 36 talsins og er ekk- ert lát þar á. Tónlist hennar hefur verið ákaflega vel tekið. Hljóm- sveitir á borð við Múm og Tilrauna- eldhúsið hafa flutt lög eftir hana auk þess sem tvö laga hennar voru notuð í kvikmyndinni Nói Albínói. Sigur Rós og Björk hafa einnig far- ið fögrum orðum um verk hennar í viðtölum. Þrátt fyrir góðar viðtökur harð- neitar Sigríður að koma fram á tón- leikum eða flytja svo mikið sem eitt lag opinberlega. Þess vegna var ákveðið að stofna Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur og á tónleikunum í Óp- erunni kemur sveitin fram í fyrsta sinn á Íslandi. Miðasala á tónleikana fer fram í 12 tónum og verslun Smekkleysu. Miðaverð er 2.000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20.00. ■ Fyrrverandi Bítillinn Paul McCartney hefur játað það að setja á sig gervineglur svo hann eigi auðveldara með að spila á gít- arinn. Söngvarinn segist hafa tekið þá ákvörðun að láta setja á sig neglur á snyrtistofu eftir að konan hans, Heather Mills, stakk upp á því. Hann hafði víst oft kvartað yfir því að margra áratuga gítarglamur hefði eyði- lagt hendurnar á honum. „Það eyðir nöglunum mínum alveg hrikalega hvernig ég strýk fingrunum eftir strengjunum. Fyrir nokkrum árum stakk Heather upp á því að ég fengi mér gervineglur. Ég brást ókvæða við og sagðist ekki geta gert það. En ég gerði það að lok- um og það virkar ótrúlega vel,“ sagði McCartney. ■ ELTON JOHN OG DAVID FURNISH Hyggjast bíða með að gifta sig þangað til brúðkaup samkynhneigðra verða lögleidd. Elton John giftist ekki strax Kærasti Elton Johns hefur kvatt niður þann orðróm að þeir séu á leiðinni í hnapphelduna. Kanadíski kvikmyndaframleið- andinn David Furnish hefur ver- ið félagi Eltons í ellefu ár og segir þá ekki hafa í huga að gift- ast því þeir ætli að bíða eftir að brúðkaup samkynhneigðra verði lögleidd. Einhverjir héldu að parið myndi gifta sig í kapellu Beck- ham-hjónanna en Furnish segir þá aðeins munu fara þangað í skírn. „Við erum að vonast til þess að lögleiðingin verði raun- veruleiki eftir um sex mánuði,“ sagði Furnish. Einnig sagði hann að ef og þegar þeir myndu gifta sig yrði athöfnin alls ekki stór. „Við höf- um ákveðið að allt í kringum at- höfnina verði afar einfalt. Það er engin umræða um að halda helj- arinnar partí eða nokkuð þess háttar.“ Elton taldi upp hverjum af fræga fólkinu hann myndi bjóða í brúðkaupið. „Ég vil að Lulu sé brúðarmærin og að Victoria Beckham sé svaramaður,“ sagði hann. ■ QRIO Sony-fyrirtækið kynnti nýtt vélmenni á sýningu í Tókíó fyrir skömmu. Vélmennið heitir QRIO og verður væntanlega sett í sölu innan skamms. MÚM Hljómsveitin múm mun troða upp í Íslensku óperunni ásamt Slowblow og Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur. McCartney með gervineglur PAUL MCCARTNEY Lætur setja á sig gervineglur svo hann eyðileggi ekki sínar eigin við gítarspil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.