Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 78

Fréttablaðið - 20.12.2004, Side 78
46 20. desember 2004 MÁNUDAGUR „Pabbi er minn uppáhaldsblaða- maður. Hann skrifar svo fallega og á auðvelt með að láta allt syngja. Svo er hann fyndinn og gaman að lesa það sem hann skrifar. Ég þekki alltaf orðin hans, jafnvel þótt nafnið hans sé ekki undir greininni. Hann er svo helvíti dramatískur, hann pabbi,“ segir hún hlæjandi; nýjasti blaðamaðurinn í bænum og dóttir Eiríks Jónssonar; Hanna Eiríksdótt- ir. Það var bara á dögunum sem hún hóf að skrifa fyrir mest selda tíma- rit landsins, Séð & Heyrt, en áður hafði hún labbað inn á ritstjórnina og sótt um vinnu, sem hún fékk strax daginn eftir. „Ég er bara nýbyrjuð og þótt ég sé með blaðamannagráðu í fartesk- inu hef ég enga reynslu og hef ekki skrifað staf af viti í tvö ár. Mér fannst því sjokk að byrja; hvíslaði í símann því mér fannst allir hlusta, en það er mjög gaman í vinnunni núna.“ Hanna útskrifaðist úr tímarita- blaðamennsku frá Flórídaháskóla árið 2002, en hélt til Perugia á Ítalíu til að nema hina rómantísku tungu áður en hún kom aftur heim til Ís- lands. „Ég bjó í Flórída á áttunda ár, en mamma bjó þar fyrir og mér hafði gengið illa í menntaskólanum heima. Dreif mig því út og leit á það sem ævintýri og hafði engu að tapa. Ætlaði reyndar alls ekki að koma heim strax og ætlaði beint í master- inn en klúðraði því og varð að fara heim vegna innflytjendalaganna ytra. Nú er ég mjög fegin að hafa komið heim því Bandaríkin gera menn þröngsýna og lokaða. Ég er opin manneskja en fann glöggt að ég var búin að vera of lengi úti, því Bandaríkin eru allt annað en frjálst land. Ég uppgötvaði svo á kaffihúsi í Róm að ég þurfti ekki að vinna í Ameríku til að verða hamingjusöm og það var léttir.“ Hún segir draum sinn alltaf hafa snúist um blaðamennsku og reyndar líka sjónvarpsmennsku, vegna þess hve Eiríkur faðir hennar sat lengi í sjónvarpsstól. „En ég er allt of feim- in fyrir myndavélarnar og roðna of mikið fyrir sjónvarp. Því valdi ég tímaritaskrif í skólanum því þar hefur maður mesta svigrúmið og getur skrifað ítarlegri greinar um eitthvað sem manni þykir vænt um, eða bara hvað sem er. Ég er auðvit- að enn að þróa minn stíl og þótt ég sé mjög lík pabba veit ég ekki hvort stíllinn sé sá sami, enda hefur hann svo mikla reynslu að baki. En ég fæ dugandi ráð og alltaf eina og eina at- hugasemd frá honum, sem ég tek vitaskuld fegins hendi,“ segir Hanna brosmild og heldur áfram að skrifa Íslendingasögur vorra tíma. thordis@frettabladid.is Stórmyndin The Phantom of the Opera er að fá heldur snautlega dóma í Bretlandi um þessar mundir. Miklar vonir voru bundnar við myndina þannig að kuldalegar mót- tökur breskra gagnrýnenda hljóta að teljast mikil vonbrigði. Dómarn- ir snerta svo stóra Íslandsverkefni Bjólfskviðu beint þar sem aðalleik- ari þeirrar myndar, Skotinn Gerard Butler, fer einnig með hlutvek Óp- erudraugsins. Sturla Gunnarsson, leikstjóri Bjólfskviðu, sagði í viðtali við F2, fylgirit Fréttablaðsins, fyrir skömmu að ef Óperudraugnum yrði vel tekið gæti það þýtt að Butler skytist upp á stjörnuhimininn og gæti þannig greitt götu Bjólfskviðu. Sé tekið mið af ummælum um Óp- erudrauginn verður Bjólfur hins vegar að sigra heiminn á eigin for- sendum. The Sunday Times gefur henni tvær stjörnur og segir hana álíka skemmtilega og að standa klukkustundum saman og horfa á fallega skreyttan sýningarglugga. The Guardian slátrar myndinni svo með einni stjörnu og segir hana vera líflausa og andvana. Butler nýtur þó samúðar gagn- rýnandans, sem segir hann fá það óöfundsverða verkefni að leika drauginn. „Hann er þó að mestu fal- inn á bak við grímuna og getur því reynt að láta eins og hann hafi ekki verið í myndinni.“ Butler er því ekki gerður ábyrgur fyrir meintum leiðindum myndarinnar og kannski bjargar gríman Bjólfi. Þá er ekki öll nótt úti enn þar sem aðrir gagn- rýnendur eru jákvæðari og Empire gefur myndinni til dæmis þrjár stjörnur af fimm. ■ FEÐGININ OG BLAÐAMENNIRNIR EIRÍKUR OG HANNA Hanna sá starf blaðamannsins sveipað rósrauðum bjarma í gegnum upp- eldið hjá Eiríki Jónssyni, einum kunnasta blaðamanni þjóðarinnar. Hún vildi reyndar líka í sjónvarpið, en roðnar of mikið sökum feimni til að feta þann veg. „Mér finnst besta jólalagið það sem er alltaf sungið síðast og það heitir Heims um ból,“ segir Ómar Ragn- arsson. „Mönnum getur fundist það eitthvað sveita- legt og hallærislegt, en í mínum huga eru jólin ekki komin fyrr en maður heyrir þetta lag.“ Heims um ból var samið í Austurríki fyrir nærri tvö hundruð árum síðan og er tvímælalaust þekktasta jólalag heims, sem varla getur verið tilviljun. Sjálfur hefur Ómar bæði sungið mörg jólalög og samið texta við enn fleiri, þar á meðal við lagið Have Yourself a Merry Little Christmas, sem lengi hefur ver- ið í töluverðu uppáhaldi hjá honum. „Mér fannst þetta lag mjög gott þegar ég heyrði það fyrst, afskaplega hátíðlegt og ljúft. Þegar Björgvin Halldórsson hringdi í mig og bað mig að gera textann var það mjög auðsótt.“ Það var Judy Garland sem fyrst söng þetta ljúfa lag árið 1943 í bíómyndinni Meet Me in St. Louis. Lagið samdi Hugh Martin, en enski textinn er eftir Ralph Blane. Í þýðingu Ómars heitir það Glæddu jólagleði þínu hjarta. Ómar nefnir þriðja jólalagið til sögunnar, sem var reyndar ekki samið upphaflega sem jólalag. „Þetta er danska lagið Lille sommerfugl, eða Litla jólabarn.“ Það var Ómar sjálfur sem breytti þessu danska lagi í jólalag með texta sínum, sem saminn var á gleði- stund í fjölskyldu hans. „Við eignuðumst fatlað barn, og þess vegna held ég mest upp á þennan texta fyrir mig og fjölskyldu mína.“ SÉRFRÆÐINGURINN … fær Bjarni Ólafsson fyrir að hafa séð um að fata jólasveinana upp í átján ár. Þetta er vafalaust vandasamt og mikið starf þar sem þeir gaurar eru líklega fljótir að slíta fötunum á brölti sínu um Esjuna. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? ÍSLENSK STÚLKA LAUG NAUÐGUN UPP Á BANDA- RÍSKAN HERMANN Lárétt: 1 yfirráð, 5 slæm. 6 leyfist, 7 ónefnd- ur, 8 orðsending, 9 að endingu, 10 kindur, 12 hag, 13 fugl, 15 atviksorð, 16 kvenfugl, 18 drepa. Lóðrétt: 1 eftirsóttar, 2 armur, 3 tveir eins, 4 ræður á heimili, 6 kaffihús, 8 slöngutegund, 11 blóm, 14 nóa, 17 í röð. Lausn: Lárétt: 1völd,5ill,6má,7nn,8boð,9 loks,10ær, 12akk,13lóa,15ao,16assa, 18kála. Lóðrétt: 1vinsælar, 2öln,3ll,4ráðskona,6 mokka,8boa,11rós,14ask,17aá. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Big Food Group. Ali Hassan al-Majid (Efnavopna-Ali). Jose Mourinho. Jólalag: „Heims um ból“ er auðvitað besta jólalagið. Jólalögin hans Ómars ÓMAR RAGNARSSON Væntanlega er það engin tilvilj- un hversu miklum vinsældum Heims um ból hefur náð sem jólalag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI ÓPERUDRAUGURINN Gríma Butlers gæti bjargað Bjólfi. Draugsgríma gæti bjargað Bjólfi HANNA EIRÍKSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR Á SÉÐ & HEYRT, FETAR Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS Eplið og Eikin, eða Eiríkur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.