Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 1
● rifjar upp atburði ársins Hallgrímur Helgason: ▲ Svikasumar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR BRENNUR Í KVÖLD Sautján brenn- ur loga í kvöld á höfuðborgarsvæðinu. Stærstu brennurnar á verða á Arnarnes- hæð, á Fylkisvelli, Geirsnefi, í Gufunesi og á Ægisíðu. Kveikt verður í flestum brenn- unum klukkan 20 eða 21 á gamlárskvöld. DAGURINN Í DAG 31. desember 2004 – 357. tölublað – 4. árgangur KÍNVERJAR 300 INNAN TÍÐAR Forysta verkalýðshreyf- ingarinnar telur að Impregilo stefni að því að ráða 300 Kínverja hingað til lands á næstu vikum, ekki bara 150 eins og sótt hefur verið um leyfi fyrir. Sjá síðu 2 MÁLIÐ Á FORRÆÐI BJARNA Bankaráð Íslandsbanka fundaði í gærmorg- un um ákvörðun Bjarna Ármannssonar for- stjóra um að víkja Jóni Þórissyni aðstoðar- forstjóra úr starfi. Sjá síðu 2 MÁTTUR VILJANS ÓTRÚLEGUR „Uppbyggingin verður hæg, peningar sem hefur verið lofað munu ekki alltaf skila sér og sorgin mun vofa yfir, en máttur viljans getur verið ótrúlegur,“ segir embættismað- ur í írönsku borginni Bam. Sjá síðu 4 ALVARLEGUM SLYSUM HEFUR FÆKKAR Banaslysum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna umferð síðustu tuttugu ár. Alvarlega slösuðum hefur fækkað mjög en þeir voru 419 fyrir tuttugu árum. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 56 Tónlist 56 Leikhús 56 Myndlist 56 Íþróttir 46 Sjónvarp 58 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Opið í dag 10-13 Gleðilegt nýtt ár Vínbúðin opin 9-13 HAMFARIR Sífellt fleiri finnast látn- ir eftir jarðskjálftann og flóð- bylgjuna sem skall á ströndum landa í Asíu og Afríku á sunnudag- inn. Í gærkvöld var staðfest að um 130 þúsund manns hefðu fundist látin og hafði þá tala látinna hækkað um 50 þúsund á einum sólarhring. Flestir hafa fundist látnir í Indónesíu eða ríflega 80 þúsund manns og næstflestir á Srí Lanka, um 26 þúsund. Íslenskt par sem ekki hafði frést af frá því að jarðskjálftinn varð hef- ur látið vita af sér. Parið var á Patta- ya í Taílandi, fjarri hamfarasvæð- inu. Enn er samt tíu Íslendinga leit- að eins og í fyrradag því í gær var utanríkisráðuneytið beðið um að finna tvo menn á miðjum aldri sem báðir sögðust ætla að vera í Taílandi í nokkra mánuði. Auk þeirra tvegg- ja er leitað að fimm manna fjöl- skyldu sem talin er vera á Balí og pari með barn sem samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu ættu að vera á Pattaya. Átta manna hópur Íslendinga sem voru á Patong-strönd á Phuket þegar flóðbylgjan reið yfir fer til Bangkok á nýársdag. Hópurinn, sem sat að snæðingi á hóteli þegar flóðbylgjan skall á ströndinni um kílómetra frá hótelinu, ætlar að koma til Íslands eftir rúma viku. Fjöldi Norðurlandabúa hefur lát- ist í flóðunum og er búið að lýsa yfir þjóðarsorg í Noregi og Svíþjóð á ný- ársdag. Íslensk stjórnvöld hafa haft samband við sænsk og norsk stjórn- völd og boðist til að fljúga með slas- aða frá Asíu og á sjúkrahús í Noregi og Svíþjóð eða á sjúkrahús á Íslandi. Það mun skýrast í dag hvort boðið verður þegið. Ef svo verður mun flugvél Icelandair annast fólks- flutningana. Sjá síðu 2, 4 og 10 SÍÐA 34-37 ● segir íþróttamaður ársins Eiður Smári í ítarlegu viðtali: ▲ Ég er í drauma- liðinu mínu SÍÐA 46-47 Bæklingurinn Feneyska Rivieran og Portoroz fylgir blaðinu í dagwww.urvalutsyn.is VEÐRIÐ Í DAG VONSKUVEÐUR OG STORMUR VÍÐA Í KVÖLD Það gengur lægð yfir landið í dag og hvessir mjög þegar líður á daginn og má reikna með éljum víða um land. Sjá síðu 4 Opi› í dag 10-13 Gle›ilegt ár Gleðilegt ár FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Gamlárskvöld: Spáð leið- indaveðri VEÐRIÐ Útlit er fyrir leiðindaveð- ur sunnan- og vestanlands seinni partinn í dag. Þar er búist við stormi með snjókomu og éljagangi. Á Norðaustur- og Austurlandi gæti hins vegar orðið sæmilegt veður með hæg- ari vindi og einhverjum éljum. Hitastigið verður líklega um frostmark og fer kólnandi með kvöldinu. Höfuðborgarbúar geta þó enn haldið í vonina um að það viðri sæmilega á flugeldana um mið- næturbil, en mögulegt er að það birti aðeins til og vind lægi þeg- ar líða fer á kvöldið. ■ Árið í stjórnmálum: Mesta átaka- ár um ára- tugaskeið STJÓRNMÁL Deilurnar um fjöl- miðlafrumvarpið, synjun for- seta Íslands á staðfestingu þess og hið dramatíska ár, jafnt í einka- sem pólitísku lífi Davíðs Oddssonar, stóðu upp úr í ís- lenskum stjórnmálum árið 2004. Þetta er álit stjórnmálasérfræð- inga fjölmiðlanna sem tóku út árið fyrir Fréttablaðið. Davíð Oddsson var sá stjórnmálamað- ur sem stóð upp úr, fjölmiðla- frumvarpið var stærsta póli- tíska málið og það var líka mesta axarskaftið ásamt yfir- lýsingum Halldórs Ásgrímsson- ar um sinnepsgassfundinn í Írak sem reyndist vera skyldara díjónsinnepi en efnavopnum. - ás Sjá bls. 12. Stjórnvöld bjóða aðstoð Íslensk stjórnvöld bjóða sænskum og norskum stjórnvöldum aðstoð við að flytja slasaða frá Asíu. Hátt í 130 þúsund manns hafa fundist látin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.