Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 2

Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 2
2 31 desember 2004 FÖSTUDAGUR Formaður Rafiðnaðarsambandsins: Kínverjarnir verða 300 innan tíðar VERKALÝÐSMÁL Forysta verkalýðs- hreyfingarinnar telur að Impregilo stefni að því að ráða 300 Kínverja hingað til lands á næstu vikum, ekki bara 150 eins og sótt hefur verið um leyfi fyrir. Forysta verkalýðshreyf- ingarinnar ræðir málið og hyggur á viðbrögð eftir helgi. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að 150 Kínverjar „séu bara byrjunin. Það liggur í loftinu að Kín- verjarnir verða 300 eftir rúman mánuð eða svo. Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir hann og telur um árás á íslenskan vinnumarkað að ræða. Guðmundur segir að Impregilo hafi lagt til atlögu við launakerfið í samstarfi við stjórnvöld. Það eigi að keyra niður laun og velferð í stærra máli en áður hafi þekkst. Hann vitn- ar í sjónvarpsmynd fyrir jól um það „hvernig fjölþjóðleg fyrirtæki nýta sér vesæld launamanna og barna í Kína og leggja líf þeirra og heilsu í rúst. Þetta er nákvæmlega sama tó- bakið. Þetta er það sem félagsmála- ráðherra Íslands stendur fyrir.“ - ghs HAMFARIR Svíar krefjast þess að Laila Freivalds utanríkisráð- herra segi af sér. Hún liggur und- ir ámæli fyrir að hafa farið á óperusýningu á sunnudagskvöld- ið eftir að flóðið varð. Sendiráðið í Bangkok hafi látið vita um flóð- in aðfaranótt sunnudags. Um morguninn hafi verið ljóst að hundruð hafi látið lífið og að 15 þúsund Svíar hafi verið á svæð- inu. Ættingjar hafi hringt í utan- ríkisráðuneytið. Starfsmenn sendiráðsins í Bangkok hafi farið á svæðið en utanríkisráðherrann hafi ekki verið látinn vita fyrr en rétt fyrir há- degi á sunnudag. Hún hafi svo ákveðið að sjá óp- e r u s ý n i n g u n a „Góði uppreisn- armaðurinn“ á sunnudagskvöld þó að tala látinna hafi numið um 10 þúsund. Ráðherr- ann segist ekki hafa hugsað út í að það væri kannski ekki við hæfi að sækja slíka sýningu við þessar aðstæður. Starfsmenn sendiráðs Svía eru líka harðlega gagnrýndir. Svíar sem hafa haft samband við sendi- ráðið segjast hafa fengið þau svör að haft yrði samband. Það hafi aldrei orðið. Aðrir segjast hafa fengið þau svör frá sendiráðs- starfsmönnunum að þeir hafi það jafn slæmt og það fólk sem leitar eftir aðstoð. Í vefmiðlum birtast neyðaróp frá slösuðum Skandinövum í löndunum við Indlandshaf, beiðni um aðstoð og flutning heim. Fyrstu Norðmennirnir og Svíarnir lentu rétt fyrir hádegi í gær og var búist við að straum- urinn yrði stöðugur. Slasaðir og börn voru látin ganga fyrir. Svíar búast við að hafa ferjað allt sitt fólk heim á þriðjudag og Norð- menn á sunnudag. Björgunarað- gerðir Finna hafa gengið vel. Finnarnir voru færri en Norð- mennirnir og Svíarnir. Skandinavísku þjóðirnar eru harmi slegnar. Búið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Noregi og Svíþjóð á nýársdag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og skorað á almenning að gera slíkt hið sama. Fyrirtæki í Svíþjóð senda stuðning í stórum stíl á hamfarasvæðið, lyf, fatnað, teppi og aðrar nauðsynjar sem geta komið sér vel við björgunar- störfin. Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð hafa skorað á fyrirtæki að senda peninga eða annan stuðning. Sjá einnig síðu 10 ghs@frettabladid.is Nýársdagur: Flaggað í hálfa stöng HAMFARIR Ákveðið hefur verið að flaggað verði í hálfa stöng við op- inberar stofnanir á nýársdag til þess að votta hinum látnu í nátt- úruhamförunum við Indlandshaf virðingu. Einnig verður flaggað í hálfa stöng við opinberar byggingar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Mælst hefur verið til þess að al- menningur geri slíkt hið sama og votti þannig fórnarlömbum flóð- anna virðingu sína að því er fram kemur í frétt frá forsætisráðu- neytinu. ■ Heildarafli á árinu: Minnsti afli síðan 1998 SJÁVARÚTVEGUR Afli íslenskra skipa á árinu 2004 er áætlaður 1.725 þúsund lestir samkvæmt Fiski- stofu. Það er minnsti afli síðan árið 1998 þegar aflinn var 1.678 þúsund lestir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu verður heildaraflinn í ár um 255 þúsundum lestum minni en árið 2003. Heildarafli botnfisks verður hins vegar að- eins meiri en í fyrra og munar töluvert um aukinn þorskafla sem er áætlaður 221 þúsund lestir mið- að við 200 þúsund í fyrra. Afli uppsjávartegunda minnk- ar verulega frá fyrra ári eða úr 1.431 þúsund lestum árið 2003 í 1.171 þúsund lestir í ár. Heildar- afli skel- og krabbadýra minnkar einnig milli ára. Áætlað er að afla- verðmæti árið 2004 verði svipað og árið 2003 miðað við fast verð. - th ,,Í vefmiðl- um birtast neyðaróp frá slösuð- um Skand- inövum í löndunum við Ind- landshaf. Tímaritaútgáfan Fróði: Knútur hættur VIÐSKIPTI Knútur Signarsson sem tók við starfi framkvæmdastjóra Fróða í haust er hættur störfum. Hann hverfur aftur til starfa hjá Odda, sem er stærsti hluthafinn í Fróða. Ekki hefur verið upplýst hver taki við starfi framkvæmdastjóra í fyrirtækinu en að sögn Knúts eru breytingar á útgáfu hjá Fróða ekki fyrirhugaðar. Oddi keypti Fróða af Magnúsi Hreggviðssyni í haust og hefur síðan farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu sem meðal annars fólst í því að flytja rekst- urinn í nýtt félag á nýrri kenni- MENGUNARVARNARGIRÐING SETT UPP Setja þurfti upp varnargirðingu til þess að koma í veg fyrir að olía sem lak í Patreks- höfn kæmist út úr höfninni. Patreksfjörður: Olía lak í höfnina MENGUN Mengunarvarnargirðing var sett upp umhverfis smábáta- höfnina á Patreksfirði í fyrra- kvöld eftir að í ljós kom að olía hafði lekið í höfnina. Óttast er að nokkuð hundruð lítrar af olíu hafi lent í höfninni að sögn lögreglu. Ekki var vitað í gær hvað olli lekanum en allir bátar og lausir tankar verða rannsakaðir að sögn lögreglu. Megna olíulykt leggur af höfninni enda um hráolíu að ræða. ■ Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar „Nei, ég er ekki leið á að bíða eftir þessum áramótum.“ Hansína Ásta Björgvinsdóttir er bæjarstjóri í Kópa- vogi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa gagn- rýnt að Hansína fái greiddan einn mánuð í biðlaun en hún er ráðin bæjarstjóri til sex mánaða. SPURNING DAGSINS Hansína, ertu orðin leið á að bíða? GUÐMUNDUR GUNNARSSON Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur að umsóknin um Kínverjana 150 sé bara byrjunin. Hann kveðst hafa heim- ildir fyrir því að þeir verði orðnir 300 eftir mánuð eða svo. M YN D /F RÉ TT AV EF U R IN N T ÍÐ IS UTANRÍKISRÁÐHERRA Á HAMFARASVÆÐUM Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svía, í heimsókn á hamfarasvæðunum við Indlandshaf. Krafist er afsagnar ráðherrans þar sem hún og ríkisstjórnin hafi seint og illa komið til hjálpar. VIÐSKIPTI Bankaráð Íslandsbanka fundaði í gærmorgun um ákvörð- un Bjarna Ármannssonar for- stjóra um að víkja Jóni Þórissyni aðstoðarforstjóra úr starfi. „Bjarni gerði grein fyrir mál- inu og við ræddum það. Niður- staða okkar er sú að forræði Bjarna í þessu máli er ótvírætt. Hann ber ábyrgð á því að ráða starfsmenn til bankans og sjá um starfslok þeirra. Þetta var því rætt okkur til upplýsingar en ekki til ákvörðunar,“ segir Einar Sveinsson formaður bankaráðs Ís- landsbanka. Innan stjórnarinnar er ekki ein- hugur um ákvörðun Bjarna en töluverður meirihluti er sáttur við þessa ráðstöfun. Komið hefur fram að ráðning Sveins Hannessonar í stöðu úti- bússtjóra hafi haft úrslitaþýðingu um ákvörðun Bjarna en ráðningin var ekki borin undir forstjórann. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er ástæða þess að sú ráðning fór illa í Bjarna ekki síst sú að Sveinn hefði í gegnum starf sitt hjá Samtökum iðnaðarins stutt setu Víglundar Þorsteinssonar í stjórn Íslandsbanka. Litlir kærleikar hafa verið milli Víglundar og Bjarna en Víglundur vék úr stjórn bankans fyrir skemmstu. - þk BJARNI ÁRMANNSSON OG EINAR SVEINSSON Formaður bankaráðs Íslandsbanka segir mannahald í bankanum vera á forræði Bjarna Ár- mannssonar forstjóra og því hafi ákvörðun hans um að reka aðstoðarforstjórann einungis verið rædd til kynningar á fundi bankaráðs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bankastjórn Íslandsbanka fundaði um brottrekstur: Málið á forræði Bjarna Þjóðarsorg í Skandinavíu Gríðarleg óánægja er með framgöngu sænskra og norskra stjórnvalda eftir hamfarirnar í löndunum við Indlandshaf um jólin. Búið er að lýsa yfir þjóðarsorg í Noregi og Svíþjóð á nýársdag. Rauði kross Íslands: 50 milljónir hafa safnast FLÓÐBYLGJAN Um fimmtíu milljónir króna höfðu í gærkvöld safnast í söfnun Rauða kross Íslands fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. „Íslendingar hafa tekið með ein- dæmum vel við sér,“ segir Konráð Kristjánsson, verkefnisstjóri hjá Rauða kross Íslands. „Ég þori að fullyrða að í skyndisöfnun sem þessari hafa aldrei safnast jafn miklir fjármunir á jafn skömmum tíma enda um að ræða stærstu hjálparbeiðni sem Rauði krossinn hefur sent út um áratuga skeið.“ Alls hafa um tuttugu þúsund manns hringt í söfnunarsímann 907- 2020 og gefið þannig þúsund krónur. Fjölmörg fyrirtæki hafa síðan lagt sitt af mörkum til söfnunarinnar. -ht

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.