Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 6

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 6
6 31 desember 2004 FÖSTUDAGUR SLYSFARIR Tuttugu og þrír hafa lát- ist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í um- ferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Um- ferðarstofu, segir mesta árangur- inn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvar- lega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. „Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu,“ segir Sigurður. Hann seg- ir jafnframt áberandi að þeir út- lendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. „Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinn- ingunni að færri hafi slasast alvar- lega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tutt- ugu ár,“ segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurð- ur segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslas- að út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri úti á þjóðvegun- um en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höf- uðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs. hrs@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða frægi Hollywood-leikari hefurverið hérlendis undanfarna daga? 2Hvað heitir evrópska svikamyllan semSamtök verslunar og þjónustu vara við? 3Hver varð í öðru sæti í kjörinu umíþróttamann ársins? Svörin eru á bls. 62 ÚTSALAN HEFST Á MÁNUDAGINN Opnum kl. 08.00 20-40% afsláttur og Hafnargötu, Keflavík AFHENDING ENDURSKINSMERKJA Anna Berglind Finnsdóttir og Guðríður Guðmundsdóttir, félagar í björgunarsveit- inni Hérað á Egilsstöðum, og Sigríður Sig- þórsdóttir lögreglumaður. Austurland: Endurskin til útivistarfólks LÖGREGLA Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu. Hægt verður að fá endurskins- merki án endurgjalds á flugelda- mörkuðum björgunarsveitanna á Austurlandi. Eins munu vera merki í öllum lögreglubílum eftir 1. janúar og munu verða afhent þeim sem sjást endurskinslausir, ef þeir sjást þá. Átakið er samstarfsverkefni lögreglunnar, VÍS og björgunar- sveita Slysavarnarfélagsins Lands- bjargar. - hrs HÖFNUÐU Á VEGHEFLI Engin slys urðu á fólki þegar fólksbíll hafn- aði á veghefli á Holtavörðuheiði um hádegisbil í gær. Fólksbíllinn er mikið skemmdur og þurfti að draga hann af vettvangi með kranabíl. GEKK TIL BYGGÐA EFTIR BÍLVELTU Maður um fertugt gekk til byggða og braust inn í veiðihús til þess að biðja um aðstoð eftir að hann velti bíl sínum í Burstafellsbrekk- um ofan við Vopnafjörð snemma í gærmorgun. Lögregla kom mann- inum undir læknishendur en hann var kaldur og blautur auk þess sem hann hlaut smávægileg meiðsl við bílveltuna. BANASLYS Í UMFERÐINNI ÁRIÐ 2004 10.01. 24 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Suðurlandsv. við Gunnarshólma, Kópav. 02.02. 64 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Höfðabakki í Elliðaárdal, Reykjavík 18.02. 45 ára kona farþegi í fólksbíl Norðurlandsv. v. Húnsstaði, Torfalækjarhr. 20.02. 13 ára stúlka farþegi í fólksbíl Vesturlandsv. við Laxfoss, Borgarbyggð 20.02. 13 ára stúlka farþegi í fólksbíl Vesturlandsv. við Laxfoss, Borgarbyggð 30.02. 76 ára karlmaður farþegi í fólksbíl Akraneshöfn, Akranes 30.02. 74 ára kona ökumaður fólksbíls Akraneshöfn, Akranes 19.05. 52 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Reykjanesbr. v. Kúagerði, Vatnsleysustr. 26.05. 89 ára kona fótgangandi Spítalastígur, Reykjavík 04.06. 42 ára karlmaður ökumaður bifhjóls Garðabraut, Garður 07.06. 25 ára karlmaður ökumaður bifhjóls Þingvallav. við Skálafellsafl., Mosfellsbær 11.07. 21 árs karlmaður ökumaður fólksbíls Vesturlandsv. við Varmá, Mosfellsbær 15.07. 15 ára stúlka fótgangandi Bíldudalsvegur, Vesturbyggð 20.07. 38 ára tékknesk kona farþegi í fólksbíl Vatnsnesv. við Valdalæk, Húnaþing vestra 24.07. 45 ára þýskur karlm. farþegi í fólksbíl Krísuvíkurvegur við Vatnsskarð, Grindavík 03.08. 36 ára karlmaður ökumaður vörubifr. Krossanes, Akureyri 30.09. 17 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Biskupstungnabraut við Þrastarskóg, Grímsnes- og Grafningshr. 10.10. 23 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Þjórsárdalsvegur skammt frá Skriðufelli, Skeiða- og Gnúpverjahr. 10.10. 35 ára brasil. karlm. farþegi fólksbíls Þjórsárdalsvegur skammt frá Skriðufelli, Skeiða- og Gnúpverjahr. 17.10. 34 ára pólskur karlm. ökumaður fólksbíls Norðurlandsv. við Varmahlíð, Skagafjörður 05.11. 85 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Reyðarfjarðarháls, Fjarðarbyggð 27.11. 42 ára karlmaður ökumaður fólksbíls Við Köldukvíslarbotna í Vonarskarði, Ásahr. 27.11. 40 ára karlmaður fótgangandi Eyrarvegur, Selfoss FLUGELDAR Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Har- aldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan. „Við snerum auðvitað andlit- inu að rakettunni því tilgangur- inn með því að skjóta henni upp var að sjálfsögðu að geta notið hennar með því að horfa á hana,“ segir Þorsteinn. Þetta kvöld var dálítið hvasst og í skjólinu sem strákarnir fundu var ekki hægt að fara lengra en metra frá flugeldinum. „Rakett- an sprakk fyrir framan okkur og um leið og hún þeyttist út í busk- ann fór einhver brennandi hlut- ur úr henni í augað á mér. Ég var ekki með hlífðargler- augu af neinu tagi en ég er alveg viss um að ef ég hefði verið með gleraugu hefði bara verið lítill blettur á þeim.“ Þorsteinn segist kaupa og skjóta upp flugeldum þrátt fyrir slysið. „En ég passa mig og nota hlífðargleraugu,“ bætir hann við. Að sögn Sigrúnar Þorsteins- dóttur hjá slysavarnasviði Landsbjargar hefur mjög dregið úr augnsköðum af völdum flug- elda. „Síðustu áramót höfum við blessunarlega verið laus við alla augnskaða og þökkum það hversu duglegur almenningur hefur verið að nota hlífðargler- augun.“ ■ ÞORSTEINN HARALDSSON Fékk brennandi rusl úr flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára. UTANRÍKISMÁL Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rök- stuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Hann var spurður að því hvers vegna ráðuneytið hefði ekki farið fram á framsal skák- meistarans Bobby Fischer frá Jap- an og hvort mögulega yrði farið fram á framsal héðan, færi svo að japönsk yfirvöld heimiluðu Íslands- förina. Eins segir hann ekkert gefið upp um hvort Fischer gætu mögu- lega verið gefnar upp sakir í Banda- ríkjunum. Benedikt Höskuldsson, sendi- fulltrúi í sendiráði Íslands í Japan, sagðist í gær ekki hafa heyrt í Masako Suzuki, lögfræðingi Fischers, en hún ætlaði að upplýsa sendiráðið um þróun mála í viðræð- unum við japönsk yfirvöld til þess að hægt yrði að upplýsa ráðamenn hér heima. Í Japan sem og hér heima er frí fram yfir áramótin og því ekki von á að hreyfing komist aftur á mál Fischers fyrr en á þriðjudag í fyrsta lagi. - óká BOBBY FISCHER Skákmeistarinn er enn í haldi japanska innflytjendaeftirlitsins, en dómsmálaráðherra landsins hefur fallist á að taka mál hans til skoðunar og kanna hvort til greina komi að hleypa honum til Íslands. Von er á niðurstöðu á nýju ári. Bandarísk stjórnvöld um Bobby Fischer: Dómsmálaráðuneytið gefur ekkert upp Missti sjónina eftir flugeldaslys: Skýt enn upp flugeldum Mestur árangur í fækk- un alvarlega slasaðra Banaslysum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna umferð síðustu tuttugu ár. 23 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu, jafnmargir og í fyrra. Fækkað hefur þeim sem slasast alvarlega, þeir voru 419 fyrir tuttugu árum en í fyrra voru þeir 145. BANASLYS Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.