Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 12

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 12
Steingrímur J. Sigfússon: Gunguárið Stjórnmálaskýrendur virðast al- mennt sammála um að Steingrímur J. Sigfússon hafi spólað í sömu förun- um 2004 og áður. „Spenna er orðin meira áberandi í sam- skiptum Stein- grims og Ög- mundar, hún kom fyrst upp á yfirborðið í eftirlaunamál- inu í desember 2003,“ segir Pétur Gunnarsson. „Uppákomur eins og þegar Steingrímur kallaði Davíð gungu og druslu eru að verða al- gengari en áður, og þess vegna held ég að hann sé ekki líklegur til að spila vel úr þeirri góðu stöðu sem skoðanakannanir gefa Vinstri græn- um. Katrín Jakobsdóttir, fjölmiðla- kona og varaformaður Steingríms er auðvitað ósammála: „Árið var gott hjá okkur Vinstri grænum og Stein- grímur stendur keikur í brúnni.“ - ás 12 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Stjórnmálamaður ársins: Dramatískt ár Davíðs Langflestir stjórnmálaspeking- anna sem Fréttablaðið ræddi við nefndu Davíð Oddsson þegar spurt var um hver stæði upp úr í íslenskum stjórnmálum á árinu. Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður segir: „Davíð Odds- son, sem mætti gífurlegu and- streymi vegna fjölmiðlalaganna og einnig vegna Íraksmálsins, en hefur þrátt fyrir það sterka stöðu nú í árslok. Þetta hefðu fáir leikið eftir.“ Guðmundur Steingrímsson kollegi hans segir: „Ég held að Davíð Oddsson hafi náð að gera svo marga fáránlega hluti á árinu og segja svo margt illa ígrundað og út í loftið að hann hlýtur að standa upp úr.“ „Davíð Oddsson átti sviðið – ekki alltaf í góðum skilningi,“ seg- ir Egill Helgason. „Þetta var dramatískt ár hjá honum – að bíða pólitískan ósigur, veikjast sama dag – koma aftur sem aftursætis- bílstjóri í ríkisstjórninni.“ Pétur Gunnarsson skrifstofustjóri segir að Davíð hafi ekki verið jafn vinsæll í mörg ár og einmitt nú: „Síðustu mánuði hefur Davíð tekist á við sín erfiðu veikindi af auðmýkt og þakklæti og það hefur gefið tilfinningasam- bandi hans við þjóðina nýja vídd.“ Egill Helgason í Silfrinu er að vissu leyti sammála: „Davíð gekk fram af þjóðinni á fyrri helmingi ársins. Sýndi síðan gamla takta þegar hann kallaði Samfylking- una „afturhaldskommatitts- flokk“. Við annan tón kveður hjá stjórnarliðum þegar rætt er um Davíð „off the record“: „Þegar Davíð veiktist var hann pólitískt búinn eftir atburði ársins, flokks- menn hans eins og aðrir búnir að fá gjörsamlega nóg af sífelldum gremjuköstum hans og óbilgirni. Sjálfstæðismenn voru margir farnir að tala eins og þeir efuðust um að hann gengi heill til skógar og vonuðust til að hann hætti. Þetta er allt gleymt eftir veikind- in og hann sýndi á sér gamlar og löngu horfnar hliðar hjá Gísla Marteini og í Fischer-málinu.“ - ás Ár fjölmiðlafrumvarpsins Stjórnmálaspekingar fjölmiðlanna eru á einu máli um að fjölmiðlafrumvarpið hafi verið helsta málið í íslenskri pólitík á árinu. Sínum augum lítur þó hver silfrið. STJÓRNMÁL Jafnvel þótt skattar hafi verið lækkaðir, borgarstjóri sagt af sér, íslensk fyrirtæki haslað sér völl á erlendri grund sem aldrei fyrr og að þjóðlífið hafi lamast vegna kennaraverkfalls voru allir viðmælendur Fréttablaðsins á einu máli um að fjölmiðlafrum- varpið stæði upp úr. Rætt var við vel á annan tug manna sem hafa að atvinnu að rýna í stjórnmál. Egill Helgason, Silfri Egils, orðaði þetta svo: „Þarf að spyrja: Synjun Ólafs Ragnars á fjölmiðla- lögunum. Segja það ekki allir?“ Keppinautur hans um hylli áhugamanna um pólitík á sunnu- dögum, Guðmundur Steingrims- son á Skjá einum, er sammála um að synjun Ólafs Ragnars standi upp úr: „Atburðurinn var sveipað- ur dramatískum blæ, eftirvænting ríkti eftir ákvörðun forsetans og þjóðin horfði á hann gefa yfirlýs- inguna í beinni útsendingu.“ Ólafur Teitur Guðnason, stjórn- málablaðamaður Viðskiptablaðs- ins og liðsmaður Guðmundar á Skjá einum, var á öndverðum meiði við hina tvo fyrrnefndu í málinu en sammála um stærð málsins á árinu en bætir við: „Næststærsti atburðurinn var lík- lega hið ótrúlega litla fylgi sem forsetinn hlaut í kosningum í kjöl- farið; það var einsdæmi fyrir sitj- andi forseta.“ Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, þingfréttamaður Sjónvarpsins, bendir á annan flöt: „Fyrir blaða- mann sem ekki er í Blaðamanna- félaginu, eins og ég, var líka ansi sérstakt að fylgjast með formanni þess félags beita sér opinberlega gegn þessari fyrirhuguðu laga- setningu.“ Flestir nefna átök þegar spurt er um hvað hafi einkennt árið. Ólafur Teitur: „Margir fréttamenn gáfu ekkert eftir í átökum við rík- isstjórnina, lögðu banana að dyr- um Alþingishússins og einn fræg- asti fréttamaður landsins hvatti mótmælendur á Austurvelli til þess að „velta borðum valdníðing- anna“, eins og hann orðaði það.“ Pétur Gunnarsson, þaulreynd- ur stjórnmálablaðamaður sem nú starfar fyrir þingflokk Framsókn- arflokksins. segir að 2004 hafi ver- ið eitthvert mesta átakaár í póli- tíkinni frá áttunda áratugnum. Um beitingu synjunarvaldsins segir hann: „Hún setti af stað stjórnskipunarlega krísu en veitti um leið tilefni og tækifæri til þess að vinna úr málinu með því að halda áfram að þróa stjórnarskrá landsins.“ a.snaevarr@frettabladid.is Mesta axarskaft ársins: Dijon-sinnep finnst í Írak STJÓRNMÁL Fjölmiðlafrumvarpið nefna flestir sem axarskaft ársins en fast á hæla þess koma mál frið- argæslunnar. Katrín Jakobsdóttir, Skjá einum, segir: „Mesta axarskaftið hlýtur að vera forsíða Moggans sem skipt var um í miðri prentun til að koma að þeim stórtíðindum að íslenskir sprengjusérfræðingar hefðu fund- ið sinnepsgas í Írak. Utanríkisráð- herra kallaði þetta heimsviðburð og þrjóskaðist lengi við þá söguskoðun sína þó að fljótlega kæmi í ljós að sinnepsgasið var skyldara díjónsinnepi en efnavopnum.“ - ás TÁKNRÆN MYND FYRIR ÁTAKAÁRIÐ 2004 Þingforseti segir við þingsetningu að synjunarvald forseta eigi rætur að rekja til valds konungs „af Guðs náð“ og Helgi Hjörvar gengur á dyr. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M DAVÍÐ ODDSSON Stóð upp úr í íslenskum stjórnmálum. Lagði fram umdeild fjölmiðlalög, beið póli- tískan ósigur, veiktist hættulega, vék úr for- sætisráðuneytinu eftir 13 ár en hefur átt „comeback“ sem utanríkisráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Halldór Ásgrímsson er á hátindi ferils síns, orðinn forsætisráð- herra þrjátíu árum eftir að hann settist á þing og rúmum tuttugu árum eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn. „Halldór er fylgislaus forsætisráðherra. Hefur átt í miklum vandræðum með Íraks- málið og hrakist úr einu horni í annað með það,“ segir Egill Helgason í Silfri Egils. Pétur Gunnarsson skrifstofu- stjóri segir að forsætisráðherra- tíð Halldórs hafi farið af stað með glæsibrag. Hann leitist við að ná samstöðu og forðast átök eins og sést hafi í kennaradeilunni og skipan stjórnarskrárnefndar. „Það hafa margir kallað eftir slík- um vinnubrögðum og þau munu skila Halldóri auknum vinsæld- um.“ Flokksbróðir Halldórs sem starfar á Alþingi viðurkennir hins vegar að árið hafi verið Halldóri erfitt: „Hann ákvað að fórna ekki stjórnarsamstarfinu í fjölmiðla- málinu þótt Davíð gengi fram eins og hann gerði. Þetta hefur kostað Halldór meira pólitískt en Davíð, alveg eins og Íraksstríðið. Innan- flokks var nánast samfelld upp- reisn í gangi og Kristinn H. hlýtur að bjóða sig fram til formennsku á flokksþingi á næsta ári.“ - ás Halldór Ásgrímsson: Fylgislaus á hátindi ferilsins Guðjón A. Kristjánsson: Tapað fundið Guðjón A. Kristjánsson og Frjáls- lyndi flokkurinn ganga sífellt betur í takt við vinstri flokkana í stjórnar- andstöðu. „Mað- ur hefur stund- um þurft að klípa sig í kinn- ina til að muna að Addi Kitta Gauj hafi ein- hvern tímann verið í Sjálf- stæðisflokkn- um. Fæstir viðmælendur Frétta- blaðsins höfðu nokkra skoðun á frammistöðu hans eða flokks hans: „Þeir týndust endanlega í ár,“ sagði þó einn. „Guðjón A. vantar hrein- lega fleiri góða liðsmenn til að geta veitt forystu,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, Skjá einum. Fylgismenn Frjálslyndra láta sér fátt um finnast og benda á að svipað hafi verið sagt um flokkinn í síðustu borgarstjórn- arkosningum og þingkosningum: „Sá hlær best sem síðast hlær.“ - ás Árið 2004 var ekki ár nýliða í ís- lenskum stjórnmálum: „Athyglis- verðustu nýliðarnir í pólitík eru kannski öll þessi kinnarjóðu, gagnrýnislausu, bústnu gamal- menni úr öllum flokkum sem hafa sest á þing, í peysufötunum sínum, í krafti þess að þau séu fulltrúar ungu kynslóðarinnar“, segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, frétta- maður. Guðmundur Steingríms- son, Skjá einum, segir Bjarna Benediktsson hafa komið sterkan inn. Einn nefndi Illuga Gunnars- son: „Hvort tveggja sjónvarps- maður og eiginlegur utanríkisráð- herra landsins.“ Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi segir: „Það er athyglisverðast hve marg- ir þeirra hafa elst fljótt.“ - ás Össur Skarphéð- insson þykir koma frekar vel út úr árinu 2004 - innan Samfylk- ingarinnar að minnsta kosti: „Össur hefur frekar styrkt stöðu sína en hitt, það er að segja í valdabaráttu við Ingibjörgu Sól- rúnu. Út á við er alltaf spurning um trúverðugleika hans. En flokk- urinn virðist nokkuð stöðugur í meira en 30 pró- sentum“, segir Egill Helgason. Jóhanna Vigdís tekur undir það: „Össur virðist hafa verið í góð- um gír á árinu.“ Pétur Gunn- arsson er ósammála: „Össur er ekki að ná tökum á sínu hlutverki og bommertur hans eru legíó.“ - ás Össur Skarphéðinsson: Spurt um trúverðugleika Nýliðar ársins: Gamalmenni í peysufötum Tíu minnisstæð- ustu ummælin „En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 29. nóvember 2004. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sér- fræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“ Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, 9. janúar 2004 um meintan sinnepsgas- fund Íslendinga í Írak. „Það var einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu.“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar 30. nóvember 2004. (Símastrákurinn reyndist vera Jóhann Ár- sælsson alþingismaður.) „Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfið- leikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðar- vonir Íraka.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 11. nóvember 2004. „Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, 14. maí 2004. „Jafnréttislögin eru barn síns tíma.“ Björn Bjarnason um jafnréttislögin, 7. apríl 2004. „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar.“ Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, 5. nóvember 2004. „Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélaganna.“ Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráð- herra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrr- verandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004. „Ég tek ekki við skipunum frá mið- aldra mönnum.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra, Ríkissjónvarpinu 24. október 2004. „Synjunarákvæði stjórnarskrárinnar eru leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, 30. september 2004.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.