Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 22
VIÐ ÁRAMÓT Um miðjan september
sl. lét Davíð Oddsson af embætti
forsætisráðherra eftir að hafa
gegnt því lengur en nokkur annar.
Aðrar breytingar eru því miður litl-
ar; sama stjórnarstefna og sama
ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn
ræður ferðinni og hefur það aldrei
verið augljósara en nú síðustu vik-
urnar hvort sem litið er til skatta-
mála, utanríkismála eða þess
hvernig einstakir ráðherrar Fram-
sóknarflokksins eru beygðir í duft-
ið. Fundarstjórn Halldórs Ásgríms-
sonar á ríkisstjórnarfundum í um-
boði og skjóli Sjálfstæðisflokksins
sætir litlum tíðindum. Hrifning
þjóðarinnar er takmörkuð, ef
marka má skoðanakannanir og skal
engan undra jafn þreytulegt og allt
yfirbragð landsstjórnarinnar er og
breytinga því sannarlega þörf.
Spurningin er ekki hvort heldur
hvenær og hvernig þær verða.
Hið ólögmæta árásarstríð
Bandaríkjamanna og Breta gegn
Írak á upplognum forsendum og
það hvernig nafn Íslands var bendl-
að við þá aðgerð, er fleinn í holdi ís-
lenskrar þjóðarsálar um þessar
mundir. Stríðið hefur kallað miklar
viðbótarhörmungar yfir íröksku
þjóðina. Mannfall skiptir fleiri tug-
um ef ekki hundruðum þúsunda og
sér hvergi fyrir endann á ósköpun-
um. Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson, sem bera ábyrgð á því að
nafn Íslands birtist á lista yfir hin-
ar vígfúsu stuðningsþjóðir, fara
undan í flæmingi þegar óskað er
upplýsinga um aðdraganda þeirrar
ákvörðunar. Öll er þessi saga skóla-
bókardæmi um það hvernig ekki á
að gera hlutina og hvernig ekki á að
taka mikilvægar ákvarðanir sé lýð-
ræði og þingræði haft að leiðar-
ljósi.
Ríkisstjórnin berst um á hæl og
hnakka við að ríghalda í
óbreytt ástand í herstöð-
inni í Keflavík. Forsæt-
isráðherra og utanríkis-
ráðherra, að ógleymd-
um Birni Bjarnasyni
dómsmálaráðherra ,
virðist það alveg sér-
stakt sáluhjálparatriði
að hér skuli áfram vera
fjórar gamlar óvopnað-
ar F15 þotur. Efling sér-
sveitar hjá ríkislög-
reglustjóra, leyniþjón-
usta undir sama emb-
ætti og vopnaburður ís-
lenskra ríkisborgara
þar sem verið er að taka
til eftir styrjaldir
Bandaríkjamanna eru
sérstök gæluverkefni
þessarar ríkisstjórnar
og skortir aldrei fé til
slíkra hluta.
Afleiðingar stóriðjustefnu
Gríðarlegur og vax-
andi viðskiptahalli,
þensla og aukin verðbólga sem nú
ber að dyrum voru allt fyrirsjáan-
legar afleiðingar af hinni óheftu og
hömlulausu stóriðjustefnu. Ruðn-
ingsáhrif stóriðjufjárfestinganna
koma nú fram í okkar litla hagkerfi
með vaxandi þunga. Raungengi
krónunnar er við sögulegt hámark.
Seðlabankinn hækkar vexti og af-
koma útflutnings- og samkeppnis-
greina, s.s. sjávarútvegs, ferða-
þjónustu og iðnaðar hefur hríð-
versnað. Reikningurinn af ruðn-
ingsáhrifum stóriðjunnar er
greiddur af hinu almenna atvinnu-
lífi í formi versnandi afkomu og
glataðra tækifæra á þeim vett-
vangi. Ríkisstjórnin hellir svo olíu á
eldinn með því að lögfesta stór-
felldar skattalækkanir langt fram í
tímann sem er efnahagslegt
glapræði við núverandi aðstæður
um leið og það veikir undirstöður
velferðarsamfélagsins. Skatta-
stefnan sem slík er ómenguð hægri
stefna og til vitnis um það eru sér-
stök gleðilæti Péturs Blöndal og
annarra þingmanna yst á hægri-
nýfrjálshyggju vængnum. Er ekki
að ósekju að sumum hafi orðið á að
kalla Framsóknarflokkinn, sem allt
lét þetta þegjandi yfir sig ganga,
„litla íhaldið“.
Til lengri tíma litið er viðskipta-
hallinn og hinar gríðarlegu erlendu
skuldir þjóðarbúsins lang alvarleg-
astar. Íslendingar eru við að slá
hvert vafasama heimsmetið á fæt-
ur öðru í þeim efnum. Heimili og
fyrirtæki á Íslandi eru með þeim
skuldsettustu sem fyrir-
finnast innan aðildar-
ríkja Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar. Og
sveitarfélögin og þjóðar-
búið í heild safna skuld-
um sem aldrei fyrr.
Siðferðilegt skipbrot
Á sviði umhverfis-
mála höfum við Íslend-
ingar sitthvað að svara
fyrir um þessar mundir.
Á sama tíma og ráða-
menn okkar lýsa áhyggj-
um af gróðurhúsaáhrif-
um og hlýnun lofthjúps-
ins og taka þátt í því, ekki
síst með öðrum þjóðum
norðurslóða, að álykta
um mikilvægi þess að
dregið verði úr losun,
telja þeir hinir sömu
sjálfsagt að við fáum enn
frekari undanþágur til að
menga meira. Bygging
Kárahnjúkavirkjunar er
siðferðilegt skipbrot
núlifandi kynslóðar í umhverfis-
málum, að vísu fyrst og fremst á
ábyrgð örfárra stjórnmálamanna.
Sem ein ríkasta þjóð heimsins á
upplýsingaöld höfum við enga af-
sökun ef við vitandi vits völdum
svo stórfelldum óafturhverfum
náttúruspjöllum eins og þar verða.
Íslendingar hafa nú búið við
hægri sinnaðar ríkisstjórnir í um
einn og hálfan áratug og þess sér
víða merki í samfélaginu. Misskipt-
ing hefur aukist og á ýmsan hátt
hefur Ísland sveigt af leið og siglir
út úr fjölskyldu hinna norrænu vel-
ferðarríkja.
Það er því meira en tímabært að
staldra við og spyrja grundvallar-
spurninga um samfélagsgerðina.
Viljum við áfram tilheyra hinni
norrænu fjölskyldu samábyrgra
velferðarþjóðfélaga jafnaðar og
jafnréttis eða ætlum við að sækja
okkur fyrirmyndir í meira mæli
annað?
Almannaþjónusta án endurgjalds
Þær víglínur sem kristallast í
umræðum um skattamál um þessar
mundir eru sláandi. Annars vegar
eru loforðaflokkarnir en hins vegar
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
sem leggur höfuðáherslu á að varð-
veita, byggja upp og þróa áfram
samábyrgt norrænt velferðarsam-
félag. Við viljum að ríki og sveitar-
félög, sjálfseignarstofnanir og fé-
lagasamtök hafi úr traustum tekju-
stofnum að spila til að geta veitt
mikilvægustu velferðar- og al-
mannaþjónustu án endurgjalds.
Það er bjargföst sannfæring mín
að fáar aðrar þjóðir eigi jafn stór-
kostlega möguleika til að byggja
upp og þróa farsælt, sjálfbært vel-
ferðarsamfélag og Íslendingar. Við
erum ung og vel menntuð þjóð og
höfum fengið til búsetu og varð-
veislu stórkostlegt land ríkt af auð-
lindum og möguleikum. Ef við ber-
um gæfu til að varðveita samheldni
og félagslega vitund, verjumst
stéttaskiptingu og misrétti sem
ávallt leiðir til sundrungar að lok-
um og glötum ekki úr höndum okk-
ar þeirri auðlegð sem fólgin er í
sjálfstæði okkar og sjálfsákvörðun-
arrétti, þá þurfum við engu að
kvíða.
Fyrir hönd Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs þakka ég
landsmönnum samfylgdina á árinu
og þann stuðning og hljómgrunn
sem málflutningur okkar hefur
fengið.
Ég óska lesendum og lands-
mönnum góðs og gæfuríks komandi
árs. ■
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs:
Breytinga er þörf
22 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
VIÐ ÁRAMÓT Undanfarna daga hefur
veturinn minnt á sig og látið okkur
vita að Ísland er norður við heim-
skautsbaug. Við virðumst, þegar
þetta er ritað, hafa verið svo
lánsöm að missa ekki fólk í ógnar-
öldum jarðskjálfta við Indlandshaf.
Þar eiga margir um sárt að binda
og eiga þeir samúð okkar.
Stóriðjuframkvæmdir
Hinar gríðarmiklu stóriðjufram-
kvæmdir á Austurlandi samfara
stækkun Norðuráls og orkuöflun á
Suðvesturhorninu vegna þess, hafa
nú mikil áhrif á efnahagsumhverfið
í landinu. Aukin einkaneysla, drifin
áfram með miklum lánum banka og
lánastofnana, eykur á þenslu sem
þó mælist lítt víða á landsbyggð-
inni. Það ber að vara sérstaklega
við mikilli skuldsetningu fyrir-
tækja og heimilunum er beinlínis
hættulegt að taka lán í erlendum
gjaldmiðlum. Afleiðingin er hækk-
un vaxta, aukin verðbólga og
þensla, samfara mjög auknum við-
skiptahalla. Allt hættumerki og
áhrifin önnur á landsbyggðinni
utan Miðausturlands.
Sjávarútvegur
Hátt gengi íslensku krónunnar
veldur útflutningsgreinum sjávar-
byggða og fólki sem þar býr mikl-
um vanda. Þensla í framkvæmdum,
aukinni atvinnu og mikilli hækkun
fasteignaverðs, sést lítt víða á
landsbyggðinni sem nú verður fyr-
ir ruðningsáhrifum stóriðjufram-
kvæmda.
Vandséð er að landsbyggðin þoli
gengis- og vaxtastefnuna til langs
tíma. Starfsskilyrði samkeppnis-
iðnaðar og sjávarútvegs eru slök.
Vandinn er alvarlegur og gæti orð-
ið atvinnubrestur í byggðum sem
byggja allt sitt á hefðbundnum út-
flutningi.
Kvótakerfið með frjálsu fram-
sali fiskveiðiréttinda hefur veikt
byggðir og fært burtu
fiskveiðiréttinn. Loforð
um að smábátar væru
utan kvótakerfis og að
sérstaklega yrði varinn
fiskveiði- og atvinnu-
réttur minni sjávar-
byggða og fólks sem þar
býr, voru svikin. Öll
handverk ráðherra
fjölga fisktegundum
sem eru kvótabundnar
og gera þá sem veiðarn-
ar stunda að leiguliðum
“rétthafanna“.
Hlýsjór og líffræði
Með hlýsjó norðan við
landið og innfjarða
breytist margt um fram-
tíðarnýtingu fisks.
Aldrei, síðan undirritað-
ur fór að fylgjast með
náttúrufæri, hefur verið
meiri ástæða til að auka
haf- og fiskrannsóknir.
Til þess eigum við góð
hafrannsóknaskip en við
eigum að efla sjálfstæðar rann-
sóknir vísinda og sjómanna án þess
að öll þekkingarleit í hafi sé mið-
stýrð af Hafrannsóknastofnun.
Þorskurinn af Íslandsmiðum
mun leita til Austur-Grænlands í
fæðuleit og verður veiddur af þeim
sem þar hafa veiðirétt. Þorskurinn,
okkar verðmætasta fisktegund,
leitar í kaldsjóinn eftir fæðu.
Grænlendingar munu ekki láta
þorskinn éta upp rækjuna á sínum
slóðum fái þeir því ráðið.
Viðburðir ársins
Heimastjórnarafmælið var svið-
sett, enda 100 ár nægt tilefni. Held-
ur urðu þau hátíðahöld til leiðinda
okkar ráðherrum og þjóðinni, enda
var forseta Íslands ekki ætlaður
staður né stund í þeim atburðum.
Ný samskiptatækni veraldar dugði
ekki til þess að forseta Íslands væri
möguleg setan á ríkisráðsfundi.
Verkið var eitt af skipulagðari
verkum ríkisstjórnar. Heimastjórn-
arlætin ollu þó þjóðinni litlum
skaða.
Fjölmiðlafárið sem ríkisstjórnin
hóf með fyrstu útgáfu af „full-
komnu lagafrumvarpi“ varð hins
vegar til nokkurs skaða, enda upp-
lag málsins og eftirfylgja öll á þann
veg að stórdeilum olli. Þegar lögin
voru samþykkt í 5. útgáfu ákvað
forseti að neita lögunum staðfest-
ingar. Forseti byggði á stjórnar-
skránni og neitaði undirskrift og
vísaði málinu til þjóðarinnar. Það
þótti stjórnarliðum, einkum forsæt-
is- og utanríkisráðherra, slík undur
og stórmerki að rétt væri að kalla
Alþingi saman og stöðva þennan
feril málsins. Á sérstöku sumar-
þingi var allt gleypt til baka af
sömu þingmönnum og áður sam-
þykktu og hafði í ferlinu
tekist að eyða nokkrum
tugum milljóna króna í
ekki neitt, en þjóðinni
var meinað að sýna af-
stöðu sína í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Að öðru
leyti sluppum við skað-
laust frá þessu máli, en
tíminn gat nýst til betri
verka.
Hinir staðföstu
En sama verður ekki
sagt um mál sem Davíð
Oddsson og Halldór Ás-
grímsson ákváðu að sam-
þykkja og fylgja í trássi
við meirihluta þjóðar og
án þingvilja, því ákvörð-
unin var ekki rædd, þ.e.
Íraksstríðið. Þeir tóku
ákvörðun austur í Prag,
að Ísland sem aldrei vildi
fara með ófriði á hendur
öðrum þjóðum né eiga
beinan þátt í hernaðarað-
gerðum, skyldi styðja
innrásina í Írak. Áratuga friðar-
stefna Íslendinga var aflögð án
samráðs sem lögbundið er við utan-
ríkismálanefnd Alþingis. Ráðherr-
ar eru nú orðnir tví- og þrísaga um
málsmeðferð alla og upplýst er að í
þingflokki núverandi forsætisráð-
herra hafi málið aldrei verið rætt.
Þær hörmungar sem ganga yfir
írönsku þjóðina og við berum að
hluta ábyrgð á, eru hörmulegar og
valda öllum sem sjá og heyra sorg í
hjarta. Við eigum að segja okkur af
lista þeirra viljugu og staðföstu. Ég
styð að lýst verði yfir að ákvörðun-
in hafi ekki verið tekin í mínu nafni
og vona að sem flestir Íslendingar
styðji þá yfirlýsingu.
Frjálslyndi flokkurinn
Starfsemi Frjálslynda flokksins
eflist á landsvísu með aukinni þátt-
töku í sveitarstjórnarmálum, nú
síðast með því að leggja lið sigur-
sælum lista félagshyggjufólks aust-
ur á Héraði. Ný bæjarmálafélög
Frjálslyndra hafa verið stofnuð. F-
listinn á borgarfulltrúa í Reykjavík
og bæjarfulltrúa á Ísafirði. Mynd-
aður hefur verið vinnuhópur um
borgarmál. Ung frjálslynd, ungliða-
hreyfing Frjálslynda flokksins, hef-
ur starfað af fullum krafti og valið
tvær ungar konur til forystu, Krist-
ín María Birgisdóttir háskólanemi
er formaður og Ragnhildur Ragn-
arsdóttir tölvunarfræðingur vara-
formaður.
Þann 4.-5. mars nk. verður lands-
þing flokksins haldið í Reykjavík,
en það mótar stefnu flokksins bæði
á almennum, breiðum grundvelli,
jafnt sem í einstökum málaflokk-
um.
Mismunun
Stefna ríkisstjórnarinnar frá kosn-
ingum í skatta- og velferðarmálum
er í andstöðu við áherslur Frjáls-
lynda flokksins. Í fjárlögum, haust-
ið 2003 voru auknar álögur á lands-
menn um 3 milljarðar króna, en há-
tekjuskattar lækkaðir. Í haust er
hátekjuskattur lækkaður og felldur
niður 2006. Lækkun skattprósentu
kemur best út fyrir þá sem hæst
hafa launin.
Mismunun vex og er í algjörri
andstöðu við þá jöfnunarleið sem
við vildum fara: að hækka persónu-
afsláttinn og létta skattbyrði þeirra
sem lægst hafa launin eða eru á elli-
og örorkulífeyri. Samtök aldraðra,
öryrkja og ASÍ hafa ályktað á sama
veg. Ríkisstjórnin er að auka gjald-
töku á þegna óháð tekjum, síðast í
heilbrigðiskerfinu. Breytinga er
ekki að vænta meðan þessi ríkis-
stjórn heldur völdum. Þess vegna
verður að setja hana af, allt annað
er ávísun á aukið misrétti og
tekjumun þegnanna.
Ég óska landsmönnum öllum árs
og friðar. ■
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins:
Hátt gengi veldur vanda