Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 26

Fréttablaðið - 31.12.2004, Page 26
26 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Þ að mætti halda að IngibjörgGrétarsdóttir væri náskyldBáru bleiku. Bleiki liturinn er í aðalhlutverki í verslun hennar og testofu og er í raun gunntónn- inn í lífi hennar. Frú fiðrildi situr aðeins í bleikum rókókó-húsgögn- um, drekkur úr bleikum postu- línsbollum og gæðir sér á bleikum marengstoppum. Þess á milli sval- ar hún skreytiþröf sinni með því að flögra um heimilið og gera fallegt. „Ég dýrka fiðrildi og nota þau mikið heima fyrir til skrauts. Ég væri mjög mikið til í að vera með vængi svo ég gæti flögrað um heiminn og gert hann fallegri. Mér finnst ég vera Frú fiðrildi,“ segir Ingibjörg og brosir sínu blíðasta. Hana hef- ur dreymt um að vera með eigin verslun síðan hún var ung- lingur. Hún stundaði um tíma hönn- unarnám í Danmörku en er nú alkomin heim og búin að láta drauminn rætast. Vörurnar sem seldar eru í Frú fiðrildi koma allar frá Danmörku. Sumar eru splunkunýjar en aðrar hefur Ingibjörg fundið á mörkuð- um. Í Frú fiðrildi er öllum vörun- um blandað saman svo úr verður sérstakur ævintýraheimur. Í framtíðinni stefnir hún á að vera með púða og fleira í þeim dúr sem hún lætur sauma eftir eigin hug- myndum. „Það væri líka gaman að vera með svolítið af fötum. Búðin er það lítið að hún býður ekki upp á neitt mikið, stórar fataslár myndu alveg eyðileggja stemmninguna. En nokkrir undirkjólar og nærbol- ir í rómantískum stíl myndu alveg gera sig. Og ef ég hnýt um fallega kjóla á mörkuðum þá mun ég að sjálfsögðu koma með þá heim og selja hér.“ Reykjavík er málið Veröld Ingibjargar er bleik með hvítum og túrkislituðum áhrifum. Aðspurð að því hvort hún sé eitt- hvað skyld Báru bleiku segir hún að Bára sé í miklu uppáhaldi hjá henni. „Ég er búin að velta því mikið fyrir mér að bjóða henni í heim- sókn. Ég rakst einmitt á gamalt eintak af Heimsmynd um daginn þar sem Vala Matt var mynduð hjá Báru. Mér fannst þetta rosa- lega flott. Ég er þó meira fyrir að blanda bleika litnum með hvítu en gulli. Mér finnst fallegast að blanda þessu bleika með franskri antíkstemnningu.“ Eftir að hafa dvalið um nokk- urra ára skeið í Danmörku er Ingibjörg búin að finna út að hún vill hvergi annars staðar vera en í Reykjavík. „Mér finnst miðbær- inn hafa lagast alveg rosalega. Mér brá rosalega ein jólin þegar ég kom heim því þá var svo mikið um autt húsnæði við Laugaveginn til leigu. Það er allt annað uppi á teningnum núna. Það er komið miklu meira af litlum sætum búð- um og miklu meira líf í bæinn. Annars finnst mér ekkert hafa breyst nema bara viðhorfið hjá sjálfri mér. Ég er miklu hamingju- samari og glaðari. Áður fyrr hataði ég Ísland en það var bara af því að ég var ekki ánægð sjálf. Það sem spilar eflaust inn í er að þá bjó ég í Breiðholti, núna er ég komin í miðbæinn og búin að öðl- ast innri ró.“ Yndisleg innpökkun Ekki er stressinu fyrir að fara í litlu krúttbúðinni hjá Frú fiðr- ildi. Í einu horninu er skrifborð með fullt af flottum pappír og öðru glingri. „Mér hefur alltaf þótt æðis- lega gaman að pakka inn og fengið útrás fyrir mína listrænu hæfileika í því. Mér finnst ótrú- lega mikilvægt að gjafir séu fallega pakkaðar inn. Það er svo gaman að gefa og ennþá skemmtilegra þegar fólk tímir ekki að opna pakkana því þeir eru svo fallega pakkaðir inn,“ segir Inga. Innpökkunin stendur þó ekki bara þeim til boða sem kaupa vörur af Frú fiðrildi held- ur getur fólk labbað inn af göt- unni með gjafir og jafnvel feng- ið sér tesopa meðan það bíður. Á testofunni er það sama uppi á teningnum. Nostrað við allt. Skonsurnar eru heimatilbúnar ásamt öllu bakkelsi. Frú fiðrildi er ákaflega fjölhæf. ■ Í Ingólfsstræti 8 var verslunin og testofan Frú fiðrildi opnuð á dögunum. Nafnið kom af sjálfu sér því eigand- anum finnst fátt skemmtilegra en að flögra um og gera um- hverfið enn fallegra. Marta María Jónasdótt- ir lét Frú fiðrildi dekra við sig með ilmandi tei, marengstoppum og góðum hugmyndum fyrir heimilið. Bára bleika nútímans Ég dýrka fiðrildi og nota þau mikið heima fyrir til skrauts. Ég væri mjög mikið til í að vera með vængi svo ég gæti flögrað um heiminn og gert hann fallegri. ,, HJÁ FRÚ FIÐRILDI Rómantíkin er allsráðandi, innan um kertaljós og marenstoppa er hægt að kíkja í dönsku blöðin. Ingibjörg hefur unun af því að pakka inn gjöfum. Eins og sést á myndinni til hægri er hún með mjög spennandi pakkaskraut.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.