Fréttablaðið - 31.12.2004, Qupperneq 32
32 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR
Þann fjórtánda maí síðastliðinn
hrópaði Steingrímur J. Sigfússon
úr ræðustól Alþingis að Davíð
Oddsson væri „drusla“. Maður
trúði vart útvarpinu. Var þetta
virkilega að gerast? Um kvöldið
kom Davíð í sjónvarpsfréttir og
gerði gott betur. Forsætisráð-
herra sagði forseta Íslands van-
hæfan til afgreiðslu á fjölmiðla-
lögunum þar sem dóttir hans
starfaði hjá Baugi. Maður trúði
vart sjónvarpinu. Sagði maðurinn
þetta virkilega? Íslensk stjórnmál
höfðu náð nýjum botni. Ráðherr-
ann hafði reddað Steingrími Joð
frá sögulegri skömm: Og sann-
reynt orð hans: Dabbi var í alvör-
unni drusla.
Kvöldið sem Davíð birtist með
geðveikisglampann í augunum
frammi fyrir Vigdísi Hjaltadóttur
og okkur hinum til að djöflast á
dóttur forsetans var hann settur
dómsmálaráðherra í forföllum
Björns Bjarnasonar. Davíð sat því
með son sinn sem aðstoðarmann,
sem skömmu áður hafði aðstoðað
ráðherrann við að troða frænda
þeirra feðga í Hæstarétt, þvert á
öll lögfræðileg hæfnismöt. For-
sætisráðherra var því nokkuð
fjölhæfur þetta kvöld, ef ekki al-
hæfur. En alls ekki vanhæfur.
Geðveikur leiðtogi
Við vissum alltaf að Davíð væri
geðveikur leiðtogi en nú hvarflaði
allt í einu að okkur að taka þau orð
bókstaflega. Var karlinn á leið
yfir um? Hann hafði jú lengi
stefnt þangað. Misserin á undan
hafði hann skammað Hæstarétt
eins og skólabekk, kallað stjórnar-
andstöðuna „dóna“ í beinni, fengið
biskupinn til að íhuga málsókn
gegn sér, og þegið í staðinn mót-
mæli frá öllum prestum landsins,
sönnunarlaust sakað stærsta for-
stjóra landsins um að ætla að
múta sér, hellt sér yfir nokkra
óleiðitama fréttamenn í votta
viðurvist og hringt í umboðsmann
Alþingis til að hóta honum öllu
illu. Nánast á hverju einasta
kvöldi stóð þjóðin skelkuð og
langþreytt upp frá sjónvarps-
fréttum, með nýjustu fúkyrði for-
sætisráðherra glymjandi í eyrun-
um. Og nú hafði hann ráðist á
sjálfan forseta Íslands. Mannin-
um var greinilega ekkert heilagt.
Hann hafði í raun lokið við að
lítilsvirða ALLA æðstu embættis-
menn þjóðarinnar. Kannski vildi
hann klára það áður en hann gengi
út úr Stjórnarráðinu.
Og allan veturinn hafði hann
verið með „Baugstíðindin“ á heil-
anum, notað hvert tækifæri til að
níða niður Fréttablaðið, DV og
Stöð Tvö. Síðan hafði hann sett
saman nefnd „góðra“ manna til að
semja álit um hið stórhættulega
nýja fjölmiðlaumhverfi. Þegar
vinirnir skiluðu ekki nógu svartri
skýrslu öskraði hann á þá, reif
skýrsluna í tætlur, svo enginn
gæti séð hana, og settist síðan
sjálfur niður til að semja frum-
varp í einum grænum; frumvarp
gegn „Baugsmiðlunum“, frum-
varp til bjargar Mogganum, frum-
varp sem hvorki snerti heilagan
bláskjá RÚV né ástkæran hjáskjá
einn. Hinn nýskipaði og fagur-
skapaði menntamálaráðherra
fékk hvergi nálægt frumvarpinu
komið þótt formlega séð ætti mál-
ið heima í húsinu við Sölvhólsgötu
4. Og Morgunblaðið var svo
smekklegt að taka strax undir
með Dabba sínum; Styrmirinn var
hjartanlega sammála nýju frum-
varpi sem var klæðskerasaumað
til að hnekkja á samkeppnisaðil-
unum. Ég sagði blaðinu upp dag-
inn eftir.
Og mætti síðan á fyrsta mót-
mælafundinn gegn fjölmiðla-
frumvarpinu. Það var ískaldur
maídagur á Austurvelli. Tvö
hundruð og fimmtíu manns norp-
uðu fyrir framan svið á hjólum og
hlustuðu á rappandi unglinga og
KK. Idol-kynnarnir Simmi og Jói
töluðu á milli atriða gegn ríkis-
stjórninni. Enn á ný trúði maður
ekki því sem var að gerast. Davíð
hafði tekist hið ómögulega; að fá
Simma og Jóa upp á móti sér! Sak-
lausir gleðigjafar voru allt í einu
orðnir hápólitískir. Mér varð litið
í kringum mig. Þetta var allt
meira og minna starfsfólk Norð-
urljósa. Allt frá förðunardömum
og fjármálastjórum yfir í þáttar-
gerðarmenn á Popp-Tíví og
EFFEMM. Og allir reiðir og sárir.
Hvað hafði gerst? Sjálfstæðis-
flokknum hafði tekist að draga
EFFEMM-hnakkana á útifund!
Flokknum hafði tekist að póli-
tísera þá ópólitísku; fengið sína
eigin kjósendur á móti sér. Þjóðin
sá í gegnum plottið gegn „Baugs-
miðlunum“ sem henni fannst ekk-
ert sérlega hættulegir. Í skoðana-
könnunum stóð meirihlutinn gegn
frumvarpinu, þótt við værum
bara 250 á Austurvelli í tveggja
stiga frosti þann sjötta maí.
En það átti eftir að hitna. Vorið
2004 var kaldur inngangur að
heitasta sumri sögunnar. Á veður-
mælum féll hvert hitametið á fæt-
ur öðru og skaphitinn fór hækk-
andi líkt og sólin.
Hávinur Herra Geðstirðs
Fjölmiðlafrumvarpið var sam-
þykkt á Alþingi þann 24. maí.
Tveir risastórir þingflokkar
kóuðu með karlinum sem ekki
vildi hverfa af forsætisstóli án
þess að koma höggi á Baug. Það
var fallegur sorgardagur, sól-
skinsbjartur. Mér tókst að verða
síðastur inn af þeim þrjátíu sem
hleypt var upp á þingpalla. Frétta-
haukarnir á DV, Reynir Trausta &
co, röðuðu sér á fremsta bekk,
órakaðir, úfnir og tóbakslyktandi,
og hlógu ógurlega þegar Halldór
Blöndal gerði grein fyrir atkvæði
sínu. Það var reyndar mjög fyndið
þótt ég muni ekki hvers vegna.
Davíð leit upp á þá eins og strang-
ur skólastjóri sem vill aga nokkra
pörupilta á aftasta bekk. Það var
ekki síður fyndið.
Eftir atkvæðagreiðsluna dok-
aði ég við á Austurvelli í góða
veðrinu og var á tali við þáverandi
forstjóra Norðurljósa þegar Há-
vinur Herra Geðstirðs gekk hjá
og tók stjórann tali:
„Jæja, ertu búinn að heyra í
Ólafi Ragnari?“
„Nei, ég hef ekki heyrt í honum
lengi.“
„Nú? Var hann ekki í mat hjá
þér í Lækjarási 7, þann 7. febrúar
síðastliðinn, ásamt Sigurjóni Sig-
hvatssyni og fleiri góðum gest-
um?“
Mér var ekki ætlað erindi inn í
þetta samtal en stóðst þó ekki
mátið og spurði HHG hvað hefði
verið á borðum? Ekki stóð á svör-
um. Leyniþjónusta Flokksins
klikkar ekki á smáatriðunum.
„Það var skötuselur, anda-
bringa og ís á eftir, ef ég man
rétt.“
Forstjóri Norðurljósa horfði á
Hávininn segja þetta með blendnu
augnaráði líkt og hann væri að
velta því fyrir sér hvort Bláa
höndin bryti líka saman rúmfötin
hans.
Ballíhú
Dagana á eftir var þetta spurning-
in sem brann á allra vörum: Hvað
ætlar forsetinn að gera? Mun
Ólafur Ragnar undirrita fjöl-
miðlalögin eða ekki? Í hléi á tón-
leikum Olgu Borodinu, hinnar
rússnesku skapdýfu, á Listahátíð í
Háskólabíói hitti ég manninn með
ljósa sveipinn og gekk hreint til
verks, spurði hvort hann ætlaði að
skrifa undir? Forsetinn hló við og
svaraði engu. Ég spurði þá hvort
ekki yrði allt vitlaust ef hann
skrifaði ekki undir? Forsetinn hló
aftur og játti því; sjálfsagt yrði þá
mikið ballíhú. Og hló síðan enn
meir þegar ég viðurkenndi að ég
þekkti ekki orðið.
En forsetinn hafði talað. Var
þetta ekki vísbending? Ef til vill.
Svikasumar
- og aðrir atburðir ársins 2004 eftir Hallgrím Helgason.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
YN
D
VI
N
N
SL
A:
K
AR
L
PE
TE
R
SS
O
N
Forsetinn var heima
og steig sitt sögu-
lega skref: Neitaði að skrifa
undir. Og þá var breytt um
taktík. Nú var hafist handa
við að snúa út úr fremur
einföldu orðalagi stjórnar-
skrárinnar. Menn vildu fyrir
alla muni koma í veg fyrir
ósigur í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
,,
FORSETINN OG RÍKISSTJÓRNIN „Tveir risastórir þingflokkar kóuðu með karlinum sem ekki vildi hverfa af forsætisstóli án þess að koma höggi á Baug.“