Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 34

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 34
var ekki æðiskast. Uppsafnaður sjúkleiki sumars sprakk út á ein- um degi. Og reyndist vera af öðr- um og einfaldari toga en við héld- um. Forsætisráðherra var borinn út af sviðinu; hvarf inn á sjúkra- hús þar sem Bláa höndin lærði loks að brjóta saman rúmföt. About time. Allt datt í dúnalogn. Hinn sí- brjálaði heimilisfaðir sem hafði verið á sjóðandi túr í þrjá mánuði var allt í einu kominn í meðferð. Vonandi tækist læknum að skera af honum mestu gallana. Aðstand- endur önduðu léttar. Viðbrigðin voru mikil. Þjóðin fékk sitt lang- þráða sumarfrí og jafnvel veð- urguðirnir misstu sig af tómri gleði. Þegar skaphitinn lækkaði tók lofthitinn við. Hitabylgja allra tíma reið yfir landið líkt og það væri með fráhvarfseinkenni. Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka. En mest þó hann sjálfur. Batni honum vel. Svikasumar Ríkisstjórnin hafði lúffað fyrir öllu nema stjórnarskránni. Mitt í öllum hamaganginum gleymdist hún. Lögin voru afnumin og þjóð- aratkvæðið líka. Fyrirmæli stjórnarskrár höfð að engu. Og satt að segja voru menn hreinlega orðnir of þreyttir til að fylgja þeim. ALLIR voru svo fegnir að ljúka þessu máli. ALLIR vildu gleyma því sem fyrst. Forsetinn skrifaði meira að segja sjálfur upp á afnám laganna sem þýddi að engin atkvæðagreiðsla færi fram. Gleymum þessu bara, var við- kvæðið. Það breytir því ekki að sumar- ið 2004 var sumar svika. Ríkis- stjórnin sveik okkur. Hún sveik stjórnarskrána. Hún kallaði hana vanheilagt plagg og reyndi allt til að hafa sitt fram. Forsetinn var ataður aur, dóttir hans dregin nið- ur á skítaplan forsætisráðherra, málskotsrétturinn dreginn í efa og lýðræðið svikið um kosningar. Frá því að forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, þann 2. júní, og þar til forsætisráðherra var fluttur á sjúkrahús, þann 21. júlí, reyndi stjórnin allt sem hún gat til að komast hjá því að fylgja hinum einföldu fyrirmælum stjórnarskrárinnar, bara vegna þess að þau voru henni í óhag. Maður vaknaði orðlaus og sofnaði orðlaus og var næstum því hættur að geta skrifað út af þessum djöf- uldómi. Var jafnvel farinn að ef- ast um að þingkosningar yrðu haldnar að þremur árum liðnum. Við megum ekki gleyma þessu. Við megum aldrei gleyma sumrinu 2004, heitasta sumri sög- unnar, svikasumrinu mikla. Þegar á hólminn kom var ekki hægt að treysta þessum herramönnum. Þeir lutu ekki leikreglum lýðræð- isins. Þeir brugðust þjóðinni, landinu og stjórnarskránni. Og eiga ekkert gott skilið. Mörgum mánuðum seinna var forseti Alþingis enn að tuða um forsetann og málskotsréttinn: Ólafur Ragnar hafði sýnt þinginu vanvirðingu með því að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn. Bara vegna þess að það hentaði þeim ekki var sjálft vegabréf hins íslenska þjóðríkis einskis virði. Halldór Blöndal hlýtur titilinn Þusari ársins. Og honum fylgdi hálfur þingflokkurinn. Sumir Sjálfstæðismenn eru enn ósáttir við reglurnar á sparkvelli ís- lenskra stjórnmála og sýndu barnaleg tapsárindi sín með því að mæta ekki í árlega jólaveislu forsetans á Bessastöðum. Litlar sálir í stórum flokki. Blindaðist af Norðurljósum Þegar horft er á þessa atburði úr fjarlægð blasir þetta við: Davíð vildi ekki hætta sem forsætisráð- herra áður en honum hafði tekist að sparka duglega í Jón Ásgeir og Baug. Einhverra hluta vegna var hann með þennan mann og þetta fyrirtæki á heilanum. Kannski var hann að hefna fyrir alla gömlu heildsalana sem áttu harma að hefna gagnvart Bónus og Baugi. Þessir gömlu máttarstólpar flokksins höfðu jú kallað sinn mann á neyðarfund um árið og sagt honum farir sínar ósléttar: Gat hann ekki gert eitthvað í mál- unum? Jón Ásgeir hótaði þeim með neðstu hillunni í búðinni væru þeir ekki góðir og gæfu góð- an afslátt. Þessir fyrrum ein- okrarar Íslands, millar bernsku minnar, höfðu mætt ofjarli sínum og hlupu vælandi í „stóru mömmu“. Kannski var þetta upp- sprettan að Baugshatrinu og þó... hún hlaut eiginlega að vera önnur og stórvægilegri. Að minnsta kosti hafði orðið „heildsali“ í millitíðinni öðlast ansi fornlegan blæ; að hefna fyrir þá hljómaði dálítið eins og forsætisráðherra væri að hefna sín á nýjum starfs- a ð f e r ð u m Póstsins í nafni gömlu l a n d p ó s t - anna. S í ð a s t a sumar sitt í e m b æ t t i minnti Davíð Oddsson á fígúru í k l a s s í s k r i teiknimynd sem hefur hlaupið á sig, hlaupið fram af bjargbrún- inni þar sem hún spólar í lausu lofti nokkra stund áður en hún fellur niður í gilið dimma og djúpa. Og á meðan hún spólar slettist s k í t u r i n n , sem hún hef- ur safnað á sig á löngum ferli, í allar áttir. Þjóðin horfði á með hendur í skauti, döpur í bragði. Sumir hlupu í pontu og hrópuðu „drusla!“ á meðan aðrir fóru hjá sér úti í horni. Það sorglegasta við þessa teiknimynd var þó sú stað- reynd að með höfuðfígúrunni spólaði heill stjórnmálaflokkur. Flokkur sem eitt sinn hafði verið voða virðulegur. Ekki einn einasti yfirlýstur Sjálfstæðismaður efað- ist um hinn ofsafengna málflutn- ing foringjans. Allir kóuðu þeir með honum. Þótt skipstjórinn hefði blindast af Norðurljósum stóð áhöfnin þögul hjá. Og var þar þó komið gullið tækifæri fyrir efnilegt foringjaefni að sanna sig og taka af skarið, þora að sýna ör- lítið sjálfstæði innan flokksins sem er jú kenndur við það sama fyrirbæri. Sá eða sú sem staðið hefði gegn ofsanum í Davíð síð- astliðið vor hefði að hausti staðið uppi sem skynsamur og sterkur stjórnmálamaður, jafnvel for- mannsefni framtíðar, þegar fár- viðrið hafði skilað höfundi sínum í sjúkrarúm og málinu aftur á byrj- unarreit. En þetta reyndust allt vera tómir kjúklingar og eftir að Björn fékk bráðabrellu austur í Kína og Geir komst í ónáð hjá kóngi er enginn arftaki í augsýn. Arftaki starfsbróður Saddams Fimmtándi september kom og fór án þess að nokkurt mannfall yrði. Dóri tékkaði sig inn í sögubæk- urnar (reyndar aðeins of seint fyrir fyrsta bindið) og tók við keflinu af Davíð. Dóri er rólegri maður en forverinn og allt annar blær á landsstjórninni, en keflið var og er enn heitt af þeim eldum sem Davíð kveikti. Það er fjand- anum snúnara að halda á því og Halldór er enn þá nálægt því að missa það út úr höndunum. Verst er Írak. Við fórum í stríð með bandamönnum án þess að ræða málið líkt og gert er í alvöru lýðræðisríkjum. Þeir sem lesið hafa þá annars litlausu bók Thirty Days um Tony Blair og aðdrag- anda stríðsins muna eftir hinni hörðu baráttu sem honum var gert að heyja við eigin þingflokk og breska þingið ÁÐUR en hann gat farið inn í Írak. Hér leit hins vegar forsætisráðherra á sig sem kollega Saddams: Hann réði þessu öllu einn. Og ekki var að finna einn einasta mann í Baath-flokki hans sem var á öðru máli. Þá virð- ist forsætisráðherrann fyrrver- andi ekki hafa tapað neinu af sínu mikla egói þrátt fyrir alla upp- skurðina: Eitt síðasta verk hans á árinu var að líkja Íraksstríðinu við eigið krabbamein, og það þótt á þeim tveimur „aðgerðum“ muni aðeins eitt hundrað þúsund mannslífum eða svo. Sumir læra eitthvað annað en þakklæti og auðmýkt inni á sjúkrahúsunum. Sumir læra bara að búa um. Svo virðist meira að segja að lög hafi verið brotin þar sem ákvörðunin um stuðning við Íraksstríðið virðist ekki hafa ver- ið borin undir utanríkismála- nefnd. Ég segi „virðist“ því hér er um klassískt íslenskt deilumál að ræða þar sem ekki einu sinni stað- reyndirnar liggja fyrir. Menn stíga sinn deiludans í kringum kjarna málsins. Það ætti að vera SJÁLFSAGT MÁL fyrir okkur að fá það á hreint hvort ákvörðunin um að styðja stríðið var yfir höfuð rædd í n e f n d i n n i eða ekki. Steingrímur Joð situr í nefndinni og segir svo ekki hafa verið. Sigríð- ur Anna er f o r m a ð u r nefndarinnar og segir svo hafa verið. Hinn nýi for- s æ t i s r á ð - herra segir einnig að málið hafi verið rætt í n e f n d i n n i . Því eru stað- reyndirnar ekki dregnar fram? Hér er mest við okk- ar aumu fjöl- miðla að sakast. Stór- máli sem þessu er leyft að gufa upp án þess að niður- staða fáist. Því málið er alvarlegt. Komi í ljós að forsætisráðherra hafi sagt okkur ósatt hlýtur hann að þurfa að segja af sér. En, hvað... Hér segja menn aldrei af sér heldur segja þeir af sér sögur. Ha ha ha! Og málið er dautt. Landvættir Íslands Málið er hins vegar ekki alveg dautt. Þökk sé Þjóðarhreyfing- unni. Þessi samtök nokkurra góðra Reykvíkinga urðu til í byrj- un fjölmiðlasumars og stóðu þá fyrir nokkrum vel heppnuðum mótmælastöðum. Í dag eru þau þekktari fyrir baráttu sína gegn þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og settu á dögunum fram bestu hug- mynd ársins: Að mótmæla stríðs- rekstri okkar í sjálfu New York Times. Það sýnir best hve snjöll þessi hugmynd er hversu margt gott fólk hún hefur egnt til reiði. Hvers vegna eru menn svo reiðir? Jafnvel menn sem þykjast vera almannatenglar leggjast gegn hugmynd sem hefur vakið meiri athygli á málstaðnum en nokkuð annað og það löngu áður en henni hefur verið hrint í framkvæmd. Einu rökin sem heyrst hafa gegn auglýsingunni í The New York Times, fyrir utan þau að Halldór og Davíð hafi aldrei á ævinni opn- að það blað, eru þau að frekar ætti að gefa peningana bágstöddum. Þetta fólk ætti fremur að gefa reiði sína gleðinni, ekki síst nú yfir hátíðarnar. Hans Kristján Árnason og Ólafur Hannibalsson hljóta titilinn Landvættir Íslands. Samráðsherrar Óvættir Íslands heita hinsvegar Kristinn, Einar og Geir. Er það ekki dálítið magnað að einn af þremur stærstu þjófum Ís- landssögunnar skuli enn sitja sem forstjóri Olís? Hann situr þar enn undir fullu nafni og lætur sem ekkert sé en heldur bara áfram að herma bensínverðið eftir hinum og bjóða okkur ókeypis ferðir til London ef við gerumst svo vitlaus að taka þátt í samráðinu með hon- um. Og það sorglega er að VIÐ ERUM SVO VITLAUS að villast annað slagið inn í uppljómuð ræn- ingjabælin meðfram stofnbraut- um borgarinnar og taka þar upp stútinn og kortið og hanskann fyrir forstjórann. Einar Bene- diktsson hlýtur titilinn Yfirskúrk- ur ársins. Hinir samráðsmeistararnir eru löngu horfnir úr sínum stólum og birtast okkur misölvaðir í morg- unsárið úti í Leifsstöð, á leið til út- landa, burt frá hinum stóra dómi götunnar; á leið í sjálfskipað stofufangelsi á einhverju Hilton- hótelinu. Og við lesum það úr aug- unum á þeim að þeir hafa þegar fengið sína refsingu. Það liggur við að maður vorkenni þeim um leið og maður sér þá hverfa inn á Saga-class: Forsmáðir menn og eyðilagðir. Jafnvel þótt þeir síðar fengju þrjátíu ára fangelsisdóm væru þeir ekki verr settir en þeir eru nú. Við huggum okkur við það á meðan við ökum út á Kársnes til að fylla tankinn hjá Atlantsolíu. Fjölmiðlar á fjölmiðlafrum- varpsári Miðlarnir stóðu vaktina í sumar en svo er líkt og þeir hafi sofnað. Þeir minna okkur til dæmis ekki á þá staðreynd að forstjóri Olís heitir ennþá Einar Ben og þeir segja okkur ekki hvort Halldór Ágrímsson laug um Írak eða ekki. Þetta eru greinilega engin stór- mál, þannig. Ef Íslendingar hefðu stjórnað bandarískum fjölmiðlum væri Nixon enn á lífi, löngu búinn að breyta stjórnarskránni og því enn þá forseti Bandaríkjanna, hefði dætur sínar sem aðstoðar- menn og búinn að raða barnabörn- unum í The Supreme Court. Eða hvar eru blaðamennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarn- ir borguðu mikið í sjóði olíuflokk- anna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald? DV hefur meiri áhuga á að segja okkur hvernig blessaðir morðingjarnir muni hafa það yfir jólin. Fréttanef Fréttablaðsins finnur bara pen- ingalykt nú orðið. Blaðið er tómar auglýsingar. Og Mogginn er kom- inn út í móa. Styrmir hefur reist sér og blaðinu stórglæsilegt skuldafangelsi uppi við Rauða- vatn. Á aðeins tuttugu árum hefur þeim tekist að skrifa sig burt úr hjarta miðborgarinnar og út úr hjarta þjóðarinnar. Ljósvakamiðlarnir eru lítt meira vakandi. Þrátt fyrir nýjan og ríkisalinn fréttastjóra er Stöð Tvö enn þá yfirborðsleg frétta- stöð þótt Ísland í dag sé komið langt fram úr Kastljósinu sem hefur dofnað mjög í seinni tíð líkt og gjörvallt Ríkissjónvarpið. Flokkurinn er að ganga af því dauðu. Þrátt fyrir að vera stærsti flokkur landsins verður að segjast eins og er að innan hans er ekki alltof mörg sjónvarpstalent að finna. Og nú þegar Norðurljósin ljóma stafræn á skjánum er gamla ríkislúkkið ekki bara halló heldur líka loðið; við hliðina á digital stöðvunum lítur RÚV út eins og gömul lopapeysa. Þá tekst þeim enn ekki að koma fréttatím- anum óbrengluðum frá sér og á dögunum gátu þeir ekki einu sinni sett Frasier í loftið á réttum tíma. Þegar hann loks birtist vantaði á hann textann. Tæknimenn Ríkis- sjónvarpsins fá titilinn Tréhausar ársins. Líklega er þörf á nýju og allt öðru vísi fjölmiðlafrumvarpi á næsta ári. ■ 34 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Hvar eru blaða- mennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðs- furstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald? ,, ÓVÆTTIR ÍSLANDS GEIR MAGNÚSSON, KRISTINN BJÖRNSSON OG EINAR BENEDIKTSSON Þrír stærstu þjófar Íslandssögunnar fá titilinn „Óvættir Íslands“. FRAMHALD AF BLS. 33 ÓLAFUR HANNIBALSSON OG HANS KRISTJÁN ÁRNASON Settu fram hugmynd ársins: Að mótmæla stríðsrekstri okkar í Írak í New York Times. LANDVÆTTIR ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.