Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 42

Fréttablaðið - 31.12.2004, Side 42
31. desember 2004 FÖSTUDAGUR NEYÐARAÐSTOÐ Slysa- og bráðamóttaka Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi er opin all- an sólarhringinn og sinnir neyðartilfell- um. Síminn er 543 2000. HEILSUGÆSLA Gamlársdagur: Allar heilsugæslustöðvar eru opnar 8-12. Læknavaktin Smára- torgi er opin kl. 9-18 og 20.30-11. Nýársdagur: Læknavaktin Smáratorgi er opin kl. 9-23.30 en vitjanaþjónustan er opin allan sólarhringinn. Síminn á læknavaktinni er 1770. Neyðarlínan svarar fyrir slökkvilið, sjúkrabifreiðir og lögreglu um allt land ísíma 112. 1717 er sími Vinalínunnar og Rauða krossins. Þar er svarað allan sólarhring- inn um áramót sem aðra daga. Stígamót: Lokað yfir áramótin. SÁÁ: Afgreiðslan á Vogi lokuð yfir ára- mótin. Kvennaathvarf: Opið allan sólarhring- inn yfir áramótin. Síminn er 561 1205. TANNLÆKNAÞJÓNUSTA Tannlæknar á höfuðborgarsvæðinu eru með neyðarvakt á eftirtöldum stöðum: Gamlársdagur: Þórkatla M. Halldórs- dóttir, Óðinsgötu 4, Reykjavík, sími 551 6155 (kl. 9 til 12). Nýársdagur: Anna Sigríður Stefánsdóttir, Núpalind 1, Kópavogi, sími 564 6131. Sunnudagur 2. jan.: Benedikt B. Ægis- son, Síðumúla 25, Reykjavík, sími 553 4450. APÓTEKIN: Gamlársdagur: Opið í Lyfju Smáratorgi og Lágmúla kl. 8-18. Nýársdagur: Opið í Lyfju Smáratorgi kl. 8-24 og Lágmúla kl. 10-24. STÓRMARKAÐIR: 10-11: Gamlársdagur: Opið kl. 9-18. Nýársdagur: Opið kl. 13-24 og í Lágmúla, Staðarbergi og á Akureyri er opið áfram. 11-11: Gamlársdagur: Opið 10-17. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan.: Lokað vegna vörutalningar. BÓNUS: Gamlársdagur: Opið kl. 9-15. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan. Lokað. FJARÐARKAUP: Gamlársdagur: Opið kl. 9-13. Nýársdagur:Lokað. HAGKAUP: Gamlársdagur: Opið kl. 9-14. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan.: Opið kl. 12-18 nema á Eiðistorgi og í Garðabæ 12-20. KRÓNAN: Gamlársdagur: Opið 10-13. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan.: Lokað vegna vörutalningar. NÓATÚN: Gamlársdagur: Opið 9-15. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan. Lokað vegna vörutalningar. KRINGLAN: Gamlársdagur: Allar verslanir opnar 10- 13 nema Vínbúðin sem er opin 9-13, Bónus sem er opinn 10-15 og Hagkaup sem er opið frá 9-14. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan.: Ýmsar verslanir opnar og aðrar lokaðar. SMÁRALIND: Gamlársdagur: Allar verslanir opnar kl. 10-13 nema Vínbúðin sem er opin kl. 9- 13, Hagkaup 9-14 og Nóatún 9-15. Nýársdagur: Lokað. Sunnudagur 2. jan.: Opið kl. 13-18. SAMGÖNGUR STRÆTÓ BS. Gamlársdagur: Ekið á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun virka daga til kl. 13 og tímaáætlun helgidaga til kl. 16 en þá lýkur akstri. Nýársdagur: Ekið á öllum leiðum sam- kvæmt tímaáætlun helgidaga að því undanskildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 15.30. FLUGFÉLAG ÍSLANDS: Gamlársdagur: Flogið samkvæmt áætl- un fram á hádegi. Nýársdagur: Engar ferðir. HERJÓLFUR: Gamlársdagur: Frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 11. Nýársdagur: Engar ferðir. SÉRLEYFISHAFAR Á BSÍ Gamlársdagur: Reykjavík - Keflavík, tvær ferðir hvora leið. Reykjavík -Hveragerði og Selfoss, tvær ferðir hvora leið. Reykjavík - Hvolsvöllur, ein ferð hvora leið. Reykjavík - Akranes og Borgarnes, ein ferð hvora leið. Nýársdagur: Reykjavík - Hveragerði og Selfoss, ein ferð hvora leið. SUNDLAUGAR Gamlársdagur: Árbæjarlaug og Breið- holtslaug eru opnar 8-12.30. Grafarvogslaug, Kjalarneslaug, Laugar- dalslaug, Sundhöllin og Sundlaug Vest- urbæjar eru opnar 6.30-12. Kópavogslaug er opin 9-12. Sundhöll Hafnarfjarðar er opin 6.30-11. Sundlaug Akureyrar er opin 7-11. Nýársdagur: Allar laugar lokaðar nema Árbæjarlaug sem er opin 11-16.                    !"#$ %  !                             !"         #$            % &'$ )  *&  %  +     ,  - ( . /        ,)        !"  #$ %&     0         1 ))        2, ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. BJÓÐUM YKKUR OG NÝJA VIÐSKIPTAVINI VELKOMNA Á NÝJU ÁRI. Starfsfólk HB fasteigna 5 690691 2000 08 Lífsreynslus agan • He ilsa • • M atur • Kro ssgátur 50. tbl. 66. árg., 27. de sember 2004. g •á~t Aðeins 599 kr.Gleðilegt ár 2005 Vö lvuspáin Hvað gerist á nýju ári? 00 Vikan50. tbl.'04-1 10.12.2004 13:20 Pag e 1 Náðu í eintak á næsta sölustað Völvublaðið Aðeins 599 kr. ÞEGAR MIKIÐ LIGGUR VIÐ „Þú ert að tala við einn sem verð- ur að vinna á gamlársdag,“ segir Friðrik Þorsteinsson, varðstjóri á Slökkvistöð Reykjavíkur í Skóg- arhlíð, þegar þar á bæ er falast eftir viðtali við einhvern vakthaf- andi um áramótin. „Nema þú aug- lýsir eftir manni sem vill leysa mig af,“ segir hann hlæjandi en viðurkennir samt strax að hann fæli starfið ekki hverjum sem væri. Sjálfur er hann í góðri þjálfun og hefur oft staðið vakt um hátíðar, meðal annars nú um jólin. „Það er þannig kerfi hjá okkur að vaktirnar færast alltaf bara til um einn dag milli ára þannig að maður getur lent á há- tíðavakt nokkur ár í röð og svo verður nokkurra ára hlé,“ segir hann. Slökkvistöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu eru fjórar enda umdæmið stórt. Allar eru þær með sólarhringsvakt yfir ára- mótin og aukaviðbúnað vegna yf- irvofandi eldhættu. Friðrik segir alltaf talsvert að gera á gamlárs- kvöld. „Flutningar með lang- veika heim til fjölskyldna sinna og aftur til baka á sjúkrastofnan- ir er nokkuð sem við göngum að vísu en brunarnir gera ekki boð á undan sér. Það er því miður alltaf eitthvað um útköll vegna þeirra og alvarlegir atburðir geta komið upp því aldrei er eins mikið fiktað með eld og á ára- mótum,“ segir hann og biður blaðið að brýna fyrir fólki að um- gangast púðrið með varúð og fara ekki út úr húsi án þess að gæta þess að slökkva fyrst á kertaskreytingum og eldavélar- hellum. ■ Alltaf eitthvað um útköll Á Slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins er aukin vakt bæði vegna brunaútkalla og sjúkraflutninga. Friðrik brýnir fyrir fólki að umgangast flugeldana með varúð og fara ekki út úr húsi nema slökkva fyrst á kertaskreytingum og eldavélar- hellum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.