Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.12.2004, Blaðsíða 44
44 31. desember 2004 FÖSTUDAGUR Við óskum ... ... íslensku íþróttafólki gleðilegs nýs árs og óskum þeim farsældar á komandi ári. Íþróttadeild Fréttablaðsins vill jafnframt koma fram þökkum til viðmælenda sem og lesenda sinna fyrir samstarfið á árinu sem senn er að baki. Vonum við að samstarfið á komandi ári verði jafn ánægjuríkt. Við hrósum ... ... Sveini Aroni Guðjohnsen, sem sparar ekki stóru orðin og ætlar sér að verða betri í fótbolta en pabbi sinn, Eiður Smári Guðjohnsen, sem kjörinn var íþróttamaður ársins í kosningu Fréttablaðsins og Vísis sem og á meðal íþróttafréttamanna.sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Markaðurinn verður opn- aður á miðnætti 1. janúar og lok- aður 31. janúar. Þegar sá 31. kem- ur upp á laugardegi er markaður- inn opinn fram á mánudag en það á ekki við að þessu sinni. Það munu án efa margir leikmenn skipta um félag næsta mánuðinn og Fréttablaðið skoðar hvaða menn verða væntanlega að pakka ofan í tösku í byrjun nýja ársins. Feitasti bitinn á Englands- markaðnum er framherjinn James Beattie. Hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Sout- hampton og félagið hefur sam- þykkt að selja hann. Þrjú félög hafa þegar lýst yfir áhuga á kapp- anum en þau eru Newcastle, Ev- erton og Aston Villa. Beattie fer væntanlega á 5-6 milljónir punda. Liverpool mun láta mikið að sér kveða í janúar ef að líkum læt- ur en félagið er á góðri leið með að landa spænska landsliðsfram- herjanum Fernando Morientes frá Real Madrid. Svo er fastlega búist við því að Argentínumaður- inn Pablo Aimar komi einnig til félagsins en hann hefur fengið nóg af vistinni hjá Claudio Ranieri í Valencia. Varnarleikur Newcastle hefur verið glæpsamlega slakur í vetur og því þarf ekki að koma á óvart að Graeme Souness, stjóri liðsins, ætli að bæta við sig varnarmönn- um í janúar. Hann er nánast búinn að ganga frá kaupum á Celestine Babayaro frá Chelsea og svo hef- ur hann einnig augastað á Sylvain Distin hjá Manchester City og Jean-Alain Boumsong hjá Glas- gow Rangers. Óljóst er hvað Chelsea gerir en félagið þarf ekki á mikilli styrk- ingu að halda. Spánverjinn Joaquin hefur verið þráfaldlega orðaður við Chelsea og félagið mun eflaust kaupa hann ef það hefur raunverulegan áhuga á stráknum. Markverðir verða á einhverju flugi í janúar en bæði Arsenal og Man. Utd eru að leita að nýjum markverði. Antti Niemi, mark- vörður Southampton, er sagður vera á innkaupalista beggja fé- laga og einnig hefur verið rætt um að stórliðin muni gera hosur sínar grænar fyrir Hollendingn- um Edwin van der Sar sem stend- ur á milli stanganna hjá Fulham. Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson eru einnig alvarlega að spá í að reyna við spænska undra- barnið Sergio Ramos sem leikur með Sevilla en spænska félagið hefur hingað til ekki viljað selja strákinn. henry@frettabladid.is BEATTIE Á FÖRUM James Beattie hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Southampton. Newcastle, Everton og Aston Villa hafa öll áhuga á framherjanum. Hvað gerist í janúar? Leikmannamarkaðurinn verður opnaður á ný 1. janúar og er opinn allan janúarmánuð. Það verður væntanlega handagangur í öskjunni þegar félögin styrkja sig fyrir seinni hluta tímabilsins. Arsenal er enn fimm stigum á eftirChelsea á toppi ensku úrvals- deildarinnar eftir að liðið bar sigur- orð af Newcastle, 1- 0, á St. James’s Park á miðvikudags- kvöldið. Það var Patrick Vieira, fyrir- liði Arsenal sem skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálf- leiks en leikmenn Arsenal voru heppnir að sleppa burtu frá Newcastle með þrjú stig. Íslenska kvennalandsliðið í körfu-bolta tapaði síðari æfingaleik sín- um gegn því enska, 66-63, í Sheffield á miðvikudags- kvöldið. Íslenska lið- ið náði sér ekki á strik í leiknum og tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fyrri leiknum. Hin unga Helena Sverr- isdóttir var stiga- hæst í íslenska liðinu með 24 stig, Birna Valgarðsdóttir skoraði 23 stig en þessar tvær báru af í íslenska lið- inu. Kristinn Friðriksson, sem var rek-inn sem þjálfari Grindavíkur í Intersportdeildinni fyrir skömmu, hefur skipt yfir í Tindastól. Kristinn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði ekki ákveðið hvort hann myndi spila með Tindastóli en sagði það þó ljóst að hann myndi ekki spila með öðru liði á Íslandi. „Ég mun taka ákvörðun áður en deildin hefst að nýju í janú- ar,“ sagði Kristinn. Íslenska landsliðið í handknattleikskipað leikmönnum fæddum 1986 og síðar hafnaði í þriðja sæti á Hela Cup í Þýskalandi sem lauk í gær. Ís- lenska liðið bar sigurorð af Slóvakíu, 36-28, í leik um þriðja sæti. Sigfús Sigfússon var markahæstur í ís- lenska liðinu með sjö mörk og Andri Stefánsson skoraði sex mörk og þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Elvar Friðriksson skoruðu fimm mörk hvor. Spænski framherjinn FernandoMorientes segist vilja ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool á nýju ári. Morientes er orð- inn þreyttur á bekkj- arsetunni hjá Real Madrid og segist vilja fara til Liver- pool þar sem þjálf- ari liðsins, Rafael Benitez, sé spænsk- ur og þekki hann vel. „Ég vil ekki segja meira en það að ég er farinn að líta í enska orðabók,“ sagði Mori- entes. Brasilíski þjálfarinn WanderleyLuxemburgo, sem gerði Santos að brasilískum meisturum fyrir skömmu, hefur verið ráðinn þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid í stað Mariano Garcia Ramon sem hefur stjórnað liðinu síð- an í byrjun tíma- bilsins með mis- jöfnum árangri eftir að Jose Antonio Camacho hætti eftir aðeins þrjár vik- ur. „Ég er búinn að skrifa undir eins og hálfs árs samning og byrja strax,“ sagði Luxemburgo. Jose Mourinho, knattspyrnustjóriChelsea, segist hafa hafnað því að taka við Liverpool síðasta sumar þar sem hann var enn þjálfari Porto. „For- ráðamenn félagsins höfðu samband við mig daginn fyrir úr- slitaleik Porto og Mónakó í meistara- deildinni en ég vildi ekki hugsa um neitt annað starf fyrir þennan leik,“ sagði Mourinho. Liver- pool réð Spánverjann Rafael Beni- tez í staðinn en Mourinho fór til Chelsea. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30 31 1 2 3 4 5 Sunnudagur JANÚAR ■ ■ SJÓNVARP  14.20 Formúla 1 á RÚV.  14.20 Landsleikur í fótbolta á Sýn. Sýnt frá leik Frakklands og Íslands í undankeppni EM 2000 í Frakklandi.  15.00 Íslenskur körfubolti 2004 á RÚV.  15.25 Íslenskur fótbolti 2004 á RÚV.  15.55 Íslenskur handbolti 2004 á RÚV.  16.00 NBA – Bestu leikirnir á Sýn. Sýnt frá leik Chicago Bulls og Boston Celtics frá árinu 1986.  16.35 Íslendingar á Ólympíu- leikunum í Aþenu 2004 á RÚV.  17.00 EM í fótbolta 2004 á RÚV.  17.40 NBA-boltinn á Sýn. Sýnt frá leik Los Angeles Lakers og Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta.  19.40 Bestu bikarmörkin á Sýn. Flottustu og mikilvægustu mörk Liverpool í ensku bikarkeppninni frá upphafi sýnd.  20.35 Bestu bikarmörkin á Sýn. Flottustu og miilvægustu mörk Manchester United í ensku bikarkeppninni frá upphafi sýnd.  21.30 NFL-tilþrif á Sýn.  22.00 NFL-deildin á Sýn. Bein útsending frá leik Denver Broncos og Indianapolis Colts í NFL-deildinni. Michael Phelps: Slapp við fangelsi SUND Sundkappinn Michael Phelps, sem vann sex gullverðlaun á ÓL í Aþenu, fékk átján mánaða skil- orðsbundinn dóm fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Phelps ját- aði brotið og bað heiminn afsök- unar daginn eftir að hann var handtekinn. „Ég geri mér fylli- lega grein fyrir því hversu alvar- legt brot mitt var,“ sagði Phelps við dómarann. „Ég hef lært af mistökum mínum og mun læra af þessum mistökum allt mitt líf.“ Phelps var einnig dæmdur til greiðslu 20 þúsund króna sektar en fyrir utan að hafa keyrt drukk- inn hafði hann heldur ekki aldur til þess að drekka og stöðvaði þar að auki ekki við stöðvunarskyldu. Hluti af refsingu Phelps er að halda fyrirlestra fyrir ung börn um hætturnar sem stafa af neyslu áfengis. Hann má heldur ekki drekka meðan á skilorðinu stendur og að lokum þarf hann að mæta á fundi samtakanna Mæður gegn drukkn- um ökumönnum. - hbg GULLDRENGUR Michael Phelps má ekki drekka áfengi í eitt og hálft ár. Íslenskir handboltamenn í eldlínunni í þýsku 1. deildinni í handbolta: Einar skoraði níu mörk í sigri HANDBOLTI Jólasteikin fór misvel í íslensku handboltastrákana í Þýskalandi, sumir spiluðu vel í vikunni en aðrir voru þyngri á sér. Einar Hólmgeirsson sleppti greinilega ábótinni þetta árið því hann var í fantaformi með liði sínu Grosswallstadt er það sigraði Tus Lubbecke, 40-35. Einar skor- aði níu mörk í öllum regnbogans litum og Snorri Steinn Guðjóns- son lék einnig vel fyrir Grosswall- stadt og skoraði fjögur mörk. Guðjón Valur Sigurðsson, leik- maður Essen, mætti félaginu sem hann leikur með á næsta ári, Gummersbach, og varð að lúta í lægra haldi, 30-29. Hann sýndi leikmönnum Gummersbach hverju þeir mega búast við á næsta ári með að skora fimm góð mörk. Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað hjá Düsseldorf er liðið tapaði fyrir Kiel, 36-29. Al- exander Pettersons var ívið ferskari hjá Düsseldorf og skor- aði fjögur mörk. Logi Geirsson lék vel fyrir Lemgo og skoraði fimm mörk er liðið tapaði fyrir Flensburg, 31-29. Lið Gylfa Gylfasonar og Einars Arnar Jónssonar töpuðu bæði sín- um leikjum og hornamennirnir skoruðu báðir eitt mark í leikjun- um. - hbg EINAR HÓLMGEIRSSON Hefur leikið mjög vel í Þýskalandi í vetur. Fréttablaðið/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.