Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 31.12.2004, Síða 47
FÖSTUDAGUR 31. desember 2004 47 spyrnuheiminum var þegar Barcelona ákvað að selja Mich- ael Laudrup, þá óumdeilanlega besta mann liðsins. Johan Cruyff, þáverandi þjálfari, greindi frá ástæðu sölunnar í ævisögu sinni og í ljós kom að Laudrup var seldur því að hann hafði dregið úr hlaupum sínum inn í vítateiginn um tugi pró- senta – einföld tölfræði sýndi það og sannaði. Og þar sem Laudrup gerði ekki það sem hann átti að gera hefði ekki verið annað í stöðunni en að selja hann. Blaða- manni lék forvitni á að vita hvort jafn djúp tölfræði væri í háveg- um höfð hjá Chelsea, og hvort leikmenn yrðu varir við hana. „Það er sannarlega tölfræði í gangi. Ég get nefnt sem dæmi að það er fylgst nákvæmlega með hversu langa vegalengd menn hlaupa í hverjum og ein- um leik. Menn eru síðan gagn- rýndir eða hrósað eftir því sem við á. En það er fylgst með hin- um ólíklegustu hlutum inni á vellinum, hlutum sem áhorfend- ur taka ekki eftir,“ segir Eiður og bendir á að hann hafi sjálfur fengið mikið hrós fyrir mikla framför í vinnu inni á vellinum án bolta – annar vinkill sem er rannsakaður út í gegn af aðstoð- armönnum Mourinho. Er í draumaliðinu Eiður segir að leikmenn verði mjög varir við Roman Abramovitsj, rússneska auðkýf- inginn sem virðist vera reiðubú- inn að dæla endalausu fjármagni í félagið. „Já, mikið. Hann kemur nánast alltaf inn í klefa eftir leiki bara svona til að blanda geði. Hann skiptir sér ekki mikið af, er meira baka til og fylgist með en heilsar alltaf upp á okkur leik- mennina. Hann gerir sér alveg grein fyrir því að þjálfarinn sér um þetta allt saman og skiptir sér ekkert af. Hann hrósar okkur persónulega ef honum finnst svo skipta og tekur alltaf í höndina á okkur eftir leik, hvort sem við vinnum eða töpum. Það virðist aldrei sjá á honum þótt við náum ekki góðum úrslitum.“ Sagan segir að hann hafi upp- götvað fótbolta fyrir nokkrum árum, líkað vel og ákveðið að kaupa sér eins og eitt stykki lið? Veit hann eitthvað um fótbolta? „Það veit ég nú ekki en það virðist þá vera að færast í auk- ana. Af þeim samtölum sem ég hef átt við hann virðist hann alveg vita um hvað hann er að tala.“ Þú hefur alltaf haldið tryggð við Chelsea þrátt fyrir að vera bendlaður við fjölmörg lið. Hvað er það sem heldur þér þarna? „Það er liðið, það sem býr í lið- inu og það sem liðið á eftir ógert. Fyrst og fremst er það þó það sem ég á eftir að sýna af sjálfum mér hjá Chelsea. Ég trúi því virkilega að ég eigi mikið inni og ef ég mætti kjósa þá myndi ég ekki vilja fara frá Chelsea fyrr en ég væri búinn að ná því besta út úr sjálfum mér. Og það er von- andi að það fylgi því einhverjar viðurkenningar, hvort sem það er sigur í deildinni eða eitthvað annað.“ Gæturðu hugsað þér að klára ferilinn hjá Chelsea? „Eins og staðan er í dag gæti ég það auðveldlega, já. Þegar ég hugsa um það kitlar það að prófa Ítalíu eða Spán eftir einhver ár en eins og staðan er núna þá er ég í draumaliðinu mínu.“ Er Chelsea með fullmótaðan leikmannahóp í dag? „Það er erfitt að segja. Það er alltaf hægt að bæta eitthvað við en eins og staðan er núna held ég að við ættum ekki að kaupa neinn í janúar. Í dag erum við með hóp sem þarfnast ekki mik- ils. Ég býð velkomna alla leik- menn sem koma til Chelsea en ég mun alltaf vera jafn harður á því að sýna mitt besta og vinna sæti í liðinu,“ segir Eiður, sem á sín- um ferli hefur þurft að kljást við fjölda stórkostlegra framherja um sæti í liðinu sem margir hverjir hafa ekki náð sér á strik og hrökklast burt. En alltaf held- ur Eiður sínu striki. „Það er erfitt að segja hvað ég geri öðruvísi en þeir. Kannski er ég bara öðruvísi persónuleiki sem er ekki tilbúinn að gefast upp þótt kannski blási aðeins á móti. Kannski er þetta bara ís- lenska eðlið. Ég veit að ég hef meiri hæfileika en svo að sætta mig við sæti á bekknum hjá Chelsea,“ segir Eiður og virðist vel meðvitaður um eigið ágæti. Erum nokkuð frjálsir Enginn efast um að Eiður er einn af örfáum íslenskum knatt- spyrnumönnum í gegnum tíðina sem hafa búið yfir þessum með- fæddu knattspyrnuhæfileikum sem brúa bilið á milli góðra leik- manna og þeirra allra bestu. Og það er engum dulið að það er vegna slíkra hæfileika sem leik- menn á borð við Eið, Damien Duff, Arjen Robben og margir fleiri eru fengnir til Chelsa. Það er því við hæfi að spyrja hvernig slíkum framúrskarandi knatt- spyrnumönnum er sagt til í leikj- um - hversu mikið leggur Mour- inho upp úr taktík? „Þetta er að vissu leyti rétt og menn eins og Duff og Robben eru tiltölulega frjálsir. En þeir hafa ákveðnum skyldum að gegna, sérstaklega varnarlega. Það eru ýmsar hreyfingar og ýmis hlaup sem við setjum upp og við leikmennirnir reynum að leita eftir. Hreyfing án bolta er gríðarlega mikilvæg og Mour- inho leggur mikla áherslu á það.“ Þú hefur verið að spila sem fremsti maður í 4-3-3 leikkerfi mestmegnis tímabilsins. Hvernig líkar þér það? „Mér líkar það ágætlega. En ég held að það sé samt mjög van- metið hlutverk sem þessi eini framlínumaður hefur hverju sinni, hvort sem það er ég eða Didier Drogba. Oft er maður rosalega einn. En mér líður bara best inni á vellinum og er alveg sama hvar þjálfarinn setur mig. Ef hann myndi setja mig í mark- ið þá yrði ég alveg sáttur.“ Peningar eru aukaatriði Eiður skrifaði undir nýjan samning við Chelsea í sumar þar sem kjör hans tóku hátt stökk og hafa ýmsar tölur verið nefndar í því samhengi. Í dag er Eiður á meðal launahæstu leikmanna félagsins og undirstrikar það enn frekar stöðuna sem hann hefur innan herbúða þess og í hversu miklum metum hann er. Eiður segir að þótt peningar skipti vissulega máli séu þeir síður en svo aðalatriðið. „Maður er í vinnu og maður semur um laun sín eins og hver vinnandi maður. Þetta eru vissu- lega á köflum brjálaðar fúlgur og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að fótboltamenn eru að þéna meira en nokkur meðalmaður gerir á eðlilegri starfsævi. En svona er bara fótboltinn í dag og ég hugsa að allir, í hvaða vinnu sem þeir eru, mundu gera allt til að ná því mesta út úr þeim fjár- munum sem í boði eru. Ég er ekki montinn af því hvað ég er með í laun. Ég vil ekki að fólk líti upp til mín af því hversu mikið ég fæ borgað. Ég vil að fólk líti upp til mín vegna þess hversu góður knattspyrnumaður ég er.“ Hver er þín afstaða til að- stæðna eins og Roy Keane hefur hjá Manchester United, þar sem hann er með klásúlu í samning- um sem segir að hann verði alltaf með jafn há laun og sá launa- hæsti hjá félaginu? Er ekki verið að kæfa allan knattspyrnulegan metnað í hreinni gróðafíkn og græðgi í svona tilvikum? „Ég get ekki svarað fyrir hann en ég held að hver og einn einasti leikmaður sem ég þekki myndi kjósa titla fram yfir peninga. Maður vill vinna og sýna að maður sé sig- urvegari og ég held að engir pening- ar komi nálægt því. Að minnsta kosti ekki í mínum augum.“ Sven-Göran Eriksson hefur sagt að þú værir líklega fasta- maður í enska landsliðinu ef þú værir enskur og lét hafa það eftir sér að þú hefðir mjög líklega verið valinn í enska hópinn á EM í sum- ar. Þegar þú heyrir svona um- mæli, verðurðu þá svekktur að koma frá litla Íslandi sem kannski hefur takmarkaða mögu- leika á að komast á stórmót í knattspyrnu, eða líturðu á þetta sem hrós? „Ég get ekki annað en litið á þetta sem hrós. Ég er stoltur Ís- lendingur. Ég elska að spila fyrir mína þjóð. Mér finnst frábær heiður að vera fyrirliði og ef ég myndi einhvern tímann fá að fara á HM eða EM þá myndi ég aldrei vilja fara með neinum öðrum en íslenska landsliðinu. Svo einfalt er það. Það er endalaust hægt að segja „ef“ þetta og „ef“ hitt en það þýðir ekkert að spá í það. Ég er afar stoltur af því að setja upp fyrirliðabandið og klæða mig í ís- lensku landsliðstreyjuna og ég vona líka að fólk sé stolt af mér. Fyrir fótboltaferilinn er það að spila með íslenska landsliðinu hverri annarri stund betra,“ segir íþróttamaður ársins að lokum, sem er þó með hugann við jóla- törnina í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir og reynir að hugsa sem minnst um landsliðs- mál á meðan. Jose Mourinho hefur sagt að hann ætli sér sigur í öllum keppnum í ár og hann harðbann- aði Eiði að koma til landsins til að taka á móti verðlaununum sem fylgdu því að vera kosinn íþróttamaður ársins. Og hugar- far Mourinhos virðist hafa smit- að út frá sér því Eiður er ekki í vafa um hverjir muni standa uppi sem enskir meistarar í vor. „Það verður Chelsea.“ vignir@frettabladid.is ROMAN ABRAMOVITSJ „Hann kemur nánast alltaf inn í klefa eftir leiki bara svona til að blanda geði. Hann skiptir sér ekki mikið af, er meira baka til og fylgist með en heilsar alltaf upp á okkur leikmennina,“ segir Eiður. Eiður segist umgangast sam- herja sína hjá liðinu töluvert og þá mest miðjumanninn Frank Lampard. Hann gengur jafnvel svo langt að kalla hann vin sinn. „Svona allt að því. Þetta eru allt þannig séð vinnufélagar sem maður tengist á mismunandi hátt eins og gengur og gerist í daglegu lífi,“ segir Eiður. Hann nefnir einnig fyrirliðann John Terry sem náunga sem honum líki mjög vel við. „Ég og Jimmy (Floyd Hasselbaink) vorum líka góðir félagar og höldum sam- bandi í dag þótt hann sé farinn annað. Ég heyri líka í Zola annað slagið,“ segir Eiður. „En maður kallar ekki allt vini sína. Vinir eru þeir sem eru mjög nánir mér og ég ber ótrú- lega mikla virðingu fyrir. Og þannig séð þeir eru ekki margir.“ Sem fyrirliði landsliðsins hafðir þú atkvæðarétt í kjöri FIFA á besta knattspyrnumanni heims. Þú valdir Frank Lampard í fyrsta sætið en Thierry Henry númer tvö og sigurvegarann sjálfan, Ronaldinho, númer þrjú. Er Lampard virkilega þetta góð- ur eða var þetta kannski bara vinagreiði? „Bæði og. Ég sé ótrúlega mik- ið í honum og hann er mikill drif- kraftur fyrir okkar lið. En hann er mikill félagi minn og ég verð að segja eins og er að ef ég væri alveg hlutlaus þá er ég ekki viss um að ég hefði kosið hann í fyrsta sæti. En svona er þetta, maður þarf að sjá um sig og sína.“ Hvaða leikmaður Chelsea býr yfir mestu hæfileikunum? „Það er nú þannig þegar mað- ur er í svona liði að maður sér ótrúlega hæfileika í hverjum og einum og ýmsir hlutir sem standa upp úr hjá einstaklingum. Ef ég þyrfti að pikka út einn þá held ég að John Terry sé sá leik- maður sem hefur vaxið mest af þeim sem ég hef fengið að fylgj- ast með. Hann hefur þróast út í ótrúlega öflugan leikmann og það veitir mér alltaf mikið sjálfstraust þegar hann talar um hvernig það er að dekka mig á æfingum. Hann þolir það ekki.“ Hver er mesti húmoristinn í Chelsea? „Mér er sagt að það sé ég sem er yfirleitt mesti vitleysingur- inn,“ segir Eiður og hlær. „Nei, en ef við tölum í alvöru þá held ég að ég sé nokkuð stillt- ur öllu jöfnu. John Terry er alltaf léttur og á það til að reyta af sér brandarana á æfingum,“ segir Eiður. Hann hlær dátt aðspurður um sérvitrasta leikmanninn. „John Terry er til dæmis ótrú- lega sérvitur á mat. Það er alveg sama hvert við förum – maturinn er alltaf vondur. Nema það sé hefðbundinn breskur pöbbamat- ur. Þá er hann fyrst sáttur.“ Eiður Smári er í góðu sambandi við liðsfélaga sína og gerir ýmislegt fyrir þá: „Maður þarf að sjá um sig og sína“ BESTU FÉLAGAR Eiður Smári og Frank Lampard eru miklir vinir og gekk Eiður jafnvel svo langt að velja Lampard besta knattspyrnumann heims. Eins og staðan er í dag gæti ég auð- veldlega klárað ferilinn með Chelsea. Þegar ég hugsa um það kitlar það að prófa Ítal- íu eða Spán eftir einhver ár en eins og staðan er núna þá er ég í draumaliðinu mínu. ,, Abramovitsj kemur nánast alltaf inn í klefa eftir leiki bara svona til að blanda geði. Hann skiptir sér ekki mikið af, er meira baka til og fylgist með en heilsar alltaf upp á okkur leik- mennina. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.