Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 8
VIÐBÚNAÐARSTIGI AFLÝST Allt er komið í eðlilegt horf á Patreks- firði. Götur bæjarins hafa verið mokaðar sem og milli byggða. Öllu viðbúnaðarstigi var aflýst í gær. UMFERÐARÓHAPP Á HÚSAVÍK Minniháttar árekstur tveggja fólksbíla varð á mótum Garðars- brautar og Þverholts á Húsavík á miðvikudag. Engin slys urðu á fólki. Mikill snjór er í bænum og háir ruðningar sem byrgir öku- mönnum sýn. BÍLL ÚT AF VIÐ MÁNARBAKKA Bíll rann út af við Mánarbakka norðan Húsavíkur. Ökumann sak- aði ekki. Hann var einn í bílnum og kallaði til björgunarsveitina Garðar sem dró bílinn aftur upp á veg á öflugum björgunarsveitarbíl með spili. Atvikið varð rétt upp úr klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. DÓMSMÁL 27 ára hollensk kona var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmd í eins árs fangelsi fyrir að smygla 235 grömmum af kókaíni til landsins í nóvember síðastliðnum. Kókaíninu smyglaði hún innvortis og afhenti það íslenskum manni á hóteli í Reykjavík eftir að hafa náð efnunum úr líkama sínum. Þau voru bæði handtekin á hótel- inu. Sveinn Andri Sveinsson, verj- andi konunnar, segir skilaboðin í dómnum vera að það hafi ekkert upp á sig fyrir burðardýr að segja frá eigend- um og viðtakend- um efnanna. „Hún sagði samvisku- lega frá nafni manna í Hollandi sem létu hana hafa efnin. Það er mjög sjaldgæft að burðardýr gefi þessar upplýsing- ar. Ríkissaksóknari þarf að taka af skarið og gefa saksóknurum leyfi til að leggja til verulegan af- slátt af refsingu þar sem það á við,“ segir Sveinn. Hann segist ekki geta með góðri samvisku sagt sínum skjólstæðingum að þeir hagnist á að segja frá þeim sem tengjast málinu. Sveinn Andri lagði til að konan fengi sex mánaða fangelsi vegna samvinnu og sérstakra persónu- legra aðstæðna. Lögð voru fram gögn um að konan væri HIV- smituð auk þess sem hún ætti tvö börn sem hefðu tímabundið verið sett í fóstur. 18. febrúar næstkom- andi verður ákveðið hvert fram- haldið með börnin verður. Sveinn segir mikið hagsmunamál fyrir konuna að komast til síns heima fyrir þann tíma svo hún geti hald- ið uppi vörnum og átt möguleika á að endurheimta börnin. Konan hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 13.nóvember og myndi því losna úr fangelsi 13. febrúar fengi hún sex mánaða dóm þar sem útlend- ingar afplána helming refsingar. Sækjandi málsins sagði kon- unni til þyngingar að hún hafi smyglað kókaíninu í ágóðaskyni, að hún hafi vitað að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu og að hún hafi falið efnin innvortis. Hins vegar taldi hann henni til refsi- lækkunar að hún játaði strax og aðstoðaði greiðlega við að upplýsa málið. Hann sagði það óvenjulegt að burðardýr segðu til þeirra sem ættu efnin en það gæfi samt ekki ástæðu til að skilorðsbinda dóm- inn og lagði til tólf til fjórtán mán- aða fangelsi. hrs@frettabladid.is 8 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Ráðherraráð ESB: Lúxemborg tekur við forsæti EVRÓPUSAMBANDIÐ Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxem- borgar, tekur formlega við forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins á mánudaginn og gegnir því til 30. júní á þessu ári. Hollendingar hafa verið í forsæti undanfarið hálft ár. Af þessu tilefni mun ríkisstjórn Lúxemborgar taka á móti fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins á mánudaginn. Ríki Evrópusambandsins skipt- ast á stjórnartaumunum í ráðherra- ráðinu á hálfs árs fresti og er leið- togi ríkisstjórnar viðkomandi lands í forsæti leiðtogaráðs ESB. Hlut- verk hans er að stjórna fundum ráðsins sem eru haldnir reglulega í Brussel og Lúxemborg en ráðin gegna lykilhlutverki í stefnumótun sambandsins og ákvarðanatöku. Junker mun einnig verða fulltrúi ráðherraráðsins á Evrópuþinginu og hafa rétt til að sitja fundi fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Lúxemborg er ásamt Möltu minnsta ríki Evrópusambandsins en íbúar þar eru um 400 þúsund. - bs Dæmd í eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl Hollensk kona var dæmd í eins árs fangelsi fyrir að smygla kókaíni innvortis. Verjandi hennar segir að hún hafi ekki notið þess að hafa verið samvinnufús. Konan er HIV-smituð og tveggja barna móðir. STÓRHERTOGADÆMIÐ LÚXEMBORG Tilurð ríkis: 1890. Höfuðborg: Lúxemborg. Íbúar: 400 þúsund. Stærð: 2586 ferkílómetrar. Stjórnarfar: Þingbundin her- togastjórn. Tungumál: Letsebúrgíska, franska, portúgalska og ítalska. Samsetning þjóðar: Lúxem- borgarar 72 prósent, Portú- galar 9 prósent, Ítalir fimm prósent, aðrir fjórtán prósent. Gjaldmiðill: Franki. Nágrannaríki: Þýskaland, Frakkland og Belgía. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Ríkissak- sóknari þarf að taka af skarið og gefa sak- sóknurum leyfi til að leggja til verulegan afslátt af refsingu þar sem það á við. – hefur þú séð DV í dag? Naut ásta með Sri fyrir morðið Hákon Eydal játaði á sig morð fyrir héraðsdómi í gær Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 stór humar ath opið laugardaga 10-14.30 1Hvaða þjóð hefur heitið mestu fjár-magni til hjálparstarfs vegna hamfar- anna í Asíu? 2Hversu mörg flutningaskip íslenskraflutningafyrirtækja eru skráð hér- lendis? 3Hversu stór hluti landsmanna vill aðÍsland fari af lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina í Írak? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? ÚR HÉRAÐSDÓMI Konan tók sér frest til að ákveða hvort hún muni una dómnum. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi í 56 daga. UMBOÐSMAÐUR Málsmeðferð og af- greiðsla dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins á erindi refsifanga á Litla - Hrauni til ráðuneytisins frá síðastliðnu vori var ekki í sam- ræmi við lög, samkvæmt niður- stöðu Umboðsmanns Alþingis. Umræddur fangi hafði sótt um að hitta tvö eldri börn sín utan fangelsisins. Þá var hann ósáttur við kvarðanir forstöðumanns fangelsins um fyrirkomulag heimsókna sambýliskonu hans og ársgamals barns hans. Fanginn fékk ekki svar við beiðni sinni, en hvað varðaði heimsóknir sambýliskonunnar höfðu við leit á henni fundist efni sem óheimilt var að fara með inn í fangelsið eða hafa í vösum sínum. Forráðamenn fangelsisins ákváðu í framhaldi af því að heimsóknir konunnar myndu framvegis fara fram án snertingar við fangann. Þetta kærði hann til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Umboðsmaður álítur, að fang- elsisyfirvöld á Litla - Hrauni hafi ekki gætt að því að veita fangan- um réttar upplýsingar um kæru- leiðir við meðferð umsóknar hans um leyfi til dvalar utan fangelsis- ins. Þá hefði fangelsið ekki fylgt lögum um að senda umsókn fang- ans til umsagnar fangelsismála- stofnunar. ■ LITLA - HRAUN Refsifangi á Litla - Hrauni kærði afgreiðslu mála sinna til dóms- og kirkjumálaráðuneytis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI LEIÐTOGAR ESB Jose Manuel Barroso, formaður framkæmdastjórnar ESB, og Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar. Umboðsmaður Alþingis: Málsmeðferð sam- ræmdist ekki lögum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.