Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 15
15FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005
FÓLKSBÍLASALAN 2004
Toyota 3.199
Volkswagen 1.071
Ford 936
Hyundai 788
Honda 702
Skoda 651
Suzuki 603
Subaru 596
Mitsubishi 529
Nissan 496
Renault 351
Volvo 240
Mazda 238
Citroen 234
Peugeot 231
BMW 143
KIA 143
Fiat/Alfa Romeo 120
SsangYong 116
Audi 110
Lexus 98
Daewoo 87
Opel 69
GM 47
Porche 45
Chrysler 39
Land Rover 36
Mercedes Bens 23
Lincoln 9
Lada 5
Saab 3
Aðrir 13
MEST SELDU UNDIRTEGUND-
IRNAR 2004
Toyota Yaris 792
Toyota Corolla 769
Skoda Octavia 578
Toyota Land Cruiser 90 557
Toyota Rav4 503
Toyota Avensis 407
Volkswagen Golf 398
Subaru Legacy 348
Suzuki Vitara 330
Ford Focus 317
Ford Escape 317
SANTIAGO, AP Á tímum umhverfis-
verndar gengur rétturinn til að
menga kaupum og sölum. Þannig
maka kjötframleiðendur frá Chile
krókinn með því að selja mengun-
arkvóta til iðnríkjanna þar sem
þeim hefur tekist að draga úr met-
anframleiðslu búpenings síns.
Vísindamenn hafa um langt
skeið haft áhyggjur af hlýnun
jarðar og afleiðingum hennar á
hagi jarðarbúa. Margir fræði-
menn eru þeirrar skoðunar að
svonefndar gróðurhúsaloftteg-
undir eigi þar hlut að máli, eins og
til dæmis koltvísýringur og met-
an, en grunur leikur á að hiti sem
að öðrum kosti færi út úr gufu-
hvolfinu festist innan þess af
þessum sökum. Metangas er víða
að finna í náttúrunni og er meðal
annars í mykju og öðrum dýra-
úrgangi.
Markmið Kyoto-bókunarinnar
um að draga úr hlýnun jarðar fela
meðal annars í sér að aðildarríkj-
unum er úthlutað mengunarkvóta
en hann kveður á um magn gróð-
urhúsalofttegunda sem þau mega
losa út í andrúmsloftið. Þegar
mengunin verður meiri en kvót-
inn segir til um geta þau keypt
meiri kvóta af þeim ríkjum sem
fullnýta ekki þessar heimildir og
hefur skapast allnokkur markað-
ur með þessi réttindi og kostar til
dæmis tonnið af metangasi um
þrettán þúsund krónur.
AgroSuper, chileskur svína-
kjötsframleiðandi, hefur nú hent
sér í kvótabraskið af fullum
krafti enda er gróðavonin mikil.
Þetta gerir fyrirtækið með því að
draga úr metanframleiðslu svín-
anna með markvissri endur-
vinnslu. Vanalega er svínaskít
dælt út í stóra opna pytti þar sem
gufurnar úr honum streyma upp í
andrúmsloftið. Fyrirtækið hefur
hins vegar varið tæpum tveimur
milljörðum króna í tækniþróun í
þessum efnum. Pyttir fyrirtækis-
ins eru huldir plasti og gasið er
leitt í pípur til orkuvera eða það
er einfaldlega brennt. Af þessum
sökum sparast umtalsverður
mengunarkvóti sem AgroSuper
er þegar búið að selja til
kanadískra og japanskra fyrir-
tækja sem vilja ólm menga
meira. Reiknar þessi suður-
ameríski svínakjötsrisi með að
fjárfesting sín borgi sig upp að
nokkrum árum liðnum. Þetta er
kvótabrask sem er sannkallað
svínarí. ■
Svínabændur í Chile hafa fundið aðferð til að draga úr gasframleiðslu dýranna:
Sannkallað svínarí
SVÍNAGAS TIL SÖLU
Svínin í Peralillo í Chile láta fara vel um sig í stíunni sinni og framleiða metangas
sem aldrei fyrr.
AP
M
YN
D
Styrkur úr
minningarsjóði
TÓNLIST Víkingur Heiðar Ólafsson
hlaut í gær styrk úr Minningar-
sjóði Karls Sighvatssonar.
Víkingur hóf pí-
anónám undir leið-
sögn Erlu Stefáns-
dóttur við Tón-
menntaskóla Reykja-
víkur haustið 1990.
Haustið 1995 var hon-
um veitt innganga í Tónlistarskóla
Reykjavíkur þar sem Peter Maté
var kennari hans næstu sex árin. Í
nóvember 2000 hlaut Víkingur
fyrstu verðlaun í fyrstu Píanó-
keppni EPTA á Íslandi. Hann lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskól-
anum vorið 2001 og ári seinna hóf
hann framhaldsnám við hinn virta
Juilliard tónlistarháskóla í New
York þar sem hann hefur verið
nemandi Jerome Lowenthal.
Víkingur heldur einleikstónleika
í Salnum í Kópavogi næstkomandi
sunnudag klukkan 20.00. ■