Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.01.2005, Qupperneq 18
MK One í Hagkaup Í Times er haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs, að til standi að hefja útrás bresku tískukeðjunnar MK One til Evrópu sem Baugur keypti ásamt fjárfestum á síðasta ári. MK One sérhæfir sig í tískufatnaði í ódýrari kantin- um og sjá nýir eigendur möguleika í því að koma vörum fyrirtækisins í stórmarkaði í Evrópu. Hann segist sjá tækifæri í útflutningi tískufatnaðar í stór- markaði og að allir stórmarkaðir þurfi að geta boð- ið upp á tískufatnað. Baugur hefur reynslu af slíkri sölu, en Hagkaup hafa um árabil selt tískufatnað í búðum sínum og því ekki ólíklegt að föt frá MK One verði komin á herðatrén í Skeifunni innan skamms. Straumlínurnar í lag Þeir eru margir sem nota fyrstu daganna á nýju ári til að setja sér markmið um heilsusamlegra líferni. Líkamsræktarstöðvar nýta sér góðan vilja landans á hverju ári og bjóða þeim góð tilboð á árskortum í líkamsrækt. Margir þeirra sem taka slíkum tilboð- um, fullir metnaðar í byrjun janúar, endast ekki lengi. Þeir sem hafa lagt leið sína í Laugarnar und- anfarna daga hafa hins vegar komið auga á hóp sem virðist líklegur til árangurs. Í þessum þriggja manna hópi eru Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, og Borgar Þór Einarsson lögfræðingur. Það sem vekur með mönnum trú á framtíð hóps- ins er þó ekki að þessir tveir beri sig sérstaklega vel í salnum – þeir þykja reyndar eiga langt í land – heldur sú staðreynd að þriðji maðurinn í hópnum er Guðjón Þórðarson, fyrr- um landsliðsþjálfari, sem er náfrændi æfingafélag- anna. Menn eru almennt á því að Guðjón sé betri en enginn þegar kemur að því halda góð- um aga . MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.379 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 193 Velta: 1.391 milljónir +0,06% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Hluthafafundir í HB Granda hf., Tanga hf., Bjarnarey ehf. og Svans RE-45 ehf. hafa samþykkt samruna félaganna. Sameiningin er á grundvelli samrunaáætlunar sem undirrituð var í lok nóvember. HB Grandi var fyrir sameiningu stærsta útgerðarfélag landsins. Bakkavör hefur ráðið tvo starfs- menn á fjármálasvið félagsins með aðsetur í Reykjavík. Rafnar Lárusson hefur verið ráðinn fjár- reiðustjóri samstæðunnar og Jó- hann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn sérfræðingur á fjár- málasviði. Fjárfestingarfélagið Atorka hef- ur tilkynnt London Stock Exchange um að eignarhlutur Atorku í NWF Group plc. sé nú 10,01 prósent. Atorka hefur því aukið eign sína um eitt prósent. 18 7. janúar 2005 FÖSTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 3850 +0,52% ... Atorka 5,75 +0,86% ... Bakkavör 24,00 - ... Burðarás 11,90 +0,42% ... Flugleiðir 9,90 +0,51% ... Íslandsbanki 11,00 - ... KB banki 457,00 - ... Kögun 46,30 - 0,86% ... Landsbankinn 12,00 - ... Marel 48,80 - ... Medcare 6,05 - ... Og fjarskipti 3,23 +0,31% ... Samherji 10,90 -0,91% ... Straumur 9,40 +1,08% ... Össur 75,50 -1,31% Íbúðavextir gætu farið undir fjögur prósent Ekkert lát virðist vera á kjarabót íbúðakaupenda og spáir Íslandsbanki að vextir Íbúðalánasjóðs fari undir fjögur prósent um mitt árið. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að ef skuldabréfaútboð færi fram nú yrðu vextir líklega 4,05 prósent. Vextir á húsnæðislánum gætu farið niður fyrir fjögur prósent á næstu misserum. Miðað við ávöxtunarkröfu á markaði nú gæti Íbúðalánasjóður lækkað vexti sína úr 4,15 í 4,05 prósent. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kom fram að miðað við nú- verandi ávöxtunarkröfu á mark- aði megi gera ráð fyrir að vextir Íbúðalánasjóðs gætu farið í 4,05 prósent og að mati Ingólfs Bend- er, forstöðumanns greiningar- deildar Íslandsbanka, gætu vext- irnir farið niður fyrir fjögur pró- sent um mitt þetta ár. Hallur Magnússon hjá Íbúða- lánasjóði staðfestir mat Íslands- banka. „Miðað við ávöxtunar- kröfuna í dag þá er ljóst að það myndi skila sér í lækkun vaxta ef farið væri út í skuldabréfaútboð nú,“ segir hann. Hallur segir ekki hafa verið ákveðið hvenær næst verði farið í útboð skuldabréfa en endurskoðun vaxta á sér stað í kjölfar slíkra útboða. „Þetta er það sem við sjáum gerast á markaðinum. Langtíma- vextir eru á leiðinni niður og það mun ýta sjóðnum út í að lækka vextina,“ segir Ingólfur Bender. Hann telur líklegt að þá muni bankarnir einnig lækka sína vexti. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði áfram af fullum krafti í þessari samkeppni,“ segir hann. Að mati Ingólfs geta lækkandi vextir haldið áfram að kynda undir hækkun á fasteignaverði en aukning kaupmáttar og fleiri lánamöguleikar hafa einnig sitt að segja í þeirri þróun. Skammtímavextir, svo sem eins og á yfirdráttarlánum, fara hins vegar hækkandi á þessu ári samhliða því að Seðlabankinn hækkar stýrivexti. Ingólfur segir þróunina í langtímavöxtum ekki nauðsynlega vera þá sömu og í skammtímavöxtum. „Hækkun stýrivaxta getur vel farið saman við að langtímavextir séu að lækka. Það merkir ekki að stýri- vextirnir bíti ekki heldur að þeir bíti í gegnum aðra þætti svo sem eins og gengi krónunnar,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Tangi 5,56% Straumur 1,08% Actavis 0,52% Austurbakki -3,90% SH -1,74% Össur -1,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: „Gengi krónunnar er allt of hátt“ er staðhæfing sem oft hefur heyrst að undanförnu. Þá er líka talað um að krónan sé allt of sterk. En er ekki betra að krónan sé of sterk en of veik? Máltilfinningin segir okkur alla- vega að það sé betra að vera sterkur en veikur. En hvað þýðir þetta og eru þessar staðhæfingar réttar? Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á því að það er ekki til neitt eitt „rétt“ gengi krónunnar. Það sem einum finnst of hátt finnst öðrum of lágt. Gengi vísar einungis til hlutfallslegs munar á tveimur gjaldmiðlum, til dæmis gengi krónunnar gagnvart evru eða gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal. Ef til er eitthvert „rétt“ gengi, þá er það gengi sem felur í sér jafnvægi í einhverjum skilningi þess orðs, til dæmis jafnvægi í viðskiptum við út- lönd. Aðrir vilja meina að þar sem gengið ræðst á markaði, þá sé geng- ið sem skráð er á hverjum tíma „rétt“ gengi og því ekki til neitt „rangt“ gengi. En hvort viljum við að krónan verði sterkari eða veikari? Það fer dálítið eftir því hvorum megin við stöndum. Sem neytendur innfluttra vara viljum við sterka krónu, þar sem við fáum meira fyrir krónuna og líklegt að inn- fluttar vörur lækki í verði. Útflytjend- ur eru hins vegar á öndverðum meiði, þar sem þeir fá færri krónur fyrir vöru sína þegar krónan er sterk. Þeir vilja því veikari gjaldmiðil, því þá fá þeir meira fyrir sinn snúð. Ferðaþjónustan hér á landi vill því einnig veikari krónu, því þá verður hlutfallslega ódýrara fyrir útlendinga að lifa hér á landi og þeir því viljugri til að koma hingað. Við Íslendingar viljum aftur sterkari krónu þegar við ferðumst til útlanda, því þá verða vörur í útlöndum hlutfallslega ódýr- ari. Einhvers staðar þarna á milli þarf að finna jafnvægi og oft er miðað við jafnvægi í viðskiptum við útlönd, þótt taka þurfi fleira með í reikning- inn. Nú er mikill halli á viðskiptum við útlönd sem bendir til þess að krónan sé of sterk. Ef hún veikist, þá eyðum við minni upphæðum er- lendis og útlendingar eyða meiru hérlendis og þannig lagast viðskipta- jöfnuðurinn frá báðum hliðum. Auð- vitað eru ýmsar flækjur á þessum málum, eins og til dæmis virkjana- framkvæmdirnar fyrir austan sem auka viðskiptahallann nú meðan á framkvæmdum stendur en bæta hann síðan þegar starfsemi hefst í álverinu. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Of hátt gengi krónunnar nánar á visir.is Lífeyrisréttindi ígildi starfslokasamnings Nýir stjórnendur hjá Íslandsbanka Ef til er eitthvert „rétt“ gengi, þá er það gengi sem felur í sér jafnvægi í einhverj- um skilningi þess orðs, til dæmis jafn- vægi í viðskiptum við útlönd. Aðrir vilja meina að þar sem gengið ræðst á mark- aði, þá sé gengið sem skráð er á hverj- um tíma „rétt“ gengi og því ekki til neitt „rangt“ gengi. Mismunur á lífeyrisréttindum ein- staklings með 250 þúsund króna mánaðarlaun hjá ríkinu og á al- mennum markaði má jafna við að ríkisstarfsmaðurinn fái tíu millj- óna króna starfslokasamning. Samtök atvinnulífsins benda á þetta í nýju fréttabréfi sínu. Sam- tök atvinnulífsins segja að ríkis- starfsmönnum séu tryggð 93,5 prósent af launum sínum saman- borið við að sjóðfélagi í Lífeyris- sjóði verslunarmanna fái 69,3 pró- sent. Þá benda samtökin á að ríkið tryggi sínum lífeyrisþegum rétt- indi og greiði það sem á vanti, meðan lífeyrissjóðir standi frammi fyrir því að skerða rétt- indi sinna félaga vegna hækkandi lífaldurs og aukinnar örorku. ■ Íslandsbanki hefur gert breyt- ingar á skipulagi í yfirstjórn bankans. Haukur Oddsson verð- ur framkvæmdastjóri samein- aðs viðskiptabanka- og rekstrar- sviðs. Haukur er verkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá bankanum síðastliðin tuttugu ár. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri bankans, sem hvarf frá störfum í bankanum, var yfirmaður við- skiptabankasviðs. Þá hefur Jón Diðrik Jónsson, fyrrverandi forstjóri Ölgerðar- innar, verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjárfestinga- og alþjóðasviðs bankans. Þá hefur verið komið á fót skrifstofu forstjóra. Þar verður Rósant M. Torfason verkefnis- stjóri í viðskiptaþróun og Pétur Blöndal forstöðumaður kynning- armála og fjárfestatengsla. ■ JÓN DIÐRIK JÓNSSON HAUKUR ODDSSON VEXTIRNIR GÆTU LÆKKAÐ ENN Miðað við ávöxtunarkröfu á markaði nú gæti Íbúðalánasjóður lækkað vexti úr 4,15 í 4,05 prósent. FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.