Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 24

Fréttablaðið - 07.01.2005, Page 24
Tómatillós í grænt salsa Tómatillós eru meðal nýjunga í grænmetisborðinu í matvöruversl- unum. Ein af þeim nýjungum sem nú má sjá í grænmetisborðinu eru tómatillós (borið fram sem tómatíjós) sem til- heyra tómatafjölskyldunni og svipar til grænna tómata. Tómatillós eru mikið notaðir í mexíkóskri matargerð og þá sérstaklega í grænt salsa, eða salsa verde, auk annarra rétta. Berin geym- ast nokkuð lengi í kæli og er þá ráð að hafa þá í bréfpoka og halda frá ávöxtum eins og eplum og perum, því samvistin getur skemmt þá. Tómatillós hafa milt bragð sem henta mjög vel með sterku kryddi og hægt að leika sér með þau í matargerðinni. Salsa verde Hér eru tvær aðferðir til að útbúa grænt salsa, annars vegar þar sem tómatillós eru notaðir hráir og hins vegar þar sem þeir eru grillaðir í ofni. Hráefni: 5 til 6 þvegin tómatillós 3 ferskir chili-pipar 1 msk. af ferskum og söxuðum kórí- ander 1/4 bolli af fínsöxuðum lauk Salt Hrátt salsa: Saxaðu tómatillós og chili-pipar og settu í matvinnsluvél ásamt kóríander og 1/4 bolla af vatni. Láttu þetta allt blandast vel og settu í skál. Hreinsaðu laukinn vel undir köldu vatni og hristu vel til að ná sem mestu vatninu af honum. Blandaðu honum út í blönduna ásamt salti. Grillað salsa. Hitaðu grillið í ofninum. Settu tóma- tillós og chili-piparinn á álpappír um 10 cm neðan við heitt grillið. Leyfðu þessu að grillast vel, eða þar til svartir blettir koma fram, þetta tekur um 5 mínútur. Snúðu þeim þá við og grill- aðu hina hliðina. Settu tómatillós og pipar í matvinnsluvél, ásamt safanum sem safnast hefur saman á álpappír- inn í ofninum. Bættu kóríander út í ásamt 1/4 bolla af vatni, blandaðu vel og settu í skál. Hreinsaðu laukinn vel undir köldu vatni og hristu vel til að ná sem mestu vatninu af honum. Blandaðu honum út í blönduna ásamt salti. [ NÝJUNG ] Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR FLJÓTLEGAN MAT Á FÖSTUDEGI. Kókoskjúklingur með ananas Þessi brakandi ferski, tælenskættaði, réttur er góður fyrir þá sem vilja losa salt og reyk jólafæðisins út úr kerfinu með vænu sparki. Tælensk matreiðsla er oft mjög einföld, það eina sem við þurfum að yfirstíga til þess að geta hrist rétti eins og þennan fram úr erminni er að verða okkur úti um nokkrar tegundir af kryddi. Í Reykjavík eru nú margar sérverslanir sem bjóða þessa vöru. Byrjið á því að taka þykka hluta kókosmjólkurinnar ofan af og setja á pönnu. Sjóðið þykknið á pönnunni nokkra stund og blandið karrí, fiskisósu, tamari-sósu,og pálmasykri saman við. Skerið kjúlinga- bringurnar í þumlungsstóra bita og setjið út í kókossoðið. Hrærið vel í á meðan kjúklingurinn eldast. Hellið afganginum af kókosmjólkinni út í, kremjið límónulaufin og sáldrið út í og látið allt sjóða um stund (2-3 mínútur). Þegar kjúklingurinn hefur eldast í gegn, setjið þá ananasbita út í og hitið áfram í ca 1 mínútu. Berið fram með hrís- grjónum. (Þeir sem ekki vilja hrísgrjón geta borðað réttinn á vænu beði af ísbergssalati) Hver og einn á sínum diski sáldrar blöndu af ferskum kóríander og chilli yfir réttinn, allt eftir þori og smekk. ■ 3-4 kjúklingabringur 1 dós kókosmjólk 1 msk. milt karrímauk 1 msk. fiskisósa 1 msk. tamari soyasósa 1 msk. pálmasykur 1 dós ananas (hellið soðinu af og skerðí bita) 2 kaffir límónulauf (þurrkuð lauf eru kramin, fersk skorin fínt) 1 rauður chilli ( fræhreinsaður og skorinn í fínar sneiðar) 1/2 búnt ferskur kóríander (gróft rifinn) Harðsoðið egg Eggið skal setja í tóman pott og láta kalt vetna renna yfir það, þar til að flýtur vel yfir eggið. Settu pottinn á eldavélina og hitaðu eggið þar til vatnið fer að sjóða, þá skal draga úr hitanum og láta pottinn standa á volgri hellunni í 10 til 15 mínútur til að fá harðsoðið egg. Taktu eggið úr vatninu með skeið og láttu það kólna. [ ] SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Írska viskíið Jameson hefur verið vinsælasta viskíið hér á landi um árabil. Viskí frænda okkar Íra virðist falla Íslendingum afar vel, það er hreint, þægilegt og milt með létt sætum vanillukeim. Það hentar vel í írskt kaffi, „Irish coffee“ en fátt er betra í vetrarkuld- anum. Viskí er líka ákaflega gott til blöndunar í ein- falda kokkteila, t.d. er gott að fylla upp með klaka og smá skvettu af sódavatni eða engiferöli og skreyta með límónusneið. Jameson-viskí fæst í mörgum stærðum í Vínbúðum, í 350 ml og 500 ml fleygum og 750ml og 1 lítra flöskum. Jameson: Jafnt í írskt kaffi og kokkteila Faxe Premium er nú kominn í nýjan búning, hálfgerð víkingaklæði. Þar leikur litli víkingurinn aðalhlutverk sem tákn Faxe og hafa aug- lýsingar með honum vakið mikla athygli undanfarið. Eru þær hluti af alþjóðlegri herferð framleiðandans og mega Íslendingar eiga von á að sjá besta vininn, litla víkinginn, halda áfram að reyna að bjarga klaufskum karlmönnum sem eru búnir að koma sér í klemmu í ýmsum aðstæðum. Fyrir tveimur árum hóf Bryggerigruppen að selja Faxe á ný til Íslands eftir nokkurra ára hlé. Ákveðið var að bjóða Faxe á lægra verði en dæmi voru um hérlendis. Markaðshlutdeild bjórsins hefur tífaldast á þessu tíma- bili og nemur nú um 10%. Þegar Faxe kom á markaðinn var ódýr- asti bjórinn í Vínbúðum á 189 kr. en með innkomu Faxe á lægra verði jókst samkeppnin mjög og ýmsar tegundir lækkuðu í verði. Verð í Vínbúðum er 129 kr. í 33 cl dós og 159 kr. í 50 cl dós. Faxe: Litli víkingurinn vekur athygli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.