Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.01.2005, Blaðsíða 43
Bandaríska indí-hljómsveitin Modest Mouse byrjar tónleika- ferð sína um Bandaríkin þann 21. janúar í Nashville. Síðasta plata sveitarinnar, Good News for People Who Love Bad News, var ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur síðasta árs. Hef- ur hún jafnframt selst meira en hinar þrjár síðustu plötur Modest Mouse til samans. Sveitin hefur verið tilnefnd til tveggja Grammy-tónlistarverð- launa, annars vegar fyrir besta rokklagið (Float On) og hins vegar fyrir bestu framsæknu plötuna, en hún var tekin upp við erfiðar aðstæður. Söngvarinn og gítar- leikarinn Isaac Brock átti við áfengisvandamál að stríða auk þess sem trommarinn Jeremiah Green þurfti að fara á geðsjúkra- hús á meðan á upptökum stóð. „Við ákváðum að halda áfram. Þegar við höfðum komist að þeirri niðurstöðu var eftirleikurinn auð- veldur. Ég ákvað að hlutirnir yrðu betri í framhaldinu,“ sagði Brock í spjalli við Rolling Stone. ■ 35FÖSTUDAGUR 7. janúar 2005 FRÁBÆR SKEMMTUN SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is Nýársmyndin 2005 Sýnd kl. 7.30 og 10 Frumsýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 16 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 10 Stranglega b.i. 16 Sýnd kl. 4 Ísl. tal VAMPÍRUBANINN BLADE ER MÆTTUR AFTUR HÆTTULEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR "séríslenskt Fönn, fönn, fönn!" "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..." HHH ÓHT Rás 2 "séríslenskt Fönn, fönn, fönn!" "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..." HHH ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 14 Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 10 Sýnd kl. 8 & 10 b.i. 16 Sýnd kl. 6 Yfir 19.000 áhorfendur Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. HHH Balli PoppTíví MBL HHH Algjört augnayndi! FBL Hressir ræningjar! Kvikmyndir.com HHH Sýnd kl. 5, 7.30 & 10 Sýnd kl. 5 m/íslensku tali Sýnd kl. 5, 7.30 & 10 m/ens. tal HHH kvikmyndir.com HHHHH Mbl Yfir 22.000 gestir Yfir 19.000 áhorfendur F R U M S Ý N I N G Þessi plata birtist hér og þar á list- um grúskara yfir bestu plötur árs- ins sem var að líða. Hún ætti þó að höfða til fleiri en bara þeirra sem stinga nefi sínu djúpt ofan í brunn tónlistarútgáfunnar í leit að fersk- asta vatninu. Þetta er í rauninni frekar venjulegt gítar-nýbylgju- popp. Svolítið sætt, vel samið, snyrtilega útsett og grípandi. Þetta er þriðja breiðskífa sveitarinnar og hún ber þess merki að hér sé reynd sveit á ferð sem er þegar búin að slípa sig til og finna sinn eigin hljóm. Hvergi missir sveitin marks í tilraunum sínum enda eru þær sjaldnast öfgafullar. Ef þetta væri málverk, væri þetta falleg lands- lagsmynd í haustlitunum. Þetta er mjög bandarísk tónlist. Samlíking við sveitir á borð við Jimmy Eat World og Slint eru ekki fjarri lagi, og ótrúlegt en satt þá minnir söng- rödd söngvarans og gítarspil mig á köflum á nýjustu breiðskífu Blink 182, þó svo að þessi tónlist sé víðs- fjarri þeim heim sem sú sveit til- heyrir. Hér er ekkert unglingaþung- lyndi eða stuttbuxur, bara metnað- arfullt og gáfulegt popprokk sem rennur einstaklega vel niður. Net- notendum er bent á lögin This Red Book og Syracuse sem gott dæmi um snilligáfu þessarar sveitar. Þægileg leið til þess að hefja dag- inn. Birgir Örn Steinarsson Þægindarokk? PINBACK: SUMMER IN ABBANDON NIÐURSTAÐA: Sætt nýbylgjupopp sem ætti ekki að geta gengið fram af neinum. Pinback tekst hið ótrú- lega, að brúa bilið á milli Slint og Jimmy Eat World. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN útsala 40-80% afsláttur Spútnik / klapparstígur 27 og Kringlunni In GoodCompany od any In Good Company *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Klikkaður útsölu-leikur! Allir sem taka þá tt fá glaðning! Aðal- vinnin gur er MEDI ON XX L tölva með 1 7” flatsk já! ■ TÓNLEIKAR FRÉTTIR AF FÓLKI Bú d d a t r ú a r -m a ð u r i n n Richard Gere hefur hvatt Palestínumenn til að kjósa í vænt- anlegum forseta- kosningum í land- inu. Gere hefur margoft heimsótt Mið-Austurlönd á u n d a n f ö r n u m árum og er umhugað um ástandið á svæðinu. Hljómsveitin Ske er í afskaplega góðu skapi þessa dagana. Í kvöld býður hún landsmönnum ókeypis á tónleika í Grand Rokk þar sem leikin verða lög af plötunni Feel- ings Are Great, sem kom út núna fyrir jólin. „Þetta verða útgáfutónleikar,“ segir Guðmundur Steingríms- son. „Það er ágætt að halda út- gáfutónleika í rólegheitunum að loknum jólaerlinum. Við spilum ekkert oft á tónleikum, en núna er bara sá gállinn á okkur.“ Hljómsveitin ætlar einnig að leika lög af fyrri breiðskífu sinni, Life, Death, Happiness & Stuff, svo þetta verða langir og góðir tónleikar. „Við ætlum að spila lögin að- eins öðru vísi en við höfum gert. Við verðum með meiri el- ektróník. Við byrjuðum þannig og erum að fikra okkur hægt inn í það aftur.“ Hljómsveitin hefur yfir forláta tölvu að ráða, sem jafnan gengur undir nafninu Jóakim Brak og fær að leika nokkuð stórt hlutverk á þessum tónleikum. „Hún framleiðir brak og bresti, og við viljum meina að hún sé austurrískur tilraunatón- listarmaður sem var uppi ein- hvern tímann á 19. öld.“ Fyrir utan almenna ánægju, sem er ríkjandi í hljómsveitinni nú um stundir, gefast ýmis til- efni til þess að fagna á þessum tónleikum. „Ég held að David Bowie, Karl Örvarsson og Elvis Presley eigi afmæli á miðnætti, svo það er aldrei að vita nema við brestum út í afmælissöng. Svo er líka gleðiefni að bæði Ragnar Bjarna- son og Ási í Smekkleysu fengu fálkaorðuna.“ ■ Modest Mouse í tónleikaferð MODEST MOUSE Hljómsveitin Modest Mouse sló loks í gegn með plötunni Good News For People Who Love Bad News. ■ TÓNLIST HLJÓMSVEITIN SKE Efnir til útgáfutón- leika á Grand Rokk í kvöld. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILLI Fikra sig aftur inn í tölvuhljóðin Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.