Fréttablaðið - 10.01.2005, Síða 2
SPURNING DAGSINS
Nei, ekki á Toppnum á Eskifirði.
Þórarinn Hávarðsson opnaði nýlega veitinga- og
skemmtistaðinn Toppinn á Eskifirði. Húskaup og
framkvæmdir kostuðu rúmar 27 milljónir króna.
Er ekki kalt á toppnum, Tóti?
2 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
Alþýðusambandið:
Samningar í uppnámi
KJARASAMNINGAR Í umræðum um
málefni ítalska verktakafyrirtæk-
isins Impregilo hafa forystumenn
Alþýðusambandsins minnt félags-
málaráðherra á að kjarasamning-
ar verða endurskoðaðir 1.
nóvember. Með því vilja þeir
benda ráðherranum á að fram-
ganga hans og stofnana félags-
málaráðuneytisins kunni að hafa
áhrif á forsendur samninga.
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ, segir
engar hótanir á ferðinni, aðeins
ábendingar um að uppsagnafor-
sendur séu til staðar, þróist mál
þannig. „Það eru raunar allar lík-
ur á að slíkar forsendur skapist
miðað við það sem þegar hefur
gerst. Hins vegar hefur engin
ákvörðun verið tekin enda tekur
Alþýðusambandið sem slíkt ekki
slíkar ákvarðanir heldur aðildar-
félögin og að auki verður það þá
ekki gert fyrr en þegar kemur að
endurskoðuninni.“
Þrátt fyrir að málið hafi ekki
verið skoðað formlega hafa
heyrst raddir innan ASÍ þess efn-
is að forsendur kjarasamninga
séu þegar brostnar.
- bþs
Slys í Bandaríkjunum
vekur ótta í Kópavogi
Ekki er vitað hve mikið klórgas er á svæði Mjallar-Friggjar í Kópavogi. Fyrirtækið
fær að klára að vinna birgðir sem það flutti með sér úr Reykjavík þó að starfsleyfi
vanti. Íbúar eru áhyggjufullir. Bæjarráð tekur ákvörðun um miðjan mánuðinn.
KLÓRGAS Níu létust í Suður-Kar-
ólínu í Bandaríkjunum þegar
fragtlest sem flutti klór rakst á
aðra kyrrstæða á fimmtudag og
klórgas komst í andrúmsloftið.
Um 250 manns þurftu læknisað-
stoð og 5,400 íbúum var gert að
rýma hús sín í flýti í tæplega
tveggja kílómetra radíus. Þeir fá
ekki að snúa heim fyrr en í fyrsta
lagi á þriðjudag. Enn er reynt að
stöðva lekann, samkvæmt fréttum
Associated Press, AP.
Íbúar í Kópavogi hafa hringt og
lýst áhyggjum sínum við Frétta-
blaðið af veru klórgasverksmiðju
Mjallar-Friggjar í Vesturvör í
Kópavogi. Ekkert er vitað um
framleiðslu fyrirtækisins en vitað
er að þegar fyrirtækið flutti frá
Fosshálsi í Reykjavík fylgdu
þrýstihylki með klórgasi og hófst
vinnsla án tilskilinna leyfa. Sótt
var um leyfi til klórframleiðslu.
Því var hafnað af Heilbrigðiseftir-
liti Hafnarfjarðar og Kópavogs.
Bæjarráð hefur málið til skoðunar
og ætlar að álykta um það 13. jan-
úar.
Guðmundur H. Einarsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseft-
irlits Hafnarfjarðar og Kópavogs,
segir fyrirtækið fá að klára þær
birgðir sem það flutti með sér.
Heilbrigðiseftirlitið viti ekki hve
miklar þær séu né hvort þær séu
geymdar á öruggan hátt. Það sé í
verkahring slökkviliðsins en litlar
líkur séu á slysi.
Bjarni Kjartansson, yfirmaður
eldvarnareftirlits slökkviliðsins,
segir bráðabirgðaúrbætur hafa
verið gerðar á eldvörnum hússins.
Þær séu vel ásættanlegar. Í mesta
lagi séu sex tonn af klóri í vinnslu
og sex tonn í gámi á svæðinu:
„Við höfum skyldu samkvæmt
lögum að bregðast við ef slys verð-
ur með hættuleg efni. Við höfum
hins vegar ekkert að segja um um-
búnað og varnir gegn því, það er í
umsjón vinnueftirlits og heilbrigð-
iseftirlits, nema hvað varðar
brunaþáttinn. Það segir sig sjálft
að eldsvoði í húsi sem hefur að
geyma umtalsvert magn af hættu-
legum efnum getur orðið að um-
hverfisslysi.“
Ekki fékkst samband við Hinrik
Morthens, eiganda eignarhaldsfé-
lags Filtertækni og Mjallar-Friggj-
ar. Hann kjósi að svara ekki
fjölmiðlum. gag@frettabladid.is
DAVÍÐ ODDSSON
Með svipaðar hugmyndir um uppbyggingu
Landspítalans og Samfylkingin.
Landspítalinn:
Fagnar hug-
mynd Davíðs
STJÓRNMÁL Kristján Möller, þing-
maður Samfylkingarinnar, fagnar
hugmynd Davíðs Oddssonar utan-
ríkisráðherra um að fjármagn
sem ríkið fengi fyrir sölu Símans
verði notað til stórs verkefnis, til
dæmis að byggja nýtt sjúkrahús
fyrir Landspítalann.
Fyrir ári síðan lagði Kristján
og fleiri þingmenn Samfylkingar
fram þingsályktunartillögu þar
sem þetta var lagt til. „Ég fagna
stuðningi Davíðs við þessa hug-
mynd,“ segir Kristján. Hann segir
Landspítalann eiga miklar eignir
sem hægt væri að selja ef nýtt
sjúkrahús yrði byggt. Þá vantaði
fimmtán til tuttugu milljarða
króna til að brúa bilið og það
mætti gera með hagnaði af sölu
Símans sem gæti orðið allt að
fjörutíu milljarðar króna.
- ghg
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
KVEIKT Í GÁMUM Tvisvar var
kveikt í ruslagámum í Hafnar-
firði á sunnudag og var slökkvilið
kallað út til að slökkva eldinn. Í
fyrra skiptið var um að ræða
gám við Lækjarskóla og í seinna
kviknaði í gámi við Túnhvamm.
SÖGULEGIR SAMNINGAR
Stuðningsmaður súdönsku frelsishreyfing-
arinnar fagnar undirritun sögulegra friðar-
samninga í Súdan.
Friðarsamningar í Súdan:
Borgara-
stríði lokið
SÚDAN, AP Súdönsk stjórnvöld hafa
undirritað friðarsamninga við leið-
toga uppreisnarmanna í Suður-Súd-
an. Samningarnir binda enda á
lengsta borgarastríð sem staðið
hefur yfir í Afríku. Hann var undir-
ritaður í höfuðborginni Nairóbí í
gær.
Um 1,5 milljónir manna hafa lát-
ist í stríðinu sem staðið hefur í tutt-
ugu ár á milli múslima úr norðri og
kristinna annars vegar og múslima
og andatrúarmanna úr suðri.
Friðarsamningurinn nær ekki til
Darfur-héraðs. ■
14 stöðvar
ÚTIVIST Landsmenn flykktust á
skíðasvæðin um helgina þar
sem fínasta veður var og gott
færi. Á laugardaginn voru það
Bláfjöll sem drógu fjöldann til
sín því lokað var í Skálafelli
vegna hvassviðris. Á sunnudeg-
inum snerist dæmið við þar sem
mikill vindur var í Bláfjöllum
og stólalyftur lokaðar fyrripart
dagsins. Fjöldinn fór því í Skála-
fell á sunnudaginn þar sem sól
og blíða réðu ríkjum.
„Það var næstum því örtröð í
Skálafelli í gær, slíkur var
mannfjöldinn,“ sagði Logi Sig-
urfinnsson, framkvæmdastjóri
Skíðasvæða höfuðborgarsvæð-
isins.
„Svæðið annaði ekki fjöldan-
um og á sunnudagsmorguninn
komst fólk hvorki lönd né
strönd vegna bílafjölda. Það
voru raðir í miðasölu, leigur og
lyftur og starfsmenn reyndu
eins og þeir gátu að anna fjöld-
anum. Það er nú samt alltaf
ánægjulegt þegar svona mikið
er að gera og það sem skiptir
mestu máli er að dagurinn gangi
slysalaust fyrir sig.“ Logi þorði
ekki að slumpa á fjöldann en
sagði þó að ekki kæmi sér á
óvart að um þrjú þúsund manns
hefðu heimsótt Skálafell á
sunnudaginn.
Sunnudagurinn bauð Akur-
eyringum einnig upp á heim-
sókn á skíðasvæðin þar sem
sólríkt og fallegt veður var í
Hlíðarfjalli.
- bg
Skíðasvæðin fjölmenn:
Örtröð var í Skálafelli og fjöl-
menni á öðrum skíðasvæðum
HLÍÐARFJALL Á AKUREYRI
Gott veður var á Akureyri á sunnudaginn
og margir gripu þann væna kost að skella
sér í Hlíðarfjall. Þessir krakkar voru ánægð-
ir með daginn.
SVÆÐIÐ SEM GÆTI MENGAST VIÐ SLYS
Aðvara þyrfti fólk í allt að 2,7 kílómetra
fjarlægð slyppi klórgas út í andrúmsloftið.
Mörg þúsund manna byggð er í kringum
fyrirtækið Mjöll-Frigg. Bæði sjúkrahús höf-
uðborgarinnar eru innan svæðisins.
KLÓRGAS LEYST ÚR LÆÐINGI Í BANDARÍKJUNUM
Fljótandi klór var farmur fragtlestar sem lenti á annarri kyrrstæðri í Suður-Karólínu í
Bandaríkjunum á fimmtudag. Rýma þurfti byggð í tveggja kílómetra radíus. Fólkið fær
ekki að snúa heim fyrr en á þriðjudag. Níu létust. Enn er unnið að stöðvun lekans.
FRÁ KÁRAHNJÚKUM
Framganga Impregilo og yfirvalda vinnumála
kunna að setja kjarasamninga í uppnám.
M
YN
D
A
P
M
YN
D
A
P
Bílvelta:
Fimm í skoð-
un á spítala
LÖGREGLUMÁL Fimm manna fjöl-
skylda virðist hafa sloppið vel þeg-
ar jeppi sem hún var í valt. Atvikið
varð á Vesturlandsvegi sunnan við
afleggjarann á Bröttubrekku um
kvöldmatarleytið í gær.
Ekki sáust áverkar á þeim en
læknir sem kom á staðinn ákvað að
senda þau til skoðunar á Landsspít-
ala – háskólasjúkrahús. Fjölskyldan
var á suðurleið. Mikil hálka og ísing
var á vegum en fjölskyldan komst
út úr bílnum og fékk aðstoð vegfar-
enda. Lögreglan í Borgarnesi segir
mesta mildi að ekki skyldi fara verr.
- gag