Fréttablaðið - 10.01.2005, Qupperneq 6
6 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
Hafrannsóknastofnunin:
Mikil loðna og kvóti aukinn
SJÁVARÚTVEGUR Hægt verður að
auka loðnukvótann verulega miðað
við þá loðnu sem fundist hefur í
rannsóknarleiðangri Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Rannsóknar-
skipið Árni Friðriksson hélt til leit-
ar ásamt níu loðnuskipum fyrir um
viku síðan og hefur verið leitað frá
sunnanverðum Vestfjörðum austur
að Norðfjarðarflóa.
Gert er ráð fyrir að loðnumæl-
ingu ljúki um eða upp úr miðri
næstu viku og í kjölfarið mun Haf-
rannsóknastofnunin gera tillögur
um endanlegt aflamark á yfir-
standandi loðnuvertíð. Jóhann Sig-
urjónsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunarinnar, segir að mikil
óvissa hafi ríkt um hversu mikla
loðnu væri hægt að veiða á yfir-
standandi vertíð þar sem mælingar
hafi gengið illa í haust og áður en
þeim var hætt fyrir áramót. Nú sé
hins vegar búið að finna loðnuna og
sjómenn og útgerðarmenn geti
gert ráð fyrir því að kvótinn verði
aukinn en um endanlega niður-
stöðu mælinga og tillögur stofnun-
arinnar um aflamark sé ekkert
hægt að segja fyrr en að leiðangri
loknum. - ghg
Hækkanir langt um-
fram verðlagsbreytingar
Alþýðusamband Íslands hefur áhyggjur af hækkunum ríkis og sveitarfélaga á gjaldskrám og áhrifum
þeirra á verðbólgu. Forseti ASÍ segir að hið opinbera eigi að sýna betra fordæmi.
OPINBER GJÖLD „Þessar hækkanir
eru þægileg fordæmi fyrir al-
menna markaðinn,“ segir Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ, um þær
hækkanir sem ríki og sveitarfélög
hafa boðað á gjaldskrá og útsvari.
„Ég vitna til þeirrar reynslu að
vörur og þjónusta hækka þegar
svona hefur gerst áður.“ Hann seg-
ir margar hækkanir á gjaldskrá
hins opinbera vera langt umfram
verðlagsbreyt-
ingar á árinu.
Á lista sem
ASÍ hefur tek-
ið saman yfir
hækkanir á
gjöldum ríkis
og sveitarfé-
laga, kemur
meðal annars
fram að komu-
gjöld á heilsu-
gæslustöðvar
hækki um tæp
17 prósent. Þá
bendir Grétar
á að fasteigna-
skattur í
Reykjavík sé í raun að hækka um
23 prósent, því bæði sé hækkun á
fasteignamati og hlutfallinu sem
sveitarfélagið tekur af fasteigna-
gjaldinu. „Það er til mikillar fyrir-
myndar, vegna þess hve fasteigna-
matið er að hækka mikið, að
Seltirningar eru að lækka hlutfall-
ið. Það sýnir að þetta er ekki endi-
lega sjálfvirk hækkun.“
Ljóst er hvaða sveitarfélög
munu hækka útsvarsálagningu
sína fyrir þetta ár, en þar á meðal
eru Kópavogur og Reykjavík. En
þar sem fjárhagsáætlun liggur
ekki fyrir í öllum sveitarfélögum
er ekki víst hverjar hækkanirnar
verða á þjónustugjöldum. Víðast
verða þær um fimm prósent, eftir
því sem segir á heimasíðu ASÍ.
Í febrúar eða mars mun koma í
ljós hvaða áhrif þessar hækkanir
hafa á vísitölu neysluverðs og því
verðbólgu í landinu. Grétar segir
augljóst að þessar hækkanir muni
hafa þar áhrif, þrátt fyrir að menn
hafi verið að gera að því skóna að
gengi íslensku krónunnar og að-
gerðir Seðlabankans myndu
kannski slá þar á. Áhrif hækkana á
verðbólgu komi ekki í ljós fyrr en á
haustmánuðum. Ef verðbólga verð-
ur ekki innan þeirra marka sem
gert var ráð fyrir við samninga, er
hægt að segja þeim upp. Hvort af
því verður getur Grétar ekki sagt
fyrir um: „Það geta hlutir gerst
sem við sjáum ekki fyrir í dag, en
hættan er fyrir hendi.“
svanborg@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
VATNSKEMMDIR Á ÍBÚÐ Miklar
vatnsskemmdir urðu á íbúðar-
húsnæði í Grundarfirði aðfara-
nótt sunnudags. Festing losnaði
undir krana í íbúð á efri hæð í
tveggja hæða fjórbýli og spraut-
aðist vatn út af miklum krafti.
Vatnið lak um alla íbúð og tók
svo að rigna á hæðina fyrir neð-
an. Eigendur íbúðarinnar voru
staddir erlendis en þegar eig-
endur íbúðarinnar á neðri hæð-
inni komu heim flæddi vatn á
móti þeim, og á gólfinu var um
5-8 cm vatnshæð.
MIKILL HRAÐAKSTUR Fjórir
ökumenn voru kærðir fyrir of
hraðan akstur á Reykjanesbraut
á tæpum tveimur tímum á
sunnudagsmorgun. Mesti hraði
sem mældist var 115 kílómetrar.
HÆKKANIR Á GJALDSKRÁ OPINBERRAR ÞJÓNUSTU RÍKISINS:
Komugjöld á heilsugæslustöðvar 16,7%
Komugjöld ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og vegna barna utan dagvinnutíma 14,3%
Gjöld vegna vitjana lækna 15,6%
Gjöld vegna vitjana lækna til ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og barna 16,7%
Gjöld vegna heimsókna á slysadeildir sjúkrahúsa 3,4%
Gjald fyrir hverja komu og endurkomu á göngud. sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna 3,3%
Almennt gjald sjúkratryggðra fyrir keiluskurðaðgerðir og hjartaþræðingu 3,5%
Gjald fyrir sjúkraflutninga 2,9%
Hækkun á skrásetningagjöldum háskóla 38,5%
Hækkun bifreiðagjalds 3,5%.
Gjöld fyrir ýmiss konar þjónustu 10,0% (að jafnaði), t.d. ýmis dómsmálagjöld, þinglýsingargjöld
og gjöld fyrir útgáfu margvíslegra leyfa, áritana, vottorða og skírteina.
Hækkun áfengisgjalds (tóbak og sterkt vín) 7%.
Umsýslugjald sem húseigendur greiða (0,1% af brunamótamati) er ekki fellt niður.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
27
01
3
0
1/
20
05
Netsmellur
Alltaf ód‡rast á netinu
Tekurðu þér vetrarfrí?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu búinn að gefa pening í söfnun Rauða
krossins vegna hamfaranna í Asíu?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
61%
39%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
HAMFARIR Staðfest er að 439 er-
lendir ríkisborgarar voru á meðal
þeirra ríflega 150 þúsund manns
sem talið er að hafi látist. Enn er
nokkurra þúsunda erlendra ríkis-
borgara saknað þannig að líklegt
er að mun fleiri hafi látist.
Flestir þeirra erlendu ríkis-
borgara sem fórust voru Þjóð-
verjar. Íslenska utanríkisráðu-
neytið telur að enginn Íslendingur
hafi látist eða slasast af völdum
flóðbylgjunnar. Um tíma hafði
ekki spurst til ellefu Íslendinga en
þeir létu vita af sér eftir því sem
á leið. Sá síðasti lét vita af sér á
föstudaginn svo að nú er talið að
allir þeir sem voru á svæðinu þeg-
ar hamfarirnar urðu hafi sloppið.
Upplýsingar alþjóðlegra frétta-
stofa um tölur yfir fjölda þeirra
sem saknað er eru misvísandi.
Þannig greinir Reuters frá því að
enn sé ellefu Íslendinga saknað.
Fréttastofa AP gerir það hins veg-
ar ekki. - th
Erlendir ríkisborgarar á hamfarasvæðunum í Asíu:
Staðfest að 439 létust
ERLENDIR RÍKISBORGARAR
Á HAMFARASVÆÐUNUM
Látnir Saknað
Þýskaland 60 1.000
Svíþjóð 52 637
Bretland 49 391
Bandaríkin 37 *
Sviss 23 330
Japan 23 240
Frakkland 22 90
Ítalía 20 338
Ástralía 19 78
Finnland 15 176
Noregur 12 78
Suður-Kórea 12 8
Austurríki 10 384
Suður-Afríka 10 380
Hong Kong 10 0
Singapúr 9 0
Danmörk 7 57
Holland 7 30
*Engar nákvæmar tölur til yfir fjölda
þeirra sem saknað er. – Heimild: AP
MINNINGARATHÖFN Í BERLÍN
Minningarathöfn um fórnarlömb hamfaranna í Asíu fór fram í Berlín í gær. Staðfest er að
60 Þjóðverjar létust en óttast er að sú tala eigi eftir að margfaldast.
ÁRNI FRIÐRIKSSON
Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunarinnar
hefur fundið loðnu fyrir norðan land en illa
hafði gengið að leita hennar fyrir áramót.
GRÉTAR ÞOR-
STEINSSON
Grétar bendir á að
fasteignagjöld í
Reykjavík séu í raun
að hækka um 23 pró-
sent. Slíkar hækkanir
komi ekki sjálfkrafa.
Akureyri:
Sorphreinsunargjald 31%
Leikskólagjald 2,5%
Árborg
Þjónustugjöld 3,5%
Hitaveita Suðurnesja 3,58%
Mosfellsbær
Þjónustugjöld 3-4%
Garðabær
Sorphreinsunargjald 40%
Frístundaheimili 5%
Hafnarfjörður
Sorphreinsunargjald 18%
Leikskólagjöld (með fæði) 15%
Leikskólagjöld, forgangur 21%
Hitaveita Suðurnesja 4,86%
Kópavogur
Útsvar 0,09% stig.
Sorphreinsunargjald 11%
Leikskólagjald (með fæði) 6%
Leikskólagjald, forgangur 9%
Reykjanesbær
Sorphreinsunargjald 4%
Hitaveita Suðurnesja 4,86%
Reykjavík
Útsvar 0,33% stig.
Sorphreinsunargjald 30%
Leikskólagjald 0,65%
Leikskólagjald, forgangur 2%
Gjaldskrá frístundaheimila grunn-
skólabarna 10%
Orkuveita Reykjavíkur 3,89%
Seltjarnarnes
Þjónustugjöld 5%
Hitaveita 10%
Rarik í dreifbýli 7,9%
Orkubú Vestfjarða >10%
Norðurorka fastagjald 4-7%
Raforka til hitunar 15-20%
Hitaveita Suðurnesja 4,86% (utan
Vestmannaeyjar og Árborg 3,58%.)
Heimild: ASÍ
HÆKKUN Á GJALDSKRÁ SVEITARFÉLAGA:
MYNDIR AF FÓRNARLÖMBUM
Ættingjar og vinir fólks sem saknað er eftir
flóðbylgjuna í Asíu hafa hengt upp myndir
þeim sem saknað er á vegg á eyjunni
Phuket.
Erfitt að bera kennsl á
fórnarlömb:
Lík farin
að rotna
ASÍA, AP Lík fórnarlamba flóð-
bylgjunnar í Asíu eru mörg svo
illa farin vegna rotnunar að erfitt
er að bera kennsl á þau. Vegna
þessa segjast yfirvöld í Taílandi
ekki geta borið á kennsl á meira
en tvö þúsund lík.
Líkhús eru yfirfull og hefur
hofum og ýmsum öðrum bygging-
um verið breytt í líkhús. Réttar-
læknar vinna nú allan sólahring-
inn við að reyna að bera kennsl á
fólkið sem fórst í hamförunum.
Staðfest er að ríflega 5.300
manns hafa látist í Taílandi en ótt-
ast er að allt að 9.000 hafi látist.
Af hinum látnu eru um 1.800 Taí-
lendingar, en um 1.300 erlendir
ríkisborgarar. Ekki er vitað hver
uppruni um 2.200 manna er. ■