Fréttablaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 14
14
Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður
á Kárahnjúkum, hefur fylgst með og
reiknað út launakjör erlendra starfs-
manna. Hann segir að meint brot
Impregilo á portúgölskum starfsmönn-
um komi sér ekki á óvart.
Af hverju ætti þetta að koma mér á
óvart?
Gerirðu ekki ráð fyrir því að menn
standi við samninga?
Þarna liggur á milli tvenns konar skiln-
ingur og um það greinir okkur. Þetta
snýst um það hvaða skilning þeir leggja
í samkomulag sem var gert fyrir rúmu
ári.
Nákvæmlega um hvað er það?
Impregilo hefur viðurkennt að mínir út-
reikningar séu réttir en hefur aðra
skoðun á því með hvaða hætti eigi að
túlka samkomulagið, hvort eigi að
miða við nettólaun eða brúttólaun.
Deilan stendur líka um það sem tíðkast
á almennum vinnumarkaði. Við höfum
verið að reyna í langan tíma að fá þá
að borðinu, gefa okkur fullnægjandi
skýringar á útreikningum sínum og
reyna að finna lausn út frá því. Það hef-
ur ekki gengið eftir. Þeir túlka samn-
inga eins og þeim sýnist. Mitt álit skipt-
ir voðalega litlu máli.
Hvað segja erlendu starfsmennirnir
um þetta?
Ég vil ekki segja til um afstöðu erlendu
starfsmannanna.
ODDUR FRIÐRIKSSON
Tvenns konar
skilningur
ÁGREININGURINN VIÐ IMPREGILO
SPURT OG SVARAÐ
Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) var
stofnuð árið 1960 sem undirstofnun Al-
þjóðabankans og veitir langtíma vaxta-
laus lán og styrki til fátækustu ríkja
heim. Tilgangurinn er að styrkja efna-
hagsþróun ríkjanna og draga úr fátækt.
Hægt er að sækja um lán til að byggja
upp stefnu, stofnanir og mannauð sem
nauðsynlegur er fyrir sjálfbæra þróun.
Fátæk ríki sem þegar eru skuldum vafin,
eða hafa farið illa vegna HIV/eyðni eða
náttúruhamfara geta fengið styrki stofn-
unarinnar. 44 prósent lána hennar eru til
að byggja upp menntun, heilbrigðiskerfi,
velferðarkerfi, vatnsbúskap og hreinlæti.
26 prósent af lánum fara í að byggja
upp stofnanir og 11 prósentum er varið í
landbúnað og uppbyggingu dreifbýlis.
Til að ríki geti fengið aðstoð stofnunar-
innar, þarf verg þjóðaframleiðsla að vera
undir 53.630 krónum á íbúa á ári. Þau
þurfa að hafa lítið traust til að fá lán á
almennum markaði. Þá þurfa þau að
geta sýnt fram á að stefna þeirra í ríkis-
fjármálum ýti undir vöxt og dragi úr fá-
tækt. 81 land fær nú lán hjá Alþjóða-
framfarastofnuninni. Indland, Bangladess
og Kongó eru þau ríki sem fá mestan
stuðning hennar. Srí Lanka er einnig
meðal þeirra ríkja sem mestan fá stuðn-
inginn. Taíland er eitt þeirra ríkja sem
hefur notið stuðnings Alþjóðaframfara-
stofnunarinnar, en hætti að fá slíkan
stuðning 1979.
Mest af fjármagni stofnunarinnar kemur
frá stuðningsríkjum. Bandaríkin, Japan,
Þýskaland, Bretland, Frakkland, Kanada
og Ítalir borga 70 prósent af greiðslum
stuðningsríkja núverandi fjárhagstíma-
bils. Þá fær stofnunin einnig tekjur
vegna endurgreiðslu lána og af fjárfest-
ingum.
Lánar fátækustu ríkjum heims
FBL GREINING: ALÞJÓÐAFRAMFARASTOFNUNIN
10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
Eyfirðingar í eina sæng
Sameiningarnefnd, sem félags-
málaráðherra skipaði í desember
2003, lagði til sl. haust að kosið
yrði um sameiningu í 80 sveitarfé-
lögum 23. apríl næstkomandi.
Sveitarfélögin eiga að senda sam-
einingarnefndinni tillögur um
sameiningarkosti á hverju svæði
fyrir sig. Það er svo sameiningar-
nefndarinnar að meta hvaða kosti
almenningi verði boðið að kjósa
um og er nefndin ekki bundin
vilja sveitarfélaganna í þeim efn-
um.
Bæjaryfirvöld á Akureyri,
Siglufirði og í Dalvíkurbyggð
hafa gefið upp að þau vilji að kos-
ið verði um sameiningu allra
sveitarfélaganna tíu við Eyjafjörð
en þau eru: Siglufjarðarkaupstað-
ur, Ólafsfjarðarbær, Dalvíkur-
byggð, Grímseyjarhreppur, Arn-
arneshreppur, Hörgárbyggð, Ak-
ureyrarbær, Eyjafjarðarsveit,
Svalbarðsstrandarhreppur og
Grýtubakkahreppur.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru líkur á að meirihluti
sveitarstjórnarmanna í a.m.k. sex
sveitarfélaganna sé fylgjandi því
að kosið verði um sameiningu í
eitt sveitarfélag. Slík sameining á
hins vegar minna fylgi á meðal
sveitarstjórnarmanna í Grýtu-
bakkahreppi, Svalbarðsstrandar-
hreppi, Hörgárbyggð og Eyja-
fjarðarsveit og hefur sveitar-
stjórn Eyjafjarðarsveitar lýst því
yfir að sameining allra tíu sé
ótímabær.
Afstaða Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
telur ekki að fram séu komin
nægilega góð rök sem mæla ein-
dregið með sameiningu sveitarfé-
lagsins við önnur á svæðinu. Verði
kosið um sameiningu á svæðinu á
annað borð þá er það mat sveitar-
stjórnar Eyjafjarðarsveitar að
einungis eigi að kjósa um samein-
ingu Arnarneshrepps, Hörgár-
byggðar, Akureyrar, Eyjafjarðar-
sveitar, Svalbarðsstrandarhrepps
og Grýtubakkahrepps. Af sveitar-
félögunum tíu, í og við Eyjafjörð,
standa þá eftir: Dalvíkurbyggð,
Grímseyjarhreppur, Ólafsfjarðar-
bær og Siglufjarðarkaupstaður.
Þar með er alls ekki sagt að sveit-
arstjórn Eyjafjarðarsveitar sé
andvíg sameiningu allra sveitar-
félaganna tíu. Sveitarstjórninni
finnst hins vegar enn skorta rök-
stuðning til að réttlæta slíka sam-
einingu.
Í bókun sveitarstjórnar Eyja-
fjarðarsveitar um sameiningar-
málin segir meðal annars: „Í Ólafs-
firði og Dalvíkurbyggð er við þann
byggðavanda að etja sem ekki get-
ur verið sanngjarnt að velta á ná-
grannasveitarfélög með samein-
ingu, þar hlýtur ríkisvaldið að
þurfa að leggja sitt af mörkum til
úrlausnar vandans.“ Hólmgeir
Karlsson, oddviti sveitarstjórnar
Eyjafjarðar, segir að þarna sé átt
við að á undanförnum árum hafi
átt sér stað fólksfækkun í byggð-
arlögunum við utanverðan Eyja-
fjörð og sé fækkunin farin að hafa
áhrif á fjárhagsstöðu þessara
sveitarfélaga. Segir hann að það sé
ekki verkefni sveitarfélaganna að
leysa þann vanda, ein og óstudd,
heldur eigi ríkisvaldið að koma að
málinu. „Verði það vilji sameining-
arnefndar að kosið verði um sam-
einingu allra 10 sveitarfélaganna á
svæðinu þá væntum við rökstuðn-
ings með slíkri tillögu. Ef okkur
finnast rökin góð þá mun sveitar-
stjórn Eyjafjarðarsveitar mæla
með sameiningu allra sveitarfélag-
anna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ segir
Hólmgeir Karlsson.
Forsendur sameiningar
Göng á milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar, um Héðinsfjörð, eru
að mati sveitarstjórnarmanna á
svæðinu frumforsenda samein-
ingar. Undir það er tekið í skýrslu
um kosti og galla sameiningar
sveitarfélaga við Eyjafjörð sem
unnin var af Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri (RHA).
Bæjarráð Akureyrar hefur þar að
auki sett fram tvö önnur skilyrði
fyrir sameiningunni. Bæði snúa
þau að ríkisvaldinu og þau þarf að
uppfylla áður en gengið verður til
kosninga um sameiningu í apríl.
Annað skilyrðið er yfirlýsing um
að ekki komi til skerðingar úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og
hitt að samkomulag hafi náðst
Skemmtilegu jazzballett og freestyle nám-
skeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli.
Nú skráum við í:
JazzballettFreestyle
Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 14.00
Dugguvogi 12
*Leið 4
stoppar
stutt frá
• 5-7 ára
• 8-10 ára
• 11-13 ára
• 14-16 ára
• 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár
AKUREYRI
Verði af sameiningu sveitarfélaganna tíu við Eyjafjörð verður stjórnsýslan að mestu á Akureyri. Þar býr bróðurpartur íbúa svæðisins
GRÍMSEY
Flugleiðin frá nyrsta byggðakjarna Eyjafjarðar til Akureyrar tekur tæpan hálftíma.
FJÖLDI ÍBÚA Í SVEITARFÉLÖGUNUM:
Akureyrarbær 16.450
Arnarneshreppur 183
Eyjafjarðarsveit 993
Dalvíkurbyggð 1.946
Grímseyjarhreppur 92
Grýtubakkahreppur 393
Hörgárbyggð 390
Ólafsfjarðarbær 980
Siglufjarðarkaupstaður 1.386
Svalbarðsstrandarhreppur 365
Samtals: 23.173
Heimild: Hagstofa Íslands
Tölur frá 1. desember 2004
Bæjaryfirvöld á Akur-
eyri, Siglufirði og í Dal-
víkurbyggð hafa lagt til
að öll tíu sveitarfélögin á
Eyjafjarðarsvæðinu
sameinist í eitt. Sveitar-
stjórnarmenn í a.m.k.
sex sveitarfélögum eru
hlynntir sameiningu að
uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.