Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 49

Fréttablaðið - 10.01.2005, Side 49
Hamfarirnar í Suður-Asíu milli jóla og nýárs hafa varpað ljósi á framlagi Vesturlanda og þá sér- staklega Bandaríkjanna til þróun- armála. Forgangsverkefni í þró- unarmálum er baráttan gegn fá- tækt í heiminum. Nærri helming- ur mannkyns berst við fátækt og tæpur fjórðungur við sára fátækt, þ.e. þarf að draga fram lífið á rúmum 60 íslenskum krónum á dag. Ástandið er verst í Afríku sunnan Sahara þar sem tæpur helmingur íbúa er undir þessum sultarmörkum og nær hlutfall- ið rúmum 80 prósentum í Úg- anda og Eþíópíu. 189 aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna samþykktu árið 2000 að minnka þessa sáru fátækt um helming fyrir 2015. Þetta er lofsvert mark- mið en nú þegar tíu ár eru til stefnu bendir margt til þess að Afríka sé að missa af lestinni meðan þjóðir Asíu með Kína í far- arbroddi hafa náð að minnka fá- tækt umtalsvert á undanförnum áratug. Stórátak helstu stórvelda heims þarf til að koma Afríku á réttan kjöl og þar mun sem fyrr muna mestu um afstöðu Banda- ríkjanna. Bandaríkin eru í senn kjölfesta og Akkilesarhæll Sam- einuðu þjóðanna. Sagan sýnir að þegar mikið liggur við er öflugt liðsinni Bandaríkjanna nauðsyn- legt. Hins vegar hafa Bandaríkin verið gagnrýnd árum saman fyrir að slá slöku við þegar kemur að því að rétta þróunarlöndum hjálp- arhönd. Bandaríkin verja mestu fé í krónum talið til þróunarmála en þegar þetta framlag er skoðað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, þá skrapa Bandaríkin botninn. Árið 1992 settu Sameinuðu þjóð- irnar fram markmið um að rík- ustu þjóðir heims legðu fram 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunarmála. Nú þrettán árum síðar eru aðeins fimm þjóðir sem ná því marki. Í þeim hópi eru Norðurlandaþjóðirnar Norðmenn, Svíar og Danir. Til samanburðar er framlag Íslands til þróunarað- stoðar nú 0,19% af þjóðarfram- leiðslu en hækkar í 0,35% árið 2009 samkvæmt stefnumörkun ís- lenskra stjórnvalda. Bandaríkin verja hins vegar aðeins 0,14% af þjóðarframleiðslu til þróunar- mála. Það er athyglisvert að framlag Bandaríkjanna til barátt- unnar við fátækt, hungur, og aðra neyð í þróunarlöndunum er að- eins 3% af útgjöldum þeirra til hermála. Framlag Bandaríkjanna til þróunarmála per íbúa er fjór- um sinnum lægra en meðal Kan- inn eyðir í gosdrykki á hverju ári. Skoðanakannanir segja merkilega sögu um það hve þjóðin er illa upplýst um stefnu Banda- ríkjastjórnar í þróunarmálum. Þær sýna að þjóðin telur að ríkisstjórnin sé alltof rausnarleg og verji að með- altali 24% af út- gjöldum sínum til þróunarað- stoðar meðan 10% væri hæfi- legt. Staðreynd- in er hins vegar sú að framlög B a n d a r í k j a - stjórnar til þró- unarmála ná ekki 1% af heild- arútgjöldum rík- isins! Eina leiðin til að fá Banda- ríkjastjórn til að auka verulega þessi framlög er að koma henni í skilning um að baráttan gegn fá- tækt sé órjúfanlegur hluti af her- ferðinni gegn hryðjuverkum. Fá- tæklingar stofna ekki til hryðju- verka í sjálfu sér en leiðtogar hryðjuverkahópa nýta sér fátækt í þróunarlöndum til að afla fylgis við málstað sinn og safna fót- gönguliðum. Bandaríkjastjórn getur því réttlæt aukin framlög til þróunarmála sem skynsamlega fjárfestingu í þjóðaröryggi. Hitt er svo annað mál að nú andar vægast sagt köldu milli ríkjandi afla í Bandaríkjunum og forsvars- manna Sameinuðu þjóðanna. Báð- ir aðilar verða að brjóta odd af of- læti sínu, því hér er einfaldlega of mikið í húfi. ■ Út frá töflu sem birtist í umfjöllun um kvótamál í Fréttablaðinu nýlega má reikna að á 22 árum kvótakerfis- ins hafi 35% eftirlifandi þorsk- stofns verið drepin árlega að jafn- aði, líka eftir að ákveðið var 1995 að þetta aflamark skyldi vera 25%. Með 35% veiði verða aðeins um 12% af árganginum eftir þegar hann er orðinn 9 ára, ef veiðin byrj- ar við fjögurra ára aldur. Til viðbót- ar veiðunum kemur svo dauði af öðrum orsökum. En fyrst við 9 ára aldur er þorskurinn orðinn svo kyn- þroska að hrygning hans er mark- tæk. Ef hins vegar aðeins 25% til- tekins árgangs eru veidd árlega verða 24% árgangsins á lífi þegar hann er orðinn 9 ára. Með þessum alvarlegu mistökum í veiðistjórn- inni hefur hrygningarstofninn verið skertur um helming, ef ekki meira, svo að engan þarf að undra þó að aflinn hafi líka minnkað um helm- ing á kvótaárunum. Ofan á þetta kemur sérstök netaveiði hrygning- arstofnsins sjálfs og árganga sem eru að nálgast þann aldur. Í þessu ljósi er það furðulegt hvað ýmsir stjórnmálamenn og útgerðarmenn lýsa mikilli ánægju með kvótakerf- ið í greinum Fréttablaðsins. Af þessu tilefni finnst mér ástæða til að segja í mjög styttu máli frá rannsókn sem ég hef gert á afkomu þorskstofnsins síðustu hálfa öld og reyndar mun lengur. Niðurstaðan kemur fram í eins kon- ar jafnstöðukorti þorskveiða sem hér er birt. Það sýnir samhengið á milli veiðistofns, hrygningarstofns og nýliðunar, hvenær sem jafnvægi eða jafnstaða er komin á, miðað við hitafar og aflamark undanfarins áratugar eða svo. Aflamarkið má lesa af rauðu línunum og hitann í Stykkishólmi af boglínunum, 2,5, 3,0 gráður og svo framvegis. Blái punkturinn sýnir ástand svipað því sem það var stundum áður en kvótinn kom. Árshitinn í Stykkishólmi var þá um 4 stig og aflamarkið var nálægt 25%, aflinn var með öðrum orðum um það bil fjórðungur af veiðistofni. Veiði- stofninn má lesa í bláa punktinum milli grænu línanna, nálægt 1700 þúsund tonnum. Hrygningarstofn- inn sést á kvarðanum neðst á kort- inu, beint fyrir neðan bláa punktinn, tæplega 200 þúsund tonn. Þá er reyndar ekki átt við mat Hafrann- sóknastofnunar á hrygningarstofni, heldur virkan hrygningarstofn, þyngd 9 ára þorsks og eldri. Nýlið- unina má svo lesa á kvarðanum vinstra megin á kortinu, í sömu hæð og bláa punktinn, um 250 milljónir þriggja ára fiska. Og árlegur afli, árangurinn af öllu saman, sést milli bláu línanna, rúm 400 þúsund tonn. Þannig var ástandið áður en sú of- veiði byrjaði sem kvótinn átti að bæta úr. En þess er líka skylt að geta að með hafísárunum á sjöunda áratugnum kólnaði loftslagið svo að varla var hægt að ætlast til meira en 350 þúsund tonna ársafla fyrr en nú um og eftir aldamótin þegar aft- ur hefur hlýnað. Því meiri gætni hefði þurft að sýna í sókninni. Lítum þá á ástand síðustu ára, árangurinn af svokallaðri veiði- stjórn á kvótatímanum. Það er rauði punkturinn sem sýnir það. Aflamarkið er komið upp í 35% eins og sést af rauðu línunum, en hitinn er 3,5 til 4 gráður eins og hann hefur verið síðasta áratug. Veiðistofninn hefur verið nálægt 600 þúsund tonnum, hrygningar- stofninn (9 ára og eldri) innan við 30 þúsund tonn og nýliðunin um 120 milljónir þriggja ára fiska. Og í samræmi við þetta er aflinn rýr, einungis 200 þúsund tonn. Reyndar er hæpið að tala um jafnstöðu í þessu tilfelli, því að reikningar sýna að í þessum punkti fer að verða hætta á því að ekki sé hægt að ná jafnvægi, heldur muni stofn- inn hrynja smátt og smátt ef ekkert verður að gert. Það liggur í augum uppi að eins og sakir standa er það ábyrgðarlaus kenning að best sé að veiða og veiða, drepa og drepa um- fram það sem gert hefur verið. Um þetta heyrast háværar raddir. Með- an menn leggja eyrun við slíkum boðskap er ekki von á góðu. Því miður hefur ekki verið stað- ið við þá fyrirætlun sem ráðamenn hafa í orði kveðnu haft síðan 1995, að veiða ekki nema fjórðung veiði- stofnsins. Það var að vísu gert 1996 og 1997, en þá fór allt úr böndunum og meðaltalið hefur nú verið 35% í 8 ár. Nú hefur loftslagið hlýnað en samt þarf að setja markið við 22% í bili eins og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til, og standa við það. Ár- angur af því mun fara að sjást eftir svo sem 5 ár, og eftir 10 ár gæti ástandið verið að nálgast þá jafn- stöðu sem blái punkturinn sýnir og var í gildi áður en hörmungar kvótatímabilsins hófust. Það mundi líka flýta mikið fyrir batanum að hætta netaveiðum hrygningarfisks. Til að koma þessu í kring er vilji allt sem þarf. ■ 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR20 Að hjálpa fátækumMistök í veiðistjórn á Íslandi Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír 397 kr/pakkningin Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum. Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr Gatapokar 100 stk í pakka 486 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005 Niðurstaða síðustu könnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna er mér afar sorgleg, en ekki óvænt heldur eðlileg afleiðing skelfilegrar blindu kallsins í brúnni. Þau mál sem kallinn, Halldór og hirð hans hafa klúðr- að þvert á stefnu flokksins eru m.a.: Málefni öryrkja, fjöl- miðlamálið og svik við almenn- ing, að fá ekki að kjósa um það, hernaðarbröltið í Írak, íslensku hermennirnir í Afganistan og loks gelding mannréttindaskrif- stofunnar. Og ekki skal gleyma Sifjarmálinu eða útlegð Krist- ins H. Gunnarssonar. Öll falla þessi mál væntan- lega undir þá ófrómu ósk Hall- dórs Ásgrímssonar að vera nú ekki að tala um fortíðina. Þessi mál valda því að Framsóknar- flokkurinn er núna trausti rú- inn. Halldór og Davíð ákváðu upp á sitt eindæmi að Ísland teldist fylla þann flokk ríkja sem færi með hervald gegn Írak í andstöðu við vilja Sam- einuðu þjóðanna og þar með í ólöglegt stríð að mati aðalrit- ara, Kofi Annan. Viðbrögð framsóknarkvenna vegna Sifj- ar voru virðingarverð og vöktu vonir um að nú væri komin upp virk andstaða gegn ofríki Hall- dórs og hirðar hans. Þær vonir hafa dvínað og dofnað en vissu- lega er ekki fullreynt. Okkar ágætu framsóknarkonur kunna að reka af sér slyðruorðið og hirta það lið sem komið er langt af kúrs flokksins. Sá fá- menni flokkur sem Halldór Ás- grímsson er foringi fyrir er ekki sá Framsóknarflokkur sem ég þekkti hér á árum áður. Samvinnu- og félagshyggja með fólkið í fyrirrúmi er nú víðsfjarri. Kvóta- og fjárbrask- söfl í fyrirrúmi og dansinn stiginn hraður um gullkálfinn, gólfið að falla og fylgið hrynur. Halldór stynur blindur á stöðu sína. Víst var Íraksmálið rætt á Alþingi, í þingflokkum og í rík- isstjórninni, ekki lýgur hann því. En þeir sem nú fyrirlíta hann og hans verk, ljúga ekki heldur þegar þeir segja: Engin formleg umræða fór fram í þingflokki Framsóknarflokks- ins né í ríkisstjórn um þá ákvörðun að setja nafn Íslands á lista hinna staðföstu árásar- ríkja. Loks má vitna í Jón Bald- vin sem sagði einhvern tímann: Kalla sem ekki veiða á bara að setja í land. Vonandi ber fram- sóknarfólk þá gæfu að losa flokkinn við Halldór og hirð hans. Þá yrði aftur gaman að vera framsóknarmaður. ■ PÁLL BERGÞÓRSSON VEÐURFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FISKVEIÐISTJÓRNUN KRISTINN SNÆLAND UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN Ameríkubréf SKÚLI HELGASON Framsóknarfólki fækkar Sá fámenni flokkur sem Halldór Ás- grímsson er foringi fyrir er ekki sá Framsóknarflokkur sem ég þekkti hér á árum áður. Samvinnu- og félags- hyggja með fólkið í fyrir- rúmi er nú víðsfjarri. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.