Fréttablaðið - 10.01.2005, Síða 51
Allir landsmenn kannast við
fréttaritara Ríkisútvarpsins á
Blönduósi. En það eru ekki allir
sem vita að hann er kominn á tí-
ræðisaldur. Reyndar er hann 93
ára í dag. Og hefði sjálfsagt ekkert
veður gert út af þessu ef tíðinda-
maður tímamóta hefði ekki náð
tali af honum í síma.
Hvar ertu fæddur Grímur?
„Ég er fæddur að Þórorms-
tungu í Vatnsdal 1912 en foreldrar
mínir bjuggu þar þá. Þau fluttu
síðar að Saurbæ og ég varð seinna
bóndi þar.“
Hvenær hleyptirðu heimdrag-
anum?
Ég fór í Laugarvatnsskólann
haustið ‘31 en hafði ekki ástæður
til frekari skólagöngu. Pabbi
missti heilsuna um þetta leyti og
svo var kreppan. Það voru engir
peningar til. Ég var svo á Hvann-
eyri 35-36 og aflaði mér staðgóðr-
ar þekkingar á búskap. Reyndi að
kynna mér allt sem ég gat. Ég fór
svo að búa ‘42, fyrst í félagsbúi við
pabba en tók alveg við 1944. For-
eldrar mínir fluttu þá suður en
pabbi kom flest sumur fram yfir
1950, sér til hressingar. Hann
gerði ýmislegt sem aðrir gátu ekki
sinnt, sló með orfi og ljá það sem
ekki var véltækt o.s.frv.“
Kynntist þú sjálfur þessum
gömlu vinnubrögðum?
„Já, blessaður vertu, ég sló líka
með orfi og ljá, dengdi ljá, barði
niður þúfur, malaði skít í taðkvörn
og dreifði honum úr trogi. Það er
nú ein frumstæðasta áburðar-
dreifing sem til er. Já, já, ég kynnt-
ist þessu öllu. Mér er minnisstætt
sem krakki þegar verið var að
stinga út úr húsunum á vorin.
Runeberg Ólafsson var þá vinnu-
maður hjá pabba og hann stakk
fyrir mörgum hnausum í einu. Ég
man að við krakkarnir áttum fullt í
fangi með að losa hnausana úr stál-
inu og bera þá út úr húsunum.“
Og ullarvinnan?
„Já, það var mikil vinna í kring-
um ullina. Ullin öll þvegin. Svo
voru þetta fyrstu verðmætin sem
maður eignaðist. Ég safnaði haga-
lögðum og lagði inn í kaupstað. Það
voru fyrstu aurarnir sem maður
eignaðist og gat keypt sér eitthvað
fyrir, kannski vasahníf. Leikföng
voru ekki til.“
Voru margar búðir á Blönduósi
í þinni æsku?
„Já , þær voru fjölmargar. Það
er eitthvað annað en núna, þetta er
eiginlega bara ein verslun og
gengur kaupum og sölum. Manni
finnst sem byggðirnar séu á
fallanda fæti. Það þyrfti að setja
takmörk á þetta kvótaverð, þessi
ósköp eru að sliga allt mannlíf og
byggðir í landinu.“
Grímur Gíslason hefur um ára-
bil verið fréttaritari útvarpsins.
Hann var líka veðurathugunar-
maður á Blönduósi þar til stöðin
þar var gerð að sjálfvirkri stöð. Og
það er enginn bilbugur á þessum
manni þótt hann sé kominn á tí-
ræðisaldur. Við eigum áreiðanlega
eftir að heyra frá honum greinar-
góða pistla á þessu nýbyrjaða ári,
og kveðjuorðin: „Þetta er Grímur
Gíslason á Blönduósi.“ ■
22 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR
ROD STEWART
Söngvarinn fæddist þennan dag 1945
Kominn á tíræðisaldur
GRÍMUR GÍSLASON: ELSTI STARFANDI FRÉTTARITARI RÍKISÚTVARPSINS
„Ég rata stöðugt í vandræði“
- segir hann í einum texta sinna. Kannski voru verstu vandræðin þau
að greinast með krabbamein í skjaldkirtli. Hann beinir nú miklu af
kröftum sínum í baráttu gegn þessum voða.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Unnur Arngrímsdóttir
danskennari er 75 ára.
Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrv. skóla-
meistari, er sjötugur.
Jóhann Már Jóhanns-
son, bóndi og söngv-
ari, er sextugur.
Sverrir Guðjónsson
söngvari er 55 ára.
Helga Dóra Reinaldsdóttir er fimmtug í
dag.
Kristmundur Bjarnason, rithöfundur á
Sjávarborg, er 86 ára í dag.
Jón Eysteinsson sýslu-
maður er 68 ára.
Ásdís Jenna Ástráðs-
dóttir skáld er 35
ára í dag.
GRÍMUR GÍSLASON Hefur um árabil verið fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi. Hann ber ekki með sér að vera orðinn 93 ára!
Þennan dag fyrir rúmum hundrað árum fannst olía í
Texas. Það var þrjátíu metra hár olíubor, „Spindletop“ að
nafni sem hitti á olíulind klukkan 10.30 að morgni og
þrýstingurinn var svo mikill að stórt svæði allt í kringum
borinn varð löðrandi í svartri, límkenndri eðju, jarðolíu.
Þetta var fyrsti olíufundurinn sem eitthvað kvað að í Am-
eríku og átti eftir að breyta gangi sögunnar. Brátt stór-
lækkaði verð á fljótandi eldsneyti og gerði mögulegar
breytingar sem byltu atvinnuháttum um allan heim, ekki
aðeins í samgöngum heldur landbúnaði, iðnaði og fisk-
veiðum. Grunnur var lagður að olíuiðnaðinum bandaríska
og ásamt framförum í vinnslu olíu lagði þetta líka grunn-
inn að bílaiðnaðinum. Segja má að olían hafi í raun orðið
meginundirstaða hins efnahagslega stórveldis sem
Bandaríkin eru nú. Engan óraði fyrir þessu þá. Og breyt-
ingarnar snertu ekki bara samfélagið: Einstaklingar urðu
ríkari en þeir höfðu nokkru sinni orðið. Það er ekki að
ástæðulausu sem olían er kölluð svarta gullið. 10. JANÚAR 1901 Olíugos úr „Spindletop“.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1884 Ísafold, fyrsta stúka góð-
templara, stofnuð í Frið-
bjarnarhúsi á Akreyri.
1940 Áhöfn þýska skipsins Bahia
Blanca bjargað af togaran-
um Hafsteini.
1941 Roosevelt forseti kynnir
bandaríska þinginu frum-
varp um sérstök láns- og
leigukjör.
1942 Ford bílaverksmiðjurnar
hefja framleiðslu á nýjum
bíl til hernaðar: Jeppanum.
1944 Laxfoss strandar í blindbyl
út af Örfirisey. Mannbjörg
varð. Skipið var endurbyggt
en fórst við Kjalarnes fjór-
um árum seinna.
1994 Þyrla varnarliðsins bjargar
sex mönnum af björgunar-
skipinu Goðanum í Vöðla-
vík á Austfjörðum. Einn
maður fórst.
1989 Kúbumenn hefja brottflutn-
ing hers síns frá Angóla.
Olía finnst í Texas
Tilkynningar um merkisat-
burði, stórafmæli, andlát
og jarðarfarir í smáleturs-
dálkinn hér á síðunni
má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Ingólfur Arnar Þorkelsson
Espigerði 4, Reykjavík,
fyrsti skólameistari Menntaskólans í Kópavogi,
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11. janúar
klukkan 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Ingólfssjóð
sem hefur það hlutverk að efla áhuga nemenda Menntaskólans í
Kópavogi á húmanískum greinum. Tekið er á móti framlögum í
sjóðinn í Sparisjóði Kópavogs, reikningsnúmer 1135-05-410200.
Kennitala sjóðsins er 701204-6030. Netfang: ingolfssjodur@mk.is.
Upplýsingar veittar í síma 594 4000 í Menntaskólanum í Kópa-
vogi.
Rannveig Jónsdóttir, Jón Arnar Ingólfsson, Þorkell Már Ingólfsson,
Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Karl Emil Gunnarsson og barnabörn.
Óli Jóhannes Ragnarsson
Gyðufelli 12, Reykjavík, áður Skálum á Langanesi
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss,
Fossvogi, 6. janúar 2005.
Reynir Ö. Ólason, Jóhanna Stígsdóttir, Þórunn R. Óladóttir, Ernst Bernd-
sen, Anna G. Óladóttir, Gústaf A. Ólafsson, Hörður H. Ólason, Hafdís Y.
Ólason, Laufey Ólason, Sigurjón Gunnarsson, Hólmfríður Óladóttir,
Randver Elísson, Helgi S. Ólason, Guðrún R. Valgeirsdóttir, Sölvi S. Óla-
son, Margrét Pálsdóttir, Linda B. Óladóttir, Bryan Baker og fjölskyldur
þeirra.
Jarðarförin auglýst síðar.
Föðurbróðir minn,
lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. janúar. Útför hans fer fram frá Akur-
eyrarkirkju miðvikudaginn 12. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda, Elsa Axelsdóttir.
Ólafur Kristjánsson
Bakkahlíð 39, Akureyri (Óli frá Hraungerði),
JARÐARFARIR
13.30 Drífa Gunnarsdóttir, Þingvalla-
stræti 37, Akureyri, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju.
14.00 Karl Torfason, Þórólfsgötu 7,
Borgarnesi, verður jarðsunginn frá
Borgarneskirkju.
15.00 Guðrún Björnsdóttir, Sólheimum
16, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Langholtskirkju.
15.00Indriði Sigurðsson, Holtsgötu 41,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni.