Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 55

Fréttablaðið - 10.01.2005, Page 55
26 10. janúar 2004 MÁNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS HANDBOLTI Stjörnustúlkur tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslit- um Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik með því að vinna stórsigur á gríska liðinu APS Makedonikas, 35-13, í Ásgarði. Sigur Stjörnunnar var, eins og lokatölurnar gefa til kynna, mjög öruggur og leyfði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, öllum leik- mönnum sínum að spila. Stjörnuliðið hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins í gær enda var gríska liðið afar lé- legt og það langslakasta sem sýndi listir sínar á fjölum Ásgarðs um helgina. Sigurinn stóri nægði þó ekki til að hreppa efsta sætið í riðlinum. Það fór til svissneska liðsins Spono Nottwill sem vann tyrkneska liðið Eskisehir Osmangazi, 32-22, í lokaumferð- inni í gær. Stjörnustúlkur fóru rólega af stað í leiknum og leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 14-7. Í síðari hálfleik tóku þær hins vegar öll völd og hreinlega kaffærðu tyrk- neska liðið. Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann í leikslok. Hann sagði fyrir leiki helgarinnar að markmiðið væri að komast áfram og það tókst. „Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og það er ég gríðarlega ánægður með. Stelp- urnar stóðu sig frábærlega en mér finnst þær eiga enn meira inni. Liðið á eftir að toppa og ef það gerist á næstunni þá er allt mögulegt í sextán liða úrslitun- um,“ sagði Erlendur en dregið verður í sextán liða úrslitum á þriðjudaginn. oskar@frettabladid.is EITT MARK AF 35 Hind Hannesdóttir sést hér skora eina mark sitt í fádæma öruggum sigri Stjörnunnar á gríska liðinu APS Makedonikas í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Fréttablaðið/E. Ól Yfirburðir Stjörnunnar gegn slökum Grikkjum Stjarnan vann tuttugu og tveggja marka sigur, 35–13, á gríska liðinu Makedonikas og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Áskorendakeppninnar. Varnarmaðurinn Gestur Gylfason,sem er orðinn 36 ára gamall, er genginn í raðir Keflvíkinga og mun spila undir stjórn Guðjóns Þórðar- sonar í Lands- bankadeildinni á komandi tímabili. Gestur hefur spilað með Grindvíkingum undanfarin þrjú ár en var samnings- laus nú um áramótin. Gestur er upp- alinn Keflvíkingur og hefur leikið 158 leiki með liðinu í efstu deild og skor- aði í þeim fjögur mörk. Franski framherjinn Nicolas An-elka, sem leikur með Manchester City, vildi ekki spila með félaginu gegn Arsenal í ensku úr- valsdeildinni á dög- unum og þóttist vera meiddur. An- elka vildi ekki láta lækni liðsins líta á sig og sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchest- er City, að framkoma hans væri óþol- andi. Anelka vill fara frá Manchester City og ljóst er að Keegan mun selja hann um leið og viðunandi tilboð berst í kappann. Fjölnismaðurinn Ívar Björnsson ergenginn til liðs við Landsbanka- deildarlið Fram. Ívar, sem er tvítugur, á að baki fimm leiki með U-19 ára landsliðinu og sex leiki með U-17 ára landsliði Íslands en hann var einn af bestu mönnum Fjölnisliðsins í 1. deildinni á síðasta tímabili. Ívar lék alla átján leiki liðs- ins og skoraði fjögur mörk. Hann er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Framara í vetur en áður höfðu Þórhallur Dan Jóhannsson, Víðir Leifsson og Kristinn Darri Röðuls- son skrifað undir samning við Safa- mýrarliðið. Ítalski leikmaðurinn Paolo Di Caniogæti verið í verulegum vandræðum eftir að hann fagnaði marki sínu fyrir Lazio gegn erkifjendun- um í Roma að hætti fasista- f o r i n g j a n s Benito Mus- solini. Sá var dyggur stuðn- i n g s m a ð u r Lazio og þótti kveðja Di Canios, þar sem hann lyfti hægri höndinni í átt að stuðningsmönnum Roma, ekki við hæfi. Ítalska lögreglan skoðar nú málið og gæti Di Canio verið í vond- um málum ef hann verður fundinn sekur um fasistalega framkomu. Sjálfur segist hann ekki hafa gert neitt rangt. Finnski markvörðurinn Antti Niemi,sem leikur með Southampton, segist vera tilbúinn til að leysa mark- varðavandræði Manchester United og Arsenal. Niemi, sem þykir vera einn af betri mark- vörðum ensku úrvalsdei ldar- innar, sagði við enska fjölmiðla í gær að hann væri ánægður hjá Sout- hampton en hann myndi hlusta á tilboð ef annað hvort Manchester United eða Arsenal sýndu áhuga. Ítalski framherjinn Antonio Cassa-no, sem leikur með Roma, segist vel geta hugsað sér að spila fyrir spænska stórliðið Real Madrid. Cassano hefur oft lent upp á kant við forráða- menn félagsins og sagði við ítalska fjölmiðla að Real Madrid væri draumaliðið sitt. „Félagið heill- ar mig og er draumafélag fyrir alla knattspyrnu- menn. Það eru nokkur félög utan Ítalíu sem ég gæti hugsað mér að spila fyrir en Real Ma- drid er efst á óskalistanum,“ sagði Cassano sem verður að öllum líkindum seldur frá ítalska félaginu þar sem hann vill ekki skrifa undir nýjan samning. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Enska bikarkeppnin YEADING–NEWCASTLE 0–2 0–1 Lee Bowyer (51.), 0–2 Shola Ameobi (61.). ARSENAL–STOKE 2–1 0–1 Wayne Thomas (45.), 1–1 Jose Antonio Reyes (50.), 2–1 Robin van Persie (70.). Bikarkeppni KKÍ - karlar FJÖLNIR–SKALLAGRÍMUR 108–102 Stig Fjölnis: Darrell Flake 19, Magnús Pálsson 18, Brynjar Kristófersson 18, Jeb Ivey 18, Pálmar Ragnarsson 16, Nemanja Sovic 14. Stig Skallagríms: Clifton Cook 43, Jovan Zdravevski 27. HAMAR/SELFOSS–GRINDAVÍK 86–81 Stig Hamars/Selfoss: Damon Bailey 31, Chris Woods 18, Marvin Valdimarsson 16. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 23, Terrel Taylor 22, Darrell Lewis 21. KEFLAVÍK–NJARÐVÍK 85–88 Stig Keflavíkur: Anthony Glover 30 (10 frák.), Nick Bradford 21 (12 frák.), Sverrir Sverrisson 9, Jón Nordal Hafsteinsson 8. Stig Njarðvíkur: Anthony Lackey 30 (13 frák.), Brenton Birmingham 20 (12 stoðs.), Friðrik Stefánsson 12, Matt Sayman 12. Bikarkeppni KKÍ - konur HAUKAR–NJARÐVÍK 70–69 Stig Hauka: Ebony Shaw 26, Helena Sverrisdóttir 18, Ösp Jóhannesdóttir 11. Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 19, Petrúnella Skúladóttir 12, Vera Janjic 12. KEFLAVÍK–ÍS 79–60 Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 25, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Reshea Bristol 14 (13 frák., 10 stolnir, 9 stoðs.), Anna María Sveinsdóttir 13. Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 26 (11 frák.), Stella Rún Kristjánsdóttir 13, Þórunn Bjarnadóttir 13 (11 frák.). BREIÐABLIK–GRINDAVÍK 55–81 Ítalska A-deildin BOLOGNA–CHIEVO 3–1 1–0 Locarelli (28.), 2–0 Tare (60.), 2–1 Zanchetta (77.), 3–1 Belluci, víti (87.). FIORENTINA-LAZIO 2–3 1–0 Miccoli (21.), 1–1 Di Canio (33.), 1–2 Pandev (64.), 1–3 Dabo (82.), 2–3 Miccoli (84.). INTER–SAMPDORIA 3–2 0–1 Tonetto (44.), 0–2 Kutuzov (83.), 1–2 Martins (88.), 2–2 Vieri (90.), 3–2 Recoba (90.). JUVENTUS–LIVORNO 4–2 1–0 Del Piero (17.), 2–0 Camoranese (25.), 2–1 Vidigal (42.), 3–1 Zlatan Ibrahimovic (75.), 3–2 Melara (80.), 4–2 Camoranese, víti (90.). LECCE–REGGINA 1–1 1–0 Babu (43.), 1–1 Mozart (45.). MESSINA–BRESCIA 2–0 1–0 Donati (6.), 2–0 Parisi, víti (70.). ROMA–ATALANTA 2–1 1–0 Montella (40.), 2–0 Montella (53.), 2–1 Marcolini (85.). SIENA–PARMA 0–1 0–1 Gilardino (21.). UDINESE–CAGLIARI 2–0 1–0 Di Natale (24.), 2–0 Pisana, sjálfsm. (59.). PALERMO–AC MILAN 0–0 STAÐA EFSTU LIÐA JUVENTUS 18 13 4 1 33–10 43 AC MILAN 18 11 6 1 32–11 39 UDINESE 18 10 4 4 27–15 34 INTER 18 6 12 0 38–26 30 SAMPDORIA18 8 3 7 19–15 27 ROMA 18 7 5 6 33–27 26 PALERMO 18 6 7 5 16–12 25 CAGLIARI 18 7 4 7 26–31 25 LAZIO 18 6 5 7 24–24 23 Spænska 1. deildin VALENCIA–LEVANTE 2–1 1–0 Baraja (55.), 2–0 Mista (60.), 2–1 Congo (73.). SEVILLA–GETAFE 0–0 NUMANCIA–ATHLETIC BILBAO 1–1 0–1 Del Horno (46.), 1–1 Tevenet (65.). ESPANYOL–OSASUNA 4–1 0–1 Webo (16.), 1–1 Maxi (32.), 2–1 Fredson (36.), 3–1 de la Pena (40.), 4–1 Fredson (83.). MALLORCA–DEPORTIVO 2–2 0–1 Luque (50.), 1–1 Garcia (56.), 1–2 Luque (61.), 2–2 Okubo (63.). SANTANDER–MALAGA 2–1 1–0 Guerrero (26.), 2–0 Regueiro (40.), 2–1 Navas (85.). R. SOCIEDAD–ALBACETE 0–2 0–1 Pacheco (6.), 0–2 Pacheko (48.). R. ZARAGOZA–REAL BETIS 1–0 1–0 Savio (43.). A. MADRID–R. MADRID 0–3 0–1 Ronaldo (14.), 0–2 Solari (81.), 0–3 Ronaldo (84.). VILLARREAL–BARCELONA x–x 1–0 Forlan (30.), 2–0 Gonzalo (48.). STAÐA EFSTU LIÐA BARCELONA 17 13 3 1 35–11 42 VALENCIA 18 10 5 3 29–13 35 R. MADRID 18 11 2 5 29–13 35 ESPANYOL 18 10 3 5 22–13 33 SEVILLA 18 9 5 4 21–18 32 R. BETIS 18 7 6 5 22–21 27 OSASUNA 18 8 3 7 27–29 27 A. BILBAO 18 7 4 7 25–21 25 A. MADRID 18 7 4 7 18–17 25 VILLARREAL 17 5 7 5 21–14 22 Ekkert hefur heyrst frá Jaliesky Garcia frá því að hann fór til Kúbu: Viggó tekur ákvörðun í dag HANDBOLTI Forysta Handknattleiks- sambands Íslands og landsliðs- þjálfarinn Viggó Sigurðsson munu taka ákvörðun, um hvort stórskyttan Jaliesky Garcia verði í landsliðshópnum sem fer á heimsmeistaramótið í Túnis, í dag. Garcia hefur ekkert látið í sér heyra frá því að hann fór til Kúbu til að vera viðstaddur jarð- arför föður síns á milli jóla og nýárs og sagði Viggó í samtali við Fréttablaðið í gær að framkoma Garcia væri furðuleg. „Hann á að mæta hjá Göpp- ingen á morgun og það verður gaman að sjá hvort hann birtist þar. Við höfum reynt allar leiðir til að hafa uppi á honum á Kúbu en ekki haft erindi sem erfiði. Við vonumst til að heyra í honum í dag eða á morgun og fá skýringar á fjarveru hans og munum taka ákvörðun í framhaldinu,“ sagði Viggó í gær. Hann sagði aðspurður að það væri ekkert stórmál ef Garcia yrði ekki með í Túnis. „Það er enginn ómissandi en ég neita því ekki að ég hafði hugsað mér að nota Garcia í skyttuhlutverkið. Við eigum hins vegar menn eins og Markús Mána Michaelsson og Vilhjálm og ég treysti þeim full- komlega til að leysa þessa stöðu,“ sagði Viggó. -ósk JALIESKY GARCIA Týndur og tröllum gefinn á Kúbu og ljóst að þátttaka hans á HM í Túnis er í uppnámi. Fréttablaðið/Pjetur Áskorendakeppni Evrópu STJARNAN–MAKEDONIKAS 35–13 Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnars- dóttir 7, Anna Blöndal 6, Hekla Daða- dóttir 5, Kristín Clausen 4, Anna Einars- dóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Lilja Lind Pálsdóttir 2, Ásdís Sigurðardóttir 2, Rut Steinsen 2, Hind Hannesdóttir 1, Elsa Rut Óðinsdóttir 1. Varin skot: Helga Vala Sigurðardóttir 12, Helga Dóra Magnúsdóttir 1. SPONO–ESKISEHIR 32–22 STAÐAN SPONO 3 2 1 0 99–57 5 STJARNAN 3 2 1 0 89–60 5 ESKISEHIR 3 1 0 2 75–75 2 MAKEDON. 3 0 0 3 37–108 0 Þrír hringir á búnir á Mercedes-mótinu í golfi: Singh leiðir á Hawaii GOLF Það verður ekki auðvelt fyrir Tiger Woods að fylgja Vijay Singh eftir þrátt fyrir gott gengi hans að undanförnu en Singh leiðir nú Mercedes-mótið á Hawaii á nítján undir pari en næstir honum koma Jonathan Kaye frá Bandaríkjun- um, höggi á eftir, og aðeins aftar þeir Ernie Els og Stewart Cink. Ástralinn Stuart Appleby og Tiger Woods koma þar rétt á eftir en Appleby sigraði þetta mót einmitt á síðasta ári. Það segir meira en mörg orð um Fiji-búann að hann hefur ekki enn farið holu yfir pari í keppn- inni en haldið forystunni frá fyrsta hring og sýnir þess engin merki að hann ætli sér að láta hana af hendi. ■ EKKERT GEFIÐ EFTIR Vijay Singh byrjar nýja árið með stæl og er efstur eftir þrjá hringi á Maui á Hawaii. HUGSANLEGIR MÓTHERJAR STJÖRNUNNAR ZRK Split Króatíu CJF Fleury les Aubrais Frakklandi BSV Buxtehude Þýskalandi Bayer Leverkusen Þýskalandi WHC Kumanovo Makedóníu MKS Vitarel Jelfa Póllandi Colegio de Gaia Portúgal Oltchim Valcea Rúmeníu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.