Fréttablaðið - 26.01.2005, Page 1
● tilnefnd í ellefu flokkum
Óskarsverðlaunin:
▲
SÍÐA 27
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
TÓNLEIKAR Í RÁÐHÚSINU Stór-
sveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi
Reykjavíkur klukkan átta í kvöld. Stjórnandi
verður Eero Koivistoinen, einn fremsti
jazztónlistarmaður Finna um langt árabil.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
26. janúar 2005 – 24. tölublað – 5. árgangur
LEYFI TIL YFIRFLUGS EKKI
STUÐNINGUR VIÐ STRÍÐ Halldór Ás-
grímsson forsætisráðherra staðfesti á Al-
þingi í gær að veitt hefði verið leyfi til yfir-
flugs yfir Ísland þremur vikum áður en ráð-
ist var inn í Írak. Hann segir þetta ekki hafa
verið stuðning við stríð. Sjá síðu 2
MÁTTU GIFTAST EN EKKI BÚA
SAMAN Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona
Said Hasan, 23ja ára Jórdaníumanns, hefur
kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að
vísa Hasan úr landi og banna honum að
koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftir-
litsins og dómsmálaráðuneytisins. Sjá síðu 4
REGLUGERÐ FLÝTT OG VOTT-
ORÐA KRAFIST EES-borgarar hafa for-
gang að vinnu hér, heilbrigðisvottorða verð-
ur krafist með umsókninni og reglugerð
flýtt. Þannig bregst félagsmálaráðherra við
gagnrýni ASÍ á Impregilo og atvinnuleyfin.
Sjá síðu 6
Kvikmyndir 30
Tónlist 28
Leikhús 28
Myndlist 28
Íþróttir 24
Sjónvarp 32
Benedikt H. Alfonsson:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Hagar seglum
eftir vindi
● nám
ÁFRAM MILT OG BJART FYRIR
AUSTAN Það má reikna með strekkings-
vindi á Norðausturlandi en annars fremur
hægum vindi. Úrkomulítið í dag. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
ALÞINGI Þingmenn ríkisstjórnarinn-
ar hafa viðurkennt að eftirlauna-
frumvarpið sem samþykkt var á Al-
þingi 2003 hafi verið gallað. Þó
nokkur dæmi eru um að Alþingi
hafi samþykkt lög sem síðan hafi
verið dæmd ólögmæt af dómstólum
á síðustu árum. „Þekktustu dæmin
tengjast málefnum öryrkja en
ríkisstjórnin hefur tapað tveimur
málum fyrir Hæstarétti sem
Öryrkjabandalagið höfðaði á hend-
ur henni,“ segir Svanur Kristjáns-
son, prófessor í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands.
„Valdimarsdómurinn 1998 var
upphaf þess að dómstólar á Íslandi
fóru að veita stjórnvöldum virkt
aðhald,“ bendir Svanur á en þá úr-
skurðaði Hæstiréttur að ríkis-
stjórnin hefði brotið stjórnarská
með því að takmarka veiðileyfi.
Mannréttindaákvæðin voru inn-
leidd í íslenska stjórnarskrá og
EES-samningurinn var samþykktur
en með því urðu Íslendingar að leiða
í gildi Evrópulög. „Frægur dómur í
máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur
féll í Mannréttindadómstólnum í
Strassborg og varðaði ábyrgðarsjóð
launa,“ segir Svanur.
Þá féll annar dómur gegn
íslenskum stjórnvöldum í Strass-
borg og leiddi til grundvallarbreyt-
inga á stjórnskipun landsins þegar
aðskilja þurfti valdsvið dómara og
sýslumanna.
Drífa Hjartardóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að Al-
þingi verði einfaldlega að vanda sig
betur við lagasetningar. „Við verð-
um að gefa okkur meiri tíma til að
skoða betur áhrif laganna, bæði
aftur í tímann og fram í tímann.
Þegar við erum að setja lög eru þau
að vissu leyti afturvirk eins og með
eftirlaunafrumvarpið,“ segir Drífa.
„Við erum með mjög góða lögfræði-
deild hjá Alþingi en oft erum við að
afgreiða frumvörp á mjög skömm-
um tíma,“ segir hún. - sda
Gölluð lög ítrekað
verið samþykkt
Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagafrumvarpið sem samþykkt hefur
verið á Alþingi og reynst gallað eftir á. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
segir að vanda verði vinnubrögð.
Aukinn hagvöxtur:
Ekki hætta á
ofhitnun
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur verður
5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á
næsta ári en þrátt fyrir það eru að
mati fjármálaráðuneytisins ekki
líkur á því að hagkerfið ofhitni.
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá
ráðuneytisins.
Hagvaxtarspá ráðuneytisins er
nokkru meiri nú en áður og segir
Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri efnahagsskrifstofu, ástæð-
una þá helsta að stækkun Norður-
áls fór fyrr af stað en gert var ráð
fyrir. Hún bætist við stóriðju-
framkvæmdir á Austfjörðum sem
ná hápunkti í ár og á næsta ári.
sjá síðu 20
LEITAÐ Í RÚSTUNUM Í BANDA ACEH Kona leitar í rústum heimilis í Banda Aceh. Dag hvern finnast rúmlega þúsund lík í héraðinu,
sem varð verst úti allra landsvæða sem flóðbylgjan skall á.
ASÍA Ljóst þykir að ekki færri en
280 þúsund manns hafi farist
þegar flóðbylgjan mikla reið yfir
ellefu ríki Asíu og Austur-Afríku
á annan dag jóla. Óttast er að tug-
þúsundir til viðbótar kunni að
hafa farist. Til samanburðar má
nefna að Íslendingar voru 293
þúsund talsins 1. desember síð-
astliðinn.
Heilbrigðisyfirvöld í Indónesíu
birtu í gær nýjar dánartölur. Sam-
kvæmt þeim hafa meira en 220
þúsund manns látist eða er saknað
og taldir af í Indónesíu einni sam-
an. Þar finnast um þúsund lík dag
hvern. Þau eru mjög illa farin
eftir að hafa legið undir braki og
leðju, og því er afar erfitt að bera
kennsl á þau. Þá er talið að mikinn
fjölda líka hafi borið á haf út og
litlar líkur eru á að þau finnist.
Einstaklingar, félagasamtök,
fyrirtæki og stjórnvöld víða um
heim hafa heitið háum fjárhæð-
um til styrktar uppbyggingar-
starfi. Flóttamannahjálp Sam-
einuðu þjóðanna hvatti í gær til
þess að hluta þess fjár yrði varið
til aðstoðar við fólk sem hefur
hrakist frá heimilum sínum á Srí
Lanka vegna borgarastríðsins
þar. ■
Tala látinna vegna flóðbylgjunnar miklu í Asíu fer enn hækkandi:
Þeir látnu jafnmargir Íslendingum
The Aviator
● sestur á skólabekk
Sigursteinn Másson:
▲
SÍÐA 34
Á framboðslista
Röskvu
● íslenska liðið gaf eftir undir lokin
HM í handbolta í Túnis:
▲
SÍÐA 24
Eins marks tap gegn
Slóvenum í gær
20-40 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
61%
37%
EFTIRLIT Í VERSLUNUM
Heilbrigðisyfirvöld bregðast við ábending-
um eins og þau fengu vegna Hollywood-
kúrsins.
Hollywood-kúrinn:
Tekinn úr
umferð
MATVÆLI Umboðsaðila Hollywood-
kúrsins hefur verið synjað um
leyfi til að markaðssetja vöru sína
af Umhverfisstofnun. Umboðs-
aðilinn hefur samkvæmt Heil-
brigðiseftirliti Hafnarfjarðar og
Kópavogs fjarlægt drykkinn af
sölustöðum.
Steinar B. Aðalbjörnsson, fag-
sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun,
segir heimildina ekki hafa fengist
þar sem of mikið af A-vítamíni sé
í kúrnum. Mikil neysla á A-
vítamíni geti valdið ógleði, höfuð-
verk og lifrarskemmdum. Hjá
þunguðum konum geti of mikið A-
vítamín valdið fósturskaða.
Steinar segir Lýðheilsustöð
hafa reiknað að dagleg neysla
þeirra sem neyti kúrsins geti
orðið allt að 5.000 míkrógrömm-
um, sem sé 2.000 míkrógrömmum
yfir hættumörkum. - gag
Oxford-háskóli:
Vill færri
breska nema
BRETLAND, AP Skólayfirvöld Ox-
ford-háskóla hafa ákveðið að
fækka þeim bresku námsmönnum
sem fá inni í skólanum. Þess í stað
á að veita fleiri erlendum náms-
mönnum skólavist og er ástæðan
einkum sú að þeir borga hærri
skólagjöld en Bretar.
Skólastjórnendur hafa kvartað
undan fjárskorti. Eitt af því sem
þeir segja mögulegt með því að
veita fleiri erlendum námsmönn-
um skólavist er að greiða kennur-
um hærri laun og geta því betur
keppt við bandaríska skóla.
Stjórnmálamenn og námsmenn
hafa tekið hugmyndinni illa. ■
M
YN
D
/A
P