Fréttablaðið - 26.01.2005, Blaðsíða 2
2 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Mannréttindasamtök harðorð í garð Íraksstjórnar:
Fangar enn pyntaðir
ÍRAK Saddam Hussein og sam-
verkamenn hans hafa verið
hraktir frá völdum en íraskar
öryggissveitir pynta fanga sína
ennþá. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu bandarísku mannrétt-
indasamtakanna Human Rights
Watch, sem hafa skoðað stöðu
mannréttinda í Írak.
„Íraska bráðabirgðastjórnin
undir forystu Ayad Allawi for-
sætisráðherra virðist taka virk-
an þátt, eða vera í það minnsta
samábyrg, í þessum grófu brot-
um á grundvallarmannréttind-
um,“ segir í skýrslu samtak-
anna.
Einnig er þar bent á að hvorki
bandarísk né bresk stjórnvöld
hafi sett sig upp á móti því að
íraskar öryggissveitir pynti
fanga.
„Írösku þjóðinni var lofað
einhverju betra en þessu,“ sagði
Sara Leah Whitson, svæðisstjóri
samtakanna í Mið-Austurlönd-
um og Norður-Afríku, í viðtali
við AP-fréttastofuna. Hún sagð-
ist skilja þann vanda sem örygg-
issveitirnar stæðu frammi fyrir
vegna hryðjuverkaárása í Írak.
„Við fordæmum grimmd upp-
reisnarmanna. En alþjóðalög
liggja ljós fyrir: engin ríkis-
stjórn getur réttlætt pyntingar
með vísan til öryggismála.“ ■
Leyfi til yfirflugs
– ekki stríðsvilji
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að veitt hefði
verið leyfi til yfirflugs yfir Ísland þremur vikum áður en ráðist var inn í Írak.
Hann segir þetta ekki hafa verið stuðning við stríð.
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra staðfesti í um-
ræðum um störf þingsins á Al-
þingi í gær að íslensk stjórnvöld
hefðu veitt Bandaríkjamönnum
leyfi til yfirflugs og notkun Kefla-
víkurstöðvarinnar vegna vaxandi
spennu í Írak þegar í febrúar
2003. Þetta kom fram í máli for-
sætisráðherra eftir að Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, spurði hann um
efni fréttar Stöðvar 2 um málið í
gærkvöld.
Össur vitnaði til orða Halldórs
daginn fyrir innrásina um að ör-
yggisráðið ætti að hafa síðasta
orðið. „Þetta sagði hann þremur
vikum eftir að hann sem utanrík-
isráðherra leyfði að flogið yrði
um lofthelgi landsins og herflug-
vélar hefðu hér viðdvöl vegna inn-
rásarinnar í Írak. Nú virðist mega
draga þá ályktun að stuðningur Ís-
lands hafi komið fram þremur
vikum fyrr en áður var sagt.“
Halldór Ásgrímsson vísaði því
á bug að með þessu hefði verið
lýst yfir stuðningi við stríð í Írak
og benti á að liðsflutningar til
Persaflóa hefðu hafist löngu fyrir
febrúar. Ísland hefði gefið leyfi til
yfirflugs á svipuðum tíma og
Þjóðverjar, sem hefðu gefið sitt
leyfi jafnvel þótt þeir hefðu verið
á móti innrásinni. „Við höfum
aldrei hafnað beiðni bandamanna
okkar um yfirflug en flutningarn-
ir fóru að mjög litlu leyti um
Keflavík“.
Til mjög hvassra orðaskipta
kom á milli Halldórs og Össurar
og var formaður Samfylkingar-
innar sakaður um að nota ræðu-
stól Alþingis í baráttu sinni fyrir
endurkjöri til formanns.
Ögmundur Jónasson, þingmað-
ur Vinstri grænna, sagði ástæðu
til að ræða þetta mál daglega í
þinginu þar til sannleikurinn
hefði verið leiddur í ljós: „Listinn
yfir hinar vígfúsu þjóðir hafði það
að markmiði að grafa undan Sam-
einuðu þjóðunum og öryggisráð-
inu. Hann hefur stórpólitíska
þýðingu og er stórpólitískt utan-
ríkismál.“
a.snaevarr@frettabladid.is
INNBROT Í TVÆR BIFREIÐAR Brot-
ist var inn í tvær bifreiðar í Norð-
lingaholti í Reykjavík. Hliðarrúð-
ur voru brotnar og hljómflutn-
ingstæki tekin. Lögreglunni var
tilkynnt um atvikin klukkan tíu í
gærmorgun. Málið er í rannsókn.
68 VERKEFNI Í VIKUNNI Rólegt var
í umdæmi lögreglunnar á Hvols-
velli í síðustu viku. Samkvæmt vef
lögreglunnar voru 68 verkefni
skráð á tímabilinu. Meðal þeirra
voru tveir ökumenn sem teknir
voru fyrir of hraðan akstur á Suður-
landsvegi. Mældist sá sem hraðar
ók á 135 km hraða við erfiðar að-
stæður, myrkur og blautur vegur.
HVASSVIÐRI FYRIR VESTAN Kyrr-
stæður bíll fauk á annan við flug-
völl Ísafjarðarbæjar í fyrrinótt.
Lágu bílarnir saman þegar menn
komu að flugstöðvarbyggingunni
í morgun. Tjón er lítið að sögn lög-
reglunnar á Ísafirði. Mjög hvasst
var fyrripart nætur en lægði og
var veður gott í gær, að sögn lög-
reglunnar.
Umfangsmikið
fíkniefnamál:
Rannsókn á
lokastigi
FÍKNIEFNI Rannsókn á einu um-
fangsmesta fíkniefnamáli síðustu
ára, sem staðið hefur yfir síðan í
mars á síðasta ári, er á lokastigi að
sögn Ásgeirs Karlssonar, yfir-
manns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík.
Fimm sitja enn í gæsluvarð-
haldi vegna málsins en í gær stað-
festi Hæstiréttur gæsluvarðhalds-
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir einum gæsluvarðhaldsfang-
anna. Sá er undir sterkum rök-
studdum grun um að hafa framið
fíkniefnabrot sem varðað geta allt
að tólf ára fangelsi.
Upphaf málsins var þegar tæp-
lega þrjú kíló af amfetamíni og
nokkurt magn af kókaíni fundust
um borð í Dettifossi, skipi Eim-
skipafélagsins, í mars. Átta kíló af
amfetamíni sem fundust síðan í
vörusendingu í einu skipa Eim-
skips í júlí. - hrs
MANNSKÆÐIR JARÐSKJÁLFTAR
Tveir létust og 22 slösuðust í
hrinu jarðskjálfta á landamærum
Tyrklands og Íran. Skjálftarnir í
gær voru ekki mjög öflugir, sá
stærsti mældist 5,5 á Richter-
kvarða.
FÓRNFÝSNIN LOFUÐ Vatíkanið
lofaði í gær konu sem neitaði að
gangast undir fóstureyðingu og
lést í í fyrra úr krabbameini.
Læknar sögðu henni að til að geta
leitað sér lækninga við krabba-
meini yrði að eyða fóstrinu og
því neitaði hún.
STUÐLUÐU AÐ HRYÐJUVERKUM
Franska lögreglan hefur handtekið
sjö einstaklinga sem eru grunaðir
um að hafa fengið Frakka til að
berjast gegn yfirvöldum í Írak.
Fólkið, fimm karlar og tvær konur,
reyndi að fá franska múslima til að
berjast í Írak.
SPURNING DAGSINS
Ágúst, kom einhvern tíma
sumar?
„Það er ennþá vor.“
Í gær voru 25 ár frá frumsýningu Lands og sona,
myndar Ágústs Guðmundssonar sem markaði
upphaf íslenska kvikmyndavorsins.
■ EVRÓPA
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Subaru Legacy Wagon
Guðmundur
Árni Stefánsson:
Vill fund
STJÓRNMÁL Guðmundur Árni Stef-
ánsson, Samfylk-
ingunni, skýrði
frá því á Alþingi í
gær að hann
hefði beðið for-
mann utanríkis-
málanefndar um
að halda fund í
nefndinni fyrir
hvatningu for-
sætisráðherra.
Benti Guðmund-
ur Árni á að Eiríkur Tómasson pró-
fessor hefði sagst hafa farið yfir
gögn um Íraksmálið í álitsgerð sinni
um lögmæti ákvörðunar forsætis-
og utanríkisráðherra um að styðja
innrásina í Írak: „Við viljum fá
þessi gögn“ sagði Guðmundur Árni.
„Hvers vegna þessi tregða við að
leggja spilin á borðið?“ - ás
GUÐMUNDUR
ÁRNI
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Segir að draga megi ályktun um að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið
kominn fram þremur vikum fyrr en áður var sagt.
ÍRASKIR FANGAR
Þessir Írakar voru handteknir í vopnaleitarárás bandarískra hermanna á bensínstöð í
Mosul í norðurhluta Íraks. Fjöldi fanga íraskra öryggissveita hefur verið pyntaður, að sögn
mannréttindasamtakanna Human Rights Watch, sem ræddu við 90 fanga.
FÆÐINGAR Meðalaldur mæðra
hefur farið stighækkandi á síð-
ustu áratugum, samkvæmt tölum
frá Hagstofu Íslands. Hann hefur
hækkað um 2,2 ár á tímabilinu
1963-2003, miðað við öll fædd
börn, en um 4,2 ár sé eingöngu
miðað við frumburði.
Elsta íslenska
konan sem alið
hefur frum-
burð á árabilinu 1971-2003 var 48
ára gömul. Hún ól barn sitt 2001.
Þá fæddu tvær aðrar 48 ára gaml-
ar konur börn þetta sama ár, en í
hvorugu tilvikinu var um frum-
burði að ræða.
Jafnframt leiða tölurnar í ljós
að mun fleiri stúlkur undir 15 ára
aldri eignuðust börn
á árinum á árunum
1971-1981 en á síð-
ari áratugum. Á
ofangreindum ára-
tug ólu 28 stúlkur á
umræddum aldri
barn. Þar af var
ein undir 15
ára aldrinum
að eignast sitt
annað barn.
Það var árið
1978. Hins vegar fæddu þrjár
stúlkur undir þessum aldri á ára-
tugnum 1993-2003. ■
MEÐALALDUR MÆÐRA
– ÖLL BÖRN
2003 29.3
1993 28.5
1983 26.5
1973 25.7
1963 27.1
MEÐALALDUR MÆÐRA
– FRUMBURÐIR
2003 26
1993 24.8
1983 22.7
1973 21.6
1963 21.8
ELDRI MÆÐUR Elsta frumbyrjan hér á landi á árabilinu 1971-
2003 var 48 ára. Myndin er tekin á fæðingardeild Landspítalans,
en er ekki í tengslum við fréttina.
Mæður sem fæða sitt fyrsta barn:
Meðalaldur hefur hækkað um 4,2 ár