Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,25 62,55 116,88 117,44 81,23 81,69 10,91 10,98 9,90 9,96 8,96 9,01 0,60 0,61 94,63 95,19 GENGI GJALDMIÐLA 25.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,71 +0,18% 4 26. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Fyrrverandi skipstjóri á Hauki ÍS: Fékk sjö mánaða skilorð DÓMSMÁL Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru hand- teknir fyrir tilraun til fíkniefna- smygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna. Maðurinn, sem er fertugur, var dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi í Suður-Ameríku fyrir að reyna að smygla fjórtán kíló- um af kókaíni. Sá dómur hefur engin áhrif á dóm mannsins nú þar sem hann braut af sér í öðru landi. „Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður gerst sekur um brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, svo vitað sé,“ segir í dómnum. Maðurinn var fundinn sekur um ræktun á tæplega tvö hundr- uð kannabisplöntum og fyrir að vera með nokkur grömm af maríjúana í fórum sínum. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með brotum sínum sem maðurinn framdi árin 2002 og 2003 rauf hann skilorð, en árið 2000 var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. - hrs Máttum giftast en ekki búa saman Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, hefur kært ákvörðun Útlend- ingastofnunar um að vísa Hasan úr landi og banna honum að koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins. ÚTLENDINGAR Said Hasan, 23ja ára Jórdana sem er giftur íslenskri konu, Ásthildi Albertssdóttur, hefur verið neitað um dvalarleyfi vegna aldurs og honum er bannað að koma hingað í þrjú ár þar sem hann fór ekki úr landi innan til- skilins tíma. Ásthildur segir að það hafi gerst vegna ónógra upp- lýsinga. Hasan verður 24 ára í ágúst og samkvæmt íslenskum lögum á hann þá að geta fengið dvalar- leyfi. Vegna misskilnings hefur hann fyllt út vitlaus eyðublöð og sótti um makaleyfi en það var aldrei grundvöllur fyrir því. Þar sem hjónunum var aldrei bent á mistökin gátu þau ekki leiðrétt þau. Hasan hefur tvisvar sinnum fengið vinnu á Kárahnjúkum og sótt um atvinnuleyfi en ekki feng- ið þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Ásthildur gagnrýnir stjórn- sýsluna harkalega og telur seint og illa svarað ef svar á annað borð berst. Bréfaskipti fari fram á ís- lensku, sem Hasan ekki skilur, auk þess sem hann hafi ekki feng- ið arabískan túlk nema einu sinni og hann hafi þá talað egypska arabísku, ekki jórdanska, og því hafi misskilnings gætt. Búið er að kæra það. Þá telur hún að verið sé að teygja lögin, til dæmis varð- andi aldurinn. „Maður má gifta sig hvenær sem maður vill. Við erum ósátt við að mega ekki búa saman en geta gift okkur,“ segir hún og vísar í plögg frá stofnuninni þar sem kemur fram að „ekkert er því til fyrirstöðu að kærandi og kona hans búi saman utan Íslands,“ segir Ásthildur og spyr: „Á að reka mig úr landi? Hasan á barn á Íslandi og vill því gjarn- an búa hér. Hann er kominn til Jórdaníu en er ekki velkominn hjá fjölskyldu sinni þar sem það þyk- ir ekki gott að hann búi ekki með barnsmóður sinni.“ Embættismenn í Útlendinga- stofnun gátu engin svör gefið í gær. ghs@frettabladid.is HANDBENDI MAFÍÓSA HAND- TEKIN Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 46 einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa aðstoð- að mafíuforingjann Bernardo Provenzano á flótta hans undan lögreglunni. Provenzano hefur forðast lögregluna í meira en fjóra áratugi. BÆNDUR MÓTMÆLA Grískir bómullarbændur lokuðu fjöl- mörgum vegum í norðurhluta landsins fyrir allri umferð til að krefjast hærri niðurgreiðslna úr ríkissjóði. Stjórnvöld sögðust hins vegar ekki geta hækkað nið- urgreiðslur til bændanna þar sem reglur Evrópusambandsins bönnuðu slíkt, og skipti þá engu þó bændur legðu þúsundum dráttarvéla á vegi og hraðbrautir. MUSTERIÐ Í WAI Sjónarvottar standa við rústir musterisins í Wai þar sem 200 dóu og 200 slösuðust. Pílagrímar á Indlandi: 200 tróðust til bana BOMBAY, AP Um 200 manns dóu þegar þeir tróðust undir í örtröð sem myndaðist þegar þúsundir pílagríma þustu úr musteri á fjall- stoppi í vesturhluta Indlands eftir að eldur kom þar upp. Annars eins fjöldi slasaðist í troðningnum. Örtröðin myndaðist í þröngum stigagangi í musteri hindúa í borginni Wai, sem er um 250 kíló- metra sunnan af Bombay (Mumbai). Að sögn sjónarvotta voru flestir hinna látnu konur. Brunaliðsmenn kepptust við að slökkva eldinn sem breiddist um musterisbygginguna en talið er að kviknað hafi í af völdum skamm- hlaups í öryggi. ■ KOSNINGAAUGLÝSINGAR Kosningarnar eru í algleymi eins og sjá má á þessari götumynd frá Kaupmannahöfn. Skoðanakönnun: Sterk staða stjórnarliða DANMÖRK Dönsku stjórnarflokk- arnir myndu vinna öruggan sigur á stjórnarandstöðuflokkunum ef gengið yrði til kosninga nú, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Berlingske Tidende. Samkvæmt könnuninni bættu stjórnarflokkarnir við sig fjórum þingsætum og fengju 102 af 179 sætum á danska þinginu. Jafnað- armenn og samstarfsflokkar þeirra fengju einungis 73 sæti en fjögur sæti skiptast milli Færeyja og Grænlands. Kosningarnar fara fram 8. febrúar. ■ ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA MÓÐGAÐI PÁFANN Pólskur út- gefandi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að skrifa móðgandi grein um Jóhannes Pál II páfa í vikurit sitt Nie í ágúst 2002. Jerzy Urban gerði þar grín að bágri heilsu páfa í aðdraganda heimsóknar hans og þarf að greiða andvirði 400 þús- und króna fyrir það. SAID HASAN OG ÁSTHILDUR ALBERTSDÓTTIR Finnst kveðjur Útlendingastofnunnar kuldalegar en stofnunin segir ekkert því til fyrirstöðu að þau búi saman utan Íslands. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Skipstjórinn var ekki viðstaddur dómsupp- sögu í héraðsdómi þar sem hann er úti á sjó en hann mætti við þingfestingu málsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Vinnumálastofnun: Gefur út 61 atvinnuleyfi VINNUMARKAÐURINN Vinnumála- stofnun gefur í dag út 61 nýtt atvinnuleyfi. Impregilo fær 24 atvinnuleyfi og gilda þau öll fyrir Kínverja, Fosskraft fær 19 leyfi, aðrir verk- takar á Austurlandi fá fimm leyfi og fiskvinnslu-, þjónustufyrirtæki og íþróttafélög fá 13 leyfi. Atvinnuleyfin eru gefin út fyrir 24 Kínverja, 22 Pólverja, fjóra Lit- háa, þrjá Letta, þrjá Serba, einn Eista, einn Pakistana, einn Víetnama og einn Albana. - ghs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.