Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 26.01.2005, Qupperneq 28
4  { VINNUVÉLAR 2005 }  Ingjaldur Ragnarsson kann að lýsa eiginleikum margra véla og tækja, til dæmis Bobcat smávéla, Hyster lyftara, John Deere dráttarvéla og Case trakt- orsgrafna, enda er hann er sölumaður vinnuvéla hjá fyrirtækinu Vélaborg. Við ákveðum samt að láta greinina snúast um Case traktorsgröfuna sem er vel þekkt hér á landi en er nú komin með nýtt stjórnkerfi. Gömlu stangirnar upp úr gólfi vélarhússins sem stöðugt þurfti að hreyfa, til að fá samsvörun á moksturstækjun- um, eru horfnar úr nýjustu módelunum en í staðinn komin handföng, líkust pinnum á leikjatölvu. Það þýðir að stjórnandinn hvílir handleggina á stólörmum og hreyfir bara úlnliðina. Þetta kalla vélamennirnir vökva- servó enda nær glussavökvinn alveg upp í stýripinnana, að sögn Ingjalds. Grafan er sjálfskipt en stjórnandinn hefur þann valmöguleika að grípa til handskiptingar. Vélin er 110 hestöfl með túrbínu og millikæli. Nýja grafan, Case 695 Super R, er líka fjórhjólastýrð, svo hjólin beygja öll fjögur í stað bara framhjólanna áður. Þannig hefur snúningsradíus hennar orðið minni en eldri vélanna og hún er því mun liprari. Einnig er tregðulæsing bæði á fram- og afturhásingu svo að ef eitt hjól byrjar að spóla þá grípa hin inn í. Skóflan að framan er mikið not- uð í snjómokstri og þar er líka hægt að setja plóg en aftan á er mokstursbún- aður sem nýtist við alla jarðvinnu. Fjögur vinnuljós eru að framan og fjögur að aftan og tvö blikkandi aðvörunarljós á þaki. Þá er ógetið ýmissa kosta eins og sérstaks kaldræsibúnaðar sem hentar sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. Sölutölur sýna að Case er mest selda traktorsgrafan hér á landi á síðasta ári. Ingjaldur segir nýja stýribúnaðinn eflaust eiga sinn þátt í því, því hann taki öðrum fram. „Case hefur nefnilega tekist að þróa kerfi sem er eins ná- lægt því að vera bilanafrítt og hægt er að hugsa sér,“ segir hann að lokum. Volkswagen var söluhæsti vinnubíll ársins 2004. Á árinu seldi Hekla alls 349 Volkswagen Caddy og Transporter-bifreiðar og var með 22,81% markaðshlut- deild á vinnubílamarkaði og jókst sala á Volkswagen vinnubílum um 140% frá árinu á undan. „Við bindum miklar vonir við nýjan Caddy sem við vorum að fá í sölu sem er með svokallaðri gíraffalúgu. Lúgan opnar afturrými bíls- ins út frá þaki sem auðveldar mjög flutning á vörum og verkfærum, eins og stiga eða rörum,“ segir Margeir K. Eiríksson, sölustjóri vinnubíla hjá Heklu, en hann og Róbert Rúnarsson sölumaður vænta mikils af þessum nýja Caddy. Burðargeta Caddy er 750 kg og rúmmál 3,2 fermetrar sem gerir hann afar rúmgóðan og þægilegan. Staðalbúnaður Caddy er rennihurðir á báðum hlið- um, tvöföld hurð að aftan auk mikils annars búnaðar. Þar má nefna ABS, af- tengjanlega spólvörn, rafstýrða og hitaða útispegla, geislaspilara, velti- og að- dráttarstýri, dagljósabúnað og fleira. Gúmmídúkur í farmrýminu gerir það að verkum að gólfið er stammt sem tryggir öruggari meðhöndlun varnings. Caddy er einnig fáanlegur með 2.0 SDI dísilvél. Margeir K. Eiríksson er sölustjóri vinnubíla hjá Heklu og Róbert Rúnarsson er sölumaður. „Við erum afar þakklát fyrir viðtökurnar á árinu og horfum með tilhlökkun til ársins 2005. Ingjaldur segir notkunarmöguleika Case traktorsgröfunnar mikla, enda sé vélin einkar lipur. VOLKSWAGEN SÖLUHÆSTI VINNUBÍLL ÁRSINS 2004 Miklar vonir bundnar við nýjan Caddy með gíraffalúgu. STJÓRNTÆKIN LÍKUST PINNUM Á LEIKJATÖLVU Case traktorsgröfurnar eru mörgum kostum búnar. Þær áttu sölumet á Íslandi á síðasta ári. MASCOT FRÁ RENAULT TRUCKS Bíllinn er með 160 hestafla 3,0 lítra samrásar vél sem kemur í stað 130 hestafla vélarinnar sem var áður í Mascot. Vélin þykir hagkvæm í rekstri eins og aðrar dísilvélar frá Renault. Gír- kassinn er einnig nýr. Bíllinn er með nýja gerð af ABS afhemlun með EBD bremsujöfnun sem skilar Mascot enn styttri bremsuvegalengd. Spólvörn er staðalbúnaður. Gírstöngin er komin í mælaborðið en sú stað- setning hefur mælst vel fyrir í Trafic og Master. Hirslur eru á réttum stöðum fyrir pappíra og þess háttar og allur stjórnbún- aður er innan seilingar. Fram- ljósin eru samansett af lang- drægari tveggja linsu ljósum. Umboð: B&L. Flokkur: 3,5 til 65 tonna vörubílar. Flokkast annað hvort sem stór sendibíll eða smærri vörubíll. Flutningsgeta: 4 tonn. Gælunafn: Litli trukkurinn. Nýju gröfurnar eru með stýripinna við stólarmana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.